Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR1983. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Markarflöt 35, Garðakaupstað, þingl. eign Péturs Ó. Þorsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. febrúar 1983, kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Dalsbyggð 2, efri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Hafsteins Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. febrúar 1983, kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Dalsbyggð 2, neðri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Jóhannesar Gunnarssonar og Jörgínu Jónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. febrúar 1983, kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Merkjateigi 3, Mosfellshreppi, þingl. eign Jóns Péturs Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. febrúar 1983, kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 74, og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á m’o. Hara HF-69, þingl. eign Hara sf. Lambhaga 7, Bessastaðahreppi, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðviku- daginn 9. febrúar 1983, kl. 14.00. Sýslumaðurinn í K jósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 74, og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Merkurgötu 3, Hafnarfirði, þingl. eign Guðlaugar Karls- dóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri miðvikudaginn 9. febrúar 1983, kl. 15.30. Bæjarfógetinn íHafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 54. og 58. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á vb. Þórunni Re-189, þingl. eign Olafs Inga Hrólfssonar, fcr fram eftir kröfu Birgis Asgeirssonar hdl., Skarphéðins Þórissonar hrl., Ölafs Axelssonar, hdl. og Fiskveiðasjóðs Islands á eigninni sjálfri mánu- daginn 7. febrúar 1983, kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Reykjavíkurvegi 21, n.h., Hafnarfirði, þingl. eign Ólafs Karls- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfrí mánudaginn 7. febrúar 1983, kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Reykjavikurvegi 24, Hafnarfirði, þingl. eign Sigurður Ö. Brynjólfssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri miðvikudaginn 9. febrúar 1983, kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst vár í 81., 86. og 89. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Torfufelli 46, tal. eign Lárusar Valberg Valbergssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag 8, febrúar 1983, kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 98. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á m/s Sögu (flutningaskip), þingl. eign Sjóleiða hf., fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Tryggingast. ríkisins við eða á skipinu í Reykjavíkurhöfn þriðjudag 8. febrúar 1983, kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. „M* myndir heita ekki” — rölt meö Magmlsl Kjartanssyni um Listmunahiísiö, en þar hef ur hann sett upp sína f immtu einkasýningu „Ég hef gusast úr einu í annað á myndlistarferli mínum. Aldrei verið ánægður. Alltaf veriö að prófa nýtt. Þetta byrjaði þegar ég var í menntaskóla. Mér leiddust þau ár. Og þar eð ég haföi allt frá bamæsku um- gengist mikiö myndir, sérstaklega hjá afa mínum sem safnaöi málverkum, þá datt mér í hug að athuga hvort list- sköpun hentaði mér. Og eftir nokkur penslastrok kveikti ég á perunni. Eg uppgötvaði mig í myndlistinni. Mér fannst ég passa heimi hennar, og svo er enn — þó fimmtánárséuliðin. .. ”, — Þetta sagði Magnús Kjartansson myndlistarmaður meðal annars þegar ég fylgdist með honum hengja upp verk sín í Listmunahúsinu fyrir helgi. Sýning á myndverkum hans hófst í dag og stendur f ram undir góu. „Ætli sé ekki best ég fari að skíra þessi verk mín,” segir Magnús og skundar um sali Listmunahússins. ,,Er ekki við hæfi að þessi grey min heiti eitthvað. .. eða hvað?” spyrhann. — Er þaö nauösyn? „Það er nú það. Það gengur að minnsta kosti ekki vel að skíra sum hver þessi verk. .. En