Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 14
14 Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Eldhúsdagsumræður Almenningur segist ekki hafa mikinn áhuga á um- ræðum frá alþingi. Eldhúsdagsumræður í sjónvarpi og útvarpi eru sennilega ekki vinsælt dagskrárefni. Engu að síður geta þær verið forvitnilegar og gegnt sínu hlut- verki í því lýðræði sem við þykjumst halda í heiðri. Stjórnmál eiga erindi til alls þorra manna og okkur varðar hvernig landinu er stjórnað, hvaða málflutning- ur er viðhafður og hver eru rökin með og móti í stjórn- málabaráttunni. Hver getur gert upp hug sinn um póli- tíska afstöðu nema kynna sér málefnin og skoðanirnar sem fram eru settar? Hver getur vænst þess að landinu sé vel stjórnað ef ekkert er aðhaldið eða umræðan. Al- þingismenn hafa fengið umboð frá kjósendum til löggjaf- ar- og fjárveitingavalds og almenningur þarf að geta fylgst með því hvernig farið er með það vald. Eldhúsdagsumræður þjóna þessum tilgangi og eru auk þess lokauppgjör eftir þinghald í vetur. í gærkvöldi mátti heyra lýsingar og ályktanir flokka og einstakra þingmanna á stjórnmálaástandinu. Auðvitað eru það misjafnar ræður og auðvitað er málflutningurinn bland- aður áróðri og upphrópunum. Róðurinn er léttari hjá stjórnarandstöðu í slíkri umræðu, þegar gagnrýnin er innihaldið og uppistaðan í málflutningnum en það er líka kúnst að verjast og halda auk þess um stjórnar- taumana. Fyrir þá sem ávallt eru sammála síðasta ræðu- manni getur reynst erfitt að fylgjast með kappræðum þar sem margir slyngir ræðumenn kveða sér hljóðs. Eftir atvikum sluppu bæði stjórnarliðar og stjórnarand- staða vel frá þessari eldhúsdagsumræðu og umfram allt þá hefur hún gildi fyrir stjórnmálin. Ef almenningi þykir það miður geðslegt hvernig þingmennirnir tala hver til annars endurspeglar sú umræða eingöngu þau viðhorf sem ríkja meðal landsmanna. Þjóðin fær aldrei betri alþingismenn en hún verðskuldar. Hér verður ekki dómur lagður á hvor hafi haft bet- ur. Þar sýnist sitt hverjum. En alþingismenn mættu venja sig af því að tala af stráksskap eða jafnvel barna- skap til þjóðarinnar. íslendingar eru yfirleitt skynsamir og fylgjast vel með. Sannleikurinn er líka sá að þeir stjórnmálamenn sem tala tæpitungulaust og hreinskiln- islega, þingmenn sem leitast við að vera málefnalegir í stað þess að belgja sig út af áróðri, þeir ná helst eyrum fólks. Það verður enginn stærri af því að tylla sér á tá. Þinglausnir eiga að fara fram um helgina. Margt nýtilegt hefur verið afgreitt frá alþingi í vetur og ber þá auðvitað hæst kvótafrurnvarpið (ef það verður sam- þykkt) og ný lög sem heimila byggingu virkjana í tengsl- um við stóriðju. Af öðrum málum má nefna lög í tengsl- um við kjarasamninga, breytingar í húsnæðiskerfmu, dómskerfinu, samskiptum ríkis og sveitarfélaga og svo endahnúturinn á virðisaukaskattinn. Mörgum öðrum nýtum málum hefur verið hreyft en ekki hafa þau öll hlotið afgreiðslu. En orð eru til alls fyrst. Ríkisstjórnin stendur ekki traustum fótum. Þar kem- ur bæði til veik póhtísk staða þeirra flokka sem að stjórninni standa og svo eilífar hótanir einstakra þing- manna og jafnvel ráðherra um að segja skilið við stjórn- ina ef ekki er gengið að kröfum þeirra. Það kann ekki góðri lukku að stýra, enda eru vinsældir stjórnarinnar eftir því. Það má heita afrek út af fyrir sig að halda þessari ríkisstjórn saman við þessar aðstæður. Sjálfsagt ræður þar mestu að kosningar eru ekki fýsilegur kostur fyrir stjórnarflokkana og því er spáð að ríkisstjórnin lafi áfram meðan sætt er. Hún á ekki annarra kosta völ. