Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARSU990. 13 Lesendur Þessi skemmtilega teikning skreytti umslagið sem okkur barst frá þeim, börnunum i Bretaníu. Sýning fatlaðra barna í Frakklandi: Óskað eftir íslenskum munum Frá börnum í Bretaníu: Við erum í hópi ungra, franskra barna í sérskóla fyrir fatlaða og hreyflhamlaða. Þessi skóli er á At- lantshafsströnd Frakklands, nánar tiltekið í Bretaníu. Rétt framan við skólann blasir við eyjan Groix sem er 15 ferkílómetrar að stærð og með tæplega 3000 íbúa. - Þangað förum við stundum, og við njótum þess mjög að dvelja þar. Nú er í bígerð að setja upp eins konar skólasýningu sem á að fjalla um eyjar víðs vegar um heim. Sýn- ingin mun standa dagana 4.-20. sept- ember á þessu ári og verða í menn- ingarmiðstöð skólans. - Þarna verð- ur um aö ræða atriði úr landafræði, sögu, listum, jurta- og dýralífi, mann- lífi og tónlist - siðum og venjum... og á að heita „Milli hafs og himins, 10 eyjar, 10 systur“. ísland er ein þeirra eyja sem við höfum valið til að fást við í þessu til- efni. Við leitum eftir gögnum frá ís- landi og myndum verða þakklát ef þeir sem þetta lesa kæmu okkur til aðstoðar með því að senda okkur hvaðeina sem getur hjálpað okkur. - Við minnum á t.d. myndir, póstkort, frímerki, bækur, teikningar eða landslagslýsingar í myndmáli og ýmislegt þess háttar. Þið sem þessu viljið sinna og fá að launum þakklæti okkar - vinsam- lega skrifið og sendið efni til: „Le Petit Eléphant" c/o Georges Le Dévéhat, Ecole du Centre de Kerpape BP 2126, 56321, Lorient Cedex France Bílaþvottur er nauðsyn Hjálmar Magnússon hringdi: Þegar göturnar eru eins og þær hafa verið hér í þéttbýhnu og veðrið eins og það er verður manni á að hugsa sem svo: Hvernig værum við stödd með bílana okkar ef ekki væru bílaþvottastöðvar? Mér finnst þær vera eitt mesta hagræði sem við, sem notum mikið bílana okkar, höfum fengið hér á undanförnum árum. En það er ekki bara í þéttbýlinu sem maður verður fyrir því að bíllinn verður ataður tjöru og leir. Ef maður fer út fyrir borgina tekur ekki betra við, a.m.k. þegar sólbráðin hefur ver- ið með í spihnu eins og síðustu daga. Ég var að koma í bæinn að austan fyrir nokkrum dögum og var búinn að fá nóg af akstrinum vegna þéss að bíllinn var orðinn eitt leir- og tjörubað, ekki síst gluggarnir. Ég leitaði því að fyrstu bílaþvottastöð sem ég átti kost á. Ég var búinn að lesa um að einhvers staðar í leiðinni inn í borgina væri bhaþvottastöð. Hana fann ég svo með aðstoð af- greiðslumanns í Ártúnsbrekkunni. Ég fékk langþráða þjónustu á ein- hverri bestu bílaþvottastöð sem ég hef komið á hér, þarna í grenndinni, á Bón- og bílaþvottastöðinni við Bhdshöfðann. - Ég hef sjaldan fengið eins góða afgreiðslu á bílaþvottastöð og þarna. Ég vh gjarnan koma á framfæri þakklæti fyrir þá þjónustu sem ég fékk hjá starfsmönnunum því hún var með með því besta sem ég hef fengið á slíkum stöðum. - Það er nefnilega ekki sama hvemig bíll er þveginn og meðhöndlaður á bíla- þvottastöð. Fermingarqjafahandbók 1990 Miðvikudaginn 21. mars nk. mun hin árlega fermingargjafahandbók DV koma út. Fermingargjafahandbók DV er hugsuð sem handbók fyrir lesendur þar sem í henni gefúr að líta ýmislegt af því sem er á boðstólum til fermingargjafa og hvað hlutirnir kosta. Þetta finnst mörgum afar þægilegt nú á dögum tímaleysis og af reynslunni þeklgum við að handbækur okkar hafa verið vinsælar og auðveldað mörgum valið. — Skilafrestur auglýsinga er til 15. mars og er auglýsendum bent á að hafa samband við auglýsingadeild DV hið íyrsta i síma 27022 svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launa- skatts fyrir febrúar er 15. mars nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af- henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið BILLJARDBORÐ TIL SÖLU Til sölu 2 ársgömul Riley 10 og 12 feta billjard- borð. Uppl. í síma 641150 á daginn og 671214 á kvöldin. 10. leikvika -10. mars 1990 Vinningsröðin: XX2-11X-22X-XX1 5.943.451- kr. 2 voru með 12 rétta - og faer hver :2.479.599- kr. á röð 61 voru með 11 rétta - og fær hver: 16.135- kr. á röð Allar upplýsingar um getraunir vikunnar: Lukkulínan 991002 EVRÓPA AKUREYRINGAR Upplýsingafundur um Evrópska efnahagssvæðið, EES Utanríkisráðuneytið heldur upplýsingafund um við- ræður Fríverslunarsamtaka Evróu (EFTA) og Evrópu- bandalagsins (EB) um myndun Evrópska efnahags- svæðisins (EES) í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, þriðjudag 13. mars, kl. 21.00. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. Upplýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.