Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 9
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. 9 hef ég gaman af þjóðlögum og held mikið upp á írska tónlist. Textar Jónasar Árnasonar við írsk þjóðlög finnst mér mjög skemmtilegir.” — Hefurðu gaman af tónlist? „Já, mér finnst mjög gaman að tónlist og söng og hlusta mikið á út- varp. Ég hlusta helst á klassíska tón- list en einna minnst þykir mér varið í diskómúsík og popp, — enda kannski ætluð fyrir annan aldurshóp en minn!” — Ertu að yrkja eitthvað þessa dagana? „Undanfarið hef ég gert töluvert af textum við lög Jónatans Ólafssonar. Hann á mikið af falleg- um lögum og mér finnst mjög gaman að gera texta við lögin hans. Þetta er eins konar verkaskipting hjá okkur; hann gerir lög við texta eftir mig og ég geri texta við lög eftir hann.” Kennari, húsmóðir og textahöfundur En Iðunn gerir meira en að semja texta, hún vinnur úti sem kennari i hálfu starfi við Laugarnesskólann, ,,og i fullu starfi sem húsmóðir”, segir hún. Við höfum reynt að beina talinu inn á aðrar brautir en ekki tekist, en nú er tímabært að hverfa frá textunum og ræða um skóla- málin; ,,Ég kenni 7 ára börnum, aðallega lestur, skrift og reikning, og svo kristinfræði og samfélagsfræði í bland. Svo fer það eftir ýmsu hvað við gerum frá degi til dags. Ég hef kennt frá 1968, fyrst á Húsavík, þar sem ég kenndi i forföllum öðru hverju, og svo var ég í þrjú ár við kennslu í Mývatnssveit. Eftir að við fiuttum suður, 1976, hef ég kennt við Laugarnesskólann. Fyrst var ég þar sem forfallakennari og kenndi þá börnum upp í tólf ára aldur. Það er mjög ólíkt að kenna hér, eða að kenna úti á landi, þar sem þrír árgangar voru saman í bekk, og ekki nema 10—12 krakkar i bekknum. Þar var hægt að kenna hverjum einstaklingi eftir því sem þarfir hans kröfðust.” — Nú er sagt að kennarar séu alveg jafnkvíðnir og nemendurnir, sem eru að byrja skólagöngu sína, er það rétt? „Nei, ég álít nú ekki að kennar- arnir séu neitt kvíðnir en hins vegar er alltaf spennandi að vita hvernig einstaklinga maður fær því bekkirnir eru mismunandi. Ég vil halda blönd- un í bekkjum en að mínu mati eru of margir nemendur í hverjum bekk. Mér finnst að hámarksfjöldi nemenda ætti að vera 20. Það þyrfti líka að vera miklu meiri hjálp fyrir bö'rnin, jafnt fyrir þau sem eiga erfitt með að læra og þau sem hafa aga- vandamál. Það þarf að auka sér- kennslu og minnka nemendafjölda, þá gengi þetta eflaust betur. Það fer „Eiginmaöurínn sagði einu sinni aö óg væri af- kastamesta leirskáld á íslandi." „Ég yrki aldrei neitt há- tíöiegt ef óg kemst hjá því." Texti: Anna Kristine Magnusdottir Ljósm.: Einar Olason ekki hjá því, að margir verða útundan, þeir sem eru seinir til detta út úr, og þetta er líka erfitt fyrir duglegu krakkana, sem skilja allt og þurfa að bíða eftir hinum. Þau fá heldur ekki kennslu við sitt hæfi.” Þetta varð að nægja, því áður en varði var ég aftur farin að tala um kvæðin hennar og sagði hún mér skemmtilega sögu sem tengist einu ljóða hennar, og sú saga er loka- punkturinn í þessu viðtali: Eyrarrósir „Á Húsavík var maður sem bað mig að gera ljóð við lag fyrir kirkju- kórinn. Ég mátti sjálf ráða um hvað Ijóðið fjallaði og þá var ég nýbúin að vera í fjallaferð, þar sem ég upplifði yndislegan atburð, og varð Ijóðið til út frá honum. Við höfðum farið inn að Kverkfjöllum með Ferðafélagi Húsavíkur, þar sem við vorum að byggja skála. Þetta var um verslunar- mannahelgi, og við höfðum dvalið þarna frá föstudegi fram á mánudag. Allan þann tima höfðum við ekki séð stingandi strá, þarna var grjót, möl, sandur og jöklar, en hvergi neinn gróður. Á heimleiðinni, þegar við nálguðumst Hvannalindir, keyrðum við fram á breiðu af eyrarrósum. Ég varð svo hrifin; þetta var eins og opinberun eftir alla auðnina. Ég hafði því ljóðið við þetta umrædda lag um eyrarrós: „Ég ferðaöist um fírnindi og haiöar, ó fjallaslóð. Viðmórblöstu urðarskriður breiðar, og auðnin hljóð. Bn innst íþessu ördeyðunnar landi, ógundursá. Þvi eyrarrós þar óx ígrýttum sandi, svo ungogsmó. Á öðrum stöðum aðrar rósir skarta, við ómœ/t hrós. En engin gerir auðnina svo bjarta, sem eyrarrós." -AKM. Biírei Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Sudiirlundshraul 14 - llrvhjiuih - Sími .'ItlttlNl Verð ca. kr. 77.500.- LADA KOO GMUUM Muniö að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Þaö var staðfest i könnun Verð- lagsstofnunar. Borgfirzk . blonda ■ Leiftur frá liðnum árum Frá&agnir af mannraunum, *ly*fftrum. dulrtcnum alburðum og akyggnu íólki SAFNAÐ HEFUR JÓN KR. (SFELD cö f ! i Þetta er fimmta og síðasta bókin I safn- ritinu Borgfirzk blanda. Af efni bókarinn- ar má nefna endurminningar Benedikts í Skuld, sem nú líta dagsins Ijós í fyrsta sinn. Þar er brugðið upp fróðlegri og forvitnilegri mynd af húsakynnum og mannlífi á Akranesi um aldamótin sið- ustu og sagt frá einstökum dugnaði og fómarlund. Einnig er stór syrpa af gam- anmálum, þar á meðal hinar frægu Pungavísur Ólafs í Brautarholti og Þor- láks Kristjánssonar. Þá eru í Blöndunni auk gamanmála og þjóðlífsþátta, frá- sagnir af slysförum, endumiinningar og fróðleikur af ýmsu tagi. Safn sannra frásagna af mannraunum, slysförum, dulrænum atburðum og skyggnu fólki. Einnig frásagnir úr há- karlalegum og bjargsigi. Séra Jón Kr. ísfeld hefur safnað þessu efni á löngu árabili. Nöfn eftirtalinna þátta gefa hugmynd um hið fjölbreytta efni bókarinnar: Öriagastund á Eski- fjarðarheiði, Páskabylurinn 1917, Manntjónið mikla i Amarfirði, Sagnir af Eyjólfi skyggna, Haustnótt í kirkju, Stúlk- an við ána, Hákarlaveiðar, Úr verinu, Fyrsta bjargferðin, Töfrasýnir tveggja öldunga, Torráðin gáta frá 18. öld. hörpuútgAfan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.