Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1993, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1993, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993. 55 Sviðsljós Stefán Baldursson óskar Viðari Eggertssyni til hamingju með frammistöð- una en Ingunn Ásdísardóttir fylgist með. Frumsýning á Smíðaverkstæðinu: Drög að svínasteik Egg-leikhúsið frumsýndi á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins sl. fimmtudagskvöld leikritið Drög að svínasteik. Verkið fjaliar um svín sem bíður slátrunar en á meðan á biðinni stendur fjallar það um líf sitt og drauma, frelsi og ófrelsi, skyldur sínar og hlutverk í lifinu. Viðar Eggertsson leikur svínið og er það jafnframt eina hlutverkið í sýningunni. Ingunn Ásdísardóttir er leikstjóri en höfundur verksins er Reymond Cousse. Þórdís Guðmundsdóttir, Edda Þórarinsdóttir og Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir voru á frumsýningunni. DV-myndir GVA Bowie-hjónin borða úti David Bowie og Iman, sem gengu í hjónaband á siðasta ári, eru dugleg að heimsækja dýrustu matsölustaðina austan hafs og vestan. Hvort það ber að túlka sem vantraust á eldamennsku Iman skal ósagt látið en alla- vega hafa þau vel efni á að borða úti á hverjum degi og það á dýrustu matsölustöðunum en þessi mynd var tekin þegar þau voru að fara á Morti- mers sem er einn vinsælasti staðurinn í New York. _____________Meiming Spænsk ljóð Guðbergur Bergsson hefur enn einu sinni unnið mikið verk í menningarmiðlun. Hér sendir hann nú frá sér stórt ljóðasafn úr spænsku, allt frá upphafi aldarinnar og fram á síðustu ár. Hálft hundrað ljóð- skálda er kynnt með formála Guðbergs og fáeinum ljóðum eftir hvert þeirra. Það auðveldar yfirsýn um efnið að Guðbergur skipt- ir því í fjögur skeið og hefur sérstakan formála um þjóðfélagsöfl og aldaranda hvers þeirra áður en kemur að einstökum skáldum. Fyrsti hópurinn er kenndur við árið 1898, annar við 1927, þriðji við upphaf borgara- stríðsins, loks eru samtímaskáld. Þessi skipting er auðvitað hefðbundin og mikið af þessu efni væntan- lega tekið úr handbókum. Yfirleitt er frásögnin ljós og fróðleg en hér bregður þó fyrir „Guðbergsku" sem Bókmermtir Örn Ólafsson mér finnst betur eiga heima í skáldritiun höfundar en í kynningu á framandi menningu. Reyndar hefi ég alltaf litið á þetta sem stríðni Guðbergs við lesendur, en hver veit, kannski hann hafi svona einkennileg viðhorf um söguþróun (bls. 16): „Um og eftir aldamót- in kom hið vaknandi sjálf auðvitað ekki aðeins fram í skáldskapnum, heldur gætti þess líka á vettvangi stjórnmála og í þjóðlífinu. Það leiddi til þess að Migu- el Primo de Rivera hershöfðingi tók sér alræðisvald árið 1923“ [.. .ámóta háfleygt rugl er t.d. á bls. 138] En þetta er undantekning. í aðalatriðum eru formál- arnir látlaus fróðleikur. Ljóðin Ekki get ég dæmt um val Guðbergs. Það er auðvitað ánægjulegt að fá nasasjón af svona mörgum skáldum en oft hefði ég kosið meira eftir einstök skáld. Það er til marks um hve gott úrvalið er því ekkert ljóð er svo lélegt að ég hefði viljað sleppa því. Það er einmitt einn mesti kostur safnsins hve fjölbreytt það er. Mér finnst sérstaklega lofsvert að mest er hér tekið eftir miðja öldina. Það er það skeið sem erfiðast er að kynnast fyrir allan almenning en stórum algengari eru ljóða- úrvöl hinna frægu skálda sem kennd eru við ártalið 1927, García Lorca, Rafael Alberti, o. s. frv. Á heildina litið eru ljóðin ekki bara góð heldur einnig býsna ólík því sem ort hefur verið hér á íslandi. Það sýnir best hvílíkur fengur er að þeim. Þýðingin Jafnan virðast ljóðin vel orðuð á íslensku, ekkert þýðingarbragð að þeim, enda þótt Guðbergur hafi einu sinni sagt að það mætti gjaman vera. Þá sjaldan ég gat borið saman þýðingu og frumtexta reyndist oft nákvæmlega þýtt, t.d. ljóð García Lorca. Þó er kafli tekinn innan úr n. hluta Gráts yfir Ignacio [...] og sett aftan við móði þrungið ris þess hluta í lokin (sam- kvæmt mér tilkvæmum útgáfum á ljóðum skáldsins) og fer ekki vel á því. Þetta er eins og í Eimreiðinni 1960 þar sem þetta ljóð birtist fyrst í þýðingu Guð- bergs. Ýmsar smábreytingar hefur hann gert nú svo að kvæðið er þjálla á íslensku en ekki alltaf eins ná- lægt frumtexta. En einkennilega mikilli ónákvæmni brá einnig fyrir, t.d. í ljóði eftir Machado (bls. 26). Þetta er fríljóð, svo ekki þvingar hrynjandi eða rím þýðanda til að breyta myndmáh. Ég set hér nákvæm- ari þýðingu í svigum eftir viðeigandi stað í ljóðinu en ekki er þar með sagt að það orðalag færi best heldur er þetta sett til að sýna hvað um er að ræða. Nakin jörð Jörðin er klæðlaus og kvalin sál emjar móti dimmum fiarska (og sálin ýlfrar að fólum fjarska) líkt og soltin úlfynja Að hverju leitar þú, ljóðskáld í sólsetrinu? Gangan er erflð, enda er vegurinn angur hjartans. Vindurinn þýtur (Nístandi vindurinn), nótt flýgur að og tjarlægðin (nóttin nálgast og beiskja) glottir fláráð... Á veginum (fjarlægðarinnar! .. .