Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. 11 Sovéskir ráöamenn við lok þings sovéska kommúnistaflokksins í síðustu viku. Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi flokks- ins og jafnframt forseti Sovétríkjanna, (fyrir miðju í fremri röð) er talinn hafa styrkt stöðu sina á þessu þingi. Simamynd Reuter Að loknu þingi sovéskra kommúnista: Gorbatsjov bar sigur úr býtum flokkurinn er 1 sárum Tilkynning Borisar Jeltsin, um aö hann hygðist segja sig úr sovéska komm- únistaflokknum, kom sem þruma úr heiðskíru lofti á nýafstöðnu þingi flokks- ins. Símamynd Reuter - en „Ég held að flokkurinn sé þess ekki lengur umkominn að skipa eins veglegt hlutverk í þjóðfélagi okkar og hann gerði áður,“ sagði hin so- véska Valentina Misilina í lesenda- bréfi til dagblaðs nokkurs í Moskvu um Kommúnistaflokk Sovétríkj- anna. „Ég hef verið félagi í flokknum í tuttugu og fimm ár og velti nú fyrir mér hvort ég eigi að halda því áfram,“ skrifaði Misilina í Vechern- aya Moskva. „Það er afar líklegt að ég feti í fótspor Borisar Jeltsin." Þessi ummæli eru tahn endurspegla vel afstöðu sovésks almennings til sovéska kommúnistaflokksins nú, þegar flokkurinn stendur á tímamót- um. Sigrar eða ósigrar? Mikhail S. Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna og leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, bar sigurorð af harðlínumönnum á nýafstöðnu þingi flokksins, um það eru flestir fréttaskýrendur sammála. En það getur vel verið að sá sigur hafi kom- ið of seint til að snúa við þeirri þróun sem nú á sér stað. Völd, áhrif og ekki síst vínsældir sovéska kommúnista- flokksins fara þverrandi. Fyrir helgi klofnaði flokkurinn, í fyrsta sinn í rúma sjö áratugi, þegar margir um- bótasinnar innan hans lýstu yfir að þeir hygðust segja sig úr honum. Þar með er fyrsta sprungan komin. Um helgina fylgdu margir róttækir einstakhngar fordæmi Borisar Jelts- in, forseta rússneska lýðveldisins, og sögðu sig úr flokknum. Afsögn Jelts- ins, eins harðasta gagnrýnanda Gor- batsjovs, kom sem reiðarslag fyrir flokksfélaga, og ekki síst Gorbatsjov telja sumir. En fljótlega fór þó svo aö margir fylgdu honum eftir. Nokkrir fulltrúar á þingi Rúss- lands lýstu því yfir að þeir hygðust skila flokksskírteinum sínum. Að auki sögðust tveir þekktir borgar- stjórar, borgarstjórar Moskvu og Leningrad, ætla að segja skihð viö flokkinn. Klofinn flokkur Þúsundir fiokksfélaga höfðu þegar snúið baki við kommúnistaflokknum áður en hið örlagaríka 28. þing hans hófst þann 2. júh síðasthðinn. Þá þegar brann sú spuming á vörum manna hversu lengi flokkurinn, sem verið hafði einráður í sovésku stjórn- málalífi í rúm sjötíu ár, gæti forðast að deila völdum með öðrum stjóm- málaöflum í landinu. Margir félagar í Bandalagi lýðræð- issinna, sem héldu sig innan vébanda flokksins áður en þeir sögðu skihð við hann, skipulögðu kröfufund um nýhðna helgi þar sem þeir kröfðust fjölflokkastjórnar. „Jafnvel þó að Gorbatsjov hafi komið verstu mönnunum úr stjóm- málaráðinu (æðstu valdastofnun flokksins) breytist sú staðreynd ekki að kommúnistaflokkurinn er áfram and-lýðræðislegur,“ sagði Vladimir Lysenko, leiðtogi Bandalagsins. Þessi ummæh þykja sýna vel afstöðu róttækra umbótasinna sem sögðu sig úr flokknum á þingi hans sem lauk á föstudag. Hrókun Gorbatsjov stokkaði upp í stjóm- málaráðinu og miöstjóminni og kom helstu harðlínumönnunum frá, með- al annarra Jegor Ligatsjov. Þá tókst honum einnig aö fá samþykki fyrir endurskoðun á stefnuskrá flokksins. En fáir Sovétmenn vora upprifnir, eins og fyrmefnt bréf Misilina í Vechemaya Moskva ber með sér. Ljóst er að hin nýja forsætisnefnd, sem Gorbatsjov setti á laggimar fyrir nokkru, er nú valdameiri stofnun en hið nýkjöma stjórnmálaráð flokks- ins. Stjómmálaráðið var fram th þessa valdamesta stofnun flokksins. Þar hafa setið æðstu menn flokks og ríkis og lagt hnumar í sovésku stjórnmálalífi. En nú áttu sér stað núklar hreinsanir, harðlínumenn fengu að fjúka en nánast óþekktir stjórnmálamenn komu í