Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐ-JU&AGUR13. M'ARSMðÖt). <1 2 f Lífsstíll DV kannar verð á bón- og þvottastöðvum: Munar 200% á vélaþvotti Samkvæmt verðkönnun DV geta bíleigendur sparað sér verulegar upphæðir með því að bera saman verð á bón- og þvottastöðvum áður en bíllinn fer undir kústinn. í könnuninni var miðað við alþrif á tveimur stærðarflokkum fólksbíla og tveim stærðarflokkum jeppa þó að flestar stöðvarnar notist við fleiri flokka í verðlagningu. Þegar talað er um alþrif er átt við þvott að utan, þar með talinn tjöruþvott, þurrkun, bón og þrif að innan sem miðast við þrif á vinyl, ryksugun á teppum og sætum og þrif á rúðum. Miðað við lítinn fólksbíl eru alþrif ódýrust hjá Bóni og þvotti í Skeif- unni en þar kosta þau 2.000 krónur. Þrif á stórum jeppa kosta minnst 2.800 krónur í Bón- og þvottastöð- inni, Sigtúni 5. Mest kostuðu þrif á stórum jeppa 3.900 hjá Bóni og þvotti í Tryggvagötu eða 3.900. Verðmunur- inn er í þessu tilfelli 40%. Djúphreinsun á sætum og teppum er ekki innifalin í alþrifunum og kostar minnst á BSÍ og hjá Magnúsi við Helluhraun eða 2.000 krónur. Mest kostar djúphreinsun 3.200 krónur hjá Bóni og þvotti í Tryggva- götu en það er 60% dýrara en þar sem verðið er lægst. Neytendur Sé litið á verð á vélarþvotti er enn dýrast hjá Bóni og þvotti í Tryggva- götu en þar kostar hann 900 krónur. Ódýrastur er hann hjá Kringlubóni, sem hefur bækistöðvar sínar í bíla- geymslu verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, eöa 300 krónur. Þarna er verðmunurinn 200%. Séu menn að flýta sér er hægt að fá vélarþvott og bón þar sem bifreið- inni er ekið í gegn. Slíkur þvottur kostar 850-1080 krónur eftir stærð bílsins á þvottastöðinni Sigtúni 3 og 750-850 krónur hjá Bón- og bíla- þvottastöðinni á Bíldshöfða. Þannig hraðþvottur tekur 15-20 mínútur og óþarft að panta tíma. Vilji menn hins vegar fá alþrif utan og innan þarf að panta tíma og þrifm taka um 2 tíma. -Pá Litill fólksbill Stærri fólksbíll Litlir jeppar Stærri jeppar Djúphreinsun áteppum og sætum Véla- þvottur feón- og bflaþvottastöðin, Bíldshöfða 8 2.400 2.600 3.200 3.500 2.400 500 Bón- og þvottastöð Magnúsar, Hellu- 2.100 2.600 3.200 3.800 2000 7-800 hrauni Bónstöðin Ós, Langholtsvegi 2.200 2.800 3.000 3.500 2.400 600 Bón og þvottur, Tryggvagötu 2.200 2.600 3.100 3.900 3.200 900 Bón og þvottur, Skeifunni 2.000 2.200 3.000 3.400 2.200 600 Bón og þvottur, Umferðarmiðstöð 2.200 2.600 3.000 3.800 2.000 800 Kringlubón 2.400 2.600 3.000 3.800 2.400 300 Bón- og þvottastöð, Sigtúni 5 2.100 2.300 2.500 2,800 2.200 700 Munurá hæsta og lægsta verði 20% 27% 28% 40% 60% 200% Alþrif - innifalið: Þvottur að utan, tjöruþvottur, þurrkun, bón, þrif að innan, ryksugun á teppi og sætum. Bónus: 18% afsláttur af Samsölubrauðum Mismunandi verð er í boði hjá bón- og þvottastöðvum. DV-mynd BG „Við viljum einbeita okkur að því í tilefni þessara breytinga kynnti sem við kunnum best, frekar en að SS fjölda nýrra framleiðsluvara vasast í öllum stigum framleiðsl- sem dreifmg er hafin á. Má nefna unnar,“ sagöi Steinþór Skúlason, ijallapaté, fjórar tegundir af ídýfu, forstjórí Sláturfélags Suðurlands, í skólaskinku, ostapylsur, sem er ný satntali við DV. tegund af pylsum, og átta tegundir * í lok febrúar hætti Sláturfélagið af samlokur, langlokum og ham- endanlega rekstri smásöluverslana