Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 5. FEBRtJAR 1983. Þegar sjjónin er ehhi — lltid inn á Hjálpartækjaþjónustu Blindrafélagsins Einhver dýrmœtasta eign mannsins er sjónin. Missir hennar er jafnframt einn mesti skaði sem hvergetur ordid fyrir. Stór hópur fólks á íslandi á við sjóndepru að stríða, jafnvel algjöra blindu — ög liggja til þess margar ástœður. Þegar aldurinn fœrist yfir tapa menn jafnan sjón. Slys eða veikindi valda tíðum meiri eða minni sjónmissi. Og þá eru þeir ónefndir sem fœðst hafa blindir. Það er síður en svo auðvelt fyrir blinda og sjónskerta að athafna sig íþví þjóðfélagi sem við — hinir sjáandi — höfum mótað. Þar er gert ráð fyrir að skynfœrin fimm séu hverjum manni til halds og trausts. En ef eitt þeirra bregst hinum sama, er þetta þjóðfélag okkar þegar orðið honum illfært. Aðstaða hans í leik og starfi hefurþar með skerst. Hjálpartœki fyrir blinda og sjónskerta hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Þetta eru ýmsir hversdagslegir hlutir — verkfœri og áhöld — sem umfram hefðbundið notagildi koma til móts við sérþarfir þeirra sem lítt eða ekki sjá. Ýmist eru þetta venjuleg tœki sem hafa verið bœtt eða aukin þannig að ekki þarfsjón við meðferð þeirra, eða sérsmíðuð tœki sem gagn- gert eru framleidd fyrir blinda. Allir hafa þessir hlutir þann sameiginlega tilgang: að létta blindum og sjónskertum fötlunina, gera þeim kleift að inna störfin þannig afhendi að sjóndepran háiþeim ekki. Hjálpartækjaþjónusta Blindra- félagsins hefur veriö starfrækt í ára- tug. Aðsetur hennar er í Hamrahlíö sautján. Þan'gaö leituðum viö um dag- inn til aö kynnast því f jölbreytta úrvali hjálpartækja sem blindum og sjón- skertum býöst til kaups um þessar mundir. Þaö var Ásgerður Olafsdóttir blindraráðgjafi sem leiddi okkur í allan sannleik um þessi tæki. Þaö kom fljótt í ljós aö á boðstólum þjónustunn- ar er enginn venjulegur vamingur. Þó flestir hlutimir sem til sölu eru komi nokkuö kunnuglega fyrir sjónir og lík- ist þeim hlutum sem fáanlegir eru í heföbundnum búsáhalda- og tóm- stundabúðum, þá em flest þessi tæki í smáatriðum frábrugöin þeim hlutum sem hinir sjáandi eiga aö venjast úr sínu daglega lífi. Venjuleg verkfæri og áhöld hafa veriö bætt eöa lagfærð, eða þeim hefur veriö breytt aö meira eöa minna leyti til þess aö þau nýtist þeim er ekki greina hlutina meö augunum. Enn önnur tæki eru sérsmíðuð og loks fást þama hlutir sem eru einstakir sinnartegundar. Sjóngler og stafir Við athuguðum fyrst svo einföld tæki sem sjóngler virðast vera. Þau eru til í fimmtán gerðum og stækka allt að tífalt. Þessi stækkunargler er hægt að fá með og án innbyggðs ljóss. Eins og gefur að skiija veita þau fólki meö laka sjón mjög mikla hjálp viö lestur og aöra einbeitingu augna. Sagöi Ásgerö- ur aö mjög mikiö væri sótt í þessi tæki, þau væm einna vinsælust þeirra hluta sem á boöstólum væra í Hjálpartækja- þjónustunni. Þá sagöi Ásgeröur aö stafirnir væru ekki síður vinsælir, enda eflaust meö mikilvægari hjálpartækjunum. Til era tvær geröir stafa. Annars vegar hinn svonefndi hvíti stafur sem eingöngu er ætlaður albiindum. Hann er langur og mjór meö endurskini. Nota þarf sér- staka tækni til aö þessi stafur komi fólki aö gagni og er hún kennd á námskeiöum sem Blindrafélagiö gengst fyrir. Hins vegar er þaö göngustafurinn. Hann er hugsaöur fyrir gamalt fólk sem smám saman hefur tapað sjón meö aldrinum. Hann er aö því leyti frábragðinn venjulegum göngustöfum aö hann er meö endur- skini líkt og hvíti stafurinn. Ásgerður Olafsdóttir blindraráðgjafi stendur hér hjá hluta þeirra hjálpar- tækja sem