þeirra stað. Forsætisráðherrann, Nikolai Ryzhkov, utanríkisráðherrann, Edu- ard Sévardnadze, og vamarmálaráð- herrann, Dimitri Jazov, svo ein- hveijir séu nefndir, sitja nú í forsæt- isnefndinni nýju en ekki í stjóm- málaráðinu. Þetta sýnir einna best þróun mála síðustu tveggja ára eða frá því Gorbatsjov hóf að færa völdin í æ ríkara mæli frá flokknum tíl rík- isstjórnarinnar sem hann er sjáhur í raun í forsvari fyrir. Staða leiðtogans styrkist Harðlínumenn í Sovétríkjunum segja stöðu leiðtoga kommúnista- flokksins veikari nú en áður en þing- ið hófst. Fréttaskýrendur telja aftur á móti, flestir ahténd, að Gorbatsjov hafi styrkt stöðu sína á þessu þingi þrátt fyrir harðar dehur við íhalds- menn og harðorða gagnrýni. Nú mun hann sitja áfram á valdastóh flokks- ins næstu fimm ár. Ljóst er að sovéski leiötoginn siglir ekki lygnan sjó þrátt fyrir aö hann hafx styrkt stöðu sína. Honum tókst ekki að koma í veg fyrir að umbóta- sinnar gengju úr flokknum. En í lokaræðu sinni á þinginu varaði hann harðlínumenn við. „Enginn fær að eyðheggja perestrojku," vora skhaboð hans th íhaldsmanna, um- bótastefnunni skal haldið áfram. Reuter ____________Útlönd Barnamorð í Guatemala Lögreglan í Guatemalaborg hef- ur nýlega barið og myrt nokkur heimihslaus böm og er það aug- sýnhega hður í herferðinni til að draga ijr ofbeldi á götunum, að því er talsmenn góðgerðarsamtaka segja. Samtökunum hafa borist kvart- anir gegn rúmlega tuttugu lög- reglumönnum frá þvi í marsbyij- un. Því er haldið fram að öryggis- sveitir lögreglunnar í Guatemala hafi þá barið þrettán ára gamlan ungling til dauða. Er lögreglan sök- uð um að hafa myrt tvö götubörn th viðbótar síðan þá. Seinna morðið er sagt hafa átt sér stað í júnílok. Þrír einkennisklæddir lögreglu- menn era sakaðir um aö hafa þá skotið sautján ára gamlan unghng til bana. Lögreglan í Guatemala hefur ný- lega lokið þriggja vikna herferð sinni gegn glæpum í höfuðborg- inni. í tilefni fréttanna um barna- morðin sögðu talsmenn mannrétt- indasamtakanna Amnesty Inter- national að ekki væri hægt að af- saka brot gegn réttindum barna undir yfirskyni herferðar gegn glæpum. Fregnir hafa borist af því aö vopnaðir menn hafi rænt sex heim- ihslausum börnum í júní. Tvö bamanna hafa fundist látin. Talið er að um eitt þúsund börn séu heimhislaus í Guatemalaborg. Mörg þeirra stela th að hafa í sig og á, að því er lögfræðingar segja. Reuter Nestlé sakað um brot gegn WHO-samþykkt Matvælafyrirtækið Nestlé, sem meðal annars framleiðir bamamat, hefur viðurkennt að hafa brotið gegn reglugerð Alþjóða hehbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, um bann við beinum auglýsingum og gjöfum á ipjólkurdufti í þróunarlöndum. Þetta fullyrða tveir sænskir læknar. Shkar gjafir og auglýsingar eru taldar leiða th þess að mæður hætti að hafa börn sín á bijósti. í bréfi, sem birtist í sænsku lækna- tímariti, neitar fyrirtækið að hafa brotið gegn samþykkt WHO. í bréf- inu viðurkennir fyrirtækið aftur á móti að mjólkurduft hafi verið gefið th sjúkrahúsa og fæðingarheimha, samkvæmt uppástungum lækna þar. Segir fyrirtækið að slíkt sé ekki bannað en ef lagt yrði bann við slíku myndi það hlíta því. Samkvæmt samþykkt WHO eru gjafir til stofnana heimhaðar en þá er ekki átt við sjúkrahús og fæðing- arheimhi heldur barnaheimili í þeim tilfellum sem mæðurnar hafa ekki lengur afskipti af hömunum, fuh- yrða læknamir. í fyrirtækinu Nestlé halda menn þvi fram að störf kvenna utan heimh- is hafi leitt til þess að börn séu ekki höfð á brjósti. Læknarnir segja aö um misskhning sé að ræöa því í þró- unarlöndum vinni flestar konur við landbúnaðarstörf og niðurstöður margra rannsókna hafi sýnt að þær haldi áfram að hafa börnin á bijósti þráttfyrirþað. tt Vinningstölur laugardaginn 14. júlí ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 4.897.374 2.4 TÆ 7 70.996 3. 4af5 127 6.750 4. 3af 5 4.751 | 421 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.251.767 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.