Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR1983. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN „Stuömenn eru frábærir,” segir Faxi. Fridrik Þór gegn hollenska sjónvarpinu Umsjónarkonu Rokkspildunnar hefur borist til eyrna eftirfarandi saga og lætur hún hana bara flakka: Einn ágætur Islendingur, sem stundar nám í Hollandi, sat heima hjásér, nánar tiltekiö inni ístofu,í ljótri blokk langt fyrir utan Amster- dam og var aö horfa á sjónvarpið. Á skjánum var verið aö sýna hinar ýmsu hljómsveitir og var manninum fariö aö leiöast og augnalokin aö þyngjast. En í svefnrofunum kannast maöurinn viö eitthvaö, hann lyftir blýþungum augnalokum og sjá; eru þar ekki mættir íslendingar á skjáinn? Maðurinn hendist upp úr stólnum og hækkar í tækinu. Jú, jú, mikil ósköp, eru þetta þá ekki Vonbrigöi aö syngja 0, Reykjavík, ó, Reykjavík í hollenska sjónvarpinu. Maöurinn, Islendingurinn í ljótu blokkinni lengst inni í Hollandi, mátti vart mæla fyrir geöshræringu og loks þegar hann var búinn aö ná sér og tilbúinn aö æpa þessi tíðindi aö oðru heimilisfólki varð hann þess var, sér til sárra vonbrigöa, aö hann var einn heima. En þaö er ekki allt búiö ennþá. Hollenska sjónvarpiö haföi nefnilega engan rétt til aö sýna þetta atriöi (sem er úr kvikmyndinni Rokk í Reykjavík) og nú er Friðrik Þór víst búinn aö höföa mál gegn hollenska sjónvarpinu. Viölátumsko ekkert svindla á okkur. -O- „Þýfiif”, hljómsveitin Vonbrigði. Umsjón: Oddrún Vala Jónsdóttir FAXIOG SVVTI BÍÐA EFTIB STRÆTÓ Þegar ég var á þrammi hérna niöri í bæ einn daginn datt mér í hug aö skemmtilegt væri aö ræöa við ein- hverja unglinga um lifandi tónlist í borginni. Á rölti mínu niður Lauga- veginn rakst ég á tvo stráka á stoppi- stöðinni viö Landsbankann, nr. 7. Ég spurði hvort ég mætti ekki spjalla að- eins viö þá um ofangreint mál. Þeir voru nú ekkert á því í fyrstu en síðan, jú, ókei. En því miður var þeim ekk- ert vel viö aö láta nöfnin sín birtast svo aö viö ákváöum í skyndi leyni- nöfn. Þeir völdu sér nöfnin Faxi og Snati. Jæja, strákar, á hvernig tónlist hlutiöþiöhelst? Eg hlusta eiginlega á allt en helst pönk og nýbylgju, bæöi útlent og inn- lent, en þetta frík er algjört heavy metal frík segir sá sem kallar sig Faxa. Mér finnst Tappi tíkarrass góöur, og líka Vonbrigði, Þeysarar og Egó. Snati fussar og sveiar en viðurkennir þó aö hann sé hrifinn af Egó og bætir við að hann hafi farið á músíktilraunirnar í Tónabæ til aö sjá Centaur, „vá, maöur, þeir eru æöis- legir, ég er aö hugsa um aö stofna fan club.” Farið þiö oft á tónleika? Já, svona stundum, svarar Faxi, þegar maöur á pening. en þaö sem fólk kallar myndlist maöur, algjört drasl! Hafið þið séö myndina Meö allt á hreinu? Já, mér fannst hún hund- leiöinleg, segir Snati. Þú hlóst nú al- veg eins og asni allan tímann, segir Faxi og segir ennfremur aö hann hafi aldrei séö skemmtilegri mynd. Stuömenn eru frábærir, ég fór upp í Austurbæjarskóla í haust, þaö var æöislegt, þaö var í fyrsta skipti sem ég heyröi í þeim, og mér finnast Grýlumar líka frábærar í myndinni. Heyriö þiö strákar, lesið þiö mikið tónlistarfréttir eöa blöö? Já, bróöir minn kaupir stundum Melody Maker og NME