Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990. 11 Utlönd Austur-Þýskaland: Þjóðstjórn líklegasta niðurstaða kosninganna Austur-Þjóðverjar ganga til kosn- inga á sunnudaginn. Kosninga- baráttan er að renna sitt skeið á enda og nú þegar er farið að spá í hugsanleg úrslit. Margir telja að austur-þýska þjóðin stefni í sjálf- heldu þar sem eini raunhæfl mögu- leikinn, sem stjómmálaflokkar þar í landi hafa að loknum kosningun- um, sé að setja á laggirnar þjóð- stjórn þar sem kommúnistar eru ekki í forystu. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum er kosningabandalag sumir fréttaskýrendur telja að slík niðurstaða kynni að flækja málin og tefja fyrir sameiningarviðræð- um. Sumir vinstrimenn óttast að íhaldsmenn, sem eru að sumu leyti upp á Kohl komnir vegna fjár- magns til kosningabaráttunnar, myndu veikja stöðu Berlínar í við- ræðunum. „Þaö væri eins og að hafa Kohl beggja vegna samninga- borðsins," sagði einn félagi í flokki jafnaðarmanna. Helstu rökin gegn þjóðstjóm eru Tólf milljón kjósendur Kjörgengir í fyrirhuguðum kosn- Frambjóðendur í þessum kosn- ingum í Austur-Þýskalandi eru ingumveröaaðveraátjánáraeða 12,2 milljónir manna, eða alls sjö- eldri og njóta stuðnings stjórn- tíu og fimm prósent allra ibúa málaflokks eða samtaka. Þeim landsins, og miðast kosningaald- flokkum, sem boða ofbeldi, mis- ur við átján ár. rétti gegn minnihlutahópum eöa Tuttugu og tveir flokkar eða em taldir öfgasinnaðir hægri samtök keppa um alls íjögur flokkar, er meinuð þátttaka í hundruð sæti á hinu nýja þingi kosningunum. landsins. Reuter hægri manna, sem nýtur stuðnings Helmuts Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, að saxa á það forskot sem jafnaðarmenn höfðu lengi framan af. En samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar getur hvorugur flokkurinn myndað stjórn einn síns liðs. Þjóðstjórn eður ei? Einn leiðtoga hægri manna, Rainer Eppelmann, sagði um helg- ina að aðeins þjóðstjórn, sem nyti stuðnings meira en sextíu prósent kjósenda, gæti staðið í samninga- viðræðum við Vestur-Þýskaland um sameiningu þýsku ríkjanna. En þau að slíkt fyrirkomulag gæti hugsanlega opnað leið fyrir póli- tíska öfgamenn. Frétaskýrendur minna á að á árunum 1966-1969, þegar þjóðstjórn var við völd í Austur-Þýskalandi, hafi Þjóðlýð- ræðisflokki nýnasista nærri tekist að vinna sér inn nægan atkvæða- fjölda til að komast á þing. Aðrir telja aftur á móti að aðeins þjóð- stjórn geti viðhaldið einhug um þær erfiðu ákvarðanir sem fram- undan eru. Hægri menn með mestfylgi Fyrir aðeins tveimur vikum bentu allar líkur til þess að jafnað- Lýðræðislegi jafnaðarmannaflokkurinn í Austur-Þýskalandi, fyrrum kommúnistaflokkurinn, nýtur góðs af vinsældum Hans Modrow, hins umbótasinnaða forsætisráðherra, sem hér sést á teikningu Luries. Sam- kvæmt skoðanakönnunum nýtur flokkurinn alls fimmtán prósent fylgis. Teikning Lurie East Gertnan Leader HANS MODROW armenn myndu sigra með miklum yfirburðum í kosningunum. Flokk- urinn, sem hafði engin tengsl við fyrri stjórnendur landsins, komm- únista, var snöggur að koma sér á lappir í kjölfar hruns kommúnista í fyrra. En íhaldsmenn, sem í fyrstu áttu í erflðleikum vegna tengsla kristilegra demókrata viö fjögurra áratuga langa stjórn kommúnista, hafa unnið mikið á samkvæmt skoðanakönnunum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir breska blaðið The Sunday Times nýlega, hefur kosn- ingabandalag þriggja hægri flokka nú meira fylgi en jafnaðarmenn, 36 prósent gegn 35. Það er í fyrsta sinn sem hægri menn fá meira fylgi en jafnaðarmenn í skoðanakönn- unum. Bæði hægri menn og jafnaðar- menn hafa lýst