Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. Stjómmál Spurt á Egilsstöðum: Hverju spáir þú um úrsiit kosninganna? Vigdís Hrafnkelsdóttir: Sjálfstæöis- flokkur fær tvo, Framsókn tvo, Al- þýðubandalag tvo og H-listi einn. Úlfar Jónsson: Ætli það verði nokkr- ar breytingar. Ingunn Ásgeirssdóttir: Ég hef ekki myndað mér neina skoðun um það. Guðmundur Sæmundsson: Þau hljóta að verða góð. Þorsteinn Sveinsson: Ég held að Framsóknarflokkurinn vinni á. Egilsstaðir: Atvinnulífið og von um virkjun Á Egilsstöðum verða atvinnumálin helsta kosningamáliö. Þar, eins og víða annars staðar, verða fjármál bæjarsjóðs einnig eitt helstu kosn- ingamálanna. Eitt mál verður ofar- lega á baugi á Egilsstöðum en er ekki algengt deilumál í öðrum stærri sveitarfélögum. Það er hvort rétt sé að mynda meirihluta. Eftir kosningarnar 1986 var mynd- aður meirihluti í fyrsta sinn í sveitar- stjórn Egilsstaða. Að meirihlutanum standa allir nema Framsóknarflokk- urinn. Framsóknarmenn telja aö óþarft sé að mynda meirihluta. Á Egilsstöðum binda menn vonir við álver og þá ekki síður við Fljóts- dalsvirkjun. Umhverfismál, þá aðal- lega sorpmálin, eiga hug Egils- staðabúa. Á kjörskrá á Egilsstöðum eru 938. Konur eru 476 og karlar 462. -sme Sveinn Þórarinsson, B-lista: Nýir menn í stjórn „Menn hafa ekki verið ósammála um framkvæmdir. Það þarf að klára sundlaugina, stækka íþróttahúsið, skólann og finna lausn á húsnæðis- vanda tónlistarskólans,“ sagði Sveinn Þórarinsson sem skipar efsta sæti framboðslista Framsóknar- flokks. „Ég vonast til þess aö í næstu bæj- arstjórn verði menn sem starfa út kjörtímabilið. Þetta hefur verið öm- urlegt. Það eru nýir og nýir menn sem sitja í bæjarstjórn. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi hjá sjálf- stæðismönnum og óháðum. Þeir sem eru kjörnir verða að sitja út kjör- tímabilið. Ég tel að það sé verr af stað farið með myndun meirihluta þegar menn geta ekki starfað í þessu. Menn hafa hlaupið frá þessu þegar þeir hafa ekki haft gaman af þessu lengur. í fjármálunum má ekki slaka á. Nú er brýnast að berjast við atvinnu- leysisvofuna. Það þarf að nást góð samstaða meðal þeirra sem halda í taumana í atvinnulífmu. Þá vonast ég til þess að næsta bæj- arstjórn verði samstæðari en sú sem nú er. -sme Sveinn Þórarinsson skipar efsfa sæti framboðslista Framsóknar- flokks. Einar Rafn Haraldsson, D-lista: Flugvöllurinn okkar togari Einar Rafn Haraldsson skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokks. „Ég tel að það verði að halda áfram að hafa hér meiri- og minnihluta í bæjarstjórn. Það er hefð fyrir því i þingræðislöndum. Við sjálfstæðis- menn stefnum að því að auka okkar hlut,“ sagði Einar Rafn Haraldsson sem skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks. „Fjárhagsstaða bæjarins er viðun- andi - við erum ekki illa stödd skuldalega. Á Egilsstöðum er ein- kennileg atvinnusamsetning. Egils- staðir eru líkastir Reykjavík af flest- um sveitarfélögum. Bærinn sker sig að vissu leyti frá öðrum álíka stórum sveitarfélögum. Atvinnuástand hér er þokkalegt. Ég vil líta á Hérað sem eitt atvinnusvæði. Við leggjum áherslu á flugvöllinn og að hann verði millilandaflugvöll- ur sem fyrst. Flugvöllurinn er okkar togari. Við htum svo á að almenn- iúgssamgöngur séu lykillinn að vel- gengni Egilsstaöa. Það eru engin deilumál uppi í bæj- arstjórn. Við sjálfstæðismenn mun- um halda okkur við málefnin hér eftirsemhingaðtil." -sme Ásta Sigfúsdóttir, H-lista: Gerðar verði langtímaáætlanir „Við leggjum mikla áherslu á aö gerðar verði langtímaáætlanir og að verkefnum verði raðað í forgangs- röð,“ sagði Ásta Sigfúsdóttir sem skipar efsta sæti á framboðslista H- lista. „í umhverfismálum leggjum við áherslu á varanlega lausn í sorp- málum. Þá er frágangur opinna