Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1993, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1993, Síða 17
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993. 17 Pétur flutti til Reykjavíkur þegar hann og kona hans, Sigurveig Helga Jónsdóttir, sem lést í bílslysi í haust, sáu að þau voru að missa öll bömin sín suður til náms. „Við ákváðum að vinna að þvi aö fá störf fyrir sunn- an. Konan mín fékk starf hjá ríkis- bókhaldi og ég hjá lögreglustjóra- embættinu. Pétur var sjómaður áður en haim fór í lögregluna, lauk námi í Stýri- mannaskólanum og var stýrimaður og skipstjóri á Patreksfirði. „Ég var fimmtán ára þegar ég fór fyrst til sjós árið 1956. Fór með Sigurði Ámasyni á síld en hann var með Bjama Jó- hannesson frá Akranesi, einn af Har- aidarbátunum. Síðan fór ég í Núps- skóla og var þar í tvö ár og kláraði gagnfræðaprófið.“ Þegar Pétur flutti í bæinn hóf hann störf í almennu deildinni hjá lögregi- unni, flutti síðan yfir í rannsóknar- deiid, þaðan í fíkniefnadeild og frá henni í Breiðholtið. Mér finnst þessi stöð eins og lögreglustöð úti á landi. Við höfum frjálsar hendur og erum í góðum tengslum við íbúana hér. Við rekum stöðina á þeim nótum. Unglingamir koma til okkar, syngja oft hér og spila. Meö því að leyfa þeim að vera þjá okkur komum við í veg fyrir rúðubrot og önnur ólæti,“ segir Pétur. Góð samvinna „Ég hef mjög gaman af þessu starfi en skal viðurkenna að mér leist ekki á það í byrjun. Menn verða að hafa mikinn áhuga á mannlegum sam- skiptum ef þeir ætla að starfa hér. Við erum í góðum tengslum við for- eldra krakkanna og oft kemur fyrir að það er hringt heim til mín og ósk- að ráða. Margt hefur komið mér á óvart síðan ég byrjaöi hér í septemb- er á sl. ári. Aðalatriðið er þó að mér finnst að okkur sé treyst.“ Lögreglumennimir em í mjög góðu samstarfi við aila þá aðiia sem starfa að unglingamálum, auk skólanna í Breiðholti. Pétur segir að ungling- amir í Breiðholtinu séu ekkert verra fólk en aörir. Hann minnist þess að þegar kona hans fórst í bílslysi komu Aðeins þrír lögreglumenn eru starfandi á lögreglustöðinni í Breiðholti en þeir hafa náð ótrúlega góðu samstarfi við íbúana í hverfinu. Það eru þeir Arnþór, Einar og Pétur sem svo rösklega hafa unnið. DV-myndir GVA fimmtán unglingar til hans með stór- an blómvönd. „Unglingar þurfa að- hald og þeir þurfa hlýju. Þeir em oft einungis að leita að þessu tvennu þegar þeir koma hingað." Þar sem gott trúnaðarsamband hefur skapast milh lögreglunnar og unglinganna hafa Pétur og félagar hans á stöðinni haft milligöngu um að koma unglingum i meðferð vegna fíkniefnaneyslu. Þá upplýstist gróft kynferðisafbrot gegn unghngsstúlk- um á síðasta ári en þær vom í vina- hópi lögreglunnar í Breiðholti. „Við sáum breytingamar sem urðu á þessum stúlkum og gengum á þær,“ segir Pétur. Margt jákvætt er einnig í gangi og það kemur fyrir að ungiingar komi með skólabækumar á lögreglustöð- ina og biðji lögreglumennina um aö hlýða sér yfir námsbækumar. Þrátt fyrir að Breiðholtsstöðin sé öflug og vinsæl þá er hún fremur hráslagaleg í útiiti með gömlum, shtnum og iha fómum húsgögnum. „Stöðin var sett upp til reynslu í byrj- un og við fengum notuð húsgögn úr öhmn áttum,“ segja þeir. „Við emm einmitt að óska eftir því um þessar mundir aö breytingar verði gerðar hér.“ Síðasthðið sumar birtist viðtal við unglinga í Breiðholtinu í blaði sem gefið er út í hverfinu. Þar sögöu krakkamir að bestu löggur í heimin- um væm í hverfinu þeirra. Pétrn- segir að stöð sem þessi þyrfti að vera víðar og nefiiir sem dæmi Árbæinn. „Það er Ijóst að forvamar- starf sem þetta skilar sér. Og ekki síður samstarf og góð samvinna þeirra lögreglumanna sem vinna saman enda erum við með hugann við vinmma allan sólarhringinn," segir hann. Þess má geta að Ómar Smári Ármannsson staðfesti í sam- tah við blaðið að unnið væri að því að koma upp sams konar stöð í Ar- bæjarhverfi og er verið að leita að hentugu húsnæði undir hana. -ELA 7¥ress í 34 ár Hressingarleikfimi kvenna og karla Vetrarnámskeiö heíjast mánudaginn 11. janúar Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar: Músík - Dansspuni Þrekæfingar - Slökun. Gledilegt nýtt Nokkrar konur geta komist að mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.15, einnig nokkrir herrar sömu kvöld kl. 21.15 í Laugarnesskóla. Innritun og upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari ...BÆTA TM TRYGGINGAR TJÓNIÐ! Tryggingamiðstöðin hefur starfað á íslenskum vátryggingamarkaði í áratugi og er nú þriðja stærsta vá- tryggingafélag landsins. Félagið er leiðandi í fiskiskipatryggingum landsmanna, en býður einnig allar almennar vátryggingar fyrir einstaklinga svo sem bifreiða-, fasteigna- og fjölskyldutryggingar. í nýlegri könnun kom fram sterk staða Tryggingamiðstöðvarinnar í allri þjónustu við viðskiptavini sína, t.d. símaþjónustu, upplýsinga- gjöf og persónulegri þjónustu. Við erum sveigjanleg í samningum, bjóðum góð greiðslukjör og sann- gjarna verðlagningu. Hafðu samband við sölumenn Tryggingamiðstöðvarinnar í nýjum húsakynnum í Aðalstræti 8, sími 91-26466 eða næsta umboðs- mann og kynntu þér góð kjör á TM tryggingum. TRYGGINGA • • ■■■ | ■■■ ■■■ j ■■■ MIÐSTOÐIN HF. Aðalstræti 6-8, sími 91-26466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.