Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1993, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1993, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993. Afmæli Eydís Lilja Eiríksdóttir Eydís Lilja Eiríksdóttir húsmóöir, Kolsholti n, Villingaholtshreppi, Ámessýslu, verður fimmtug á morgun, súnnudag. Starfsferill Eydís fæddist í Langholti í Hraun- geröishreppi í Ámessýslu og ólst þar upp. Hún gekk í bamaskólann Þingborg í hreppnum og síðar í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1961-62. Eydís hefur búið í Kolsholti frá árinu 1969 og auk húsmóðurstarfa hefur hún gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum um ævina. Hún er t.a.m. formaður kvenfé- lagsins í Villingaholtshreppi og hef- ur einnig starfað í fjölda mörg ár með kirkjukór hreppsins. Fjölskylda Eydís giftist 28.1.1967 Guðjóni Sig- urðssyni, f. 25.5.1941, b. og bygg- ingafulltrúa. Hann er sonur Sigurð- ar Gíslasonar b., Kolsholti II í Vill- ingaholtshreppi, og Helgu Þórlaug- ar Guðjónsdóttur, húsmóður þar. Eydís og Guöjón eiga fimm böm. Þau em: Eiríkur Ágúst, f. 23.4.1965, fangavörður, býr í Reykjavík, kvæntur Oddnýju Kristjánsdóttur klæðskerameistara og á hann dótt- urina Ernu, f. 21.7.1986; Sigurður Rúnar, f. 5.7.1967, starfsmaður SS á Selfossi, býr í Kolsholti II, í sambúð með Helenu Þórðardóttur húsmóð- ur og eiga þau tvö börn; Rannveig Skúla, f. 17.3.1971, nemi, býr í Reykjavík, í sambúð með Jóhannesi A. Larsen, nema í HÍ; Sigurdís Lilja, f. 30.4.1975, nemi í FSU, býr í for- eldrahúsum; Helgi Þór, f. 20.11.1981, grunnskólanemi, sem einnig býr í foreldrahúsum. Hálfbróðir Eydísar, samfeðra, er Karl, f. 9.6.1916, fyrrv. verslunar- maður hjá KÁ á Selfossi, búsettur á Selfossi, kvæntur Guðfinnu Sigur- dórsdóttur og eiga þau fimm böm. Alsystkini Eydísar eru: Tryggvi, f. 26.9.1921, verslunarmaður í Reykjavík, var kvæntur Fanneyju Þorsteinsdóttur, þau skildu, og eiga þau sjö böm; Þorgils, f. 14.8.1927, starfsmaður SS á Selfossi, búsettur á Selfossi; Sigríöur, f. 11.10.1930, sundlaugarvörður, var gift Ás- mundi Eiríkssyni frá Ásgarði sem nú er látinn og eignuðust þau sjö börn; Bjarnþór, f. 10.1.1934, hús- vörður á Þorlákshöfn, kvæntur Önnu Jóhannesdóttur og eiga þau Qögur börn; Sighvatur, f. 9.11.1938, tæknifræöingur á Selfossi, kvæntur Sólrúnu Guðjónsdóttm- og eiga þau þrjúböm. Foreldrar Eydísar voru Eiríkur Ágúst Þorgilsson, f. 19.8.1894, d. 11.9. 1967, b. í Langholti í Hraungerðis- hreppi, ogLiljaBjarnadóttir, f. 11.1. 1896, d. 23.5.1988, húsmóðir þar. Eydís Lilja Eiríksdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 14 á afmælis- daginn. Bjami Guðmundur Bjamason Bjami Guðmundur Bjarnason sölufuiltrúi, Stekkjarbrekku 22, Reyðarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófifrá Réttarholtsskóla 1970 ogbúfræðiprófi frá Bændaskólan- um á Hvanneyri 1971. Guðmundur fór snemma að vinna við verslunarstörf. Hann var versl- unarstjóri í Melabúðinni við Haga- mel frá 1971-73 og sölustjóri hjá Kjörís næstu átján árin þar á eftir. Árið 1991 flutti hann sig svo yfir til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar á Austurlandi og er sölufulltrúi þar ídag. Guðmundur hefur einnig sinnt félagsmálum mikið um ævina. Hann hefur t.a.m. verið dyggiu- stuðningsmaður íþróttafélagsins Fylkis í Árbæ og leikið u.