Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 4. NÖVEMBER1985. 15 Menning merkilegri stúdíur hafa ekki verið gerðar af Islendingum síðan. En þarna er líka að finna nokkrar þær myndir sem hæst ber á ferli Kjarvals: Skógarhöllina, Islenska listamenn, Sumarnótt á Þingvöllum (1931), Kvöldsól á Vífilsfelli, (1934), Flugþrá og Reginsund. Hvergi kemur það heldur betur fram en í landslags- myndum Listasafnsins hve langan tíma það tók Kjarval að yfirfæra birtu úr lofthjúpnum yfir í sjálfan litinn. Einstætt lífshlaup Sýningunni í Listasafninu fylgir síðan heildarskrá yfir öll verk Kjar- vals i eigu þess, ásamt með „próven- ans“ og heimildaskrá er tengist hverri mynd - hið mesta þarfaþing. Um sýningu á Kjarvalsmyndum í eigu Þorvalds Guðmundssonar get ég næsta lítið sagt þar eð ég kom nálægt uppsetningu hennar. Þó get ég bent á að á sýningunni eru margar BJÖRN TH BJÖRNSSQN Jóhannes S. Kjarval 1885-1930 Nektarteikning frá námsárum Kjarvals á Konunglegu akademí- unni í Kaupmannahöfn. myndir sem varpa nýju ljósi á þroskaskeið Kjarvals, árin 1910-30, en auk þess er „Lífshlaupið“ þar að finna - einstætt verk í íslenskri lista- sögu. Flestir heimildarmenn eru á því að Kjarval hafi verið að mála á veggi vinnustofu sinnar allt frá 1929 og fram til 1936 en ekki bara á árun- um 1932-33, eins og stendur á einum stað. Kjarvalssýningin í Hafnarborg er eðlilega sú minnsta þessara sýninga en nokkrar myndir þar, t.d. Regnbogi yfir Þingvöllum, I kirkju náttúrunn- ar og Álfaborg, eru gersemar. Gunn- ar Hjaltason listmálari á heiðurinn af uppsetningunni. Hnitmiðaður Fyrsta litskyggnuhefti Listasafns ASÍ um Kjarval, af þremur fyrir- huguðum, segir meira en margir doðr- antar um þróun myndlistar hans fram að 1930. Meðal verka Kjarvals á þessum skyggnum eru mörg sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings og er mikill fengur að þeim til skoðunar og sýningar í skólum. Björn Th. Björnsson sér um myndval og texta sem er í senn kjam- mikill og hnitmiðaður. Þó er á tveim- ur stöðum farið ógætilega með tilvís- anir í erlenda myndlist. Gustave Moreau var ekki meðal Nabis- málara og mér finnst ekki rétt að flokka ýmsar stefnur, sem fylgja í kjölfar kúbism-ans, sem „síð- kúbisma", t.d. súprematisma, fútúr- isma og neó-plastík. Þetta voru mjög ólík fyrirbæri. Nóg um það. Vonandi verða allar þessar sýningar til þess að opna augu manna, ekki aðeins fyrir Kjarval heldur fyrir nauðsyn ítarlegra rannsókna á myndlist allra helstu listamanna okkar. AI Þorskalýsi eða ufsalysi fra Lysi hf. uei1siinnar veema ARGUS<€> T VQ T JjI Di Lysi hf. Grandavegi42, Reykjavik Við rýmum fyrir nýjum birgðum. Og þess vegna er lambakjöt ennþá fáanlegt á gamla verðinu. Á meðan birgðir endast gefst þér tœkifœri til þess að fylla frystihólfin af úrvalskjöti á einstœðu verði. Það er góð búmennska! Líttu við í nœstu verslun. Látt’ekkl gott úr grelpum renna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.