Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 Skipst hafa á skin og skúrir í lífi Elínborgar Jennýjar Ævarsdóttur: Var ekki hugað líf vegna heilaæxlis - varð íslandsmeistari í flmleikum fyrir viku Eins og skiljanlegt er er Helga afar stolt af dóttur sinni, Jennýju. Hún sat við sjúkrarúm hennar fyrir tíu árum og vissi ekki hvort dóttirin lifði uppskurð- inn af en nú er sú sama orðin íslandsmeistari i fimleikum. „Ég byrjaði að æfa fimleika þegar ég var sex ára en varö að hætta um tíma vegna veikindanna. Ég byijaöi síðan aftur en á undanfomum tveim- ur árum hef ég markvisst stefnt að íslandsmeistaratitlinum," segirElín- borg Jenný Ævarsdóttir sem um síð- ustu helgi náði markmiði sínu og fór heim með íslandsmeistarabikarinn. Það sem er kannski sérstakt við þann árangur era ekki síst alvarleg veik- indi Jennýjar þegar hún var sjö ára gömul. Þá var henni ekki hugað líf enda kom í ljós að hún var með ill- kynja heilaæxli. Jenný er núna sautján ára og sá tími, þegar hún gekkst undir þrjá uppskurði á skömmum tíma, er henni ekki ofar- lega í huga. Hún hefur náð sér líkt og um kraftaverk væri að ræða. Blikk í vinstra auga er það eina sem bendir til að eitthvað hafi verið að, þó ekki sé það áberandi. Þegar Jenný veiktist var móöir hennar, Helga Elisdóttir, fráskilin og bróðir hennar, Elís Helgi, var átta ára. „Ég man fyrst eftir veikindunum þegar við vorum á jólabafii en þá fór ég allt í einu að sjá tvöfalt," segir Jenný. „Það lagaðist síðan en kom alltaf aftur og aftur. Einnig átti ann- að augað til með að frjósa þannig áð það hreyfðist ekki.“ Illa staðsett æxli Móðir Jennýjar pantaði tíma hjá augnlækni en fékk ekki tíma fyrr en í lok janúar. Augnlæknirinn sendi hana síðan til Þrastar Laxdal bama- læknis. „Hún fór fyrst í myndatökur en ekkert kom fram á þeim,“ segir Helga. „Læknirinn var ekki sáttur við það og sendi hana í sneiðmynda- töku. Þar kom fram að æxli var við heilann. Þá var hún send til heiia- skurðlæknis á Borgarspítalanum, Kristins Guðmundssonar. Þar var hún skorin upp en þeir gátu ekki fundið út hvers konar æxh þetta var. Sýni var sent til Englands og Þýska- lands en engin svör komu út úr því. Þá var æxlið á stærð við sveskju, eftir því sem læknirinn sagði, en það var mjög illa staösett og erfitt að komast að því enda náðu þeir því ekki öllu. Þaö urðu miklar umræður meðal lækna vegna bamsins enda þótti þetta afar sérstætt tilfelli og það eina sem upp hafði komið. Ólafur Bjamason, háls-, nef- og eyrnasér- fræðingur, kíkti einnig á hana þann- ig að þeir vora margir sem fylgdust með henni. Um svipað leyti hringdi frænka mín í mig, sem býr í Kanada, en ég ólst þar upp. Ég sagði henni frá veik- indum Jennýjar og þá sagði hún mér frá grein í kanadísku blaði, sem hún hafði nýlega lesið, um doktor Hoff- man sem starfaði á Hospital for Children í Toronto og var talinn fær- asti heilaskurðlæknir í heimi. í blað- inu var einmitt grein um írska stúlku sem hafði legið lengi í dái og hann hafði bjargað. Þegar Ólafur Bjarna- son heyrði af þessum lækni, sem hann þekkti vel til, og að ég ætti skyldfólk í Kanada var tekin ákvörð- un að senda Jennýju til hans því í rauninni var ekkert hægt aö gera hér heima. Auk þess virtist æxhð vaxa mjög hratt. Eina tilfellið Jenný fór á spítalann tveimur dög- um eftir að við komum til Kanada. Eftir myndatökur kom í ljós að æxhð var orðið á stærð við mandarínu. Doktor Hofíman skar hana strax upp og við vonuðum að þar með væri þetta búið. Það var þó ekki. Ekki náðist að fjarlægja aht æxhð. Lækn- amir gátu