Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985. / Andlát Ingibjörg Jóhannesdóttir Dyrkolbotn lést 24. október í Bergen. Hún fæddist aö Laugabóli í Isafjarðardjúpi 4. júlí 1900 og var elst af 12 bömum þeirra hjóna, Oddnýjar Guömundsdóttur og Jóhannesar Guömundssonar. Ingi- björg lærði ljósmóðurstörf í Reykjavík og flutti skömmu síðar til Bergen í Nor- egi þar sem hún bjó alla tíð. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Harald Dyrkolbotn. Þau hjón eignuðust tvo syni. Jarðarför Ingibjargar fer fram í Bergenídag. Gísli Sigurðsson, fyrrum lögreglu- þjónn, andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 30. októbersl. Jóna Guðrún Þórðardóttir, Skeggja- götu 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, mánudaginn 4. nóvember, kl. 13.30. Þórieif Ásmundsdóttir,Kleppsvegi 6, verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Halldór Carl Steinþórsson múrara- meistari, er lést af slysförum 27. októ- ber sl., verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Sigurður Þorkelsson, Bólstaðarhlíö 36, Reykjavík, lést í Landspítalanum 31. október. Tapað -fundið Kettlingur fannst í Grímsbæ A fimmtudaginn sl. fannst hálf- stálpaður kettlingur (læða) í Grímsbæ við Bústaðaveg. Kettlingurinn er hvítur og grár með skott í sama lit og apríkósulitaða flekki. Hann er ómerktur. Eigandi vinsamlegast hringi í síma 10539 eöa 32877. Kisur í óskilum á Dýraspítalanum Svarbröndóttur fress með hvíta kverk og loppur. Hvít læða með svart skott og svarta bletti á baki og bláan borða um hálsinn með hálfri tunnu. Gulbröndóttur og hvítur fress með appelsínugula ól i 75 ára afmæli á í dag, mánudaginn 4. nóvember, Ragnar Magnússon, fyrr- um hafnarvörður í Grindavíkurhöfn, Víkurbraut 54 þar í bæ. Hann ætlar að taka á móti gestum sínum í félags- heimilinu Festi á afmælisdaginn eftir kl. 20. Fundir Opinn fundur um áfengismál á Glóðinni JC Suðurnes heldur félagsfund á Glóðinni mánudaginn 4. nóvember kl. 20. Meðal efnis' eru venjuleg fundarstörf, kaffiveitingar og síðast en ekki síst verða kappræöur um áfeng- ismál á Suðurnesjum. Þar taka til máls Hilm- ar Jónsson og Ragnar öm Pétursson. Síðan Keppnin um Norðurlandameistaratitilinn: Helgi vann Jóhann Jafntefli í skák Helga og Agdestein Á laugardag hófst í Gjövík í Noregi aukakeppni um Norðurlanda- meistaratitilinn í skák milli stór- meistaranna Helga Olafssonar, Jóhanns Hjartarsonar og Simen Agdestein. Þeir þrír urðu jafnir og efstir á Norðurlandamótinu, sem haldið var á sama stað í sumar, og neituðu að gera út um sín mál með hraðskákkeppni eins og forráða- menn mótsins fóru fram á. Þeir tefla tvöfalda umferð með fullum umhugsunartíma. Helgi og Jóhann áttust við í fyrstu skákinni og börðust eins og ljón — ekkert stórmeistarajafntefli þar. Helgi, sem hafði hvítt, fékk betri stöðu eftir enskan leik en missti af sterkasta framhaldinu og lenti þar aö auki í tímahraki. Eftir 18 leiki átti hann aðeins 14 mínútur eftir á klukk- unni og innan við tvær mínútur haföi hann á síðustu 13 leikina. Staðan var í jafnvægi en Jóhann hugöist refsa Helga fyrir tímaeyðsluna. Þar féll hann á sjálfs síns bragöi. Á síöustu sekúndunum tókst Helga að snúa á hann og eftir að skákin hafði farið í bið varð Jóhann að gefast upp. I gær tefldi Helgi svo við Norð- manninn Agdestein og lauk