Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 20
20 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. Hvað er trú og hver er Hvað er ég? Hvað er þessi jörö, sem ég bý á, þessi heimur, sem ég hringsóla í? Til hvers er þetta allt? Hvaðan kem ég við fæðingu og hvert fer ég eftir dauðann? Hvert er sam- band efnis og anda, líkama og sálar? Hvert er eðli þeirra afla, sem ég fæ hvorki skilið, séð né stjórnað? Gátur til verunnar Þetta eru sumar spurningarnar að baki heimsmyndar mannsins. Að svörunum hefur hann leitað í göldr- um, trúarbrögðum, heimspeki og vís- indum. Heimsmynd mannsins er því venjulegast ekki nema að hluta til sannleikur og byggist því ekki nema að nokkru leyti á staðreyndum og vís- indalegri þekkingu. Líkindi, tilgátur, ímyndun, hjátrú og trú hafa a.m.k. sögulega séð og fram á síðustu aldir, átt stærri þátt í mótun heimsmyndar mannsins en fulisannaðar staðreyndir eða vísindaleg þekking. Það virðist því augljóst, að maðurinn hefur rika þörf fyrir að eiga sér heimsmynd, skoðanakerfi eöa trú, sem veitir honum — ímynduð eða sönn — svör við dýpstu gátum tilverunnar. En það væri mikill misskilningur að jafna saman trú og heimsmynd mannsins. Trúin er fyrst og fremst það, sem við tökum gilt um tilveru guðs og gagnkvæmt samband hans og manna, án þess að hirða verulega um sönnunargögnin, sem til grund- vallar liggja. Upphaf trúarinnar Uppi eru og hafa verið margar og misgóðar kenningar og tilgátur um uppruna trúarbragðanna. Sumar þeirra tala um að uppruna trúarf bragða sé að finna í tilraunum mannsins til þess að finna geðfelldar skýringar á dauðanum. Aðrar rekja uppruna þeirra til drauma og vitrana og enn aðrar telja trúþörfina með- fædda og þessi meðfædda þörf ásamt sköpunargáfu mannsins sé sá jarð- vcgur sem trúarbrögðin séu vaxin upp úr. Og þannig mætti lengi telja. Almennt er þó talið að upphaf trúar- bragðanna megi rekja til þeirrar við- ieitni manna að ná ákveðnum eftir- sóttum markmiðum sem miði að því að auðvelda mönnum lifsbaráttuna. Tilgangur frumtrúarbragðanna hafi því verið hliðstæður tilgangi galdra og töfra, þ.e. að fá fræið til að vaxa, auka frjósemi jarðar og afrakstur dýrao.s.frv. Þegar frummennirnir gálu ekki ráðið gátur lífsins með aðstoð rök- rænnar skynsemi, þá gripu þeirtil getgátunnar. Þegar þekkinguna vant- aði til þess að skýra orsakir einhvers náttúruviðburðar, þá var litið á við- burðinn sem framkvæmd einhverrar skynrænnar veru. Ráðningin var þá tilgáta um tilveru einhvers guðs. Allt, sem manninum var ofvaxíð að skilja, eða hafa vald á, varð því efniviður í guð og tilefni átrúnaðar. Menn trúðu á sólina, eldinn, vindinn, lækina, stokka og steina — yfirleitt alla skap- aða hluti á jörð, i jörð og yfir jörð. Guðaframleiðsla í allri þessari guðasmiði var maðurinn sjálfur fyrirmyndin sem notuð var. Mennirnir sköpuðu guð- ina í sinni mynd, i öllum aðal- atriðum. Þess vegna höfðu guðirnir' alla mannlega hæfileika og eigin- leika; ýmist góðir eða vondir, vitrir eða heimskir, fagrir eða Ijótir og þar fram eftir götunum. Öll þessi guða- framleiðsla hefur á öllum öldum haft einn og sama tilgang; að bæta upp vanmátt mannsins í lífsbaráttunni og vera hjálpartæki til þess að koma fram vilja hans og óskum. En með vaxandi notkun mannvits- ins, aukinni tækni og ráðkænsku í lífsbaráttunni, mynduðust stærri og öflugri valdahópar en áður höfðu þekkzt. Þetta varð til þess að hagnýt- ing hinna minniháttar guða varð óþörf og þeim var varpað á sorp- hauga í hundruða tali. Eftir stóðu aðeins þeir guðir, sem ráðandi stéttir trúðu á og voru þeirra líferni hlið- hollir. Bein afleiðing af þessu var lög- gilding eins guðs, — lögleiðing ein- gyðistrúar. Og þetta er það ástand i trúarbrögðum, sem nútíminn á við að búaí. stórum dráttum. Dvínandi trúarþörf Nú á síðari árum hefur þess gætt að kirkjusókn