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. Efasemdir um Rúmeníu Þaö er margt í sambandi við bylt- inguna í Rúmeníu í desember sem frá upphafi hefur vakiö efasemdir um aö hún hafi verið svo fyrirvara- laus og óskipuleg sem látið var í veöri vaka. Þrálátur grunur leikur á aö í raun hafi verið um valdarán hluta hersins í samstarfi viö sam- særismenn í innsta hring einræðis- herrans aö ræöa en fyrir því hafa ekki fengist sannanir. Þó er eitt víst aö eftir aö íjöldauppreisnin hófst var henni kunnáttusamlega stýrt í gegnum fjölmiðla og þeir sem stjórnuðu fréttaflutningi og þar meö gangi uppreisnarinnar vissu mætavel hvaö þeir voru aö gera og hvernig átti aö æsa upp almenningsálitið bæði innanlands og utan með völdum fréttum og í mörgum tilvikum hreinum frétta- fölsunum. Þaö er nú ljóst aö fólk í Rúmeníu og ekki síður vestrænir íjölmiölar fengu alrangar fréttir um aödrag- anda og einstök atriði í uppreisn- inni og það er ljóst aö því upplýs- ingastarfi var miðstýrt af skipu- lögöum hópi, væntanlega þeim hin- um sama sem nú myndar átta manna framkvæmdastjórn bylt- ingarnefndarinnar sem í eru 150 manns. Nú síðast var frá því skýrt í sjónvarpi að flótti Ceausescus frá forsetahöllinni og handtaka hans skömmu síöar, sem alltaf var álitin hafa verið fyrir tilviljun, var í rauninni allt þrautskipulagt, yfir- maöur hersins í Búkarest sagði glottandi frá því að hann heföi leitt Ceausescu-hjónin í vandlega und- irbúna gildru. Sjónvarpið Sá litli hópur fyrrum kommún- ista og liðsforingja í hernum, sem stóð á bak viö uppreisnina, stjórn- aöi byltingunni um sjónvarpiö. I sjónvarpi voru fyrirskipanir gefn- ar bæöi almenningi og her. Það hefur frá upphafi vakiö undrun hversu fyrirhafnarlaust uppreisn- armenn náöu þessum fjölmiöli á sitt vald. Það sem framar öllu öðru sam- einaði almenning í uppreisninni voru ógnvænlegar fréttir um fjöldamorö á fólki í Timisoara í Transsylvaníu þar sem Securitate sveitir Ceausescus áttu aö hafa brytjað niður þúsundir ef ekki tug- þúsundir manna. I framhaldi af því voru birtar fréttir um fjöldagrafir og misþyrmingar og myndir af sundurskornum líkum því til staö- festingar. En nú er komið í ljós að þetta voru upplognar fréttir. Það hefur vitnast aö Securitate sveit- irnar í Timisoara höfðu engin skot- færi, aðeins byssur með púðurskot- um og mannfall þar varð ekki nema brot af því sem talið var. Að sögn franska blaösins Liberation er ekki vitað með vissu um nema um 40 menn sem létu lífið í Timisoara, margir þeirra í götubardögum Ungverja og Rúmena. En fréttirnar um fjöldamorðin, þar sem 4 til 20 þúsund manns áttu að hafa verið myrtir, sameinaði alla þjóðina gegn Ceausescu og Securitate. Sömu sögu er að segja um fjöldagrafirnar, þær voru ekki til. Líkin sundurskornu, sem áttu að sanna bæði fjöldagrafir, fjölda- morð og pyntingar á fólki, reyndust hafa veriö tekin úr líkhúsi í borg- inni og þau voru sundurskorin vegna þess að þau höföu verið kruf- in. Þetta voru allt saman hreinar falsanir en eftir sem áður stendur almenningur víöa um heim í þeirri trú að allt þetta hafi gerst. Vestrænir fréttamenn gleyptu fegins hendi við öllu sem að þeim var rétt en þeir hafa síðar meö fáum undantekningum lítið gert til að leiðrétta fyrri missagnir um uppreisnina í Rúmeníu. En ljóst er að hún atvikaðist alls ekki með Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Það er Ijóst að lliescu hefur alla valdatauma i hendi sér. þeim hætti sem talið var í fyrstu og núverandi valdhafar komust ekki til valda að frumkvæði al- mennings, þeir hafa með einhverj- um hætti skipulagt og undirbúið valdarán gegn Ceausescu. Kosningar Nú standa fyrir dyrum kosningar í Rúmeníu hinn 20. þessa mánaðar og kosningabaráttan er að komast í hámark. Núverandi valdhafar, sem kalla sig leiðtoga þjóðfrelsis- fylkingarinnar, ætla að bjóða fram í nafni fylkingarinnar þrátt fyrir áköf mótmæli. Grunur leikur nefnilega á að þjóðfreisisfylkingin sé í rauninni leifar af kommúnista- flokknum og búi aö því skipulags- kerfi