skák þeirra með jafntefli eftir 33 leiki og harða baráttu. Miklar sviptingar urðu í skákinni eftir að Agdestein hrókaöi langt en Helgi stutt í drottn- ingarbragði. Báðir urðu tímanaumir í lokin og Agdestein þráskákaöi til jafnteflis. Simen Agdestein stendur best að vígi þeirra þremeninga því að hon- um nægir deilt efsta sæti vegna hag- stæðustu stigatölu úr Norðurlanda- mótinu. Ef .Jóhann og Helgi verða jafnir og efstir vinnur Jóhann. Helgi er því í hlutverki áskorandans en sig- urinn gegn Jóhanni ætti að gefa hon- um byr undir báöa vængi. Á morgun mætir Jóhann Agdestein. Skák Helga og Agdestein í gær gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Simen Agdestein. Svart: Helgi Ólafsson. Drottningarbragð. 1. d4 Rf6. 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Bg5 Be7 5. Rc3 h6 6. Bh4 0—0 7. e3 b6 8. Dc2 Agdestein hefur dálæti á þessari beittu leikaðferð gegn drottningar- bragðinu en kemur ekki að tómum kofanum. „Þetta er eina afbrigðið sem ég leit á fyrir skákina,” sagði Helgi. 8. —Bb7 9. cxd5 exd510. Bxf6 Bxf611. 0-0—0 c5 12. g4 Rc6 13. h4 cxd4 14. exd4 g615. h5!? I þekktri skák Uhlmann og Spassky í Mosvku 1967 lék hvítur 15. g5 en beið afhroð. Svartur gerir best með aö þiggja peðsfórnina eins og nokkrar nýlegar skákir hafa teflst. 15.—g516. Df5 Rb4 Helgi hugsaði í 75 mínútur um þennan leik. Ef nú 17. a3 þá 17. —bc8 og bl er eini reitur drottningarinnar. 17. Re5 Bc8 18. DÍ3 Bxe5 19. dxe5 Dc7 20. Kbl Aðalhótunin var 20. —Rxa2 og því víkur hvitur kóngnum undan. 20. —Dxe5 21.Bg2 Ef 21. a3 þá 21. —d4! og hrókurinn í horninu er friðhelgur vegna —Bf5+ og vinnur drottninguna. 21. —Ba6! 22. a3 Svartur svarar 22. Hhel með 22. — Bd3+! 23. Kcl Rxa2+ 24. Rxa2 Hac8+ 25. Kd2 Be4! með vinnings- stöðu. 22. —d4! 23. axb4 Ef 23. Hhel kæmi 23. —Bd3+ 24. Kcl dxc3! 25. Hxe5 Ra2 og hvítur er mát. 23. —dxc3 24. Hhel c2+ 25. Kxc2 Dc7+ 26. Kbl Had8 27. Df6! Að öðrum kosti ætti svartur væn- lega stöðu. Nú leysist tafliö upp í jafntefli. 27. —Bd3+ 28. Hxd3! Hxd3 29. Dxh6 Hótar 30. Dxg5+ og ekki síður 30. Be4 með tvöfaldri ógnun. 29. —Hc8 30. Dxg5+ Kf8 31. Dh6+ Kg8 32. Dg5+ Kf8 33. Dh6+ Og jafntefli. Sokolov, Jusupov og Vaganjan áfram Sovésku stórmeistararnir Sokolov, Jusupov og Vaganjan deildu sigrinum á áskorendamótinu í Montpellier, sem lauk í gær, með 9 v. af 15 mögulegum. I 4.-5. sæti urðu Tal, Sovétríkjunum, og Timman, Hollandi, með 81/2 v. Spassky varð i 6. sæti. Fjórir efstu menn halda áfram í heimsmeistarakeppninni og heyja einvígi innbyrðis um réttinn til þess að tefla við Karpov og Kasparov. Tal og Timman þurfa að tefla sex skákir um það hvor þeirra kemst áfram. JLÁ. verða leyfðar fyrirspurnir úr sal. Allir eru velkomnir á fundinn. Stjórn JC Suðumes. Kvenfélagið Fjallkonurnar Fundur verður þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20.30 í nýju kirkjunni við Hólaberg. Spilað verður bingó, takið með ykkur gesti, veitingar. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.30 að Ásvallagötu 1. Jóna Rúna Kvaran flytur erindið „Það sem gefur lífinu gildi”. Basar félagsins verður haldinn 9. nóvember nk. að Hallveigarstöðum. Tekið verður á móti munum á basarinn eftir kl. 19 föstudaginn 8. nóvember og laugardaginn 9. nóvember frá kl. 9 f.h. að Hallveigarstöðum. Tilkynningar Fyrirlestur í Kennaraháskóla íslands Gerd Gabrielsen, lektor í kennslu erlendra mála við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn, heldur fyrirlestur í Kennaraháskóla tslands þriðjudaginn 5. nóv. kl. 16.30 í stofu 301. Hún mun fjalla um: 1. Þróun í kennslu erlendra mála síðasta ára- tug. 2. Hvaða hlutverki gegnir málfræðin í kennslu erlendra mála? ' 3. Notkun myndbanda í tungumálakennslu. Gerd Gabrielsen hefur árum saman verið lektor í ensku við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn og starfar nú við nýstofnaða deild fyrir erlend mál við þann skóla. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku eða ensku eftir óskum áheyrenda. Allir tungumálakennarar eru hvattir til að nota þetta einstaka tækifæri til að fræðast um hvað efst er á baugi í kennslu erlendra mála. Landsfundur Kvennalistans verður haldinn dagana 9. og 10. nóvember nk. í félagsmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Þetta er þriðji landsfundur Kvennalistans en samtökin voru stofnuð 1981. Kvennalistinn hefur nú teygt anga sina um iand allt og er öflugt starf í öllum landsfjórðungum. Lands- fundurinn er opinn öllum konum sem áhuga hafa á starfsemi Kvennalistans, en þátttöku þarf að tilkynna til Kvennahússins, Hótel Vík, Reykjavík. Kvennaathvarf Opið allan sólarhringinn, simi 21205. Húsa- skjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofan að Hallveigarstöðum er opin virka daga kl. 14—16, sími 23720. Póst- gírónúmer samtakanna 4442-1, Pósthólf 1486 121 Reykjavík. to Bridge Bridgedeild Breiðfirðinga Eftir átta umferðir af 19 er staða * efstu sveita í aðalsveitakeppninni þannig: Sveit 1. Olafs Valgeirssonar 161 2. Aiison Dorosh 155 3. Amar Scheving 149 4.-5. Jóhanns Jóhannssonar 146 4.-5. HansNieisen 146 6. Ingibjargar Halldórsdóttur 143 7. Daniels Jónssonar 142 8. Gróu Guðnadóttur 132 Stjómandi er Isak öm Sigurösson og er spilað í húsi Hreyfils við Grensás- veg. Bridgefélag Vestmannaeyja Nýlokið er hausttvímenningi félags- ins er spilaður var 4 kvöld með þátt- töku 16 para. Urðu úrslit sem hér 1. Jón Haukss.-Þorleifur Sigurláss. 397 2. Guðl. Gíslas.—Hilmar Rósmundss. 368 3. BjarnhéðlnnEliass.-LeifurArsKlss. 354 4. Friðþ. Másson-Þórður Hallgrímss. 352 5. BenediktRagnarss.-GuðniValtýss. 347 6. Magnús Grimss.-Sigurgcir Jónss. 345 Meðalskor var 336 stlg. Næst á dagskrá er sveitakeppni. Bridgedeild Víkings Hausttvímenningskeppni Bridge-' deildar Vikings er nú lokið eftir harða og tvísýna keppni. Röð efstu manna varþessi: 1. Magnús og Sigfús 911 2.01afurogRúnar 871 3. Jóhann og Ragnar 870 Næstkomandi mánudagskvöld, 4. nóvember, hefst sveitakeppni kl. 7.30 í Víkingsheimilinu við Hæðargarð. Skrá má sveitir á mánudagskvöldið og eru þeir þá beðnir að mæta tímanlega eða hringja í síma 666664 (Hafþór). Allir velkomnir. Bridgef élag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 17. október lauk hraðsveitakeppni féiagsins. Níu sveitir spiluðu 14 spila leiki, allir við alla. Röð efstu sveita varð þessi: stig 1. Sveit Kristjáns Blöndal 200 2. Sveit Vilhjálms Páissonar 160 3. Sveit Brynjólfs Gestssonar 158 4. Svelt Þorvarðar Hjaltasonar 153 5. Sveit Einars Sigurðssonar 129 Næst verður spilað Höskuldarmót sem verður fimm kvölda barómeter og hefst fimmtudaginn 24. október næst- komandi. Bridgedeild Rangæingafélagsins Staða efstu sveita eftir 