Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1993, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1993, Side 12
12 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993. Erlend bóksjá BAD LANGUAGE f.ars-Gunnar Andersson and Petcr Trudgill „Vont" mál - eða bara breytt? Höfundar þessarar bókar benda réttilega á aö því hefur ávallt ver- iö haldið fram af sumum, svo langt aftur í aldir sem heimildir ná að tungumálinu, hvort sem það er nú enska eða eitthvað ann- að, fari hrakandi. Unga kynslóðin kunni ekki lengur að tala „gott“ mál. En tungan lifir enn góðu lífi, íjölbreyttari en nokkru sinni. Sem bendir til að þessar sífelidu áhuggjur séu með öllu óþarfar. Það er hins vegar einungis eitt markmið þessarar forvitnilegu bókar að sýna fram á með skýr- um dæmum að það sem sumum finnst „vont“ máls geti aðrir fylli- lega rökstutt sem harla „gott“ mál. Oft sé þetta eingöngu spum- ing um tilfinningu og smekk. Annaö markmið höfundanna, sem sjálfir bera mikla umhyggju fyrir tungunni, er einmitt að leggja áherslu á nauðsyn þess að foreldar, kennarar og aðrir sem uppeldi annist láti sig það varða frá degi til dags hvemig talað er og ritað í samfélaginu. BAD LANGUAGE. Höfundur: Lars-Gunnar Andersson & Peter Trudgill. Penguin Books, 1992. Morðleikur á sveitahóteli Englendingar em sérfræðingar í alls kyns morðgátum. Reyndar er vinsælt á Englandi að efna til sérstakra morðleikja um helgar á hótelum. Þar þræða gestimir sig gegnum vísbendingar þar til „morðinginn" er afhjúpaður. Þessi bók er eins konar sam- bland af spennusögu og slíkum morðleik. Atburðarásin gerist við svipaðar aðstæður og í hinni frægu Músagildru Agötu Christie - á afskekktu hóteli sem er ein- angrað vegna illviðris. Þar er morðleikur á dagskránni en hann breytist snarlega í raunveruiegt morð sem lesandinn tekur þátt í að afhjúpa. í lok hvers bókarkafla er gefin ný vísbending um hver morðing- inn sé og gefst lesendum tækifæri til aö spreyta sig á henni eins og sögupersónunum. Er það nánast eins og að ráða erfiöa krossgátu og því ágæt æfing fyrir gráu sell- umar! THE CHRISTMAS CRIMES AT PUZZ- EL MANOR. Höfundur: Simon Brett. Coronet Books, 1992. Viðskipti eru stríð Langflestar spennusögur koma og fara. Afar sjaldgæft er að slíkar bók- menntir veki almennan áhuga á mik- ilvægu málefni, hvaö þá víðtækar pólitískar umræður um samskipti stórvelda. Rising Sun eftir Michael Crichton er þannig undantekningin sem sannar regluna. Á yfirborðinu er þetta morðsaga í Los Angeles á vesturströnd Banda- ríkjanna. Lögreglan er kölluö að glæsilegri nýbyggingu japanska risa- fyrirtækisins Nakamoto. Þar stendur yfir meiriháttar vígsluhátíð með þátttöku bandarísku valdastéttar- innar. Þar em sumsé mættir mikil- vægir stjómmálamenn, þekktar poppstjörnur og allt þar á milli. En á hæðinni fyrir ofan samkvæmið mikla er fundaherbergi stjórnar jap- anska risans. Þar finnur lögreglan unga, fagra, fáklædda og steindauða stúlku. Allt bendir til þess að hún hafi verið myrt. Gífurleg ítök Los Angeles er alþjóðleg borg. Þar er mikið af útlendingum, ekki síst Jap- önum. Lögreglan hefur því sérstaka fuiltrúa sem sérhæfa sig í samskipt- um við útlendinga. Það kemur eink- um í hlut tveggja lögreglumanna sem annast samskipti við Japani að reyna að komast til botns í þessu morð- máli. Og þeir komast fljótt að því að ekki er við neitt almúgafólk að etja heldur japanska fjármálamenn