Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 7
DV. MANUDAGUR 4. NOVEMBER1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur mannbrodda af öllum stærðum og gerðum. Neytendasíðan fór á stúfana og kannaði úrvalið af slíkri vöru hjá þrem skósmiðum i Reykjavík. Á skóvinnustofu Sigurbjörns Þor- geirssonar í Austurveri við Háaleit- isbraut var töluvert úrval af mann- broddum og öðrum hjálpartækjum göngumanna i hálku. Að sögn Sigurbjörns var fólk byrj- að að spyrjast fyrir um mannbrodd- ana þegar í ágúst síðastliðnum. Sagði Sigurbjörn ennfremur að þeir sem einhvern tíma hefðu slasað sig í hálkunni hefðu lært af reynslunni og væru hans öruggustu viðskipta- vinir. Hjá Sigurbirni voru til 5 tegundir mannbrodda í ýmsum hælabreiddum (sjá mynd). Hjá Sigurbirni er enn- fremur boðið upp á þá þjónustu að setja nagla á skóhæla, líkt og þegar snjódekk eru negld á haustin. Sigurbjörn flytur inn mannbrodda frá ftalíu, Noregi og Finnlandi. Á skóvinnustofu Halldórs í Gríms- bæ við Efstaland er einnig boðið upp á nokkurt úrval varnings til aðstoðar göngufólki í hálku. „Við erum með ágætis klær til sölu á 335 krónur. Þær eru þannig að plötu er skellt undir hælinn og á plötunni eru klær. Síðan, þegar engin hálka er, getur notandinn smellt plötunni fram á einfaldan hátt,“ sagði Halldór Svansson, eigandi skóvinnustofunn- ar. Að sögn Halldórs er von á auknu úrvali slíkra mannbrodda á næstu dögum. Ein rótgrónasta skóvinnustofa borgarinnar er Skóvinnustofa Gísla Ferdinandssonar, Lækjargötu 6. í Lækjargötunni er Gísli búinn að selja Reykvíkingum skófatnað í 30 ár. Hjá Gísla er mikið úrval mann- brodda af ýmsum stærðum og gerð- um. Að sögn Gísla er það mest eldra fólk er fær sér mannbrodda fyrir veturinn en einnig hefur áhugi yngra fólks aukist á slíkum hjálpartækjum. „Það er þá helst fólk af yngri kyn- slóðinni sem hefur slasað sig á svell- inu áður og er kannski með hönd í fatla,“ sagði Gísli Ferdinandsson. Á skóvinnustofu Gísla fást ísklær af svipaðri gerð og fást hjá Halldóri í Grímsbæ. Gísli býður að auki upp á teygju með göddum, sem smokkað er upp á skóna, á 320 krónur og reynst hafa vel. Þar eru einnig negld- ar skóhlífar fyrir karlpeninginn, í kringum 700 krónur parið. Gísli býður einnig viðskiptavinum sínum sólun á eldri skófatnaði og eru þá sérstakir naglar frá Nokia gúmmífyrirtækinu í Finnlandi settir á nýju sólninguna. „Það eru margir sem taka frá eitt par af skóm á haustin til nýsólunar með broddum,“ sagði Gísli. Slík nýsólun með brodd- um eða nöglum kostar í kringum eitt þúsund krónur en byggist auðvitað á umfangi sólunarinnar og sliti skónna sem sólaðir eru. H.Hei. KÖTTURINN í SEKKNUM „Mér datt í hug að hringja vegna greinarinnar um að neytendur ættu ekki að kaupa köttinn í sekknum," sagði maður er hringdi á neytendasíðuna á föstudaginn. „í greininni ykkar kveður svo greinilega á um rétt neytandans sem mér finnst alltof oft fyrir borð borinn. Nú er reyndar liðið um það bil ár síðan ég keypti kvenlakkskó i viðurkenndri skóbúð í borginni. Þegar búið var að fara í skóna tvisvar tókum við eftir að það var á þeim gat, lítið að vísu en gat samt. Ég fór í verslunina og talaði við eigandann. Hann vildi ekki taka skóna aftur eða skipta þeim og var reglulega leiðinlegur. Konan mín, sem fékk þessa skó raunar í jóla- gjöf, fór líka og talaði við kaup- manninn og fékk sömu tilsvör og ég- Hann sagði að ég gæti ekki sann- að að þessi galli hefði verið á skón- um. Ég leitaði til Neytendasamtak- anna. Þar fékk ég sömu svör og hjá seljandanum. Ekkert var hægt að gera því ,ég gat ekki sannað neitt. Mér fannst réttur minn sem neyt- anda fyrir borð borinn. Skókaupmaðurinn benti mér að vísu á að það væri hægt að gera við þetta. Ég spurði hann þá hvort hann vildi greiða viðgerðina en það vildi hann ekki. Það kostaði nú heldur ekki svo mikið eða minnsta gjald, eitthvað um 300 kr. Það var heldur ekki eins og þetta væru skór af ódýrustu tegund. Þeir kostuðu hátt í 3 þús. kr. og það fyrir ári. Mér finnst, því miður, að þetta sé oft svona. Seljendur vilja ekki leiðrétta misrétti sem neytendur telja sig hafa orðið fyrir. Og Neyt- endasamtökin geta heldur ekkert gert vegna „skorts á sönnunum“,“ sagði viðmælandi okkar. Því miður er þetta alltof oft raun- in. Neytendur þurfa að bera skaða sem seljendur eru tryggðir fyrir. 1 álagningu á vörunni er einmitt reiknað með alls kyns skakkaföll- um sem varan getur orðið fyrir á leið sinni til neytenda. Þegar svona kemur upp á, eins og viðmælandi ökkar lýsir: galli kemur í ljós á dýrum kvenskóm, getum við ekki séð annað en að það sé siðferðileg skylda kaup- mannsins að bæta neytandanum skóna. Það er svo augljóst að það er ekki verið að reyna að svindla ú kaupmanninum. Og að kaupmenn skuli ekki undir eins reyna að gera viðskiptavininn ánægðan er mér óskiljanlegt. Getur hugsast að hér séu það neytendur sem eru fyrir kaup- manninn en ekki öfugt? Einu sinni var sagt að viðskipta- vinurinn hefði alltaf á réttu að standa! A.Bj. OKKflEVERSE Kaaio ^nnnnnnnnnn, velur þú AIWA riljir þú IWA V-200 Útvarp: LB-MB og FM stereo með sjálfleitara og 12 stöðva minni. Magnari: 2x25 W. RMS, 5 banda tónjafnari jafnt á upptöku sem afspilun og hljóðnemablöndun. Plötuspilari: Sjálfvirkur eða manual, linear tracking og samhæfð tenging við segulband. Hátalarar: 30 W sem koma á óvart. . 455,- stgr- _ op«ða«a ^eröXr. 38-456. 7.855, stgr. laugarda9a etta er aðeins ein af átta mismunandi JWA samstæðum sem við jóðum upp á núna. Ármúla 38 (Selmúlamegin) 105 Reykjavík Símar: 31133 - 83177 - Pósthólf 8933 GETRAUNALEIKUR Ðókaverslun Snæbjarnar bíður öllum sem líta inn að Hafnarstræti 4, þátttöku í skemmtilegum getraunaleik. Þú svarar einfaldri spurningu og vikulega út nóvember verður dregin út bókaúttekt að verðmæti 7.500,- krónum. BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR Hafnarstræti 4 s:14281 fiö xu V v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.