Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 Skák P Landskeppni íslendinga og Frakka: Urslit ráðast í dag Jóhann Hjartarson teflir áberandi best íslendinganna í landskeppninni við Frakka. Hér er Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar, að leika fyrsta leik hans i 1. umferð gegn Jean-Luc Chabanon. Fyrri hluti keppninnar fór fram i Hafnarfirði en lokaumferðin hefst kl. 13 í dag í Digranesskóla í Kópavogi. DV-mynd ÞÖK Mikiö jafnræöi hefur veriö með íslendingum og Frökkum í lands- keppni þjóðanna sem lýkur í Digra- nesskóla í Kópavogi í dag. Á papp- írunum hafa sveitimar nákvæm- lega jafnsterkum mönnum á aö skipa, meö 2480 Elo-stig að meðal- tali. Eftir sjö umferðir höfðu ís- lensku skákmennimir einum bet- ur, höfðu hlotiö 35,5 vinninga gegn 34,5 vinningum Frakka. En í átt- undu umferð, sem tefld var á fimmtudag, gekk allt á afturfótun- um. íslendingar töpuðu 7-3 og höfðu þremur vinningum minna er tveimur umferðum var ólokið. Níunda umferð var tefld í gær en keppninni lýkur í dag, laugardag, og hefst tafliö kl. 13. Frakkar tefla fram ungum en þrautþjálfuðum mönnum og hefur raunar komið á óvart hve vel þeir eru lesnir í fræðunum. Josep Dorf- man, fyrrverandi skákmeistari Sovétríkjanna, teflir á fyrsta borði og er jafnframt þjálfari sveitarinn- ar. Ljóst er að Frakkamir hagnast verulega á því að geta leitað lið- sinnis hans milli umferða, enda ekki ómerkari maður á ferð en að- stoðarmaður Kasparovs í fjölda ára. Eftir átta umferðir hafði Jóhann Hjartarson náð langbestum ár- angri íslendinga, 6,5 v. Karl Þor- steins og Helgi Olafsson höfðu fengið 4,5 v., Margeir Pétursson og Þröstur Þórhallsson 4 v. en aörir kepptust við að ná 50% markinu. í liði Frakka hafði Kouatly 6 v„ Apic- ella 5,5, Dorfman 4,5 v. og Renet, Bricard og Koch 4 v. Aðrir minna. Því miður hafa nokkrir íslend- inganna ekki fundið rétta taktinn og er greinarhöfiindur einn þeirra. Þá er Róbert Harðarson heillum horfinn en hann fór illa með gull.in tækifæri í fyrri hluta keppninnar. Jóhann hefur teflt áberandi best allra keppenda en rétt eins og í Evrópukeppninni í Debrecen í vet- ur virðist frábær frammistaða hans ekki nægja til aö bæta upp slakt gengi annarra. Þessi skák hans, sem hér fer á eftir - tefld í íjórðu umferð - er ekki sú besta sem hann hefur teflt í keppninni. En hún sýnir vel hvað andstæðing- ar hans eiga við að eiga. Jóhann yfirspilar Frakkann eftir ranga áætlun hans í byrjun miðtaflsins. Baráttan snýst um rangstæðan riddara hvíts á a5. Jóhann bætir stööuna jafnt og þétt með hverjum leik en bráðsnjallan vinningsleik- inn fann hann hins vegar ekki fyrr en hann var kominn heim að skák- inni lokinni. í lok taflsins gekk á ýmsu en það er eins og máltækið segir: „Heppnin fylgir þeim sterka.“ Hvítt: Amaud Hauchard Svart: Jóhann Hjartarson Nimzo-indversk vörn. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 Dc7 Jóhann teflir sjaldgæft afbrigði í því skyni að rugla mótheijann í ríminu. íslendingar hafa óþarflega Umsjón Jón L. Árnason oft falhð flatir fyrir vönduðum byijanaundirbúningi Frakkanna, einkum þó í fyrri hluta keppninn- ar. Algengast er að hróka. 