Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. Afmæli Sigurjóna Guðrún Jóhannsdóttir Sigurjóna Guðrún Jóhannsdótt- ir, Norðurbrún 1, Reykjavik, er átt- ræð í dag. Sigurjóna er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún byrjaði í fiskvinnu í Reykjavík tíu ára og vann síðan í kaupavinnu á Korpúlfsstöðum og víðar til 1929. Eftir að Sigurjóna giftist vann hún í síld á Siglufirði 1929-1930 og síöar við þvotta og hreingerningar í Rvík með húsmóðurstarfi. Einnigbjugg- u þau hjónin í Bolungarvík 1931- 1935, á Efra-Seli í Hrunamanna- hreppi 1941-1943 og Halldórsstöð- um á Vatnsleysuströnd 1944-1947. Sigurjóna hefur starfaö í Góð- templarareglunni frá 1920, lengst af í stúkunni Freyju nr. 218, og gegnt trúnaðarstörfum á öllum stigum reglunnar. Hún hefur starf- að mikið að félagsstörfum í kvenfé- lögum þar sem hún hefur búiö, sérstaklega á vegum kirkjunnar. Sigurjóna er heiðursfélagi í stú- kunni Freyju nr. 218, Stórstúku Is- lands og Kvenfélagi Bústaðasókn- ar. Sigurjóna giftist 5. október 1929 Hannesi Lárusi Guðjónssyni, f. 6. ágúst 1905. Hann hefur lengst af unnið við sjómennsku og trésmíð- ar. Foreldrar Hannesar voru Guö- jón Gíslason, bræðslumaður á ísafirði, og kona hans, Mikkalína Jensdóttir. Börn Sigurjónu og Hannesar eru: Inga Hafdís, f. 2. fe- Islenskt lamba- kjöt það besta í heiminum Loksins er ég búin að bragöa á amerísku lambakjöti. Það hefur lengi staðið til því nú er ég búin að dvelja í Bandaríkjunum í rúm- lega tvö ár. En einhvern veginn hefur kjúklingurinn, svínið eöa nautið alltaf orðið ofan á, þangað til núna. Tvenn íslensk hjón voru stödd hjá okkur og buðum við þeim að bragða á lambinu með okkur. Fyrir vahnu varð stærðar kjötstykki en þaö var þó aðeins efri helmingur læris. Þannig selja þeir lambalærin héma, í hálfu eða heilu. Pundið (enskt) kostar 2,49 dollara. Það samsvarar því að kg kostaði svona um það bil 278 í$l. kr. Það er mun meira en kjúklingurinn kostar en ódýrara en nautið sem getur kostað allt upp í 10 dollara pundið. Þá er líka um að ræða aldýrustu stykkin eins og New York Strip eða Delm- onico-steikur. En víkjum aftur að lambinu. Mér hefur reynst vel að troða hvítlauksrifjum hér og þar í íslensk lambalæri, nudda með salti og jafn- vel hvítlauk og steikja síðan í þar til gerðum lokuðum potti í ofnin- um. Þetta gerði ég samviskusam- lega við ameríska lambið. Það ilmaði vel á meðan þaö var að steikjast í pottinum og allir vom famir að hlakka til aö bragða á góðgætinu. Samt fann mitt næma matarnef einhveija aukalykt sem ekki passaði við minninguna um íslenska lambið mitt. Svo var búin til sósa upp á ís- lenska/ameríska vísu. Er löngu hætt að baka sósurnar upp og einn- ig hætt að hræra hveitijafningi út í heldur strái ég þar til gerðu sósu- gerðardufti út í soðið og hræri vel í á meðan. Þá koma ekki kekkir. Síðan er gott að bragðbæta sósuna með Toro-dufti (sem fæst reyndar ekki hér svo notast verður við eitt- hvaö annað) og ijóma. öðruvísi lykt og útlit Nú var steikin tilbúin og skurð- urinn hófst. Ég bæði fann á lykt- inni og sá á kjötinu að það var allt öðruvísi heldur en góða lambið okkar íslenska en sem kurteis húsráðandi og af tillitssemi við gestina sagði ég ekkert. Gestirnir luku lofsorði á steikina og tóku hraustlega til matar síns. Ég gat því miður ekki lokið við minn skammt. Ég fann þetta and- styggilega uUarbragð sem ku stafa af lanolínfeiti sem er í lambinu og ef það er ekki fóðrað rétt fer þetta bragð út í kjötið. Þannig lauk kynnum mínum við bandaríska lambið. Þau voru KjáUarinn Anna Bjarnason blaðamaður stundum eru þar líka til lamba- kótelettur. Þær eru allar skornar eins og kótelettur eiga að vera skornar, þ.e. með einu heilu beini en ekki með beinaflísum eins og kóteletturnar á íslandi eru oft. Ég hef aldrei séð heilan lamba- hrygg hér. Get ég ímyndaö mér að hann sé alltof feitur og gæti ekki hugsað mér að matreiða slíkan grip. Mér finnst alveg nóg um fituna á þessum íslensku lambahryggjum. Einhver stakk upp á úrbeinuöum og fylltum hrygg. Það er að vísu ágætt en það er ekki þessi góði, gamaldags hryggur sem öllum þótti svo góður hér í eina tíð. í hvert skipti sem ég hef matreitt íslenskan lambahrygg á undan- fómum árum hefur það verið að „Þannig lauk kynnum mínum við bandaríska lambið. Þau voru skamm- vinn, en ég get ekki hugsað mér að matreiða það aftur.