þ.b. tvö hundmð leiki með meistaraflokki félagsins. Fjölskylda Guðmundurkvæntist2.7.1977 Ástu Jóhönnu Einarsdóttur, f. 29.7. 1955, húsmóður. Hún er dóttir Ein- ars Lárussonar og Valborgar Guð- mundsdóttur frá Þórshöfn á Langa- nesi. Börn Guðmundar og Ástu era: Valborg Stefanía, f. 23.2.1977; Svan- fríður, f. 26.7.1980; Ásta Huld, f. 25.2. 1984; og Tinna Rut, f. 24.9.1985. Fyr- ir átti Guðmundur Einar Þór, f. 23.9. 1973. Alsystir Guðmundar er Brynja, f. 7.4.1958, húsmóðir, búsett í Reykja- vík, í sambúð með Steindóri Theo- dórssyni og á hún þrjú böm. Hálf- systir Guðmundar, samfeðra, er Sunna, f. 25.8.1971, búsett í Kaiifom- íu í Bandaríkjunum. Foreldrar Guðmundar eru Bjarni Valgeir Bjamason, f. 29.8.1931, BJarni Guðmundur Bjarnason. jámabindingamaður í Los Angeles í Bandaríkjunum, og Hulda Ingi- mundardóttir, f. 9.9.1932, starfar á bamaheimili í Reykjavík. Þau skildu. Guðmundur og Ásta taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 19 á afmælisdaginn. Merming__________ Lísbet í Sól- on íslandus Nokkm fyrir jól var opnaður nýr sýningarsalur í hjarta gamla miöbæjarins og má segja aö þar sannist máltækið um að einn komi þá annar fari, því nú er Nýhöfn við Hafnarstræti iUu heilli ekki lengur á með- al listhúsa miðbæjarins. Reyndar er salurinn nýi sama marki brenndur og mest af því sýningarhúsnæði sem höfuðborgin státar af nú á tímum samdráttar og sam- nýtingar. Hér eiga kaffihús og sýningarsalur aö auðga starfsgrundvöll hvort annars. Það er allt gott um þá viðleitni að segja, en í Sólon íslandus vantar þvi miður nokkuð upp á að hæðin yfir veitingasalnum virki sem sýningarsalur. Ber þar fyrst að telja að helmingur rýmisins nýtist illa vegna glugga og eins vantar tals- vert á að salnum sé sýnd sú ræktarsemi sem honum ber. Þama vom borö og skápar til trafala fyrir gesti og lýsingu skorti með öllu á þær myndir sem hanga á gluggavegg þegar undirritaðan bar að garði. Aukin- heldur mætti láta prenta sýningarskrá til að fylgja sýningunum úr hlaði, í það minnsta blað með upplýs- ingum um viðkomandi listamann. Fyrstur til að sýna í Sólon íslandus var Hrafnkell Sigurðsson, en frá 18. desember og fram til 18. janúar sýnir Lísbet Sveins- dóttir þar tuttugu og níu blekteikningar og samklipp. Línudans ævintýranna Lísbet teiknar ljóðrænar myndir sem taka mið af því bamslega og ævintýralega. Þama bregður fyrir ýmiss konar kynjaverum að leik og starfi. Margar virð- ast ættaðar úr bókmenntum en aðrar sjálfkviknuð kvikindi úr undirvitimd listakonunnar. Myndimar em nær allar brotnar upp með rifrildum