Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Lítilla sæva Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma. Það má segja um síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum. Hún stefnir að setningu bráðabirgðalaga um nokkur lítil atriði, þegar þetta er skrifað. Ætlunin er að draga úr verðhækkunum, sem stefndu fram yfir hin svonefndu rauðu strik í kjarasamningunum. Spurning er, hvort stjórnin ætlar síðan að hindra, að launþegar nái rétti sínum og fái kauphækkanir, sem þeir eiga sam- kvæmt samningum, fyrir það sem umfram rauðu strik- in fer. Launþegar eiga rétt á þeim hækkunum, og það má ekki gerast, að þeir verði sviptir þeim. En stjórnin dundar nú við smávægis breytingar á fyrri ákvörðun- um, breytingar sem yfirleitt eru viðunandi en ekki stór- mannlegar. Ekkert er gert til að leggja til atlögu við hinn mikla vanda, sem er í efnahagsmálum. Bráða- birgðalögin nú eru hvorki fugl né fiskur. Ríkisstjómin hafði við undirbúning leitað til Þjóð- hagsstofnunar um tillögur um, hvað gera mætti til að halda verðlagi niðri. Þjóðhagsstofnun nefndi í svari nokkur ómerkileg atriði. Meðal þeirra var sumt af því, sem nú kemur fram. Þá nefndi stofnunin hækkun geng- is krónunnar, sem lækkaði verð á innfluttum vömm. Hvorki stofnunin né ríkisstjórnin virðast sjá, hvert stefnir. Leiðin liggur þangað, að verðbólga rjúki upp næsta vetur og næsta ár. Þar er fyrst og fremst um að kenna ríkishallanum, sem eykur peningaþenslu, og öðm aðhaldsleysi stjórnnvalda. En þessa daga hafa menn setið yfir hugmyndum um minniháttar kmkk. Fjármálaráðherra lagði til, að gengið yrði hækkað um eitt til tvö prósent. Forsætisráðherra snerist gegn því. Fiskvinnslumenn mótmæltu og sögðu, að þá mundi stefna í tap. Hið rétta er, að fiskvinnslan í heild hefði í bih getað þolað slíka gengishækkun. Verðhækkanir á útfluttum fiski hafa verið það miklar. En það þýðir ekki, að rétt væri að hækka gengið. Ætla má, að brátt stefni í stóraukna verðbólgu. Þá yrði rétt að fara að tala um tap fiskvinnslunnar. Því væri lítið vit í að fara að hækka gengið og lækka það síðan aftur eftir nokkra mánuði. Slíkur óstöðugleiki mundi hefna sín. Gengishækkun var því ekki ráðleg. En aðgerðimar nú em hvergi nærri nægilegar, til þess að stjórnin sýni lit. Hún leysir með þeim engan vanda, enda þótt aðgerðunum verði ekki mótmælt í sjálfu sér. Miklu meira þarf til, fyrst og fremst þarf að ráðast gegn rót vandans. Sú rót er í stjórnarstefn- unni sjálfri. Ríkisstjórnin hyggst afnema virðisaukaskatt af húsa- viðgerðum og bókum. Hún hyggst fresta einhveijum opinberum hækkunum, svo sem á bensíngjaldi. Látum það gott heita. En ekki er unnt að mæla með því, að hallinn á ríkissjóði verði aukinn. Hann er bölvaldur. Hallinn veldur vaxtahækkunum, og hann veldur fyrst og fremst verbólgu og erlendri skuldasöfnun. Hægt er að mæla með minnkun ríkisumsvifa, sem þyrfti að verða margfalt meiri en nú er að stefnt - ef á móti kæmi sam- svarandi niðurskurður. Margoft hefur verið tíundað, hvar má skera niður. Raunar má gera það víðast hvar, en einkum í landbúnaði. En stjórnarherrarnir bjóða þessa dagana upp á smákukl, sem kemur að mjög htlu gagni, meðan vandi þjóðarinnar er í raun stór. Við sjáum, að núverandi landsfeður ráða ekki við vandann. Spuming er, hvort aðrir geri það. Haukur Helgason „Kristnin ... er veraldlega sinnuö og hvetur fólk til að taka þátt í lifinu," segir greinarhöfundur m.a. - Hátíðar- samkoma hjá einum trúarsöfnuði í Bandaríkjunum. Þegar bænin leysir ekki úr ristilstíflunni Grátandi segir faðirinn á skerm- inum frá því hvemig dauða sonar- ins bar að. Þetta tveggja og hálfs árs gamla bam hafði verið veikt í nokkra daga og fyrirbænir föður, móður og fulltrúa safnaðarins virt- ust ekki ætla að hrífa. Ekki var kallað á lækni. Bamið dó vegna þess aö ristill þess var stíflaður. Kristin vísindi Þaö er út af fyrir sig ekki saga þó að ekki sé kallað á lækni í Amer- íku þar sem fjölmargir lifa og deyja án slikra fyrirbæra. Máliö er saga vegna þess aö foreldramir em og voru í trúarsöfnuði, hvers aðal sér- staða er lækning með bænahaldi. Söfnuðurinn sem kennir sig við kristin visindi (Christian science) leggur mikið upp úr andlegum kristilegum lækningum og kenn- ingin er að