og svo fer maöur bara inn í bókabúðir og skoðar Vi unge og Zig Zag og svoleiðis, segir Snati. Og svo les maður auðvitaö Járnsíöuna og Nútímann. Lesið þiö ekki Rokkspilduna? Eg hef ekki séö hana, svarar Snati, en Faxi segir: Mér finnst ekkert variö í hana og hlær, en viö lesum hana auö- vitaö næst og tökum hana þá til at- hugunar, segja þeir og glotta. Og hér var nóg komið, strákarnir hurfu upp í leið fjögur eða sagar- hund, eins og þeir vilja frekar kalla strætisvagninn, og eftir stóö ég og meö penna og blaö í hendinni og ákvaö í skyndi að hverfa niður í Regnboga aö kaupa nokkur stykki af bíómiðum til aö gleöja vini og vanda- menn. En, strákar, ég ætla sísvona rétt aö vona aö ykkur þyki eitthvaö variðíRokkspilduna framvegis. -O-. Finnst ykkur vera dýrt á tónleika? Já, eöa þaö er kannski sanngjarnt verö, ég veit þaö ekki, mér fannst þaö ofsalega sniöugt eins og þaö var á músíktilraununum í Tónabæ, kost- aöi bara fimmtíu krónur inn og þú gast farið hvenær sem þú vildir, seg- ir Snati, en mér finnst fáránlegt aö hafa aldurstakmörk á tónleikum, eins og t.d. á Borginni um daginn þegar Centaur var að spila. Hvaöa hljómsveitir haldið þiö aö eigi mesta framtíö fyrir sér? Gettu þrisvar, segir Snati og skellihlær, auðvitað Centaur. Æ, haltu kjafti, fíflið þitt, þú með þitt heavy rokk, ég held að Tappi tíkarrass og Vonbrigði eigi eftir að veröa miklu vinsælli og sumar hljómsveitirnar semspiluöu á músíktilraununum.. Kaupiö þiö mikið af plötum? Nei, þær eru alltof dýrar, en ég á segul- bandstæki og tek upp sjálfur eöa læt vini mína taka upp fyrir mig. Þaö eru græjur heima en mamma þolir ekki tónlistina sem ég hlusta á, segir Faxi. Ég og bróöir minn kaupum okkur stundum plötur saman, hann á græjur og hefur sem betur fer sama tónlistarsmekk og ég, segir Snati. Spiliö þiö ekkert á hljóðfæri, strák- ar? Jú, ég á bassa, eöa réttara sagt, bróöir minn á hann en hann notar hann ekkert svo aö ég hef hann alveg fyrir mig, segir Snati, við erum nokkrir strákar í skólanum aö stofna hljómsveit, heavy rokk hljómsveit sem á sko aö meika þaö en æfingar liggja niöri núna meöan samræmdu prófin eru. En þú? ég beini oðrum mínum til Faxa. Ég er búinn aö veröa að læra á píanó heillengi en ég er ekki í neinni hljómsveit, ef þú meinar þannig, en kannski einhvern tíma í framtíðinni og þá vil ég spila á hljómborö eöa syntheziser og syngja. Hann dreymir um aö vera eins og gæinn í Yazoo eöa hvað sem þaö heitir, segir Snati. Veröiö þiö ekki aö sleppa öllum tónleikum á meöan þiö eruö í prófun- um? Þeir hafa auðsjáanlega ekkert pælt í því og það stendur svolítiö á svarinu. Nei, eöa jú, en þaö reddast, þaö fer náttúrlega eftir því hvort þaö eru einhverjir tónleikar sem mann langar á, segir Faxi, hver veit nema maður kíki þarna inn í JL-hús, það er víst alltaf eitthvað aö ske þar, Egó á að vera einhvern tíma núna á næst- unni, þá fer maður örugglega, svar- ar Snati. Við erum svo bræt, viö þurf- um ekkert aö lesa undir þessi próf, segir Faxi og glottir. Eg fór þarna út í JL-hús í fyrradag meö vini mínum og okkur leist bara sæmilega á þetta, Friðrik Þór gegn hollenska sjónvarpinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.