6. Rf3 Frakkinn gerir ekki tilraun til þess að nýta sér drottningarleik Jóhanns. Eftir 6. a3 Bxc5 7. b4 Be7 8. Rb5 Dc6 9. Rf3 á hvítur aðeins betra samkvæmt bókunum. 6. - Bxc5 7. Bg5 a6 8. e3 Be7 9. Bd3 d6 10. 0-0 Rbd7 11. a4 Upphafið að hæpinni áætlun. Eft- ir 11. Hfdl er taflið í jafnvægi. 11. - h6 12. Bh4 b6 13. a5?! bxa5 14. Re4 0-0 15. Rxf6 Rxf6 16. Rd2 Hb8 17. Rb3 Bd7 18. Rxa5 Hb4! Vandi hvíts í stöðunni felst í vara- samri stöðu riddarans á a5, bak- stæðu peði á b3 og veikleika á b4, eins og síðasti leikur svarts undir- strikar. Svartur hefur náð ívið betri stöðu. 19. Ha2 Hfb8 20. Hfal Eftir skákina komust keppendur að þeirri niðurstöðu að 20. De2, til að hindra áætlun Jóhanns, hefði verið betra. Hvítur gæti þá gælt við hugmyndina að leika f2—f3 og draga biskupinn til baka. 20. - g5! 21. Bg3 Rh5 22. b3 Dc5 23. De2 Rxg3 24. hxg3 Bf6 25. Hdl Bd8 26. Hdal De5 Hvítur getur ekkert aðhafst í stöðunni - verður að bíða þess sem verða vill. 27. Df3 Hc8 28. Be4? Tilraun til þess að losa riddarann úr prísundinni en 28. De4 hefði gef- ið meiri von. Eftir 28. - Dxe4 29. Bxe4 d5 30. Bf3! er óvíst hvort stöðuyfirburðir svarts nægja til vinnings. 28. - d5 29. Bd3 Hc5 30. cxd5 Á Jt # £ á Á Á ® X w Af 1 m A iáfÁ a A A ABCDE FGH í þessari stöðu drap Jóhann til baka á d5 með peði, án þess að hugsa sig um, enda að því er virð- ist sjálfgefið að hindra aðgang ridd- arans á c4-reitnum. Það var ekki fyrr en heim var komið að hann áttaði sig á því að í stöðunni leyn- ist einfóld vinningsleið... Eftir 30. - Bxa5! 31. Hxa5 Hxd5! eru hvítum allar bjargir bannaðar. Svartur hótar 32. - Hxa5 og ef hrók- urinn víkur sér undan kemur 32. - Hxd3. Eða 32. Hxd5 Dxal+ 33. Kh2 exd5 og nú er heill hrókur fallinn fyrir borð. En Jóhann hafði aðra „vinnings- leið“ í huga og næstu leikir voru leiknir fljótt á báða bóga. 30. - exd5 31. De2 Dc3 32. Bxa6 Bb5? 33. Bxb5 Hbxb5 34. Rc6! Riddarinn er sloppinn úr prís- undinni! Ef 34. - Hxc6 35. Dxb5. Hvítur hefur snúið taflinu við. 34. - Bf6 35. Rd4 Nákvæmara er 35. Ha8+ Kg7 36. Rd4 og svartur er í mesta vanda þar sem 36. - Bxd4 37. exd4 Dxd4 38. De8 lyktar með máti. 35. - Hb8 36. Ha8 Hcc8! Nú er staðan orðin jafntefli en heilladísirnar reynast Jóhanni hliðhollar. Eftir... 37. Hxb8?? Dxal + ! ... gafst Frakkinn upp. Eftir 38. Kh2 Hxb8 er hrókur fallinn. -JLÁ Bridge Philip Monis Evróputvímenningskeppnin: Frakkamir Abecassis og Quantin unnu Evrópumeistaramót í tvímenn- ingskeppni var spilaö í borginni Bielefeld í Þýskalandi um sl. helgi og tóku yfir 400 pör þátt. Frakkarnir Abecassis og Quantin vörðu titil sinn frá því 1991, sem er geysilegt afrek í jafnsterku móti og þetta er. í öðru sæti urðu einnig Frakkar, Meyer og Stretz, og brons- ið hrepptu Hollendingamir van Op- pen og Rebattu, kunnir landshðs- menn. Fjórða sætið kom í hlut ís- lands en þar voru að verki