Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 13. MÁRS 1^90. 23 til Ellerts Föstudaginn 9. mars sl. ritar þú forystugrein í blað þitt sem heitir „Læknar í verkfall". Mig langar til þess að gera nokkrar athugasemdir við þessa grein þar sem mér finnst þú taka verulega skakkan pól í hæðina og reiöa hátt til höggs gegn læknum á röngum forsendum. Þú talar um það að læknar sætti sig illa við þá þjóöarsátt sem fólst í svokallaðri núll-lausn. Hér rang- túlkar þú algjörlega staðreyndir þar sem hér er ekki um það að ræða að læknar séu að fara fram á hærri laun. Málið snýst um það að fjármála- ráðherra fór gegn tillögum heil- brigðisráðherra og hækkaði leyfis- gjöld fyrir lækningaleyfi um 1250%. Mér skildist að þessi þjóðar- sátt fælist í því að ríkið héldi sínum álögum í skefjum og gegn því myndu launþegar sætta sig við núll-lausnina svokölluðu. Spurn- ingin er því hver er aö brjóta á hverjum. Eingöngu viðurkenning Það hefur jafnan verið litið svo á að gjald það sem greitt er fyrir shka leyflsveitingu eigi að standa undir þeim kostnaði sem ríkið hefur af þessari útgáfu. Mér vitaniega hefur engum dottið í hug að nota þetta Bréf KjáUarinn Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir, Landakoti tækifæri til að skattleggja þegnana. Til samanburöar má geta þess að sams konar leyfl kostar kr. 500 ís- lenskar í Svíþjóð. Leyfisveiting sem þessi er ein- göngu viðurkenning á að kröfur þær sem gerðar eru til slíks starfs- leyfis hafa verið uppfylltar. Sá hóp- ur ungra lækna, sem útskrifast í dag, er u.þ.b. einn þriðji til helm- ingur þeirra sem innrituðust í læknadeild á sínum tíma. Sýnir það nokkuð hversu erfitt þetta nám er og á bak við kandí- datspróf býr þrotlaus vinna og ástundun í námi. Síðan tekur við mikil vinna aðstoðarlæknis sem þarf að ganga vaktir 3. til 4. hverja nótt með öllu því álagi sem því fylg- ir. Það er því langt í frá að réttur til slíks leyfis fáist fyrirhafnarlaust og manni finnst algjörlega ástæðu- laust að skattleggja þessi réttindi. Ekki fyrirhafnarlaust Þú bendir á að umrætt leyfi veiti réttindi til framhaldsnáms og læknar, sem síðan gerast sérfræð- ingar, hafi alla aðstöðu til að ná dágóðum árstekjum. Það má minna á að slík réttindi koma heldur ekki fyrirhafnarlaust. Læknar þurfa aö fara til útlanda árum saman með fjölskyldu sína og leggja á sig mikla vinnu og flutning milli staða er- lendis til þess að ná þessum áfanga. Þegar menn hefja svo störf hér heima að loknu slíku námi, oft seint á fertugsaldri, má segja að starf þeirra sé rétt að hefjast og menn að koma undir sig fótunum. Þú virðist síðan álíta aö ekki þurfi annað en að opna stofu og þá komi sjúklingarnir streymandi og það hafi í för með sér ómældar tekjur. En hér er um mikinn misskilning að ræða. Sérfræðingar reka stofur sínar á sinn eigin reikning og allar greiðslur, sem rætt er um, eru brúttógreiöslur og kostnaður við þennan stofurekstur er mikill, u.þ.b. helmingur af heildargreiðsl- unni. Ég þori að fullyrða að læknar vinna fyllilega fyrir þeim launum sem þeir hafa upp úr þessu og það eru fyrst og fremst sjúklingarnir sem leita til þeirra en ekki öfugt. Óskiljanlegar árásir Almennt um stefnu í heilbrigðis- málum nú ætla ég að vera fáorður. Ég vil þó aðeins minna á það að hún er fyrst og fremst verk stjóm- málamanna en ekki lækna. Margir læknar eru mjög ósáttir með þá stefnu sem fylgt hefur verið undan- farin ár þar sem gert er ráð fyrir að ríkið yfirtaki allan rekstur heil- brigðisþjónustunnar. Á mæltu máh þýðir það að verið er að miðstýra allri heilbrigðis- þjónustu á þann hátt sem gert hef- ur verið í löndum austantjalds und- anfarin ár og verið er að hverfa frá í stórum stíl. Spurningin er hvort slík aðferð leiði til þess að bestur árangur