safnaðarmeðlimir noti bænina en leiti ekki til veraldlegra doktora þegar heilsuvanda ber að höndum. Að gerast „Christian scientist" er ákvörðun um þaö að treysta al- gjörlega á Guð í staðinn fyrir læknavísindi „eins og gerði Jesú Kristur". Þetta gera safnaðarmeð- limir með fyrirbænum og söfnuð- urinn hefur á sínum snærum sér- staka „bænara" sem ferðast á milli og biðja. Kristnir „scientistar" trúa sínum söfnuði, leita sem sagt ekki til læknis og nota ekki lyf, sama á hverju gengur. - Að leita ekki hefð- bundinna lækninga er það sem fyrst og fremst greinir safnaðar- meðlimi frá öðm kristnu fólki. Berfólki vitni... Mary Baker Eddy stofnaði söfn- uðinn 1879 í Boston og þar er glæsi- leg móðurkirkja þessa safnaðar sem teygir nú anga sína til 68 landa og eignar sér 2.600 kirkjur. Söfnuð- inn er t.d. að finna alls staðar á Norðurlöndum nema á íslandi. - Útgáfu- og kynningarstarfssemi þessa safnaöar er mjög mikil. Hann rekur útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum og gefur út mjög virt daghlað; „The Christian Science Monitor". Blaöið er mjög gott. Flytur fréttir úr öllum heimsálfum og sjónarhom þess er tíðum fótiuntroðið sjónarmið minnihluta, þeirra sem ekki njóta réttlætis. - Blaðið vekur athygli á gleymdum frelsisstríðum, er með viturlegar fréttaskýringar þar sem sjónarhomið er miklu viðara en KjaUarinn Sr. Baldur Kristjánsson almennt er í bandarískum blöðum. Sömu sögu get ég sagt af þeim fréttum og fréttatengdu þáttum sem ég hef séð í sjónvarpsstöðinni. Blaðiö og sjónvarpið bera fólki vitni sem lætur sér ekki á sama standa um líf manna hér á jörðu og eftirsókn þeirra eftir réttlæti. Það ber fólki vitni sem lætur sér mjög annt um neyö náungans, læt- ur sér annt um umhverfi sitt og dáir framför hvers konar. - Blaðiö ber fólki vitni sem sér samasem- merkið milli kristni og réttlætis. Sorglegar afleiðingar Gömul og gróin guðfræði, enn í fullu gildi, kennir okkur að árang- ur mannkyns í læknavísindum og á öðrum sviðum er horfa til heilla sé ekki hvað síst því að þakka að Guðs orð og kristin kenning blási mönnum í bijóst að takast á við lífið og sigrast á þrautum þess og erfiðleikum. Kristnin eins og hún er upp á sitt besta er veraldlega sinnuð og hvetur fólk til að taka þátt í lífinu og leita sigurs í þeim glímum sem það býöur upp á. Þanxúg hefur kristnin gengið með og verið aflvaki framfara og kennir hiklaust aö slíkt sé að uppfylla Guðs vilja. í þessum efnum hefur skilning skort hjá stofnanda „Christian science". Hún hefur einfaldlega, að dómi þess sem þetta ritar, lagt óviturlega út af lækn- ingakraftaverkum Krists. Hin sorglega afleiðing er sú að böm, sem þó era svo heppin að fæðast inn í sæmilega haldna millistétt tæknivædds þjóðfélags, deyja úr ristilstíflum vegna þess að bæna- hald er ekki alltaf vel til þess fallið að leysa úr slíkum stíflum. Blessaðir foreldrarnir eru einnig fómarlömb. Þeir voru aldir upp í þessum misskilningi á bæninni. Þeir voru þó ekki eins algjör fórn- arlömb og barnið og ekki eins sak- laus. í réttarhöldum yfir þeim hef- ur t.d. verið sýnt fram á að þegar bænasamkomur dugðu ekki til aö lækna tannverk fór faðirinn til tannlæknis og Guð hafði greinilega ekki verið talinn nógu góður í hjartalækningar því að þegar afinn fékk hjartaáfall fór hann á spítala. Kemur það samfélaginu við? í þessum hugleiðingum er enginn að kasta rýrð á andalækningar og fyrirbænir eða bænir yfirhöfuð. Sem viðbót og aukatekja með vís- indum og þekkingu geta bænir haft ómælda þýðingu og máttur þeirra er víðkunnur. En hver vildi fæðast inn í fjölskyldu sem biðst fyrir í stað þess að leita læknis? - Slíkt framferði getur ekki talist kristið á nokkurn hátt. Það er svo aftur önnur saga hvort það komi samfélaginu nokkuð við hvenær við leitum læknis fyrir bömin okkar eða hvernig við kom- um fram við þau yfirhöfuð. Til era þeir sem vilja mjög ákveðið vemda fjölskylduna fyrir samfélaginu. - Hinn skandinaviski skilningur, þar sem samfélagið sjálft verður hin altumlykjandi móðir, þykir ekki alls staðar sjálfsagður. Sr. Baldur Kristjánsson „Hinn skandinaviski skilningur, þar sem samfélagið sjálft verður hin allt- umlykjandi móðir, þykir ekki alls stað- ar sjálfsagður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.