því yflr að þeir muni ekki mynda stjórn með kommúnistum. Kommúnistar, sem nú hafa breytt nafni flokksins í Lýðræðislegi jafnaðarmannaflokk- urinn, njóta nú góðs af vinsældum hins umbótasinnaða forsætisráð- herra, Hans Modrow. í fyrrnefndri skoðanakönnun fékk Lýðræðislegi jafnaðarmannaflokkurinn alls fimmtán prósent atkvæða sem myndi nægja honum til að koma í veg fyrir að annaðhvort jafnaðar- menn eða hægri menn geti myndað stjórn einir sér að kosningum lokn- um eða með stuðningi smærri flokka. Hetjur uppreisnarinnar í Aust- ur-Þýskalandi, umbótasamtökin Nýr vettvangur og Lýðræði strax, geta talist heppnar að fá samanlagt sex prósent í kosningunum, að því er fram kemur í könnuninni. Reuter „Símahneyksli“ í Belgíu Aóalstöðvar Evrópubandalagsins eru i Brussel. Framtíð Brussel sem aðalvið- skiptaborgar Evrópu er nú í hættu vegna þess sem kallað er „síma- hneykslið mikla“ í belgískum dag- blöðum. Hvert alþjóðafyrirtækið á eftir öðru kýs nú að koma sér fyrir í öðrum evrópskum stórborgum þar sem þau hafa ekki efni á að bíða í allt að ár eftir að fá síma tengdan. Það þykir einnig eins og salti sé núið í sárin að hægt skuli vera að fá síma, eins og reyndar marga aðra' hluti í Belgíu, fyrr ef maður bara þekkir einhvern sem getur kippt í rétta spotta. Fáir aðkomumenn vita hvernig kerfið virkar og enn færri hafa réttu samböndin. í New York er hægt að fá síma tengdan samdægurs, í London tekur það tvo daga en átta í París. í Hol- landi er þaö bannað með lögum að láta viðskiptavin bíða lengur en fjörutíu daga eftir síma. Þar er venju- lega hægt að fá síma tengdan eftir eina til tvær vikur. Gull og grænir skógar í Brussel eru aðalmiðstöðvar Evr- ópubandalagsins og árið 1992 tekur hinn sameiginlegi innri markaður bandalagsins til starfa. Yfirvöld í Brussel hafa því gert ráð fyrir mikl- um umsvifum í borginni í framtíð- inni. „Borgaryfirvöld í Brussel reyna að laða til sín fyrirtæki með því að lofa þeim gulli og grænum skógum. En þegar hingað er komið kemur það í ljós að við höfum hafnað á nítjándu öldinni," sagði erlendur lögfræðing- ur í viðtali við vikublaðið The Bullet- in sem gefið er út á ensku í Belgíu. Lögfræðingurinn þorði ekki að láta birta nafn sitt af ótta við að hann myndi þurfa að bíða enn lengur eftir að fá síma tengdan. Erlendur frétta- ritari sagði í viðtali við sama tímarit að þegar hann heíði verið í Brasilíu fyrir tuttugu og flmm árum hefði þjónustan þar verið betri. Belgíska dagblaðið De Standaard hefur greint frá ferðaskrifstofu sem varð að vera án síma í heilt ár. Þegar tilkynning barst um að biðtíminn myndi lengjast um fimm mánuði til viðbótar „vegna ófyrirsjáanlegra tæknilegra örðugleika" fór eigandi ferðaskrifstofunnar á fund eins borg- arstjórnarmeðlimanna. Síminn fékkst tengdur tveimur vikum síðar. Hörð gagnrýni Merki um að betri þjónustu sé að vænta mátti þó sjá í kjölfar harðrar gagnrýni bandaríska viðskiptablaðs- ins The Wall Street Journal. í evr- ópsku útgáfu blaðsins stóð að Bruss- el gæti gleymt draumnum um að verða 'viðskiptamiðstöð Evrópu á meðan það væri ómögulegt að fá tengt jafn nauðsynlegt tæki og sími er. Samkvæmt The Wall Street Jour- nal er um að kenna einokun belgísku símamálastofnunarinnar. í kjölfar þessarar gagnrýni hefur stofnuninni verið úthlutað auka- framlagi. Og til stendur að einka- væða ýmsar greinar símaþjón- ustunnar í sumar. Vinningstölur iaugardaginn 10. mars ’90. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 818.041 2. *rM ri 47.374 3. 4af 5 149 4.936 4. 3af 5 5182 331 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.331.195 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.