ekki fundiö út hvers konar æxh þetta var og það hélt áfram að stækka og var orðið á stærð við app- elsínu sem teygði sig niður með höfð- inu og fram í kjálka. Það var meira að segja hægt að finna fyrir því innan við kinn bamsins, svo stórt var það. í ljós kom aö þetta var æxh af sér- stakri tegund sem aldrei áður, svo vitað sé, hafði fundist í höfði. Yfir- leitt er þessa tegund æxhs að finna í úthmum hjá eldra fólki. Það varð ljóst aö þriðji uppskurðinn væri nauðsynlegur þar sem ekki hafði tek- ist að fjarlægja aht æxhð í fyrri upp- skurðum og það stækkaði svona ört. Vandamáhð var þó að komast aö æxhnu en það var ekki auðvelt. Þess vegna var haft samband við lýta- lækni, doktor Monroe, og hann feng- inn tíl hjálpar. Hann treysti sér tíl að lyfta enninu vinstra megin og taka höfuðkúpuna í sundur. Þetta var mjög mikh aðgerð og mér var gert ljóst áður en hún fór inn á skurðstof- una að hún gæti orðið meövitundar- laus lengi á eftir, jafnvel lifandi dáin. Þó gáfu þeir mér von vegna þess hversu hún var ung. Á þessari deUd, sem Jenný var á, voru eingöngu börn með heilaæxh. Það sem maður horfði upp á var rosalegt. Sumum bömunum var haldið á lífi með vélum og önnur voru með opnar höfuðkúpur. Margt fólk treysti sér alls ekki inn á þessa deUd. Loks var Jenný búin undir upp- skurðinn og þeir tóku alveg vinstri hhð höfuðsins af enda hafði æxhð breitt það mikið úr sér. Einnig hafði æxhð étið upp stóran hluta af heha- himnunni og var að byrja á heUanum sjálfum. Þetta æxh hagaði sér á eng- an hátt í samræmi við þessa gerð æxla sem yfirleitt eru einskorðuð við bein. Þeir þurftu að kljúfa höfuðkúp- una og græddu nýja heUahimnu sem fengin var úr látnum manni. Trúlega hefur það verið fyrsta líffæra- ígræðsla á íslendingi. Það var kraftaverki líkast hvernig til tókst. Jenný virtist hvorki finna til eftir uppskurðinn né vera Ula haldin. Þvert á móti virtist hún fuh- frísk og kenndi sér einskis meins. Það var helst að hún væri slæm í skapi enda orðin hvekkt á öhu þessu umstangi og endalausum sprautum. Maður skUdi varla hversu htið sást þegar búið var að fjarlægja æxhð, eins og það var stórt, og að hún fyndi ekki tU,“ segir Helga. Litla hjálp að hafa Þær Helga og Jenný voru tvo mánuði í Kanada og eftir að þær komu heim hélt Jenný áfram í rann- sóknum og myndatökum. Svo virtist sem uppskurðurinn hefði tekist frá- bærlega vel og engir eftirmálar urðu. Þegar Helga er spurð hvers vegna fjölmiölum hafi ekki verið sagt frá svo mikilli aðgerð á sínum tíma seg- ist hún aldrei hafa hugsað út í það. „Að vera með fárveikt og dauðvona barn er miklu meira en fólk gerir sér í hugarlund. Verst þótti mér þegar við mæðgur komum heim að kallað var í mig frá Austurbæjarskólanum og mér tilkynnt að reka ætti Ehs úr skólanum vegna samskiptaörðug- leika. Hann hafði verið hjá pabba sínum meðan við vorum í Kanada. Vissulega höfðu áhyggjur, breytt umhverfi og fleiri þættir áhrif á hann, aðeins 8 ára gamalt barnið. Enginn skhdi hvernig honum leið og það var upphafið að gífurlegum erf- iðleikum mínum með Ehs. Hann var lengi utan skólakerfis og var síðan um tíma á Torfastöðum. Þar fékk hann einmitt þá hjálp sem hann þurfti á að halda og við Jenný feng- um ekki síður stuðning frá fólkinu þar,“ segir Helga. Þá má geta þess að Ævar Ragnarsson, faðir þeirra Elísar og Jennýjar, studdi börnin einnig mikið. Fjármálin fóru úr böndunum Það var ýmislegt sem kom upp á Hver skyldi trúa að hún hefði staðið við dyr dauðans fyrir tíu árum? DV-myndir Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.