náist og mest fáist fyrir þá fjármuni sem til heilbrigðis- þjónustunnar renna. Satt að segja eru árásir stjórn- málamanna og blaðamanna á læknastéttina orðnar óskiljanleg- ar. Læknar eru ekki annað en fólk sem hefur lagt á sig mikla vinnu í sambandi við nám og framhalds- nám langt fram eftir aldri. Þeir hafa ekki gert annað en að vinna störf sín eins vel og hægt er, miöaö við þær aðstæður sem boðiö er upp á en, svo vitnaö sé í Havel, vakna þeir allt í einu upp sem þjóö- níöingar. Ólafur örn Arnarson „Margir læknar eru mjög ósáttir með þá stefnu sem fylgt hefur verið undan- farin ár þar sem gert er ráð fyrir að ríkið yfirtaki allan rekstur heilbrigðis- þjónustunnar.“ Mexming ENDURSKINSMERKI ERU NAUDSYNLEG FYRIR ALLA! Enn ein Herranótt Á hverju ári færa áhugasamir nemendur Mennta- skólans í Reykjavík upp leiksýningu og ber hún frá fornu fari hið virðulega heiti: Á Herranótt. Allir gamhr nemendur MR eiga góðár minningar tengdar sýningum Herranætur, sem óneitanlega sætti meiri tíðindum í bæjarlífinu áður fyrr þegar fábreytt- ari skemmtanir voru í boði og færri leikrit sett upp árlega. Engu aö síður hefur nemendum MR á hverjum tíma tekist að halda uppi merkinu og hvernig sem á því stendur hafa sýningar Herranætur ævinlega nokkra sérstöðu meðal skólasýninga í borginni. í sýningum Herranætur hafa margir þeir sem seinna gerðu leiklistina að ævistarfi stigið sín fyrstu spor á leiksviði en hinir eru þó mun fleiri sem lögðu fyrir sig önnur og óskyld störf, þrátt fyrir góða takta í glí- munni við Talíu á menntaskólaárunum. En hver veit nema hæstaréttardómurum, kennurum, læknum, al- þingismönnum og ritstjórum komi reynslan að góðum notum í daglegum störfum sínum, ekkert síður en margvísleg vísindi, sem innbyrt voru á þessum árum. Það eru sannarlega engin ellimörk á sýningu Herra- nætur í ár. Hlín Agnarsdóttir hefur leitt hópinn í gegn- um strangt ævingatímabil og árangurinn er fjörug og ærslafengin sýning, þar sem æska og þokki leikend- anna fær að njóta sín til fulls. Það er engu að síður ljóst að töluverð rækt hefur verið lögð við persónusköpun og tjáningu einstakra leikenda og þess gætt að ærsl og skop gangi ekki út í öfgar. Vindsórkonurnar kátu, líklega skrifað árið 1597, er hinn eini af gamanleikjum Shakespeares, sem gerist í heimalandi hans. Allar höfuðpersónurnar, að Fal- staff undanskildum, eru úr borgarastétt, en hún naut á þessum árum vaxandi efnalegrar velgengni. Þessi alþýðlegi og kunnuglegi bakgrunnur gerir það að verk- um að höfundur slettir ærlega úr klaufunum í verkinu sem er ærslafullt og farsakennt og hefur alla tíð notið öruggra vinsælda áhorfenda. En það verður hins veg- ar seint talið á meðal merkustu verka Shakespeares. Segir þar frá Herra Jóni Falstaff og kumpánum hans, sem koma til Vindsór. Þar búa tveir efnaðir kaup- menn, herra Pák og herra Vgð. FalstafT fer á fjörurnar við eiginkonur þeirra en þeim þykir lítið til um og gruna karlinn um að eitthvað fleira búi á bak viö. Þær ákveða að hegna Falstaff fyrir og fær hann hina háðu- legustu útreið hjá þeim. Inn í söguþráðinn fléttast þríþætt ástamál hinnar fögru Önnu Pák, dóttur Pák-hjónanna og hlægileg af- brýðisemi herra Vaðs sem ætlar aldrei að fást til aö trúa á sakleysi konu sinnar. Hér eru sumsé á ferðinni misskilningsflækjur, ráða- góðar konur og kúnstugir karlar, og aldrei bregst að áhorfendur hafa hina bestu skemmtan af. Þaö skiptir óneitanlega sköpum fyrir Herranótt að hafa jafngóða aöstöðu og er í Iðnó. Sviðið er stækkað fram í salinn svo að svigrúm er ágætt. Leikmynd Pét- urs Gauts Svavarssonar er gerð af hugkvæmni og greinilega hefur ómældri vinnu verið eytt í gerð henn- ar. Skiptingar ganga hratt fyrir sig á milli atriða og tilfæringar eru í lágmarki. Húsbúnaður, tónlist