“ skammvinn en ég get ekki hugsað mér að matreiöa það aftur. Hins vegar hef ég heyrt talað um að lamb frá Nýja-Sjálandi, sem fæst í sumum ríkjum hér vestra, sé miklu líkara íslensku lambi en það ameríska. Ég er spennt að prófa það. Grófara kjöt enda lömbin stærri Mér finnst að hér ráði matar- smekkur ekki úrslitum, eða það að sumum þyki þessi réttur góður en öðrum ekki. Þetta lamb var hrein- lega ekki eins gott og það íslenska þó vel megi borða það. Ég get þó ekki ímyndað mér að hægt væri að fá fóik hér almennt til þess að neyta þessa kjöts. Til þess er það ekki nógu gott. Fyrir utan ullarbragðið var kjötið miklu grófara en íslenska lamba- kjötið enda skepnurnar greinilega miklu stærri. Þessi lærishelmingur, sem ég var með, vó rúmlega 5 ensk pund eða tæplega 2,5 kg. Allt hefur lærið því vegið upp undir 5 kg. Það var lítil fita utan á því og alls enginn nýma- mör eins og gjaman fylgir með á íslandi. Kjötið var alls ekki feitt en mjög vel fitusprengt. Stundum má sjá frampartsbúta til sölu í kjötborði bandarískra verslana. Þeir em vel feitir og sérstcikri beiðni einhvers sem var að koma heim til íslands eftir dvöl erlendis. Eftir hverja shka máltíð hét ég því að þetta matreiddi ég ekki oftar. Eldamennska á hrygg krefst þess að hreingera allt eld- húsið upp úr góöu sápuvatni til aö ná allri fitubrákinni af. Gptl en dýrt Ég tel að íslenskt lambakjöt sé óumdeilanlega besta (og líklega einnig dýrasta?) lambakjöt í heimi, í það minnsta hinum vestræna. Ég myndi treysta mér til þess að mat- reiða það hér vestra svo að öllum þætti þaö gott, jafnvel þeim sem væm sérstakir lambakjötsand- stæðingar. Vafasamt er að íslenska lamba- kjötið geti nokkru sinni haslað sér völl svo um muni á erlendum kjöt- mörkuðum, til þess þarf svo gífur- lega mikið af kjöti. Svo sýnist mér sem fleirum að íslensk yfirvöld kæri sig ekkert um að selja lamba- kjötið, í það minnsta ekki úr landi. Þau vilja bara geyma það í nokkur ár í frystigeymslunum hjá SÍS og greiða hátt leigugjald fyrir. Selja þaö svo á útsöluprís í upphafi slát- urtíðar og henda afganginum til aö rýma fyrir nýja kjötinu í frysti- geymslunum hjá SIS. Anna Bjarnason brúar 1930, starfar á Keflavíkur- flugvelh, gift Helga Davíðssyni, viðgerðarmanni við miðstöðva- kerfi á Keflavíkurflugvelli, búa þau í Vogum og eiga sex böm; Jóhann Ingimar, f. 17. apríl 1933, bifreiðarstjóri hjá Málningu í Rvík, kvæntur Elsu Björnsdótt- ur, starfskonu á Keflavíkurflug- velli, og eiga þau tvö böm; Guð- jón Gísli, f. 12. febrúar 1935, vinn- ur við álpappa, býr í Vogum, sam- býliskona hans er thailensk; Sig- urður Engilbert, f. 4. júh 1936, múrarameistari i Garðabæ, kvæntur Guðrúnu Böðvarsdótt- ur og eiga þau þrjú böm; Sævar, f. 21. september 1937, bifreiöar- stjóri í Garðabæ, kvæntur Magneu Vattnes og eiga þau þrj ú börn, og Rúnar, f. 9. desember 1940, dúklagningameistari á Húsavík, kvæntur Ólöfu Páls- dóttur og eiga þau sex böm, hann á þrjú börn af fyrra hjónabandi. Systkini Siguijónu eru: Margr- ét Þóra, f. 14. október 1906, d. 23. júní 1914, Jóhanna Helga, f. 12. apríl 1908, gift Jónatan Guðjóns- syni, verkamanni í Rvík, hann er látinn; Hulda Dagmar, f. 25. mai 1914, gift Helga Bjömssyni, starfsmanni hjá Éimskip, hann er látinn; Jón Guðmundur Þor- steinn, f. 12. desember 1915, bif- reiðastjóri í Rvík, kvæntur Chris Jóhannsson, starfsmanrú Hag- stofunnar, hún er látin; Ólavía Mansfield, f. 