Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 13: MA«S 1990. 15: Konur gegn klámi I byrjun mars barst þingmönn- um bréf frá samtökum sem nefna sig „Konur gegn klámi“. Samtök þessi munu vera aðili að sams kon- ar samtökum á Norðurlöndum eða deild innan þeirra samtaka. í bréfinu var boðað til fundar þar sem umræður fóru fram um klám og klámiðnað og jafnframt var sýnd svokölluð „fullorðinsmynd" sem fengin var frá íslenskum dreif- ingaraðila. Hér var um að ræða mynd sem konurnar töldu „til- tæka“ hverjum sem væri. Samtök þessi hafa barist gegn innflutningi og dreifingu á klám- varningi hvers konar. Þessar konur töldu ráðamenn ekki gera sér grein fyrir hve alvar- leg staða þessara mála væri og efndu því til þessarar umræðu og kynningar. Myndina, sem sýnd var, höfðu þær fengið eftir smáauglýsingu í Dagblaðinu. Á fundinum var lesiö bréf til sam- takanna frá ritstjóra Dagblaðsins þar sem hann upplýsti að slíkar auglýsingar yrðu framvegis ekki birtar í blaðinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að gestum samtakanna hafi orðið hverft við er myndin var sýnd. Reyndar voru aðeins sýndar fyrstu mínúturnar og fannst víst flestum nóg. Seinni hlutinnn hefur þó lík- lega verið enn soralegri. Klám í lögum er klám bannað og lögð refsins við. Orðið klám hefur þó ekki sömu merkinu í huga allra. Grátt svæði er milli þess sem ann- Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður karls og konu og þeim ógeðslega iðnaði sem sækir hugmyndir sínar niður í dreggjar mannlífsins. í myndum sem þeirri, er þarna var sýnd, er um að ræða ofbeldi og pyntingartæki og líklega eru leikendur eiturlyfjaneytendur. Hreinasta ógeð. Ég get varla ímyndað mér annað en venjulegt fólk missi alla löngun til kynlífs við að sjá svona myndir. Áríðandi er að verja börnin gegn þessum ófögnuði. Þessi klámiðnað- ur getur haft mikið slæm áhrif á ómótaðar sálir. Auðvitað verður aldrei unnt aö koma alveg í veg fyrir þennan iðnað. Neytendur virðast vera ótrúlega margir. En áríðandi er að almenningur sé vakandi og samtök sem þessi, „Konur gegn klámi“, geta gegnt veigamiklu hlutverki. „Enginn vafi er að klám af því tagi sem sýnt var í nefndri mynd getur ræktað upp veilur og afbrigðilegar hvatir í mönnum með sjúkt sálarlíf.“ ars vegar er kallað „pornografia“ og hins vegar „erotika". í nafni listar fara ýmsar myndir út á gráa svæðið. Klámiðnaðurinn er gríðarlega afkastamikill og velt- ir óhugnanlegum upphæðum. í þessu sambandi verða menn að gera greinarmun á léttum, skemmtilegum myndum af leik Lögin í lögum er kveðið á um refsingar gegn klámi. Þar segir meðal ann- ars: „Hver, sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykshs, skal sæta fangelsi allt að þrem árum, varð- „Menn verða að gera greinarmun á léttuni, skemmtilegum myndum af leik karls og konu og þeim ógeðslega iðnaði sem sækir hugmyndir í dreggjar mannlífsins," segir greinarhöfundur m.a. haldi eða sektum. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtinu þess eftir prentlögum, sæta sektum, varð- haldi eða fangelsi allt að 6 mánuð- um. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna tfi opinbers fyrirlestrar eða leiks, sem er ósiölegur á sama hátt. Það varðar enn fremur sömu refsingu að láta af hendi við ungl- inga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aöra slíka hluti.“ Mér virðast lögin glettilega hörð. En vandinn er skýrgreiningin á orðinu klám, munur á listrænni túlkun ástar og klámiðnaði sem skírskotar til lægstu hvata og veilna í mannlífinu. Enginn vafi er aö klám af því tagi sem sýnt var í nefndri mynd getur ræktað upp veilur og afbrigðilegar hvatir í mönnum með sjúkt sálar- líf. Því er ástæða til að vona að samtökunum vegni vel í baráttu sinni. Guðmundur G. Þórarinsson Hundraðkall á kjúkling Því var slegið upp í DV á dögun- um að hægt væri að láta allri þjóð- inni í té ókeypis hádegismat alla virka daga ársins eða senda 90 þús- und króna ávísun í pósti til hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Þetta þóttu mér góð tíðindi. Hugsaði ég með mér að þótt ég sé ekki fjögurra manna fjölskylda kæmi mér betur að fá ávísun í pósti þar sem ég er léttur á fóðrum og held ekki uppi reglubundnum borðunartíma í há- deginu. Fór ég nú að rýna í textann sem fylgdi þessari gleöilegu fyrirsögn, svona til að kanna hvert ég ætti að snúa mér til að fá sendan tékka í stað hádegisverðar upp á hvern virkan dag. Uppgötvaði ég þá mér til mikillar hrellingar að hér var verið að gera grein fyrir því að ef þeir peningar, sem nú