almennings fer mjög dvinandi eftir því sem velmegunin hefur aukist. Þvi er einnig við að bæta, þeiiTi staðreynd, að á fyrri tímabilum menningarinnar höfðu flestir fullþroska menn þörf fyrir trú í einhverri mynd, sökum vanmáttar sins og vanþekkingar. Þetta hlýtur að leiða fram spurninguna hvort vel- megunarríkin hafi ekki lengur þörf fyrir trúna eins og hún birtist mönnum nú við ytri kringumstæður kirkjulífs og helgihalds. Það er staðreynd að trúarþörf hefur farið þverrandi að sama skapi, sem þekk- ing manna hefur aukist og samvinna manna og félagslif hefur þroskast. Þau fyrirbrigði, sem menn skildu ekki áður, urðu orsök trúar. En geta þau verið orsök trúar eftir að menn hafa skilið þau? Þetta er áleitin spurning og krefj- andi. DV leitaði til fjögurra manna hér á landi og falaðist svara við þess- ari spurningu sem öðrum sem lúta að trúmálum. -SER. GunnarEyjólfsson leikarí: „TRÚARÞÖRFIN ER OYGGJANDI” „Sú trú sem flestir virðast hafa er svo mikill arfur frá fyrri kynslóðum. Ef mér t.d. hefði ekki beinlínis verið kennd mín trúú æsku, þá þarf ekki að efa það, að ég væri sennilega ekki eins trúaður í dag,” segir Gunnar Eyjólfsson, leikari og meðlimur í Fé- lagi kaþólskra leikmanna á íslandi. „Við vitum það öll, að barnsárin eru mjög viðkvæm og ef manni er sagt það í æsku að Guð sé tii, þá er það víst að maður trúir því, og eins og skáldið sagði þá skal aðgát hafa í nærveru sálar, því með einni setningu er hvort tveggja hægt að auðga trú barnsins og skerða hana og að engu gera.” — Hvernig skilgreinir þú þá trúar- þörf manna? „Trúarþörfin er óyggjandi, vegna þess að ef þú afneitar Guði, þá leitar þú einungis til einhvers annars, t.d. vísinda eða stjórnmála. Þeir sem segjast vera trúlausir verða nefnilega að vera mjög stérkir á þeirri skoðun sinni að enginn Guð sé til, vegna þess að alls staðar blasa við augum sann- anir fyrir því að eitthvað meira er til í alheiminum — eitthvert afl sem er meira en við. Og að sjálfsögðu eru öflin tvö — gott og illt. í þeirri helgu bók, Biblíunni, segir: sá sem lifir fyrir mátt sverðsins mun deyja fyrir sverðið, og samkvæmt því mun sá sem lifir fyrir atómsprengj- una deyja fyrir henni.” —En hvernig höfðar trúin á mis- munandi hátt til manna? „Ég á svo erfitt með að segja það, en ég veit hvernig hún höfðar til mín. Öll erum við leitandi, leitandi að til- ganginum með lífi okkar. T.d. á kristinn maður ekki og má ekki ör- vænta, vegna þess að honum er kennt að kærleikur Guðs varir að eilífu og þegar örvæntingin grípur okkur þá eigum við að geta sigrast á þeirri ör- væntingu í ljósi trúarinnar á þann kærleika.” — Hvað vilt þú segja um mismun- inn á milli trúarbragða? „Það eru eflaust aðrir færari að svara þessari spurningu en ég. En það mætti sjálfsagt leita svara við þessari spurningu hjá mönnum eins og séra Ian Paisley í Belfast. Aftur á móti hika ég ekki við að ■segja það að ágreiningurinn á milli kaþólskra og lútherskra er svo hverf- andi lítill og það sem sameinar okkur er miklu stærra og þýðingarmeira. Kristur sameinar okkur. En sem kaþólikki get ég ekki lokað augunum fyrir hlutdeild Maríu Guðsmóður í endurlausninni. Hún umvefur barnið móðurkærleika og heldur því að brjósti. Á Golgata stendur hún við krossinn. Á páskamorgun eru stað- fest orð engilsins er hann ávarpar hana þessum orðum: heil sért þú, full náðar. Drottinn er með þér. Blessuð sért þú meðal kvenna. Og blessaður sé ávöxtur lífs þíns. Á hvítasunnu er hún fulltrúi mannkynsins þegar heil- agur andi kemur til okkar, þessi mikli Gunnar Eyjólfsson, leikari og meðlimur i Félagi kaþólskra leikmanna á Islandi. eilífi andi. Og það er svo undir hverjum og einum komið hvernig hann lætur þennan anda, þennan kraft, leika á sitt eigið sálarhljóð- færi.” Sigmundur Ernir Rúnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.