Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Page 8
DV — HELGARBLAÐIЗ LAUGARDAOUR 12. DESEMBER 1981. 8 — 99 „Mór hefur alttaf þótt vœnt um „Jón er kom- inn heim"." Þá þótti fíntað vera dapur og vonlaus Iðunn Steinsdóttir, texta- höfundur heimsótt Hver þekkir ekki lögin „Jón er komin heim”, „Bíddu pabbi” og „Ég fer í fríið”? >eir eru örugglega fáir sem ekki hafa sungið þessi lög hástöfum á dansleikjum eða eftir út- varpinu en fáir vita hver það er sem samdi textana. >að er kona að nafni Iðunn Steinsdóttir sem á heiðurinn af þessum vinsælu textum, kona á besta aldri, sem sumir halda þó að sé orðin ævagömul, því það sé svo langt síðan hún byrjaði að semja texta. Verkamenn ágrasi „>etta er nú misskilningur, ég var komin yfir þritugt þegar ég fór að semja texta á plötur,” sagði Iðunn, þegar DV heimsótti hana á heimili hennar. „Ég orti svolítið á mennta- skólaárunum en svo var þaöekki fyrr en um 1969—’70, þegar ég bjó á Húsavík, að Ingvar >órarinsson, sem söng þar með Tónakvartettinum, spurði mig hvort ég gæti samið texta fyrir þá. Ég hitti hann á götu og bar hann þetta erindi upp en enn þann dag í dag fæst hann ekki til að segja mér hvernig honum datt í hug að ég gæti samið. Tónakvartettinn var þá að fara aö syngja inn á SG hljóm- plötu og ég bjó til tvo texta fyrir þá, „Ég kveð” og „Stýrimannsvalsinn”. >annig frétti Svavar Gestson af nafninu mínu og leitaði hann til mín síðar þegar hann vantaði texta. — Annars var ég ekki nema 4ra ára þegar ég ætlaði að yrkja fyrst. >annig var að við bróðir minn, sem er þremur árum eldri en ég, og frændi okkar, sex árum eldri, ætluðum öll að semja vísu. Ég man ekki um hvað vísa frænda míns fjall- aði en bróðir minn gerði Ijómandi kisuvísu. >eir fóru með sinar visur og svo kom röðin að mér. Ég komst aldrei lengra en að segja fyrstu setn- inguna því þá ætluðu þeir að ærast úr hlátri. Auðvitað móðgaðist ég svo að ég sagði aldrei framhaldið en þetta átti áreiðanlega að vera hvatningar- visa því fyrsta setningin var svona: „Verkamenn á grasi. . . Ég hef oft hugsað um það siðan hvað ég hafi ætlaðmér að láta koma á eftir.” Vorum afskaplega svartsýn — Ortirðu eitthvað meira en þessa einu setningu á æskuárunum? „Nei, ekki teljandi, en á böllum í unglinga- skóla var samkeppni um að botna vísur og þá fór ég að fás( við þetta. Á þeim árum fór ég einnig að setja saman Ijóð fyrir sjálfa mig og einnig Iítils háttar á menntaskólaárunum, eins og fram kom áðan. >að voru skemmtileg ár sem ég átti í Mennta- skólanum á Akureyri. Steinn Steinarr var okkar leiðarljós þar og við lásum hann spjaldanna á milli. >að þótti fint að vera dapur og vonlaus á þeim árum og við vorum afskaplega svart- sýn. Dæmi um það er kvæði sem ég orti á þessum árum og birtist i skóla- blaðinu: „Gottþað væriaö gleyma" Gottþað væri að gle yma, gleyma UOnum árum. Gleyma að til vargleði, gleyma horfnum tárum. Gleyma gömlum vinum, gleyma sorg og trega. Grafa allt i garOI, gleymsku aUHfaga." Iðunn var 17 ára þegar hún samdi þetta en það birti greinilega til eftir þvi sem árin liðu. >að sýnir textinn „Ástarþrá”, sem hún gerði mörgum árum siðar og Mjöll Hólm söng á plötu: „Er vorblærinn hlýr á vanda minn andar, veturinn hverfur til framandi strandar, gáskafull börn út á göluna þjóla, þá grípur mig þrá til aðelska og njóta.” Orðin iaið á ástartextum Sumir þeirra texta sem vinsælir eru hér eru þýddir, t.d. Jón er kominn heim, en þann texta þýddi Iðunn úr dönsku. — Hafa plötuútgefendur einhverja ákveðna hugmynd um það hvað textar eiga að fjalla um? „Já, stundum kemur fólk með hugmyndir um hvað textinn á að fjalla. >egar ég gerði textann við „Ég fer í fríið” var þegar ákveðin hug- mynd að baki. Textinn átti að fjalla um sjómann sem er að fara i frí, hann er að koma að landi og Ijósin heilla hann. Tilhlökkun átti að koma fram í textanum. >ann texta samdi ég á einu siðdegi. >að er yfirleitt alltaf þrýst- ingur með dægurlagatextana og þá þarf að ganga að því að semja þá, eins og hverju öðru verki. >á loka ég mig oft inni þar til ég er búin, og það er mjög sjaldan tími til að ganga með einhvern ákveðinn texta i kollinum, dag eftir dag.” — En á hverju byggirðu textann, ef þú færð ekki ákveðna hugmynd? „>á hlusta ég nokkrum sinnum á lagið og geri texta sem mér finnst falla að laginu. Ef lagið er fjörugt geri ég gamansaman texta og svo aftur rómantískan texta við rólegt lag. Annars er ég orðin leið.