úr gömlum sendibréfum eða reikningum sem em limd tilviljunar- kennt inn á myndflötinn. Þetta eykur vægi myndanna og gefur htríkum ævintýravemm farseðil inn í gráan íslenskan hversdag. Myndir Lísbetar bera það með sér Myndlist Ólafur Engilbertsson að hún bjó um hríð á suðrænni slóðum. Ekki er undir- ritaður þó viss um að hin áhyggjulausa og léttleikandi línuteikning sé portúgalskrar ættar og rekur minni í aö hafa séð áþekkan stíl hjá listakonunni fyrir dvöl hennar syðra. Þetta kæruleysi í línuteikningu gengur hvað best upp þegar listakonan ofvinnur ekki myndir sínar. Tvær fyrstu myndir sýningarinnar, Kona á hest- inum rauða og í konungsgarði, em tvímælalaust veiga- mestu verk sýningarinnar. Einnig bá benda á Kött í búri (nr. 16), Nótt (nr. 20), Kóng í rauðri skikkju (nr. 21) og Konu á gulum fleti (nr. 24) sem dæmi um verk sem era hamin í hömluleysi sínu - línan flýtur og hsta- konan lætur staðar numið áður en ofvinna sökkvir verkinu. Línudans ævintýranna gæti sýning þessi kahast og hst Lísbetar Sveinsdóttur líkist jafnframt eins konar hnudansi þar sem aht getur gerst og sá er helsti kostur verka hennar. Til hamingju med daginn 9. janúar Kristín Sigurbjörnsdóttir, Vesturgötu 74, Akranesi. 75ára Haraldur Guðiaugsson, Fellsmúla 10, Reykjavík. Skarphéðinn Jónsson, Leynisbrún 4, Grindavík. Þorsteinn Jónsson, Hátúni6,Reykjavík. Eyjólfur Ágústsson, Hvammi, Landmannahreppi. Sigurvin Eiíasson, Heiðarlundi 2a, Akureyri. Sigurður Eggertsson, leikhússtarfs- maður, Drápuhlíð4, Reykjavík. Eiginkona Sig- urðarerEhn Sigurvinsdóttir söngkona. Þau veröaaöheim- anáafmælis- daginn. ara 70ára Þórður Rafn Sigurðsson, Fjólugötu 27, Vestmannaeyjum. Gunnlaugur Jónsson, Hörpugötu 7, Reykjavík. Jón Sigfússon, Lagarfelh 14, Fehahreppi. Þráinn Valdimarsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Álftamýri 56, Reykjavík. Þráinnerfrá Ásólfsstöðum í Gnúpverja- hreppi.Eigin- kona ^hans er _______________ Ehse Áre Jensen frá Danmörku. Þau verða að heiman á afmælisdag- inn. Sigmundur Guðmundsson, Hraunbæ 92, Reykjavík. 40 ára 60 ára GeirHólm, Hátúni 9, Eskiflrði. Guðrún Björg Jónsdóttir, Hamrahhð 20, Vopnafirði. Agnes Enghbertsdóttir, Stórahjaha3, Kópavogi. Ragnhildur Gunnlaugsdóttir, Aratúni7,Garðabæ. ÁrniÁrnason, Hrafnaghsstræti 37, Akureyri. Hildur Sigriður Sigurðardóttir, Birkihhö 27, Sauðárkróki. Ágúst Már Grétarsson, Seljabraut40, Reykjavík. Guðgeir Þ. Ragnarsson, Torfastöðum, Hlíðarhreppi. Guðríður A. Halldórsdóttir, Túngötu 56, Eyrabakka. Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, Tómasarhaga 21, Reykjavík. Hhdur Rögn valdsdóttir, Sjávargötu 29, Bessastaðahreppi. JónlngiPálsson, Smárabraut 6, Höfn í Homafirði. Hafdís Helgadóttir, Túngötu 35, Reykjavík. Jónina Birna Bl. Birgisdóttir, Alftamýri 34, Reykjavík. Guðrún Guðnadóttir, Skipasundi 52, Reykjavík. Þorvaldur Ómar Hahsson, Ysta-Gerði, Eyjafjaröarsveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.