Á hvítum veginum) kvöldar um keikan við. Gull og blóð sölna á köldum tjöllum úti í buska... Sólin dó... Að hverju leitar þú, ljóðskáld, í sóisetrinu? Línuskiptingu er einnig breytt í þessari lokalínu, í bæði skiptin var fyrri hlutinn framhald af næstu línu á undan, fram að „ljóðskáld“. Þaö er gremjulegt að sjá svona ónákvæmni í myndmáli þvi það ætti að hafa forgang nema hrynjandi, hljómur eða annað af því tagi skipti sérstöku máli. En allt um það virðist mér mikill fengur að þessu ljóðasafni þegar á heildina er litið. Hið eilifa þroskar djúpin sín. Forlagið 1992, 182 bls. Hlymrek Jóhanns Jóhann S. Hannesson varð ekki nema 64 ára og nú er að verða áratugur síðan hann dó. Hann var þjóð- kunnur maður, m.a sem skólameistari á Laugarvatni, enskukennari í Hamrahlíð og ritsljóri Ensk-íslensku orðabókarinnar. En einkum er hann minnisstæður fyrir mikla þekkingu sem fylgdu sjálfstæðar og vel yfirvegaðar skoðanir er hann ótrauður lét í ljós. Ekki lét honum síður spaugsemin sem birtist vel í annarri ljóðabók hans (af alls fjórum) sem nú er endurútgefin, aukin að hálfu rúmlega úr eftirlátnum handritum. Þetta eru limrur sem Jóhann kallaöi hlymrek. Hann tileinkaði sér þetta form í Bandaríkjunum þar sem hann bjó lengi og kona hans var bandarísk. Það er því að vonum að fáein hlymrek eru hér á ensku. Velflest- ir lesendur munu kannast við þetta form, það líkist íslenskri ferskeytlu nokkuð en er fimm línur. Sú síð- asta er rímuð við fyrstu tvær en þriöja og íjórða eru styttri og rímaðar saman. Lengri línumar eru þá tveir þríliðir (áhersluatkvæði + tvöáherslulaus)ogtvfliður (áhersluatkvæði + eitt áherslulaust) en hinar stuttu eru tveir tvíliðir hvor. f fyrstu fjórum línum er þá byggt upp, gjaman með ýkjum í 3.-4. 1., en svo er skyndflega snúið við blaðinu í fimmtu línu svo útkom- an verður smellin þegar vel tekst til. Þorsteinn Valdi- marsson varð fyrstur til að gefa út íslenska bók undir þessum hætti, það var 1965, og hún varð mjög vinsæl. En Jóhann mun hafa farið að yrkja með þessum hætti aldarfjórðungi fyrr. Því miður em ekki aldurssetaing- ar hér í bókinni. Ég man að á áttunda áratugnum fæddu yfirsetur í prófum í Menntaskólanum í Hamra- hlíð oft af sér hlymrek hjá Jóhanni enda voru þessum sífijóa huga þá allar aðrar bjargir bannaðar. Um próf- in yrkir hann líka stundum en meira um almenn efni. Finni hann sér skotmark þá er það sjaldnast einstakl- ingur eða tiltekinn hópur eins og oft var hjá Þor- steini. Það er meira að limruhefð að skotmark er frem- ur almenns eðhs en sérstakt. En þetta er oft skarplega athugað og fyndið: Hverjum stjómmálaflokki er svo farið að hann forðast að taka af skarið: spurð hvað miljjón sé stór svarar miðstjóm í kór: „Það er misjafnt. Hver biður um svarið?“ Mælandi hmranna tekur gjama að sér hlutverk ábyrgðarleysingja eða þykist altént vera í andstöðu við ríkjandi siðferði. En það er þá til þess eins að af- hjúpa að það siðferði sé meira í orði en á borði hjá flestum, það er enn eitt sem gerir þetta smelhð. Að huga ekki að náungans högum né hlusta eftir illgjömum sögum lýsir áhugaskorti á íslensku sporti og ætti að bannast að lögum. Viðbótin, eftirlátin hlymrek, er afar kærkomin. Það segir sig sjálft að erfitt mun vera að velja úr slíku. Bókmenntir Örn Ólafsson Menn munu vilja forðast að taka of mikið, einkum ef ekki er víst að höfundur hefði sjálfur viljað setja ljóð- ið á prent. En það er áreiðanlegt að þetta vildi hver maður við kannast. Ein hin smellnasta af nýju hmrun- um spinnur upp úr lokaerindi kvæðisins „Áfangar" eftir Jón Helgason sem stærði sig og íslenskan skáld- skap af staðlanna þrískipta grein enda eru „Áfangar" meðal íslendinga eitt vinsælasta kvæði sem þrungið er þjóðemisstefhu og íslenskri menningararfleifð. Þar segir: „Jötunninn stendur með jámstaf í hendi/jafnan við Lómagnúp" en hér: Á menningarheljarþröm hinstri gegn hverskonar erlendu mynstri viö Lómagnúp stöndum með ljóðstaf í höndum og lemjum til hægri og vinstri. Jóhann S. Hannesson: Hlymrek. Mál og menning 1992, 47 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.