sem hafa gífurleg ítök í bandarískum stjómmála- og flármálaheimi og em eiginlega eins konar ríki í ríkinu. Jafnframt því sem Crichton rekur rannsókn morðmálsins kemur hann á framfæri miklum fróðleik um Jap- ani og japönsk áhrif í Bandaríkjun- um. Og það er svo sannarlega ófögur mynd sem hann dregur upp - ekki aðeins af vinnubrögðum Japana held- ur einnig andvaraleysi Bandaríkja- manna sem hagi sér gjaman eins og vanþroska, gráðug böm þegar Japan- ir veifi peningaseðlum sínum. Langtímamarkmið Meginþemaö í bókinni er einfald- Japanir kaupa og kaupa. NAHONAL #É BESTSELLER A Novel doz2ling...A brovura paffofmance... Ás weH bum o thrili machtne as o suspense novei con be.' The fov bfk Síws Sooi Resie* lega að vegna þess að Japanir og Bandaríkjamenn hugsi og starfi á gjörlíkan hátt séu hinir síðarnefndu að missa þjóðarauðinn í hendur „Japans hf.“ Japanir vinni á gmnd- velli þeirrar lífsskoöunar að við- skipti séu stríð. Þeir hugsi um stríðið sjálft en ekki bara einstakar orr- ustur, gæti þess að hleypa Banda- ríkjamönnum ekki inn á eigin mark- að en fari eins og eldur í sinu um þann bandaríska þar til þeir hafi • Reuter eignast flest það sem skipti þá máh til að ráða markaðinum á sem flest- um sviðum. Og með sama áframhaldi sé algjör sigur þeirra í sjónmáh. Spenna og boðskapur Lögreglumennimir finna ahs stað- ar fyrir gífurlegum ósýnilegum áhrifum Nakamoto-samsteypunnar; innan lögreglunnar, borgarstjórnar, bandaríska þingsins, í háskólunum og að sjálfsöðu í hátækniiðnaðinum sem hér kemur verulega við sögu. Crichton hefur unnið heimavinnu sína vel enda er í bókarlok birtur hsti fjölmargra rita sem hann hefur kynnt sér um Japan og japönsk áhrif í Bandaríkjunum. En jafnframt gætir hsmn þess að fróðleikurinn og boð- skapurinn falh vel að söguþræðinum og spennunni. Þess vegna er Rising Sun líka frábær spennusaga hvort sem lesendur hafa áhuga á póhtíska boðskapnum eða ekki og sú besta sem Crichton hefur skrifað síðan fyrsta saga hans, The Andromeda Strain, sá dagsins ljós. RISING SUN. Hölundur: Michael Crichton. Ballantine Books, 1993. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchelt WITCHES ABROAO. 2. Joanrw Trotlope: THE CHOIR. 3. Stephen Fry; THELIAR. 4. Stephen Klng; NEEDFUL THINGS. 5. Catherlne Cookeon: THE RAG NYMPH. 6. Joanne Trollope: THE RÉCTOR'S WIFE. 7. Frederlck Foreyth: THE DECEIVER. 8. Ken Follett: NIGHT OVER WATER. 9. Ellzabeth Jane Howard: MARKtNG HME. 10. Ruth Rendell: KtSSING THE GUNNER'S OAUGHTER. Rit almenns eðlis: 1. Andrew Morton: OIANA: HER TRUE STORY. 2. Carl Gtlea: GILES; A COLLECTION. 3. THE SECRET DIAHY OF JOHN MAJOR AGEO 47»/.. 4. Mlchael Palln: ABOUNO THE WORLO IN 80 DAYS. 5. H. Beard & C. Ceit THE OFFICIAL POLITICALLY CORRECT DICTIONARY ANO HANOBOOK. 6. Slmon Mayo: FURTHER CONFESSIONS. 7. Gary Larson: COW8 OF OUfl PLANET. 8. Privata Eye: COLliMANBALLS S. 0. Poter Mayte: A YEAR W PROVENCE. 10. Petar Mayta: TOUJOURS PROVENCE. (Byggt á The Sunday Tirnes) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Sldnoy Sheldon: THE DOOMSDAY CONSPIRACY. 2. Norman Maclean: A RIVER RUNS THROUGH IT. 3. John Grlsham: A TtME TO Kia. 4. John Grtsham: THE FIRM. 5. Oean Koontz: HIDEAWAY. 6. Johanna Llndsey: ANGEL. 7. Stephen King: THE WASTE LANOS. 8. Norman Madean: A RIVER RUNS THROUGH IT. 9. Mlchael Crichton: RISING SUN. 10. Joaeph Wambaugh: FUGITIVE NIGHTS. 11. Jene Smlley: A THOUSAND ACRES. 