Guð- mundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson, tveir íslensku heimsmeist- aranna. Þeir félagar náðu fyrir stuttu sjöunda sæti í Sunday Times tvímenningskeppninni í London og óhætt er að fullyrða aö þeir séu í góðu formi um þessar mundir. Ann- aö par frá íslandi stóð sig einnig mjög vel, Aðalsteinn Jörgensen og Bjöm Eysteinsson sem höfnuðu í sextánda sæti. Evrópumeistarar í flokki öldunga urðu Svisslendingamir Link og Saesseli en uppbótartvímenninginn unnu fyrrum heimsmeistarar Þjóð- veija, Nippgen og Rohowsky. - Guðmundur Páll og Þorlákur fjórðu Við skulum skoöa eitt spil frá mótinu og fylgjast með vamarspih Guðmundar og Þorláks. S/O * D742 9 G5 * 103 * ÁK1042 ♦ 1083 9 K74 ♦ 74 + DG985 * G65 9 Á1032 ♦ ÁKD5 + 76 * ÁK9 9 D986 ♦ G9862 + 3 Með Þorlák og Guðmund í n-s gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Noröur Austur pass pass pass 1 tíguh pass 1 spaði pass 1 grand pass 2 grönd pass 3 grönd pass pass pass Guðmundur hóf vömina með hjartasexi, htið, kóngur og ás. Sagn- hafi spilaði laufi, svínaði tíunni og Heimsmeistararnir Guðmundur Páll og Þorlákur Jónsson. Þorlákur fékk slaginn á gosann. Hann spilaði hjartasjöi, htið og Guð- mundur fékk slaginn á drottningu. Hann sphaði hjartaníu, lítill spaði úr blindum og sagnhafi drap á tíuna. Hann hélt áfram meö laufið Qg fékk vondu fréttimar meðan Guðmund- ur losaði sig við tígulníu. Sagnhafi tók nú tvo hæstu í lauf- inu, kastaöi spaða að heiman og Guðmundur kastaði spaðaníu. Síð- an kom spaði á gosann sem Guð- Umsjón Stefán Guðjohnsen mundur drap með kóng. Hann tók nú hjartaáttu, spaðaás og staðan var nú þessi: ♦ D ♦ 10 9 - ♦ 74 + D N V A S t - 9 - * - 9 - ♦ 103 + 2 9 - ♦ ÁKD5 + - ♦ G862 + Sagnhafi var nú kominn einn niður en þegar Guðmundur húrraði út tígul- gosanum komst sagnhafi ekki hjá því að gefa einn slagi í viðbót. Tveir niður gáfu 85% skor. Bridgefélag Suðumesja: Vanirogóvanir spila í Stapan- um mánudag- inn 29. mars Næstkomandi mánudagskvöld, 29. mars, kl. 19.45, spila vanir og óvanir tvímenning í Stapanum. Mót þetta, sem Keflavíkurverk- takar styrkja, er hið annað í röð- inni á þessum vetri. Spilaður er Michell-tvímenningur og eru leikreglur þær að vanir keppnis- spilarar spha ekki saman. Fyrsta mótið var mihi jóla og nýárs og tókst feiknavel. Vonast forráða- menn félagsins til að geta endur- tekið það ævintýri. í beinu framháldi af þessu móti verður aöaltvímenningur bridge- félagsins en hann verður einnig sphaður í Stapanum og með nokkuð nýstárlegum hætti. Verð- ur sphað bæði meö og án forgjaf- ar og byija stigahæstu spilarar félagsins með um 300 í minus á byrjendurna en meðaljóninn í félaginu gefur hyrjandanum 100-200 í forgjöf. Þetta mót verður í flögur kvöld og áætlaö að spila 100-120 sph. Sl. mánudag var eins kvölds tvímenningur hjá félaginu og .spiluðu 16 pör. Lokastaðan varö: þessi: Bjarni Kristjánsson - Þorgeir Halldórsson 284 Eyþór Jónsson - Garðar Garðars- son 261 Gísli Torfason - Logi Þormóðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.