Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. Stjómmál Spurtá Eskifirði: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna? Pétur H. Georgsson: Ég hef trú á að Sjálfstæðisflokkurinn haidi sínum þremur mönnum. Ég á ekki von á verulegum breytingum. Þórólfur Sverrisson: Sjálfstæðis- flokkur fær þrjá, Framsókn tvo, Al- þýðubandalag einn og Alþýðuflokk- ur einn. Bára Pétursdóttir: Sjálfstæðisflokk- ur fær meirihluta. Sigtryggur Hreggviðsson:' Ég er eng- inn spámaður. E-listinn breytti miklu síðast. Hrafnkell má halda vel utan um þetta ef hann ætlar að ná fyrra fylgi. Aðalheiður Ingimundardóttir: Fjöl- skyldan er í fleiri en einum flokki. Börnin voru aiin upp við mikið frjálslyndi - af móöurinni. Ég get því ekkert sagt svo ég særi engan af mínu fólki. Elís Andrésson: Sjálfstæöisflokkur fær tvo, Framsókn tvo, Alþýðu- bandalag tvo og kratar einn. Eskiflörður: Sjálfstæðismenn skapa óvissu með sameiningu Sjálfstæðismenn bjóða fram einn lista við bæjarstjórnarkosningamar á Eskifirði. Við síðustu kosningar voru tveir listar sjálfstæðismanna. Oddviti þeirra sem buðu fram sér- lista, Hrafnkell A. Jónsson, er kom- inn aftur til Sjálfstæðisflokksins. í síöustu kosningum vann listi Hrafn- kels stórsigur. Kjósendur á Eskiflrði eru ekki viss- ir um aö sjálfstæöismönnum takist að ná því fylgi sem D-listi og E-listi fengu í síðustu kosningum. Þó virð- ast fáir eiga von á miklum breyting- um. Fjármál bæjarsjóðs munu vega þungt í kosningabaráttunni. At- vinnumál eru ekki eins áberandi og víða annars staðar. Umhverfis- og hafnarmál eru Eskfirðingum ofar- lega í huga. Af samtölum við heima- menn má búast við að litlar sveiflur verði í bæjarstjórnarkosningunum að þessu sinni. Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Óháðir mynda meirihluta í bæjar- stjóm Eskifjarðar. 762 eru á kjörskrá á Eskifirði. Karl- ar eru 387 og konur eru 375. -sme Skúli Sigurðsson D-lista: Ríkissjóður skuldar okkur 40 milljónir „Skuldastaða bæjarsjóðs er ekki góð. Ríkissjóður skuldar okkur 40 milljónir. Ef sú skuld væri frá væri staðan viðunandi," sagði Skúli Sig- urðsson sem skipar efsta sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokks. Höfnin er lífæð þessa bæjarfélags og það þarf að sinna henni. Það ligg- ur fyrir að setja þurfi 120 metra langt stálþil fyrir neðan frystihúsiö og inn að Grjótá. Við smábátahöfnina verða settar tvær flotbryggjur. Sorpmálin þarf að leysa og eins að koma frárennslunum út úr smábáta- höfninni. Það þarf einnig að laga umhverfi hafnarinnar. Þá þarf að steypa þekju á hafskipabryggjuna. Einnig þarf að halda áfram endur- bótum á íþróttahúsi, grunnskóla og leikskóla. Landleysi hefur staðið okkur fyrir þrifum og því þarf aö fylla upp við bræðsluna og auka þannig athafnasvæðið. Það verður stór og mikil framkvæmd. Það er margt ógert í æskulýðs- og íþróttamálum. Útbúa þarf grasvöll. Þá er heilsugæslustöð aðkallandi verkefni." -sme Skúli Sigurðsson skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks. Guömundur Þ. Svavarsson A-lista: Viljum trausta og ábyrga fjármálastjórn Guðmundur Þ. Svavarsson skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðu- flokks. „Alþýðuflokkurinn vill hafa trausta og ábyrga fjármálastjórn. Vegna mikilla og íjárfrekra fram- kvæmda, svo sem við elliheimilið, þarf að fara varlega," sagði Guð- mundur Þ. Svavarsson sem skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðu- flokks. „Við viljum lýsa yfir ánægju okkar með stöðuga atvinnu sem við höfum búið við. Það þarf að kanna mögu- leika á að byggja upp vemdaðan vinnustað fyrir eldra fólk þar sem allir geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við höfum einnig áhuga á að reisa iðngaröa og auka þar með möguleika fyrir smærri iðnað. í hafnarmálum leggjum við áherslu á stálþil frá frystihúsinu og inn að Gijótá. Þá þarf aö auka viðlegupláss í smábátahöfninni og aö svæöið þar í kring verði lagfært. Alþýöuflokkurinn telur að ákvörð- un um ráðningu tæknifræðings hafi verið rétt og að það hafi skilað sér í verklegurh framkvæmdum á vegum bæjarins. Þaö þarf að gera átak í umhverfsimálum, íþróttamálum og byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða.“ -sme Hjalti Sigurðsson G-lista: Fjármálin bíða næstu bæjarstjórnar „Lausn íjármálavandræðanna bíð- ur næstu bæjarstjómar. Það veltur allt á því að okkur takist að komast út úr þeim vandræðum sem við erum í. Þó ekki þannig að engar fram- kvæmdir verði á vegum bæjarins. Þetta verður að leysa með öðmm hætti,“ sagði Hjalti Sigurðsson sem skipar efsta sæti framboðslista Al- þýðubandalags. „Það er fyrirliggjandi að byggja þarf eignaríbúðir fyrir aldraða. Viö höfum fengið heimild til að byggja tvo verkamannabústaði og tvær kaupleiguíbúðir á þessu ári. Það þarf að klára smábátahöfnina sem fyrst. Það vantar alla aðstöðu þar til löndunar. Þetta er fram- kvæmd sem kostar 3 til 4 milljónir. Þá þarf að klára frágang gatna og halda því verki vel áfram. Við í Alþýðubandalaginu stefnum að því að fá tvo menn kjörna í bæjar- stjórn og auka þannig áhrif okkar. Við erum eina mótvægið gegn íhald- inuhéráEskifirði." -sme Hjalti Sigurðsson skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins. Gísli Benediktsson B-lista: Koma þarf fjármálunum í viðunandi horf Gisli Benediktsson skipar efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokks- ins. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á aö koma fjármálum bæjar- sjóðs í viöunandi horf. Þau eru kom- in á hættulegt stig vegna mikillar skuldasöfnunar. Við framsóknar- menn höfum varað við skuldasöfn- uninni en það hefur ekki verið hlust- að á okkur,“ sagöi Gísli Benediktsson en hann skipar efsta sæti á framboös- lista Framsóknarflokksins. „Góð íjárhagsstaða er forsendan fyrir blómlegu bæjarlífi. Það þarf að leggja áherslu á umhverfismál. Þá sérstaklega hvað varðar sorp. I hafnarmálum þarf að ganga frá smábátahöfninni og umhverfi henn- ar. Gera þarf viðlegukant á næstu árum. Dvalarheimilið er búiö og nú þarf að hefja framkvæmdir við bygg- ingu heilsugæslustöðyar og ljúka því verki á næstu árum. í íþróttamálum er margt ógert. Eskifjörður og Reyðarfjörður þurfa aö auka samvinnu sín á milli. Ég er ekki að tala um sameiningu. Það er hægt að gera margt sameiginlega. Til dæmis hvað varðar sorp.“ -sme DV KOSNINGAR1990 Haukur L Hauksson og Slgurjón Egllsson ESKIFJÖRÐUR D Úrslitin 1986 Alþýðuflokkur fékk 75 atkvæði og einn mann kjörinn í kosningunum 1986. Höfðu einn áður. Framsóknar- flokkur fékk 128 atkvæði og tvo menn kjörna. Hafði tvo áður. Sjálfstæðis- flokkur fékk 117 atkvæði og einn mann. Hafði þrjá áður. Óháðir fengu 170 atkvæði og tvo menn. Óháðir buðu ekki fram 1982. Alþýðubanda- lag fékk 100 atkvæði og einn mann. Hafði einn áður. Flokkur mannsins fékk 21 atkvæði og engan mann. Þessir voru kjörnir í bæjarstjóm 1986: Guðmundur Þ. Svavarsson (A), Jón Ingi Einarsson (B), Gísli Benedikts- son (B), Skúli Sigurðsson (D), Hrafn- kell A. Jónsson (E), Þórhallur Þor- valdsson (E) og Hjalti Sigurðsson (G). Framboðslisti Alþýöuflokks: 1. Guðraundur Þ. Svavarsson. 2. Ásbjöm Guðjónsson. 3. Bjamrún K. Haraldsdóttir. 4. Benedikt J. Hilmarsson. 5. Jón Trausti Guðjónsson. 6. Aðalheiður D. Sigurðardóttir. 7. Grétar Rögnvarsson. 8. Sigumrundur Ragnarsson. 9. Magnús Stefánsson. 10. Ema Helgadóttir. 11. Helgi Hálfdánarson. 12. Ari Þórir Hallgrímsson. 13. Magnús Bjamason. 14. Steinn Jónsson. Framboðslisti Framsóknarflokks: 1. Gísli Benediktsson. 2. Sigurður Hólm Freysson. 3. Jón Ingi Einarsson. 4. Friögeröur Maríasdóttir. 5. Þorbergur N. Hauksson. 6. Guðni Þór Elísson. 7. Magnús Pétursson. 8. Halldór Jóhannsson. 9. Kristín Lukka Þorvaldsdóttir. 10. Davið Valgeirsson. 11. Jón B. Hlöðversson. 12. Kristín Hreggviðsdóttir. 13. Kristinn Hallgrímsson. 14. Geir Hólm. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks: 1. Skúli Sigurðsson. 2. Hansína Halldórsdóttir. 3. Hrafnkell A. Jónsson. 4. Andrés Elísson. 5. Úlfar Sigurðsson. 6. Guðrún Karlsdóttir. 7. Svanur Pálsson. 8. Sigriður K. Ingvarsdóttir. 9. Snorri Jónsson. 10. Friðrik Þorvaldsson. 11. Vilhjálmur Bjömsson. 12. Ragnhildur Kristjónsdóttir. 13. Gunnar Gunnarsson. 14. Dagmar Óskarsdóttir. Famboðslisti Alþýðubandalags: 1. Hjalti Sigurðsson. 2. Guðrún M. Óladóttir. 3. Elís Andrésson. 4. Ásgeir Hilmar Jónsson. 5. Jómnn Bjarnadóttir. 6. Bragi ÞórhaUsson. 7. Hildur Metúsalemsdóttir. 8. Guðni M. Óskarsson. 9. Bragi Haraldsson. 10. Ásta Svavarsdóttir. 11. Guðni Þór Magnússon. 12. Þorbjörg Eiríksdóttir. 13. Guðjón Bjömsson. 14. Alfreð Guönason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.