Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985. Félagar úr Björgunarsveitinni Ingólfi koma að Gróubúð eftir leitina að rjúpnaskyttunum sem týndust i ná- grenni Skjaldbreiðs og leitað var að i gær. DV-mynd S. r Ottast um sjö rjupna- skyttur um helgina Þrátt fyrir slæmt veðurútlit létu margir sig hafa það að fara á rjúpna- veiöar um helgina. Ekki er vitað hvernig veiöin gekk en aftur á móti hafði björgunarsveitarfólk nóg að gera við að leita að veiðimönnum. Alls var óttast um sjö veiöimenn um þessa helgi. Voru þeir í þrennu lagi, tveir, tveir og þrír saman. Leitarflokkar fóru af stað til leitar á tveimur stöðum en áður en leit var hafin að mönnunum tveimur, sem voru á veiðum í Bláfjöllum, komu þeir hraktir og kaldir til byggða í Selvogi. Höfðu þeir villst í óveðrinu. Björgunarsveitin Osk í Dalasýslu var beðin um að fara að leita að þremur rjúpnaskyttum upp úr mið- nætti aðfaranótt sunnudagsins. Voru það tveir menn sem ætluðu til veiða í Bröttubrekku og voru ekki komnir fram. Leitarmenn fundu þá fljótlega. Fundu þeir bíl þeirra félaga og voru þeir í honum. Á laugardaginn fóru fjórir menn til rjúpnaveiða í nágrenni Skjald- breiös. Þegar veöriö versnaði upp úr hádeginu komust tveir þeirra aö bílnum sem þeir voru á en hinir tveir komu ekki fram. Björgunarsveitir frá Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði, Hveragerði, Selfossi, Flúðum, Kjalarnesi, Laugarvatni og af Suðumesjum — alls um 250 manns — hófu leit að þeim klukkan fimm á sunnudagsmorgun. Mennirnir fundust fljótlega. Voru þeir á gangi eftir að hafa séð blikkljós á björgunarsveitarbílum. Höfðu þeir villst og ekki fundiö bíl- inn. Leituðu þeir þá skjóls og létu fyrirberast um nóttina. Þeir voru hvorki með kort, áttavita né blys með sér og höfðu ekki fatnaö til að verjast bleytu. Að öðru leyti voru þeir vel búnir en voru samt kaldir og hraktir þegar þeir fundust. Vanur veiðimaður, sem blaðiö ræddi við og fór til veiða í birtingu á laugardagsmorguninn, sagði að hann og fleiri heföu snúið við heim um leið og fyrsta élið kom. Þá hefði verið fjöldi fólks að koma á veiöi- svæðin og haldið af stað á fjall þrátt fyrir slæmt veðurútlit. Margt af þessu fólki hefði verið illa búið og ekki verið með nein hjálpartæki með sér. Sagði hann það mestu mildi að ekki skyldi fara verr hjá mörgum um þessa helgi. klp- Sameining kennaraf élaganna: Ekki fyrr en eftir tvö ár — segir Kristján Thorlacius, formaðurHÍK „Kennarafélögin verða sameinuð á endanum þótt ég sjái ekki fram á að það gerist á næstu mánuðum,” sagöi Kristján Thorlacius, formaður Hins ís- lenska kennarafélags, þegar DV ræddi við hann um líkur á sameiningu kenn- arafélaganna tveggja. I síðustu viku var, sem kunnugt er, samþykkt tillaga í báðum félögunum þess efnis að sameina beri félögin verði það niðurstaða allsherjarat- kvæðagreiöslu meðal félagsmanna. Kristján taldi að þótt sameining yrði niðurstaða slíkrar atkyæðagreiðslu, eins og almennt er talið líklegt, þá gæti ekki orðið af henni fyrr en eftir þing fé- laganna árið 1987. „Menn hafa ekki verið tilbúnir til mikilla breytinga. Það er munur á stefnu félaganna í kjaramálum. Þess vegna eru félögin tvö núna. Eg held líka að það sé betra aö fara sér hægt núna og forðast að setja allt í loft upp,” sagði Kristján til skýringar á hæglæt- inu sem verið hefur í þessu máli. GK. Skipulagflar strætisvagnaferðir eru ekki hafnar um Þorlákshöfn eins og aðkomumaður mætti ætla þegar hann sér þennan vagn aka um götur byggðarlagsins. Einar Gislason keypti þennan gamla strætis- vagn úr Reykjavik. Núna er vagninn notaflur til að aka starfsfólki fisk- verkunarstöflva til vinnu og heim aftur. -KMU/DV-mynd PK. Kjördæmisþing Framsóknarf lokksins á Norðurlandi eystra Framsóknarflokkurinn tapar fylgi jafnt og þétt —sagði Ingvar Gíslason þingmaður í umtalaðri ræðu Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DVáAkureyri: „Að slá mig til riddara? Nei, það er ég ekki að gera. Eg er aðeins að ræða um 'flokkinn á opinskáan hátt. Eg tel það nauðsynlegt að opnar umræður eigi sér stað. Og í sumu af því, sem ég sagði í ræðu minni og menn hafa kannski hnotið um, er ég meira að vísa til þess sem ég heyri sagtumflokkinn.” Þetta sagði Ingvar Gíslason, þing- maður Framsóknarflokksins, um ræðu sína sem hann flutti á kjör- dæmisþingi flokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra sem fram fór um helgina á Hótel KEA. „Eg hef bent á það áður að það sé sýnilegt að Framsóknarflokkurinn sé að tapa fylgi jafnt og þétt. Það er hnignunarskeið í flokknum. Það byrjaði í kringum 1974 og stendur enn. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Ég tel að okkur hafi ekki tekist að koma stefnu flokksins nægilega fram í verki. Eins eru ýmis atvik sem hafa skaðað flokkinn. Eg nefni deilur í flokknum, sem urðu til aö flokkurinn klofnaði fyrir kosningarnar 1974. Þá gengu áhrifa- miklir menn úr flokknum eins og Olafur Ragnar Grímsson. Þeir fóru með mikið af fólki með sér og við misstum fylgi hjá yngra fólkinu. Þá tel ég að sakamál eins og Geirfinnsmálið, sem reynt var að klína á flokkinn og einstaka menn hans hafi skaðað hann. Þrátt fyrir að hið sanna kæmi í ljós finnst mér að enn gæti tortryggni hjá sumu fólki.” Ingvar sagði að það eitt hvað flokkurinn er búinn að sitja lengi í stjóm, nú fjórtán ár samfellt, hefði hugsanlega þau áhrif á fólk að honum gengi illa aö koma með ferskar hugmyndir. — Á hann að hvíla sig á stjómar- setu eftir þetta kjörtimabil? „Já, ég tel að það komi sterklega til greina. Og skýringin er sú, eins og ég nefndi í ræöu minni, að ég tel að Framsóknarflokkurinn þurfi í hug- sjónalega endurhæfingu. Þá er ég sannfærður um að sam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn eitt sér geti orðið til að minnka fylgið verulega. Þetta samstarf verkar mjög illa á vinstrisinnaða menn sem eiga reyndar samleið með Framsóknarflokknum. — Viltu slíta stjóraarsam- starfínu? „Nei.þaðvil égekki.” — Hvers vegna ekki? „Eg sé engan annan kost betri og sjálfur tel ég að þessari stjórn hafi ekki tekist illa upp.” — Þú talar um aö þið hafið lotið í lægra haldi fyrir Sjálfstæðisflokkn- um í ýmsum málum? „Já, það er mín skoðun. Eg nefni húsnæöismálin þar sérstaklega. Við höfum félagsmálaráðherrann. Og stefna okkar er sú að koma þeirri festu á í húsnæöismálum á Islandi sem þekkist í nágrannalöndunum. Alexander hefur komið með ýmsar tillögur um að endurskipuleggja húsnæðiskerfið, þannig að fólki sé gert kleift að kaupa sér íbúöir. Þessum tillögum hefur hann ekki komið fram vegna Sjálfstæðis- flokksins.” — Þú talar um að fólk líti svo á að þið haldið fast í ráðherrastólana til að ná ykkur í völd? „Eg sagði í ræðu minni aö unga fólkið, sem yfirgefur okkur eða telur Framsóknarflokkinn ekki áhuga- verðan stjómmálaflokk, líti hugsan- lega svo á að flokkurinn sé haílur undir ihaldssöm sjónarmið á fjöl- mörgum sviðum aðeins til að geta verið í ríkisstjóm. Það situr síst á mér að halda því fram að þetta sé heilagur sannleikur. En hann er það svo lengi sem unga fólkið lítur á aö þetta sé sannleikur.” — Gætir andstöðu við ykkur Stefán Valgeirsson á Akureyri? „Eg hef ekki orðið var við þá andstöðu.” — Hvað um það sem Hafþór Helgason sagði á þinginu um þá stað- reynd að orsakast hefðu umræður í kjördæminu um að þiö Stefán Valgeirsson ættuð ef til vill að fara að hugsa til þess að minnka afskipti ykkar af st jómmálum? „Eg tel almennt séð ekki óeölilegt að nöfn manna sem hafa setið lengi á þingi beri á góma, þegar rætt er um að nýir menn komi í staðinn. En þaö er af og frá aö líta svo á að það sé andstaöa gagnvart okkur persónu- lega.” -JGH. Hafþór Helgason: IngvarogStefán ættu að fara að minnkavið sig Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: „Ég var ekki aö gagnrýna þá Ingvar Gíslason eða Stefán Valgeirs- son,” sagði Hafþór Helgason, fulltrúi á kjördæmisþingi Framsóknar- manna á Akureyri um helgina. En ræða Hafþórs vakti óskipta athygli. „Eg sagði í ræðu minni að gera mætti ráð fyrir því að á árinu 1987 gengju um 26.000 nýir kjósendur að kjörborðinu. Þetta yrði fimmtungur kjósenda. Og það væru þessar staðreyndir sem hefðu orsakað umræður í þessu kjördæmi um að Ingvar Gislason og Stefán Valgeirsson ættu ef til vill aö fara að hugsa til þess að minnka af- skipti sín af stjórnmálum. Eg sagði ennfremur aö sú umræða, sem um mál af þessu tagi hefur spunnist, væri að öllum líkindum séríslenskt fyrirbæri vegna þess að í flestum ríkjum Vesturlanda hefðu valist til starfa á löggjafarþingum rosknir menn með mikla reynslu og þekk- ingu. Þannig hefðu slíkir menn öruggan gmnn til að býggja á hvers konar ákvarðanatökur I bráð og lengd. Eg tók reyndar fram að persónulega sæi ég ekki sannleikann sjálfan fólginn í því að Ingvar og Stefán drægju sig út úr st jómmálum fyrir aldurs sakir. En það kynni aö vera, þó ekki ætl- aöi ég að dæma þar um, að tíðarand- inn yrði viðhorfunum yfirsterkari og rændi menn því sem mætti nefna hina dýpri skynsemi,” sagöi Hafþór Helgason. JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.