svæða aðkallandi. Það þarf að ganga frá aðkomu, nánasta umhverfi og plani við kirkjugarðinn. Sundlaug- ina þarf að klára innan þriggja ára og veita fjármagn til viðhalds grunn- skólans. Þá þarf að heíjast handa við áframhaldandi uppbyggingu tónlist- arskólans. Uppbygging félagsmið- stöðvar fyrir unglinga verður að hafa sama forgang og grunnskóhnn. Atvinnumálin þarf að styrkja hér á Egilsstöðum. Það þarf að gæta ýtrustu varfærni í fjármálum bæjar- ins. Að lokum viljum við hvetja bæjar- búa til þess að gefa okkur tækifæri til að koma flestum okkar áhugamál- um í höfn og gera góðan bæ betri." -sme Ásta Sigfúsdóttir skipar efsta sæti H-listans. Sigurjón Bjamason, G-lista: Orðið ágengt í félagsmálum Sigurjón Bjarnason skipar efsta sæti framboðslista Alþýðubanda- lags. „Við í Alþýöubandalaginu höfum helst verið að berjast í félagslegri þjónustu og okkur hefur orðið tals- vert ágengt í þeim málum. Þá þarf að treysta atvinnuhflð hér. Fyrirtæki hér eru því miður of veikburða. Það er spurning hvers bæjarfélagið er megnugt í því sambandi," sagði Sig- uijón Bjamason sem skipar efsta sæti hsta Alþýðubandalagsins á Eg- ilsstöðum. „í atvinnumálum þurfum við að hafa samráð viö önnur sveitarfélög hér í nágrenninu. Það þarf að leggja áherslu á að halda atvinnu hér. Staða fyrirtækja hér er ekki nógu góð. Samstarf í bæjarstjórn hefur verið þokkalega gott. Fjármálin eru í ágætu lagi. Við gerð fjárhagsáætlunar höfum við gert ráð fyrir að hafa borð fyrir báru. Greiðslustaða bæjarsjóðs er góð. Það verður að vera svo áfram þar sem fyrirsjáanlegar eru fram- kvæmdir sem 'kosta mikið fé,“ sagði Sigurjón Bjarnason. -sme DV KOSNINGAR 1990 Haukur L Hauksson og Sigurjón Egilsson EGILSSTAÐIR D Úrslitin 1986 Framsóknarflokkur fékk 270 at- kvæði og þrjá menn kjörna í kosning- unum 1986. Hafði þrjá áður. Sjálf- stæðisflokkur fékk 163 atkvæði og tvo menn kjörna. Hafði tvo áður. Alþýðubandalag fékk 153 atkvæði og einn mann. Hafði tvo áður. Óháðir fengu 132 atkvæði og einn mann en höfðu engan áður. Þessi voru kjörin í sveitarstjórn 1986: Sveinn Þórarinsson (B), Þórhallur Eyjólfsson (B), Broddi Bjarnason (B), Helgi Halldórsson (D), Guðbjört Ein- arsdóttir (D), Sigurjón Bjarnason (G) og Þorkell Sigurbjömsson (H). Framboðslisti Framsóknarflokks: 1. Sveinn Þórarinsson. 2. Þórhallur Eyjólfsson, 3. Broddi B. Bjarnason. 4. Friðrik Ingvarsson. 5. Vigdís Sveinbjörnsdóttir. 6. Bjarni Björgvinsson. 7. Sigrún Kristjánsdóttir. 8. Sigurjón Jónasson. 9. Guðrún Ljósbrá Björnsdóttir. 10. Stefán Guðmundsson. 11. Guðbjörg Björnsdóttir. 12. Þórhallur Pálsson. 13. Kristrún Jónsdóttir. 14. Guðmundur Magnússon. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks: 1. Eínar Rafn Haraldsson. 2. Guðmundur Steingrímsson. 3. Jónas Jóhannsson. 4. Ingunn Jónasdóttir. 5. Bjöm Ingvarsson. 6. Anna María Einarsdóttir. 7. Magnús Snædal. 8. Margrét Lilja Eðvaldsdóttir. 9. Reynir Sigurðsson. 10. Valur Ingvarsson. 11. Bjöm Björnsson. 12. Sveinn Guömundsson. 13. Sigurður Ananíasson. 14. Helgi Halldórsson. Framboðsiisti Alþýðubandalags: 1. Sigurjón Bjarnason. 2. Þuríður Backman. 3. Guðlaug Ólafsdóttir. 4. Friðjón Jóhannsson. 5. Erlendur Steinþórsson. 6. Hjalti Þorkelsson. 7. Sesseija Sígurðardóttir, 8. Dröfn Jónsdóttir. 9. Oddný Vestmann. 10. Laufey Eiríksdóttir. 11. Björn Vigfússon. 12. Amdís Þorvaldssdóttír. 13. Björn Ágústsson. 14. Guðrún Aðalsteinsdóttir. Framboðslísti Oháðra: 1. Ásta Sigfúsdóttir. 2. Pétur Elisson. 3. Helga Hreinsdóttir. 4. Heimir Sveinsson. 5. Oddrún Siguröardóttir. 6. Gísli Pétursson. 7. Guðjón Sveinsson. 8. Egill Guðlaugsson. 9. Róbert Elvar Sigurðsson. 10. Guöbjörg Gunnarsdóttir. 11. Eðvald Jóhannsson. 12. Jóna Óskarsdóttir. 13. Hákon Aðalsteinsson. 14. Gisli Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.