18. júh 1924, d. 1988, starfsmaður á elliheimili í Se- attle, gift Don Mansfield, skrif- stofumanni hjá hernum. Sigrún Þorbjörg, f. 14. apríl 1926, d. 1934. Sigurjóna á 20 ömmubörn, 28 langömmu- og 1 langalangömmu- barn. Foreldrar Sigurjónu vom Jó- hann Pétursson, verkamaður í Rvík, og kona hans, Ingiríður Benjamínsdóttir. Jóhann var sonur Péturs, verkamanns og sjó- manns í Rvík, Grímssonar, b. á Þröm í Langholti í Skagafirði, Pétursson, bróður Helgu, langömmu Ehsabetar, móður Braga fornbóksala og Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanns. Sigurjóna Guðrún Jóhannsdóttir. Helga var einnig amma Sigurð- ar Skagfields óperusöngvara og Margeirs Jónssonar, fræði- manns á Ögmundarstöðum, föður Margrétar deildarstjóra og Jóns skjalavarðar. Móðir Gríms var Kristín, systir Jóns, afa Jóns á Hafsteinsstöðum, ættfoður Hafstaðsættarinnar. Kristín var dóttir Jóns, b. á Sól- heimum, Oddssonar og konu hans, Kristínar Þorleifsdóttur ríka í Mörk í Laxárdal, Þorleifs- sonar. Móðir Kristínar var Ingi- björg Jónsdóttir, b. á Skriðul- andi, Þorlákssonar, b. á Ás- geirsbrekku, Jónssonar, ætt- foður Ásgeirsbrekkuættarinn- ar. Móðir Jóhanns var Margrét Björnsdóttir, b. oghreppstjóra á Syðri-Völlum á Vatnsnesi, Pálssonar og konu hans, Þóra Bjarnadóttur ljósmóður frá Miðdal í Mosfellsveit. Ingiríður var dóttir Benjam- íns, b. á Gimli, bróður Bene- dikts, bæjarstjóra á Gimh. Syst- ir Benjamíns var Sigurbjörg, amma Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns. Benjamín var sonur Jóhannesar Frímanns, b. á Ásbjarnarstöðum á Vatns- nesi, Runólfssonar, b. á Meðal- heimum í Ásum, Jónssonar. Móðir Benjamíns var Guðrún Benjamínsdóttir, móðir Þor- gríms, afa Önnu Sigurðardótt- ur, forstöðumanns Kvenasögu- safnsins, og Valborgar Sigurð- ardóttur, fyrrv. skólastjóra Fósturskólans. Siguijóna tekur á móti gestum í salnum að Norðurbrún 1 eftir kl. 18 á af- mælisdaginn. Hallsteinn Friðþjófsson Hallsteinn Friðþjófsson, starfs- maður Verkamannafélagsins Fram á Seyðisfirði, Túngötu 21, Seyðisfirði, er fimmtugur í dag. Hallsteinn fæddist á Vestdals- eyri við Seyðisfjörðog ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann byijaði ungur til sjós og stundaði sjó- mennsku á íslenskum fiskiskipum og íslenskum og norskum milli- landaskipum til ársins 1967. Hann starfaði síðan m.a. við Búrfells- virkjun en hefur verið starfsmað- ur Verkamannafélagsins Fram frá 1970. Hallsteinn hefur verið bæjar- fulltrúi á Seyðisfirði frá 1966 og starfað í ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Hann er formaður Verkamannafélagsins Fram frá 1968. Hallsteinn kvæntist 24.12.1983 Steinunni Vigfúsdótttur, f. 16.10. 1940, húsmóður, dóttur Vigfúsar Markússonar, b. í Þykkvabæ, og konu hans, Guðsteinu Sigurðar- dóttur. Steinunn á fjögur börn. Þau em Steinar Hreiöarsson, starfsmaður í Seglagerð í Noregi, kvæntur Val- gerði Harðardóttur og eiga þau tvö börn, Agnesi og Aron; Valgeir Brynjar Hreiðarsson, sjómaður á Seyðisfirði; Guðsteina Hreiðars- dóttir, verslunarmaður á Seyðis- firði, og á hún einn son, Garðar Snæ Sverrisson; Vigfús Hreiðars- son, sjómaður á Seyðisfirði. Hahsteinn á níu systkini. Þau Hallsteinn Friðþjófsson. em Guölaug Einarsdóttir, hús- móðir í Reykjavík; Rósa Einars- dóttir, húsmóðir í Reykjavík; Garðar Einarsson, sem nú er lát- inn, var sjómaður á Seyðisfirði; Bima Einarsdóttir, sem einnig er látin, var húsmóöir í Reykjavík; Sigurveig Einarsdóttir, húsmóðir í Garðabæ; Aðalsteinn Einarsson, trésmiður á Seyðisfirði; Ingi Ein- arsson, sjómaður í Reykjavík; Ein- ina Einarsdóttir, húsmóðir í Kópa- vogi, og Vífill Friðþjófsson, sjó- maður á Seyðisfirði. Foreldrar Hahsteins voru Frið- þjófur Þórarinsson, f. 12.8.1898, d. 22.11.1985, sjómaður á Seyðis- firði, og kona hans, Dagný Einars- dóttir, f. 16.1.1902, d. 1968.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.