Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. Sviðsljós Tennisstjaman Steffi Graf: Flækt í mútumál Steffi Graf komst ekki eins langt og hún ætlaði sér á Wimbledon tenn- ismótinu nýlega. Hún tapaði í undan- úrslitakeppninni. Margir kenna meiðslum um en aðrir segja að slæmt gengi eigi sér aðrar skýringar. Faðir Steffi, Peter Graf, hefur verið hennar stoð og stytta. Þau feðginin eru nú flækt í leiðindamál. Tuttugu og tveggja ára stúlka, Nicole Meissn- er, heldur því fram að Peter sé faðir hálfs árs gamallar dóttur hennar. Peter hefur alfarið neitað þessu. Sag- an segir að þau hafi átt í ástarsam- bandi en Peter segir aðeins viðskipti hafa farið þeirra á milli. í sambandi við þetta mál eru Nic- ole og núverandi unnusti hennar, Eberhard Thust, grunuð um að hafa þegið mútur af Steffi fyrir að láta þetta kyrrt liggja. Lögmenn parsins hafa verið handteknir vegna þessa mútumáls. Nicole og Eberhard eru grunuð um að hafa þröngvað Steffi til að borga sér 300.000 sterlingspund fyri að þegja. Steffi hefur ekki mikið vilja segja um þetta mál. Menn velta því fyrir sér af hverju Steffi borgaði ef ekkert var til í sögunni um faðemi bamsins. Líklega þarf Peter að ganga í gegnum blóðprufu til að fá afsannað eða sannað að hann er ekki faðir bamsins. Nicole hefur gefið eiðsvarinn vitn- isburð fyrir rétti um að Peter sé ekki faðir barnsins. Þann framburð hefur hún nú dregið til baka við frekari yfirheyrslur. Móðir Nieole sér nú um bamið. Henni hefur verið sagt að undirbúa sig undir að fá ekki að sjá dóttur sína á næstunni. Nicole á yfir höfði sér allt að fimm ára fangesli ef hún verður sek fundin. Steffi hefur lýst því yfir að hún styðji fóður sinn í einu og öllu í þessu máh. Hún hefur alfarið neitað því að ætla að fá annan.aðstoðarmann. „Ég þarfnast föður míns og get ekki án hans verið.“ Á Wibledon mótinu á síðasta ári var Peter veikur og gekk Steffi illa á því móti. Samband feðginanna er mjög náið. Steffi styður föður sinn heilshugar. Mörg afmælisböm Fyrir ári fæddust níu glasaböm TvennirforeldrareigaaUanbama- sama dag í Ástalíu. Bömin fæddust hópinn því þetta em fjórburar og á sömu fæðingardeUd á sama sjúkra- fimmburar. I tilefni fyrsta afmæhs- húsi og sami læknir tók á móti þeim dagsins var haldin sameiginleg stór öUum. Þau fæddust öU á innan við og mUúl veisla. tveimur klukkustundum. Allur hópurinn saman kominn. Undarleg tilviljun að bæði fjórburar og fimm- burar skuli fæðast sama daginn á sama sjúkrahúsinu. Steffi hefur ekki gengið vel í tennis að undanförnu. Menn eru ekki á einu máli um ástæður þess. Menning Allt í gammi Fimmtudagskvöldið 12. júlí héldu Gammarnir hljóm- leUra á Hótel Borg. Hljómsveitin er nú skipuð þeim I Æm Birni Thoroddsen gítarleikara, Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara, Kjartani Valdimarssyni sem leikur á píanó og hljómborð, Bjarna Sveinbjörnssyni á bassa og Halldóri G. Haukssyni trommuleikara. Þetta var fremur á rólegu nótunum í upphafi leiks, ljúfar fönkbaUöður, eins og heitin „Rökkurtónar" og „Miönætursór bera með sér. Síðan var flutt „Opið hús“ eftir hljómborðsleikarann. Það lag er dáhtið sér á parti, dulúðugt má kannski segja, meö þjóðlegum blæ heyrðist mér sagt, þótt meira virtist fara fyrir austrænum eða austurheimskum blæ. Lag eftir Bjöm sem á uppruna sinn að rekja til sólar- stranda Kalifomíu (þ.e. lagið en ekki Björn) og b(l)ús- kennt lag Stefáns, „Grátt oná svart“, vom vel flutt en eru ekki meö bestu lögum þeirra félaga. Hins vegar em þeir svo góðir lagasmiðir, báðir tveir, að lög sem ná kannski ekki meðaUaginu hjá þeim, eru vel yfir meðaUagi sé notaður annar mælikvarði. „Ókeypis inn“ og „Gammadans“ eru svona týpísk fjörug Gammalög og hljómsveitin virðist aUtaf gamma bæði sér og áheyrendum vel með þessum hræfugla- skottísum. Og þá var aftur tími fyrir rólegheit. „Ósögð orð“ og „Vorlag" vora einna besta framlagið þetta kvöld. Mjög faUeg lög og útsetningar og flutningur við hæfi. „Áf NiðafjöUum" eftir Stefán var svo síðasti gammadans að sinni, lag sem vinnur á við hverja hlustun. Því miður voru áheyrendur ekki nógu margir, sem kann að hafa haft einhver áhrif á sándið, en á þessum stað virðist helst þurfa að vera húsfyUir til að komast hjá glymjanda, hávaða og fremur leiðinlegum hljómi í græjum. En aUur hljóðfæraleikur var góður eins og við mátti búast og nýi maðurinn í trommubransanum, HalU GulU, átti góðar stundir og hressUegt sóló undir lokin. Bjami vel fönkaður að vanda, en persónulega kysi ég meiri djassgítarhljóm hjá Birni á kostnað rokk- fæðubakvæls (sic). Mér fannst svei mér Stefán minna soldið á Jay Beckenstein í alto-leik sínum. Eitthvað var það sem hljómaði svipað og aUt gott um það að segja. Hluti hljómsveitarinnar Gammarnir. Djass Ingvi Þór Kormáksson Það er gleðiefni ef þetta efni nær að komast á hljóm- plötu eins og flogið hefur fyrir. A.m.k. ein djassplata á ári er eiginlega lágmark.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.