og búningarnir, sem eru í blönduðum millistríðsárastíl, kippa atburðarásinni inn í okkar öld. Leikendur eru fjölmargir og er sérstaklega ánægju- legt að heyra að framsögn þeirra flestra er bæði áheyri- leg og skýr. Ekki er ástæða til að tíunda frammistöðu allra leik- enda, mestu skiptir að heildarframmistaðan er furðu góð. Eg vil þó nefna þær Matthildi Sigurðardóttur (frú Pák) og Sólveigu Arnarsdóttur (frú Vað), sem báðar Leiklist Auður Eydal stóðu sig með sóma. Sólveig hefur hlotið töluveröa sviðsreynslu áður og Matthildur gaf henni ekkert eftir. Frank Þórir Hall var settlegur sem herra Pák og Jón Oddur Guðmundsson sýndi töluverð tilþrif í erfiöu hlutverki herra Vaðs, sem í raun er tvöfalt, þar sem herra Vað bregður sér öðru hvoru i dulargervi þegar hann er að leggja gildrur fyrir konu sína og Falstaff. Þá má nefna Ólaf S. Arnarson, Erlend Svavarsson, Þórmund Jónatansson og Birnu Karen Einarsdóttur, sem öll léku skopgerðar persónur. í þeirra hlutverkum reið á að halda línunni og tókst það að mest-u bæri- lega. Sigurþóra Bergsdóttir var Spræk, húsfreyja og hjónabandsmiðlari og Hildur Hjörleifsdóttir var í hlut- verki sálusorgarans, séra ívars, sem tekur þátt í gamn- inu af lífl og sál. Dagur Eggertsson leikur svo sjálfan höfuðpaurinn, hinn akfeita herra Jón Falstaff, sem hafður er að háði og spotti í þessu verki. Dagur náði ágætlega utan um hlutverkið, það var helst athugavert að hann var stundum full lipur og léttur í hreyfingum. Að öðru leyti var leikur hans góður og gervið ágætt. Nemendur MR hafa enn einu sinni haldið í heiðri fornri hefð og lagt dag við nótt til þess að koma upp þessari sýningu, sem er öllum aðstandendum til sóma. Skólayfirvöld og lærifeður þeirra, sem mest hafa unn- ið við sýninguna, hafa enn sem fyrr þurft að sýna nokkurt Ianglundargeð á meðan undirbúningur og æfingar stóðu sem hæst. En árangurinn launar erflðið eins og þeir sem leggja leiö sína í Iðnó að sjá Herranótt 1990 munu komast að raun um. Á Herranótt 1990: VINDSÓRKONURNAR KÁTU Höfundur: William Shakaspeare Þýöing: Helgi Hálfdanarson Leikstjóri: Hlin Agnarsdóttir Leikmynd: Pétur Gautur Svavarsson Búningar: Sigrún Guðmundsdóttir Lýsing: Adam Birkenhead Hljóð: Páll Garðarsson og Hrannar Ingimarsson -AE Best er að hengja tvö merki, fyrir neðan mitti - sitt á hvora hlið. UMFERÐAR RÁÐ Á skjólfatnaði er heppilegt að hafa endurskinsrenninga fremst á ermum og á faldi að aftan og framan. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á fasteigninni Framnes, Reyðarfjarðarhreppi (íbúðarhús), þingl. eig. Ingvar Róbert Valdimarsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 20. mars 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðarbanki islands, Sigmundur Hannesson hdl„ Árni Pálsson hdl., Svanhvít Axelsdóttir hdl., Grétar Haraldsson hdl., Atli Gíslaspn hrl., Jón Egilsson hdl., Bjarni Björgvinsson hdl., Skúli J. Pálma- son hrl., Árni Halldórsson hrl., Landsbanki Islands, Þorsteinn Einarsson hdl., Andri Árnason hdl., Sigurður I. Halldórsson hdl. og Veðdeild Lands- banka íslands. Sýslumaður Suður-Múlasýslu Bæjafógetinn á Eskifirði Tilkynning til innflytjenda sem fengið hafa greiðslufrest á virðisaukaskatti af innfluttum vörum við tollafgreiðslu Gjalddagi virðisaukaskatts af innfluttum vörum, sem fenginn hefur verið gjaldfrestur á við innflutning, samkvæmt reglugerð nr. 640/1989 með áorðnum breytingum, vegna tímabilsins janúar-febrúar 1990, er 15. mars næstkomandi. Gjalddagi er jafnframt ein- dagi. Athygli skal vakin á því að viðurlög falla á inn- flytjendur sem ekki greiða vegna virðisaukaskattsins eigi síðar en á gjalddaga, samkvæmt áðurgreindri reglugerð. Fjármálaráðuneytið, 12. mars 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.