Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990. 9 Lögregla í Bretlandi og mótmælandi eigast við. Mikil mótmæli hafa verið víða um Bretland vegna fyrirhugaðs nefskatts. Símamynd Reuter Thatcher ætlar ekki að víkja Forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, hefur vísað á bug sögusögnum um að hún hyggist segja af sér og leiðir hjá sér allt tal um öngþveiti og leiðtogakreppu inn- an stjórnarflokksins, íhaldsflokks- ins. íhaldsmenn eiga nú á brattann að sækja og hafa heyrst sögusagnir í Bretlandi þess efnis að sumir flokksfélaga vilji að ráðherrann og leiðtogi íhaldsflokksins víki úr emb- ætti fyrir næstu kosningar. Aðspurð í gær hvort hún hygðist sitja áfram svaraði Thatcher, sem hefur setið í forsætisráðherrastólnum í þrjú kjör- tímabil, ákveðið já. Á svipuðum tíma og Thatcher lýsti því yfir að hún væri ekki á fórum handtók lögregla að minnsta kosti tuttugu manns sem höfðu tekið þátt í fjöldafundi og mótmælum gegn nýj- um skatti, nefskatti, sem á að koma í staðinn fyrir eignaskatt. Öflug mót- mæli hafa orðið vegna þessa skatts og segja fréttaskýrendur að þau ógni nú pólitískri stöðu forsætisráðherr- ans. Vinsældir íhaldsmanna og ráð- herrans sjálfs hafa hrunið og sögu- sagnir um óánægju innan raða for- ystu flokksins hafa heyrst. í gær lýsti forysta flokksins því yfir að Thatcher nyti fulls stuðnings flokksins. Þessi yfirlýsing var gefin út í kjölfar þess að blaðafregnir hermdu að einn af hverjum fjórum íhaldsmönnum vildi að Thatcher viki úr leiðtogaembætt- inu fyrir næstu kosningar. Reuter Oliver North: Poindexter heimilaði íran-kontrasamninginn Oliver North, fyrrum embættismað- ur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjafor- seta, sagði við réttaryfirheyrslur í gær að fyrrum yfirmaður sinn í for- setatíð Reagans hefði veitt sér heim- ild til að senda ágóða af sölu vopna til írans til kontraskæruliða í Nic- aragua. North sagði einnig að yflr- maðurinn, John Poindexter, fyrrver- gjafi Reagans, fyrrum Bandarikja- forseta. Simamynd Reuter andi þjóðaröryggisráðgjafi Reagans, fyrrum forseta, hefði ekki einungis heimilað slíka fjárveitingu heldur og sagt sér að halda henni leyndri. North var í vitnastúku í réttar- höldunum yfir Poindexter sem var fram haldið í gær. Poindexter svarar nú til saka fyrir meinta aðild að ír- an-kontra vopnasöluhneykslinu svo- kallaða, sölu vopna til írans og veit- ingu hluta ágóðans til kontraskæru- liðanna í Nicaragua á þeim tíma er í gildi var bann bandaríska þingsins við aðstoð til þeirra. Poindexter er m.a. sakaður um að ljúga að þingi og eyðileggja opinber skjöl. Verði hann fundinn sekur um öll ákæruat- riði, fimm alls, gæti hann átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi og allt að 1,25 milljón dollara sekt. North og Poindexter eru aðal- sak- borningarnir í þessu hneykslismáli sem skók undirstöður stjórnar Reag- ans. Vopnasalan til írans var gerð í þeim tilgangi að fá vestræna gísla í haldi mannræningja í Líbanon leysta úr haldi. Forsetinn fyrrverandi hefur lýst því yfir að hann hafi ekkert vitað um slíka fjárveitingu en í þingyfir- heyrslum árið 1987 tók Poindexter á sig alla ábyrgð. En það er aftur á móti ekki hægt að nota gegn honum í réttarhöldunum. Veijendur Poindexters hyggjast sýna myndband með yfirheyrslum yfir Reagan til að reýna að sýna fram á að öryggisráðgjafinn fyrrverandi hafi haft heimild forseta tíl að halda íran-kontramálinu leyndu. Reuter Útlönd Mandela og Tambo hittust í Stokkhólmi Blökkumannaleiðtoganum Nelson Mandela var komið á óvart í gær er hann kom í heimsókn til Stokk- hólms. Er Mandela kom tíl Hagahall- arinnar þar sem hann mun dvelja á meðan á heimsókn hans stendur tók Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðar- ráðsins, á móti honum. Ráðgert hafði verið að þeir skyldu hittast aftur í gær á endurhæfingar- heimili því sem Tambo hefur dvalið á í nokkra mánuði í kjölfar heila- blæðingar. Eftir miklafagnaðarfundi settist forysta Afríska þjóðarráðsins niður til að ræða ýmis málefni. Mandela og Tambo hafa þekkst í nær fimmtíu ár. Þeir unnu á sömu lögmannaskrifstofu í Jóhannesar- borg og saman börðust þeir gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni. Fundur þeirra í gær var sá fyrsti í nær þijátíu ár. Tekið var á móti Mandela eins og þjóðhöfðingja. Sten Andersson, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, bauð Mand- ela og konu hans Winnie og aðra í forystu Afríska þjóðarráðsins vel- komna til Svíþjóðar. Ingvar Carls- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði boðið Mandela til Svíþjóðar strax eftir að hann hafði verið látínn laus úr fangelsinu. í gær var Carls- son á írlandi vegna formennsku- starfa sinna í Efta, Fríverslunar- bandalagi Evrópu. Carlsson og Mandela munu hins vegar hittast í dag. TT Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins, og Nelson Mandela í Hagahöll í Stokkhólmi í gær. Simamynd Reuter Skil á staðgreiðslufé EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum1', blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. RSK RjKISSKAJTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.