svo er það líka spuming hvort sýningargestir nenni að geta í eyðurn- ar ef myndirnar heita ekki. Er fólk ekki svo latt. . .verður ekki að mata alla á helst öllu. .?” Þúsund leiðir — Magnús er þrjátíu og þriggja ára Reykvíkingur, þekktur fyrir nýjar leið- ir og ferskleika í list sinni. Hann lauk stúdentsprófi 1969 og segist vera af hippakynslóðinni: „Eg ber þess merki í mörgum skilningi,” segir hann. Að afloknu námi í MHÍ sigldi Magnús austur um haf og nam í þrjú ár hjá prófessor Richard Mortensen við Listaakademíuna í Köben. „Þaö voru góðir tímar. Þá kynntist ég marg- breytni myndlistarinnar fýrir alvöru. Fann að það voru til þúsund leiðir í henni. Og allar var hægt að fara.. .ef þoriðvarfyrirhendi.. .” — Magnús hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum heima og er- 'lendis. Hann hiaut verölaun á alþjóð- legri myndlistarsýningu í Lux ’72 og sýndi sama haust í Norræna húsinu hér heima. Síöan hefur hann haldiö einka- sýningar: á Kjarvalsstöðum ’76, í Gallerí Sólon Islandus ’78, í Djúpinu ’79 og tvær samsýningar á skúlptúr ásamt Árna Páli Jóhannssyni í Djúpinu og Nýlistasafninu. Magnús býr nú og starfar vestur í Búðardal ásamt konu sinni Kolbrúnu Björgólfsdóttur. Hún mótar Dala- leirinn á meðan hann skapar mynd- verk. „Annars hef ég af og til stolist í leir- inn hennar,” segir Magnús. „Eg ersvo mikill fúskari í mér. Eg má ekki sjá efni án þess að prófa þaö. Ég sýni ein- mitt nokkur leirverk á þessari sýn- ingu.” BARNÆSKA MÍN. BRA UÐSTRIT. Myndlist eins og tungumál „Já, ég hef gengið í gegnum fjöl- mörg stig myndlistarinnar. I mennta- skóla málaði ég stórar hámákvæmar og hálfsúrrealískar myndir. Það þótti svo djöfull fínt á þeim árum. En svo hætti ég að fást við það, öllum til undrunar sem gripið höfðu tækni súr- realismans og fannst annað ekki fínt. Þess í stað skrapp ég yfir í abstrakt- ina og dvaldi í henni í nokkur ár. Eða þangað til ég fór að þrá eitthvað nýtt. Þannig hefur það alltaf verið með mig. Ávallt verið að prófa nýtt.” — Af hverjuaðfaraúreinuíannað. Því ekki að staðnæmast í einu formi og þróaþaðmeðsér? „Sjáðu til. . .myndlistin er eins og tungumál. Aö mála með olíu á striga getum við nefnt ensku, klippimyndir frönsku, leirverk dönsku, skúlptúr spænsku og svo framvegis. Og þarna komum við að ósamræm- inu. Maður sem kann mörg tungumál þykir mikill og litið er upp til hans. En myndlistarmanni sem kann mismun- andi myndlist er álasað. Þetta er ekki eðlilegt. Þaö á að vera heilbrigt að myndlistarmaður komi víða við í list- sköpun sinni, aö minnsta kosti á meöan hann er ungur og óþroskaður. Eg tel það ráölegt öllum sem eru að mótast í myndlist sinni að prófa sig áfram, gusast úr einu í annað, sulla og reyna finna eitthvað nýtt og framandi. Að lokum hljóta menn að finna eitt- hvað við sitt hæfi. En það gera þeir ekki nema þeir leiti. ..” Er að gramsa á réttum stað — Þú hefur leitað lengi, ertu að finna? ENSKTRÍM. „Já, ég hef leitað lengi en lítið fund- ið. Samt tel ég mig vera að gramsa á réttum stað núna. Það sem ég er að fást við í kyrröinni vestur í Búöardal hentar mér. Eg er aö melta það með mér þama vestur frá hvort ég eigi að staðnæmast í þessari tegund myndlist- ar sem ég hef verið að vinna að á síðustu misserum. Það getur farið svo enda kannski tími til kominn aö fara hægja aðeins á gusuganginum. ” — Hvaða tegund myndlistar ertu að talaum? „Vinnslu meö ljósnæm efni. Ég er í vissum skilningi að reyna sameina málun og ljósmyndatækni. Þetta má skoða nánar á þessari sýningu minni. Hún talar sínu máli. ” — En varla nemurðu staðar í þess- ari myndlist? „Ég vil ekki loka neinum dyrum á eftir mér. Eg geri og mun gera öllum miðlum og efnum jafnt undir höfði hvort heldur sem er í minni list eða annarra. Eg er alæta á list og hegöa méreftirþvi.. . Myndlistarmaöurinn Magnús Kjartansson viö nokkur verka sinna er sýnd veröa i Listmunahúsinu fram til tuttugasta febrúar. DV-myndir GVA. s' V! -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.