Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. Iþróttir Italska félagið Parma og vestur-þýska liðið Bayer Uerdingen eru nú bæði á höttumun eftir sænska iandsliðsmanninum Tomas Broiin sem leikur með IFK Norrköping í Svíþjóð. Brolin vakti mikla atliygli í leikjum sænska landsliðsins í heims- meistarakeppninni á Ítalíu. Hann er 20 ára gamall og er nýlega fer- inn að leika með landsliði Svía og hetúr skoraö 4 mörk í þeim sjö landsleikjum sem hann hefur leikið. Framkvæmdasljóri Norrköping, Tommy Wisell, segir að síminn á skrifstofu félagsins hafl verið rauðglóandi allt síðan heimsmeistarakeppninni iauk og eru allir að spyrjast fyrir um Brolin. Broiin fór til Krefeldt í Þýskalandi í síðustu viku og ræddi við forráðamenn og ldk- menn Bayer Uerdingen en engir samningar voru undirritaðir. Þá hefúr ítalska liðiö Parma, sem vann sér sæti í l. deild á Ítalíu, mikinn áhuga á að fá Brolin til hðs við sig en liðið festi á dögun- um kaup á brasilíska landsliðs- markverðinum Claudio Tafarel og er þaö fyrsti erlendi leikmað- urinn sem Parma kaupir. BirkirmeðlOO leiki H.delid Birkir Kristinsson, landsliðs- markvörður í knattspymu og markvörður Fram, lék á dögun- um sinn 100. leik i l. delld þegar Fram tapaði fyrir Stjörnunni, 1-3. Afþessum 100 leikjum Birkis eru 52 fyrír ÍA og 2 fyrir KA. Greg Norman enn í efsta sæti Greg Norman ira Ástr- alíu er enn í efsta sæti á heimsafrekalistan- um í goifl. Tíu efstu á listanum eru þessir: 1. Greg Norman, Ástralíu....20,01 2. Nick Faldo, Bretlandi....17,73 3. JoseM. Olazab., Spáni....14,16 4. Payne Stewart, USA.......13,72 5. SeveBallest., Spáni......12,95 6. Ian Woosnam, Bretlandi....l2,62 7. Mark Clacav., USA........12,51 8. Curtís Strange, USA......11,91 9. Paul Aánger, USA.........11,23 10. Tom Kite, USA...........10,51 Kristín sigraöi með og án forgjafar Opna Stendhal kvennamótiö í golfi fór fram á HliöarveUi í Mos- fellsbæ á laugardag. 39 keppend- ur mættu til leiks og léku 18 holur og var keppt meö og án forgjafar. Veður setti mark sitt á keppnina því veðurhæðin var mikil og gerði keppendum lífið leitt. Örslit á mótinu urðu þessi: Ánforgjafar 1. Kristín Páisdóttir, GK......88 2. Jóhanna Ingóifsd,, GR.......91 3. Rakel Þorsteinsd,, GS.......97 Með forgjöf 1. Kristín Pálsdóttir, GK. 2. Jóhanna Ingólfed., GR 3. RakelÞorsteinsd., GS. .76 .79 .79 Knattspyma: kvenna Dregið hefur verið til undanúr- slita í bikarkeppni kvenna. Bik- armeistarar ÍA fara noröur á Akureyri og mæta KA, sem er í neðsta sæti l.deildar, og fer leik- urinn fram 28. júlí kl. 14. Síðari leikurinn er á millí islandsmeist- ara Vals og Þórs og fer leikurinn iram á Hlíðarenda 2. ágúst kl. 20. -IH Dramatískt í Laugardalnum - þegar Eyjamenn sigruðu Fram, 3-4 Hvílík óskabyrjun hjá einu liði að skora tvö mörk eftir eina mínútu og fimmtíu sekúndur. Þetta geröist í leik Fram og ÍBV í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu í gærkvöldi en leikurinn var dramatík út í gegn. Eftir 1,50 mínútur voru Eyjamenn búnir að ná tveggja marka forystu og er þetta að öllum líkindum met í 1. deild. Hlynur Stefánsson kom Eyjamönn- um á bragðið eftir 46 sekúndur eftir skemmtilegt samspil liðsins í gegn- rnn vöm Fram. Liðsmenn Fram voru varla búnir að