fara til niðurgreiðslu land- búnaðarvara, yrðu sendir beint til neytenda gætu þeir étið „ókeypis" í hádeginu. Ekki bætti þaö úr skák að reiknað var með aðeins 88 króna matarkostnaði á mann en tekið fram að slík máltíð með vatni væri góð magafylli. Leikur með tölur Sumir menn hafa mikla unun af ýmiss konar talnaleikjum. Hvað varðar niðurgreiðslur á landbún- aðarvörum hefur Jónas Kristjáns- son ritstjóri verið um langt árabil í fararbroddi talnameistara sem eru á móti niðurgreiðslum en upp á síðkastið hefur Þorvaldur Gylfa- son prófessor einnig látið nokkuð að sér kveða á þessum vettvangi. Talsmenn niðurgreiðslna hafa ver- iö í vöm, enda lið þeirra dreift, en að sjálfsögðu ganga þeir út frá allt öðrum forsendum en Jónas og hans menn. Ég sá í forystugrein, er Jónas skrifaði í DV fyrir skömmu, að rík- ið eyddi átta milljörðum króna til að halda uppi einokun á land- Kjallarinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður búnaðarvörum sem kosti neytend- ur síðan milljarða til viðbótar í óeðlilegu vöruverði. í fréttinni um ókeypis hádegis- mat segir hins vegar að niður- greiðslur á landbúnaðarvörum muni nema 5,7 milljörðum króna á þessu ári. Með þá upphæð í huga er gengið út frá því sem vísu að með því að borga niðurgreiðslur beint til neytenda gæti hver fjög- urra manna fjölskylda keypt sér rúmt kíló af heilli ýsu á dag. Og svona er reiknað fram og til baka þar til venjulegur lesandi er kom- inn með höfuðverk af áreynslu við að fylgjast með allri þessari talna- leikfimi. Hundraðkall á kjúkling Þeir sem berjast hart gegn niður- greiðslum tala jafnan um að þær renni til landbúnaðarins og álítur almenningur þá gjarnan aö átt sé við bændur. Enda var því einhvers staðar haldið fram að beinir styrkir til landbúnaðarins væru um 1,7 milljón á ári til hvers bónda. Síðan er hamrað á því hvað mætti spara marga milljarða eða milljarðatugi á ári með því að leggja niðhr land- búnað hér og hefja innflutning bú- vara í staöinn. Það er engu líkara en bændur séu einhver óværa á þjóöinni. En það er sjaldan sem minnst er á hvernig raunveruleg verðmyndun búvara verður til frá bónda til neytenda. Á dagskrá rásar 2 um daginn heyrði ég að Stefán Jón Hafstein var að spjalla við mann sem virtist stunda kjúklingaframleiðslu, hafi ég tekið rétt eftir. Hann fullyrti að þaö kostaði um hundrað krónur aö slátra hverjum kjúklingi. Stefán Jón hváði, sem von var, en viðmæl- andinn stóð fastur á sínu. Þetta þykir mér með ólíkindum og skýrir kannski að nokkru leyti hátt verð á kjúklingum. Síðastliðið haust kom fram í fréttum að slátur- kostnaður á meðalíjárbú væri 1,1, milljón króna. Fyrr má nú rota en dauðrota. Auðvitað er verð á land- búnaðarvörum alltof hátt miðað við kaupmátt almenings. En hve stóran þátt eiga vinnslustöðvarnar í þessu háa verði? Getur það verið einleikið að kílóverð á sVokallaðri skinku skuli vera um tvö þúsund krónur? Nokkrar sneiðar í bréfi, svo næfurþunnar að lesa má í gegn- um þær, kosta um eða yfir 200 krónur! Þetta er auðvitað út í hött en ekki segjast smásalar of sælir af sinni álagningu á búvörur og er það eflasut rétt. Hægt að lækka verðið Auðvitað er hægt að lækka verð á landbúnaöarvörum ef rétt „er á málum haldið, án þess að bændum fækki stórlega. Sem betur fer eru forsvarsmenn bænda farnir að ræða leiðir í þessa átt af alvöru og á ég von á því að Haukur Halldórs- son, formaður Stéttarsambandsins, eigi eftir að beita sér fyrir ýmsum ráðstöfunum í þá átt. Vitaskuld verður að ná fram hag- ræðingu með færri en stærri búum, alveg eins og brýnt er að fækka frystihúsum þótt það hafi nokkra röskun á búsetu í för með sér. - Óþarft er að halda hér uppi verk- smiðjuframleiðslu á eggjum og kjúklingum. Yfirvöld landbúnaðarmála reyndu að koma í veg fyrir verð- lækkun á sveppum er þau bönnuðu innflutning á rotmassa en Pálmi sveppabóndi og hans lið vann sigur á rotnuðu kerfi í því máli. Svina- bændur mega ekki kynbæta sinn stofn vegna laga frá árinu 1932! Þaö má lengi halda áfram að telja upp atriði sem betur mættu fara í stjórn búvöruframleiðslu og vinnslu og leiddu til betri vöru á lægra verði. Og það er athyglisvert að þrátt fyr- ir það að neytendur kvarti undan háu verði búvara er meirihluti þeirra andvígur fijálsum innflutn- ingi á þessum vörum ef marka má nýlega skoðanakönnun. Sæmundur Guðvinsson „Auövitaö er verö á landbúnaðarvör- um alltof hátt miðað viö kaupmátt al- mennings. En hve stóran þátt eiga vinnslustöövarnar í þessu háa verði?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.