Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. 5 r>v Vidtaliö Fjölbreytt starf 7 Nafii: Hrefna Ingólfsdóttir Starf: Blaða- og upplýsingafull- trúi Pósts og sima Aldur: 24 ára „Starfiö er mjög áhugavert og fel- ur í sér mikil samskipti við annaö fólk. Þetta er stórt fyrirtæki og starfsemin er fjölbreytt. Því er nauösynlegt að eiga gott samstarf viö aöra starfsmenn,“ segir Hrefha IngóJfsdóttir. Hún tók nýlega viö starfi blaöa- og upplýs- ingafulltrúa Póst- og símamála- stofnunarinnar. „Ég só um fréttatilkynningar og hef samskipti viö fjölmiöla. Auk þess aðstoöa ég fólk sem hingað leitar meö fyrirspurnir. En þar sem fyiirtækið er stórt getur tekiö tírna aö kynnast starf- semi allra deilda.“ Starí við hæfi „Ég tel mig heppna að hafa fengið starf þar sem menntun mín og reynsla kemur að gagni. Það fá ekki allir vinnu viö það sem þeir hafa lært eöa hafa áhuga Hrefha er fædd og uppalin í Reykjavík. Þar hefur hún alltaf búið og líkar vel að vera í borg- inni. Hún stundaöi nám við Evennaskólann og eftir þaö lá leiðin í Menntaskólann í Reykja- vík. í júní lauk hún svo námi við Háskóla íslands í stjómmála- fræði með fiölmiðlafræði sem aukagrein. „Námið í sfiórnmálafræði var skemmtilegt og eykur skilning á hinurn ýmsu þáttum þjóðfélags- ins. Ég hafði h'ka gaman af fiöl- miðlafræðinni og það er gott fyrir blaöamenn og blaðafulltrúa að velta fyrir sér hvaða áhrif fiöl- miðlar geta haft og hvernig megi nýta sér þá. Sfiómmálafræði er frekar almennt nám sem nýtist á mörgum sviðum en maður öölast engin sérstök starfsréttindi. Nám getur gert fólk aö hæfari starfskröftum en það er undir hverjum og einum komið hvemig hann nýtír sér það. Ég vann sem blaöamaður í þrjú sumur á Morgunbiaðinu og ég held að það sé nauösðynlegt fyrir blaöafulltrúa að hafa unnið við blaðamennskuí einhvern tíma.“ Engin ákvöröun um frekara nám Hrefna hefur gaman af að ferð- ast og stefnir á aö gera meira að því. Hún segist þó vera frekar heimakær og lesa mikið þegar hún á frí. „Ég haföí hugsað mér aö fara í blaðamennsku eða eitthvert svip- að starf að námi loknu. Ákvörðun um frekara nám bíður. Ég vil ekki byija á aö sérhæfa mig í ein- hvetju fyrr en ég veit að það sé þörf fyrir fólk meö slika mennt- un,“ sagöi nýi blaðafulltrúinn. Hreftia er gift Gísla Þór Gísla- syni. -hmó Fréttir Hugmyndin kviknaöi í ökuferð um Strandir: Rekaviður nýttur á nýjan hátt - segir Amheiður Sigurðardóttir „Við hjónum keyrðum Strandirn- ar í fyrra og sáum þá allan þann rekaviö sem hggur ónotaður þar í fiörunum. Við fórum að velta fyrir okkur hvort ekki væri hægt að nýta hann á einhvern nýstárlegan hátt. Brátt kviknaði sú hugmynd að selja Álverinu í Straumsvík hann,“ segir Arnheiður Sigurðardóttir, fram- kvæmdasfióri Ymus hf. „Þegar stór álstykki eru sett í skip eru bundnir trébútar með stálbandi undir sitthvorn enda þeirra en þeir hafa það hlutverk að halda þeim í sundur svo lyftari geti lyft þeim úr stæðunum. Til dagsins í dag hafa þessir tréklumpar verið fluttir hing- að til lands frá Portúgal. Okkur datt því í hug að það væri alveg eins hægt að framleiða þessa klumpa úr íslenskum rekaviði. Það þarf engan gæðavið í þetta og það skiptir litlu þótt viðurinn sé grófur, kvistaður og blautur. Síðastíiðinn vetur vorum við að prófa okkur áfram við að saga til tréklumpa og Áifélagið í Straums- vík prófaði þá fyrir okkur. Þeim lík- aði ágætlega við tréklumpana sem við vorum að framleiða og nú hefur Álfélagið keypt 20 tonn af þeim, til prufu en það er einungis örhtið brot af þeim við sem Álfélagið notar á ári hverju. Við sömdum við tvo bændur á Ströndum um að saga þetta magn niður í réttar stærðir fyrir okkur og jafnframt sömdum við við Ríkisskip um flutning á rekaviðnum suður. Eins og máhn standa í dag þurfum við aö komast í samband við fleiri bændur sem eru tilbúnir að leggja okkur til rekavið og saga hann niður í réttar stærðir. Ég tel að þessar tilraunir lofi góðu, þetta er gjaldeyrissparandi fyrir þjóðfélagið, og gæti jafnframt aukið nýtingu á rekaviði til muna. Til dags- ins í dag hefur hann nær eingöngu verið notaður í girðingarstaura en samfara samdrætti í landbúnaði hef- ur dregið úr þeirri framleiðslu svo við teljum að hér sé að fæðast ný leið fyrir bændur að nýta þann reka- við sem liggur ónotaður í fiörum landsins," segir Arnheiður að lokum. -J.Mar Arnheiður Sigurðardóttir ásamt börnum sínum með trédrumb en þeir eru notaðir til að setja í álstæður. Hún og fjölskylda hennar hafa nú hafið fram- leiðslu á slíkum drumbum úr íslenskum rekaviði og lofar tilraunaframleiðsl- am góðu. DV-mynd GVA „Ég ætla að verða laxveiðimaður þegar ég verð stór,“ sagði þessi hressi gutti sem DV rabbaði við í fjörunni á Flateyri. Pálmi Sturluson kvaðst hann heita og sagðist æfa sig með því að veiða marhnút og aðra óæðri fiska þangað til kæmi að laxinum. DV-mynd Reynir Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust varð í Grindavík og næsta nágrenni rétt fyrir miðnætti á laugardag. Rafmagn kom síðan aftur á klukkan rúmlega tvö eftir hádegi á sunnudag. Orsök bilunarinnar var að háspennustrengur brann yfir vegna bilunar í jarðstreng. Leiðinda- veður var í Grindavík, hvasst og rigning og tók því töluverðan tíma að gera við. Ekkert tjón hlaust af straumleysinu og þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa rafmagn, svo sem laxeldisstöðvar, fengu varaorku með því að keyra ljósavélar. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.