á ástar- textunum; mér finnst miklu skemmti- legra ef textinn má vera léttur. >að fer lika mikið eftir lögunum hversu vel mér gengur að semja textann. Ef lagið er skemmtilegt og höfðar til mín þá er ég fljótari að semja. >egar ég þýði texta þá þýði ég að sjálfsögðu ekki frá orði til orðs heldur reyni að halda mér við efnið. Sumu þarf líka að breyta, eins og i „Eighteen yellow roses”, sem er þýddur texti, og varð að átján rauðum rósum hjá mér vegna hljóðstafanna.” Þykir vænt um Jón — Hefur þér dottið í hug að yrkja órímað? „Ég kann ekki að yrkja órímað en mig langar að reyna það. Mér finnst oft gaman að órlmuðum Ijóðum ef vel er gert. En mér finnst skelfilegt að hlusta á það þegar menn eru að reyna að yrkja hefðbundið en kunna það ekki.” — Hvernig finnst jjér að hlusta á lög sem þú hefur gert texta við og eru spiluð dag eftir dag í útvarpið? „Mér finnst dálítið skrýtið að hlusta á þau. Ég hef gert milli 30 og 40 texta, sem hafa komið út á plötum, og sjálfri finnst mér þeir mis- jafnir. >ó held ég að ég verði fyrr leið á þessum lögum en aðrir, sérstaklega ef þetta eru textar sem mér hafa þótt leiðinlegir eða væmnir. Ég hef aldrei hugsað um hvaða texti mér finnst skemmtilegur en alltaf hefur mér samt þótt vænt um „Jón er kominn heim”.” A fkastamesta ieirskáid á ísiandi Iðunn er gift Birni Friðfinnssyni og eiga þau þrjú börn, sem eru uppkom- in, það yngsta er 16 ára. Hvað finnst þeim um að mamma sé að yrkja? „>eim fannst þetta meira spenn- andi þegar þau voru yngri en ég held að þeim finnist ekkert sérstaklega til um það núna, og taka þessu með jafnaðargeði. Eiginmaöurinn sagði aftur á móti einu sinni að ég væri afkastamesta leirskáld á íslandi! >að var þegar ég var öll á kafi í jtessu. . .” Iðunn er fædd og uppalin á Seyðis- firði, lauk stúdentsprófi frá M.A. 1960 og flutti þá til Reykjavikur: „>á fór ég að vinna á skrifstofu, giftist svo fljótlega og eignaðist þrjú börn á fjórum árum, svo þá var annaö að gera en að semja texta. Árið 1966 fluttum við til Húsavíkur, þar sem maðurinn minn var bæjar- stjóri, og þar var óskaplega gaman að búa. >ar var mikið félagslíf og skemmtilegt fólk. Við bjuggum á Húsavík í tæp sex ár og þar gerði ég einna flesta textana. >aðan fluttum við I Mývatnssveitina, og voru þar I fjögur ár, þar til við fluttum aftur til Reykjavíkur.” Á sólóplötu Ragnars Bjarnasonar, sem var gefin út 1971, átti Iðunn 8 texta af þeim 12 sem á plötunni voru. Einn þeirra var „Ég bið þig forláts”, þýddur úr ensku, sem naut mikilla vinsælda. >að lá því beint við að spyrja hvort Svavar Gests hefði fylgst með henni og alltaf vitað hvar væri hægt að ná í hana: „Já, hann vissi alltaf hvar mig var að finna. >að er þó áberandi að ég hef samið langminnst meöan ég var I Mývatnssveitinni. Llklega hefur verið erfiðara fyrir Svavar að ná til mín þangað! Annars samdi ég mest úti á landi; þar voru kirkjukórar, barna- kórar, karlakórar, og alla vantaði texta. Svo gerði ég stundum gríntexta til að syngja á árshátíðum og ýmsar tækifærisvísur en ég yrki mjög litið fyrir sjálfa mig. Ég læt þó stundum vísu fylgja gjöf til vina en það er ævinlega I léttum dúr, og erfiljóð hef ég aldrei ort. Ég yrki yfirleitt aldrei neitt hátfðlegt, ef ég kemst hjá því.” — Átt þú þér eftirlætis texta- höfund? „Já, það er Jónas Friðrik. Mér finnst hann mjög góður og allt svo vel gert sem hann lætur frá sér. Svo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.