1 umferð í hraðsveitakeppni deildarinnar er þessi: Sveit Stig Gunnars Helgasonar 89 Sigurleifs Guðjónssonar 72 Gunnars Guðmundssonar 69 Ársþing Bridgesambands íslands: Ársþing Bridgesambands Islands var hald- ið í Inghól á Selfossi laugardaginn 26. október sl. Á þinginu voru venjubundin aðalfundar- störf. Forseti, Bjöm Theodórsson, rakti helstu viðburði sl. starfsárs, Guðmundur Eiríksson gjaldkeri skýrði reikninga. Þar kom fram m.a. að hagnaður af rekstri var á fjórða hundrað þúsund. Eignir eru um sjö hundruð þúsund krónur, en rekstrartekjur á fjórðu milljón króna. Lætur nærri að aukning sé um 100 prósent milli ára á öllum liðum ársreikningsins. Ný stjóm var kjörin á þinginu. Bjöm Theodórsson var endurkjörinn forseti til 1 árs, en aðrir em: til 2 ára: Bjöm Eysteinsson, Hafnarfirði, Gunnar Berg, Akureyri og öm Amþórsson, Reykjavík, til 1 árs: Esther Jakobsdóttir, Guðmundur Eiríksson og Jón Baldursson, öll úr Reykjavík. I varastjóm vom kjömir: Bjöm Pálsson, Egilsstöðum, Kristján Már Gunnarsson, Selfossi og Þórar- inn Sófusson, Hafnarfirði. Endurskoðendur eru áfram: Jón Þ. Hilmarsson og Stefán Guðjohnsen. Til vara: Jón Páll Sigurjónsson og Sigfús Þórðarson. Framkvæmdastjóri er áfram Olafur Lárusson. Samþykkt var tillaga þess efnis að árgjald félaga yrði áfram 15 kr. fram til áramóta, en færi síðan í 20 kr. eftir áramót. Samþykkt var tillaga Bjöms Pálssonar að stofna til sér- staks sjóðs, í nafni Guðmundar Kr. Sigurðs- sonar. Tilgangur sjóðsins verði að koma þaki yfir starfsemi Bridgesambands Islands. Guðmundur Kr. Sigurðsson, hin aldna kempa, sem sinnt hefur málefnum bridgehreyfingar- innar sl. 40 ár, stóð síðan upp og kvaddi sér hljóðs. Með gjafabréfi, dagsettu 26. október 1985, afhenti hann Bridgesambandi Islands til ráðstöfunar varðandi húsakaup á vegum sambandsins og aðildarfélaga þess, íbúð sína að Hátúni 3 í Reykjavík. Bjöm Theodórsson veitti gjafabréfinu móttöku, fyrir hönd Bridgesambands Islands. Guðmundur Kr. Sigurðsson hefur þar með skráð nafn sitt endanlega í íslenska bridge- sögu, með stórmannlegu framtaki sínu, til eflingar þeirri íþrótt sem hann hefur tileink- að lif sitt að mestu hálfa ævina. Bridgesam- bandiö og allt það fólk, sem stendur að eflingu bridge á Islandi, á Guðmundi mikið að þakka. Hafi hann þakkir miklar fyrir að ýta þeim knerri úr vör, er við öll viljum sjá í vari sem fyrst. Ársþingið fór vel fram við mjög góða fundarsókn. Eftir líflegar umræður og fróð- legar þeim er hlýddu, sleit Bjöm Theodórsson þingi og óskaði fulltrúum góðrar heimkomu. Bridgefélag Breiðholts Aö loknum 6 umferðum í Sviss sveitakeppni er röð efstu sveita þessi: 1. Sveit Björns Jósefssonar 116 2. Sveit Bergs Ingimundarsonar 106 3.Sveit Antons R. Gunnarssonar 104 4. Sveit Eiðs Guðjohnsen 101, 5. Sveit Gústafs Vifilssonar 100 Næsta þriðjudag lýkur keppninni. Þriðjudaginn 5. nóv. verður spilaður eins kvölds tvímenningur, en 12. nóv. hefst þriggja kvölda Butler-tvímenn- ingur. Spilað er í Gerðubergi. Frá Bridgefálagi Reykjavíkur Eftir 4 umferðir af 9 í aðalsveita- keppninni er staða efstu sveit þannig: Sveit: 1. Delta 82 2.StefánPálsson 73 3. Crval 71 4. Jón Hjaitason 70 5. Jón Steinar Gunnlaugss. 68 6. Olafur Lárusson 66 7. Samvinnuf.—Landsýn 64 8. Torf IS. Gislason 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.