Blindrafélagið býður upp á. Við kynnumst þessum tækjum litil lega i greininni hér á siðunni. DV-myndir Einar Ólason. Nokkur hjálpartæki blindra við heimilisstörf. Vigtirnar á myndinni eru með upphleyptum táknum við hverja tölu. Þá sést einnig skurðartöng (lengst til vinstri) en henni er klemmt utan um kjötstykki og brauðhleifa og gengur hnifurinn í gegnum raufarnar á tönginni og tryggir þannig beinan skurð. Eggjaskiljaranum (neðst til hægri) er tyllt ofan á bolla og situr rauðan eftir i botni skiljarans en hvitan rennur ofan i bollann um rauf á miðju hans. Fyrir ofan skiljarann sést í skeið er mótar og sker kjöt- og fiskbollur. Efst er steikartöng sem auðveldar blindum mjög að hagræða steikum á pönnu og snúa þeim. Ofan á stærri vigtinni sést i lítið hjálpartæki sem nefnist nála- þræðari; nálinni er komið fyrir í slíðri og tvinninn er látinn i rauf við hliðina. Með þvi að styðja á takka þræðist svo tvinninn i gegnum nálaraugað án þess að sjón þurfi til. fWS Sérsmiðuð úr og klukkur fást i miklu úrvali í Hjáipartækjaþjónustunni. Ef vel er athugað sést í upphleypt tákn við hvern tölustaf. Þá er einnig hægt að þreifa á visunum. Þegar svo fingurinn nemur við visana og viðkomandi tákn er auðvelt að átta sig á hvað tímanum líður. Ritsjáin (opatacon) er líklega eitt merkilegasta hjálpartœki sem hannað hefur verið fyrir blinda. Á mynd- inni er Arnþór Helgason að lesa merkimiða á segulbands- spólu frá Ríkisútvarpinu og hann notar tœkið líka meðal annars til að leita í símaskránni. íhœgri hendi heldur hann á litlu stykki sem er nokkurs konar myndavél. Henni er rennt eftir línum á blaði og skynjar húna bókstafina (venjulegt prentletur) og fram- kallarþá á lítilli plötu í tœki sem í útliti líkist mest ferða- segulbandi. Lesarinn stingur vinstri hendi inn í tœkið og leggur vísifingur á plötuna. Þar finnur hann titrandi upphleypta mynd af bókstafnum sjálfum. A fletinum eru hundrað fjörutíu og fjórir punktar sem titra. Þeir punktar titra sem þarftil að mynda hvern staffyrir sig. Tœkið á minni myndinni er einn af mörgum fylgihlut- um ritsjárinnar. Það er notað til að kenna á ritsjána; kennari sér á skjánum hvað lesari finnur. Ef myndin prentast vel sést S á skjá tœkisins. Þess má geta að ritsjáin krefst mjög mikillar þjálfunar af hendi notandans. Er talið að þeir sem nái bestum árangri með tœkinu komist upp í sjötíu til nítiu orð á mínútu. Sérsmíðuð úr og bfíndrabaðvog... Mikið er sótt í sérsmíðuð úr og klukk- ur. Þau eru þannig úr garði gerð að hægt er aö þreifa á vísunum. Einnig eru upphleyptir punktar eöa tákn viö hvem tölustaf á stundarhringnum. Þetta gerir blindum kleift aö greina hvaö tímanum líður með fingranum einumsaman. Því næst var stigið á baðvigtina, en blindrabaðvigtin er nokkuð frábragöin þeim er sjáandi nota við þyngdarmæl- ingu sína. Jafnframt því sem stigið er á baðvigt blindra er togaö í spotta sem gengur út úr mælaborðinu. Hann stöðvar vísana við þá þyngd sem ofan á vigtinni hvílir. Þá er óhætt aö stíga af henni og kanna án mikilla tilfæringa hver þyngd manns er með þvi aö þreifa á upphleyptu tákni viö þá þyngdarein- ingu sem vísirinn stöövaðist viö. Hjálpartæki viö skriftir voru athug- uö næst. Fyrir alblinda eru til svo- nefndir skriframmar. Á þá er hægt að nóta ýmis atriði á blindraletri. Þaö er þannig gert aö blaði eöa plastþynnu er komið fyrir milli tveggja álplatna. Síðan er stungið meö nál eöa öörum oddhvössum hlut í gegnum ákveöin göt á plötunum. Þaö framkallar upphleypt tákn á þynnuna eöa blaöið sem blindir geta lesið. Einnig era til skriframmar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.