1Z V.C. Andrewe: MIDNIGHT WHISPERS. 13. Alenandra Rlpley: SCARLETT. 14. EUeen Goudoe: SUCH DEVOTEO SISTERS. 1$. Bram Sloker: DRACULA. 16. Anne MeCattrey: ALL THE WEYRS OF PERN. Rit almenns eðlts: 1. Malcolm X * Alo* Haley: THE AUTOBIOGRAPHY OF MALCOLM X. 2. Andrew Mðrion: OIANA: HER TRUE STORY. 3. Erma Bomheck: WHEN YOU LOOK UKE YOUR PASS- PORT PHOTO, ITSTIMETO GO HOME. 4. Suean Faíudi; BACKLASH. 5. Molly Ivins: MOLLY IVINS CAN’T SAY THAT, CAN SHE? 6 R. Emery & T. Carter MEMORIES. 7. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 8. Peter Mayle: A YEAR tN PROVENCE. 9. Deborah Tannen: YOU JUST DONT UNDERSTAND. 10. B. Cllnton & A. Gore: PUTTING PEOPLE FIRST. 11. Ross Perofc UNITED WE STAND. (Byggt a New York Timcs Book Review) Danmörk Skáidsögur: 1. BtBLEN. 2 Margaret Forstar: KAMMERPIGE. 3. Anders Bodeleen: ROD SEPTEMBER. 4. Betty Mahmoody: FOR MIT BARNS SKYLO. 5. Herbjorg Wassmo: DINAS BOG. 6. Johannes Mellshave: ADAM OG EVA VED ROSKtt.DE FJORO. 7. John tnrlng: VANDMETODEN. 8. James Fentmore Cooper: DEN SIDSTE MOHIKANER. 9. Erik Foanee Hansen: SALME VED REJSENS AFSLUTNINQ. 1D. Peler Hoeg: fortællinqer om natten. (Byggt a Politiknn Sendag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson THE SPECTACUtAR 8ESTSEILER 8Y THE AUTHOR OF PM5QW ANO TBFASjjlRE É OiRK wr$ MOST fXFlöSIVf AOVENTURE! Ollu lífi ájörðinni ógnað Söguhetjur nokkurra bandarí- skra spennusagnahöfunda eru gjarnan í því að bjarga heims- byggðinni frá yfirvofandi útrým- ingu. Clive Cussler er einn þeirra sem lætur sömu söguhetjuna, Dirk Pitt að nafni, stunda þetta tómstundagaman. í þessari elleftu spennusögu sinni tjallar Cussler um hastar- lega mengun sem ógnar öllu lífi á jörðinni. Þessi ógnvaldur virð- ist eiga upptök sín einhvers stað- ar í Sahara-eyðimörkinni. En hvar? Og hver ber ábyrgðina? Dirk Pitt fer á vettvang og kemst að því eftir alts kyns glæfraferðir að megnunin er af mannavöldum. Hann leggur að sjálfsögðu til atlögu við andstæð- inginn til að bjarga mannkyninu. I meginfrásögnina er blandað tveimur eins konar aukasögum. Önnur snertir Abraham Lincoln og er beinlínis fáránleg, jafnvel fyrir spennusögu. Annars er þetta hröð og læsileg afþreying. SAHARA. Höfundur: Clive Cussler. Pocket Books, 1992. THE M SIGN ^ AND THE Seal THE EXPLOSIVELY CONTROVERSIAL INTERNATIONAL BESTSEILER A QUEST FOR TRE LOSl A8R OF THE COVENANT graham hancock Leyndardómar sáttmálsarkar Fyrir rúmum áratug eða svo hóf Indiana Jones feril sinn á hvíta tjaldinu og leitaði þá að sátt- málsörk þeirri sem gyðingar not- uöu til að geyma töflurnar með boðorðunum tíu. Þessi kvikmynd var ein helsta kveikja þess að bókarhöfundur, Graham Hancock, fór að svipast um eftir grip þessum. Hann fór víða og sökkti sér ofan í alls kyns fróðleik og furður fyrri alda. Hér lýsir hann leit sinni og árangri hennar eða árangursleysi. Bókin hefst á tiltölulega skyn- samlegum nótum. En þegar á lið- ur leit Hancocks að Örkinni bresta veruleikaböndin hvert af öðru. í stað þess aö leggja rauns- ætt mat á það sem hann les, sér og heyrir lætur hann trúgimina taka völdin. Eins og hjá sann- færðum trúboða eru staðreynd- imar túlkaðar oft á hinn fárán- legasta hátt til þess eins að þjóna þeirri kenningu sem höfundur- inn trúir á. Slíkt endar að sjálf- sögðu í tómri vitleysu. THE SIGH AND THE SEAL. Höfundur: Graham Hancock. Mandarin, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.