sem hann lætur eftir sig. Kommúnistaflokkurinn er ekki til lengur en í honum voru nærri 4 milljónir af 23 milljónum í Rúmen- íu og það tekur lengri tíma en fimm mánuði að þurrka út þaö skipulag sem Ceausescu hafði komiö á á 24 árum. Nú sitja hundruð manna í hung- urverkfalli í Búkarest til að krefj- ast þess að Iliescu bráðabirgðafor- seti fari frá vegna fyrri tengsla við kommúnista og Ceausescu. Uiescu var skólafélagi Gorbatsjovs í Moskvuháskóla og um tíma trún- aðarmaður Ceausescus þótt hann lenti síðar í ónáð. Petre Roman, forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar, er Marxisti sem trú- ir á milliveg milli kommúnisma og kapítalisma. Báðir þessir menn liggja undir grun um aö vilja við- halda mörgu í kommúnísku kerfi Rúmeníu og í raun hefur lítið verið hreyft við kerfinu sjálfu enn, þótt alls konar frelsi hafi veriö gefið almenningi og því lýst yfir að kommúnisminn sé dauður. En kerfinu verður ekki breytt með yfirlýsingum, allra síst ef hugur fylgir ekki máli og þess vegna eru nú hungurverkfall og fjöldamót- mæli á götum Búkarest. Hinir meginflokkarnir tveir, sem bjóða fram gegn þjóðfrelsisfylk- ingu Iliescus, eru Bændaflokkur- inn, sem hefur sameinast kristileg- um demókrötum, og Græningjar. Leiðtogar beggja þessara flokka kvarta undan því að þeir hafi ekki frjálsan aðgang að fjölmiðlum og þjóðfrelsishreyfingin geri þeim erf- itt um vik að heyja raunverulega kosningabaráttu. Það er ljóst að Iliescu hefur alla valdatauma í hendi sér og hann hefur ekki sýnt sig að því að vera neinn sérstakur lýðræðissinni, enda engin lýðræðishefð í Rúmen- íu. Margir óttast áframhaldandi eins flokks alræði ef þjóðfrelsis- fylkingin býöur fram í eigin nafni sem byltingarflokkur alþýðunnar og vinnur væntanlega sigur. Marg- ir lýðræðissinnar í 150 manna bylt- ingarnefndinni hafa sagt sig úr henni í mótmælaskyni við tregðu Iliescus við að virða lýðræöislegt íjölflokkakerfi. Valdabarátta Það er svo til vitnis um valdabar- áttu bak við tjöldin í byltingarráð- inu að ráðamenn þar eru komnir í hár saman út af því hver hafi viljað og hver ekki taka Ceausescu af lífi á jóladag. Augljóslega er það ávís- un á atkvæði að hafa viljað drepa einræöisherrann og ástæöa til tor- tryggni að hafa verið á móti þvi. Nú er komin fram í dagsljósið kvikmynd af réttarhöldunum yfir Ceausescuhjónunum og aftöku þeirra. Á þeirri mynd má þekkja marga af núverandi ráðamönnum í her og byltingarráði sem ljóst er nú að hrifsuðu völdin í skjóli fjölda- mótmæla sem þeir sjálfir áttu stór- an þátt í að stjórna með snjallri notkun á fréttum og fjölmiðlum. Allt vekur þetta upp spurningar um raunverulega stöðu mála i Rúmeníu. Þaö er ljóst að Rúmenía er ekki sambærileg við önnur ríki Austur- Evrópu, þar sem valdaskiptin fóru friðsamlega fram og nýjar stjórnir einfaldlega sneru baki við sovésk- um stjórnarháttum. Rætur alræðis í Rúmeníu liggja dýpra en til dæm- is í Tékkóslóvakíu, þjóðin er mun vanþróaðri, bæði pólitískt og efna- hagslega, og hún hefur engan grundvöll aö byggja á lýðræöislega stjórnarhætti. Rúmenia er svo gagnsýrð af stjórnarháttum Ceau- sescus, rétt eins og Þýskaland eftir fall nasismans, að ógerlegt er að stjóma landinu nema með hjálp manna sem tengjast fyrri vald- höfum. Rúmenía haföi sérstööu meðal kommúnistaríkja í tíð Ceausescus, hún er sérstæð nú meðal þeirra ríkja sem hafa afneitað kommún- isma og Rúmenía verður greinilega sér á parti meðal fyrrum kommún- istarikja þegar ný stjórn tekur þar við eftir kosningarnar 20. maí. Gunnar Eyþórsson „Það er nú ljóst að fólk 1 Rúmeníu og ekki síður vestrænir Qölmiðlar fengu alrangar fréttir um aðdraganda ogein- stök atriði 1 uppreisninni og það er ljóst að því upplýsingastarfi var miðstýrt af skipulögðum hópi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.