átta sig á hlutunum þegar Eyjamenn bættu við öðru marki eftir vamarmistök Framara. Júgóslavinn Andrej Jerina komst inn í sendingu og eftirleikurinn var auðveldur eftir að hann hafði leikið á Birki Kristinsson markvörð. Eftir þessa kröftugu byrjun drógu Eyja- menn sig til baka og Framarar fóru að sækja. Á 25. mínútu minnkar Jón Erlingsson muninn fyrir Fram með marki af stuttu færi. Framarar héldu áfram að sækja en Eyjamenn áttu af og tii hættuleg upphlaup. Guðmundur Steinsson jafnaði leik- inn á 63. mínútu en á undan hafði Fram gert harða hríð að marki ÍBV. Aðeins mínútu síðar urðu Kristjáni Jónssyni á hrikaleg mistök í vörn- inni, átti misheppnaöa sendingu til Birkis í markinu, Tómas Ingi Tómas- son komst á milli og á ný voru Eyja- menn komnir yfir. Framarar gáfust ekki upp og níu mínútum fyrir leiks- lok var Guðmundur Steinsson aftur á ferðinni, nú með skallamark eftir homspyrnu. Allt virtist stefna í jafn- tefli en Eyjamenn voru á öðru máli og knúðu fram sigur einni mínútu fyrir leikslok. Ingi Sigurðson, besti maður vallarins, gaf sendingu fyrir markið og þar var Tómas Ingi Tóm- asson á auðum sjó og skoraði laglegt mark með skalla. „Við munum njóta þess í nokkra daga að hafa unnið Fram í þessum leik en síðan munum við koma okkur niður á jörðina. Ég hef aldrei upplif- að aðra eins byijun en maður er allt- af aö upplifa eitthvað nýtt í knatt- spymunni," sagði Sigurlás Þorleifs- son, þjálfari og leikmaður ÍBV. „Það virðist fátt ganga upp hjá okk- ur þessa dagana. Okkur er refsað fyrir hver mistök sem viö gerum. Að vinna upp tveggja marka forskot ÍBV tók mikinn toll,“ sagöi Pétur Ormslev, fyrirhði Fram. Eyjamönnum hður þessi leikur trúlega seint úr minni en þeir börð- ust eins og ljón í leiknum. Liðið er í baráttunni um titilinn og kemur fæstum á óvart eins og hðið er búið að leika í sumar. Alhr leikmenn hðs- ins eiga hrós skihð fyrir frammistöðu sína í leiknum. Framarar þurfa að fara að hugsa sinn gang en vamar- leikur hðsins er í molum og eins sýn- ir miðja hðsins veikleikamerki. Ef Fram ætlar á annað borð að blanda sér í baráttuna þarf ýmislegt að breytast í leik hðsins og hefur Asgeir Elíasson um nóg að hugsa fyrir næsta leik. • Þorvarður Bjömsson dæmdi leikinn ágætlega. -JKS „Tilfinningin var m|ög góð“ - sagði Kjartan Einarsson sem skoraði þrennu gegn FH Gylfi Kristjánssom, DV, Akureyii: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég skora þrennu í 1. deild og ég neita því ekki að tilfinningin er mjög góö,“ sagði Kjartan Einarsson eftir að hafa skor- að þrjú mörk í 4-0 sigri KA á FH á Akureyri í gærkvöldi. Loksins fóm áhangendur KA ánægðir heim enda lék hðið sinn langbesta leik í sumar og slakir FH- ingar áttu aldrei neina möguleika. KA-hðið var allt mjög friskt en senni- lega er ekki á neinn hahað þótt sagt sé að Jón Grétar Jónsson hafi verið maður leiksins og Kjartan var jú með mörkin sín þijú. Hann skoraði þaö fyrsta strax á 3. mínútu. Jón Grétar átti þá sendingu fyrir mark FH, Þórður Guðjónsson plataöi varnarmenn FH með því að hoppa yfir boltann og Kjartan, sem var einn á vítapunkti, skoraði af ör- yggi- Á 16. mínútu kom annað mark Kjartans. Gauti Laxdai átti þá þver- sendingu yfir völhnn á Jón Grétar sem lék áfram og