borgurum. þegar Kristhm Skúlason, verslun- Einnig var kynnt væntanleg upp- arstjóri í Austurveri, tók við skriftasamkeppni á Barilla pasta- rekstrinum þar. Meö því lauk vörum. Keppt veröur um bestu þeini breytingu sem hófst fyrir pastauppskriftina og verðlaunin tveimur árum þegar Sláturfélagið eru feröir og miðar á úrslitaleik ákvað að draga sig út af smásölu- heimsmcistarakeppninnar á Ítalíu markaðnum en einbeita sér þess í sem fram fer i smnar. stað aö framleiðslu og verslun á -Pó heildsölustigi. „Við fáum staðgreiðsluafslátt sem er þetta hægt,“ sagði Jóhannes Jóns- við látum skila sér til kúnnans, auk son, kaupmaður í Bónus, í samtali þess að nota lægri álagningu. Þannig við DV. í Bónusverslunum eru Samsölubrauð seld á 18% lægra verði en annars staðar. Aðrar verslanir seija brauðin á skráðu verði framleiðanda. DV-mynd GVA Tegund Bónusverð Uppgefiðverð Samlokubrauð 122 143 Trefjabrauð 132 157 Rúgbrauð 58 69 Sigtibrauð 74 94 Maltbrauð 83 88 Bæjarbrauð 67 79 Klíðisbrauð 69 82 Pítubrauð 50 59 Átak gegn aftanákeyrslu: Hálfur milljarð- ur í súginn Það vakti athygli neytendasíðunn- ar að öll brauð frá Mjólkursamsöl- unni eru seld með verulegum af- slætti í Bónusverslunum. Brauð frá Mjólkursamsölunni koma verð- merkt frá framleiðanda og eru alls staðar seld á því verði með þessari einu undantekningu. Verðsaman- burður á 8 tegundum af Samsölu- brauðum í Bónus sýndi að þar eru þau að jafnaði 18% ódýrari en annars staðar. Samkvæmt heimildum DV mun markaðshlutdeild Mjólkursamsöl- unnar í brauðum vera nálægt 15%, þó engin opinber könnun hafi farið fram á því. Fjöldi annarra verslana fær afslátt á brauðum hjá Mjólkur- samsölunni vegna staðgreiðslu og eins í krafti magns. Engu að síður virðast kaupmenn kjósa að auka með því sína álagningu í stað þess að láta afsláttinn ganga til neytenda. Eina undantekningin að Bónus frá- töldum, sem rétt er að benda á, er að í Grundarkjörsverslunum er 5% staðgreiðsluafsláttur eins og á öðrum vörum. -Pá Bifreiðatryggingafélögin og Um- ferðarráð hafa ákveðið að standa fyr- ir herferð gegn aftanákeyrslu í um- ferðinni. Rúmlega 20% allra óhappa í umferðinni eru aftanákeyrslur og er áætlað að kostnaður vegna þeirra sé um hálfur milljarður á ári. Þess- um óhöppum hefur fjölgað að mikl- um mun undanfarin ár og eru nú algengasta einstaka orsök umferðar- slysa. Yfir 20% allra meiðsla í umferðinni má rekja til aftanákeyrslu. Þar er svokallaður hálshnykkur algengast- ur. Oft leiða þessi slys til örorku og algengt er að fólk sé frá vinnu svo mánuðum skiptir vegna þeirra. Algengasta orsök slysa af þessu tagi er sú að ekki er haft nóg bil á milli bíla. Rannsóknir sýna ennfrem- ur að um 40% allra aftanákeyrslna verða hjá ökumönnum á aldrinum 17-20 ára og eru karlmenn bOstjórar í 40% tilvikanna. Herferðin verður rekin með aug- lýsingum í kvikmyndahúsum, út- varpi og veggspjöldum á strætis- vögnum og víðar. Átak þetta mun standa yfir í 6 vikur og kostnaður við það er rúmar 6 milljónir króna sem tryggingafélögin standa straum af. íslenska auglýsingastofan sá um hönnun auglýsinganna. -Pá Ur hugarheimi Sýning á verkum fatlaðra í Listasafni ASÍ Dagskrá í sambandi við sýninguna Þriðjudagur 13. mars kl. 20. Fyrirlestur: Myndmeðferð og sállækningar, Sigrún Proppé. Kl. 21.00. Viðhorf til fatlaðra, Ása B. Þorsteinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.