upp með endalín- unni áður en hann renndi boltanum á Kjartan sem skoraði ömgglega. Staðan 2-0 í hálfleik og þriðja markið kom á 52. mínútu. Eftir mik- inn darraðardans í vítateig FH kom boltinn á höfuð Kjartans, þaðan fór hann i miklum boga og sigldi inn í markið. Halidór Halldórsson, mark- vörður FH, átti að gera betur þama. Ámi Hermannsson bætti síðan fjórða marki heimamanna við og innsiglaði stórsigur KA. Sigurinn hefði getað orðið stærri því rétt fyrir leikslok varði Halldór vítaspymu Heimis Guðjónssonar sem þokkaleg- ur dómari, Ari Þórðarson, dæmdi. Þessi leikur kann e.t.v. að marka þáttaskil hjá KA og hðið sýndi nú hvað í því býr. FH-ingar sýndu hins- vegar sárafátt en eini leikmaður þeirra sem eitthvað hvað að var Ólaf- ur Kristjánsson. Þór er á botninum eftir 0-3 tap gegn Stjörmmni í Garðabæ Stjörnumenn áttu ekki í miklum vandræðum með hð Þórsara í Garðabæ í gærkvöldi. Stjaman sigr- aði, 3-0, í leikmnn og em nýhðarnir úr Garðabænum nú komnir á hgnan sjó í deildinni. Þórsarar em hins veg- Darraðardans stiginn í leik Stjörnunnar og Þórs í gærkvöldi. DV-mynd GS ar ar á botni deildarinnar og þeirra virðist bíða það óskemmtilega hlut- skipti aö faha í 2. dehd, aha vega eins og höið sphar um þessar mundir. Stjömumenn vom mun sterkari aðihnn í leiknum og skomðu fyrsta mark sitt þegar stundarfjórðungur var hðinn og var þar að verki Ingólf- ur Ingólfsson. í upphafi síðari hálfleiks bætti Lár- us Guðmundsson öðra markinu við fyrir Garðbæinga. Um miðjan síðari hálfleik fengu Þórsarar vítaspymu þegar Bjami Sveinbjörnsson var felldur í teignum. Jón Otti Jónsson gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði vitaspymu Júlíusar Tryggva- sonar. Ólán Þórsara hélt áfram þegar Sigurði Lámssyni var vikið af leik- vehi fyrir kjaftbrúk. Stjömumenn gerðu síðan endanlega út um leikinn þegar Sveinbjöm Hákonarson gerði þriðja markið þremur mínútum fyrir leikslok. Dómari var Ólafur Lámsson og stóö hann sig mjög vel. -RR • Baldur Bjarnason á hér í höggi við kvöldi. Sigurlás Þorleifsson fylgist íbyggin 1. deild/Hörpudeild Valur ...10 7 1 2 18-10 22 KR ...10 6 1 3 15-10 19 ÍBV ...10 5 3 2 16-17 18 Fram ...10 5 1 4 20-11 16 Víkingur.... ...10 3 5 2 11-10 14 Stjaman.... ... 10 4 2 4 14-15 14 FH ...10 4 0 6 14-17 12 KA ...10 3 1 6 12-14 10 ÍA ...10 2 2 6 12-19 8 Þór ...10 2 2 6 6-15 8 Taylor næsti stjóri Englands Um helgina var gengið frá ráðn- ingu á Graham Taylor sem næsta þjálfara enska landshðsins í knatt- spymu og tekur hann við af Bobby Robson sem tekur viö þjálfun hol- lenska féiagsins PSV. Graham Taylor á að baki glæsileg- an feril sem þjálfari þó svo að hann sé ekki nema 45 ára. Hann hóf feril sinn sem þjálfari hjá 4. dehdar liðinu Lincoln og var þar með yngsti fram- kvæmdastjórinn í ensku knattspym- unni, aöeins 27 ára að aldri. Hann tók þá við liði Watford í 4. dehd og á 10 ámm kom hann félaginu í hóp hinna bestu eða í 1. dehd og 1984 stjórnaði hann hðinu í úrshtaleik ensku bikar- keppninnar þegar hðið beið lægri hlut fyrir Everton, 2-0. Fyrir þremur áram tók hann síðan við stjórninni hjá Aston Viha sem þá lék í 2. dehd. Hann kom félaginu upp í 1. dehd í fyrra og hafnaöi þaö í 2. sæti. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.