Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. MARS1993 Þorgils Óttar Mathiesen er forstööumaður rekstrardeildar íslandsbanka en aöalfundur bankans verður á mánudag og því hefur verið mikið aö gera. DV-mynd ÞÖK Dagur í lífl Þorgils Óttars Mathiesen: Fundasetur og hand- boltatal Þriðjudagur 23. mars. „Ég vaknaði klukkan átta eins og ég er vanur og fékk mér ristað brauð og kakó. Eins og ég hafði kannski búist við fór bíllinn ekki í gang. Ég á litinn Suzuki Swift og geymirinn hefur verið að stríða mér um tíma, sérstak- lega eftir kaldar nætur. Ég hafði lagt honum þannig kvöldið áð- ur að ég gæti ýtt honum í gang. Þegar það gekk ekki hringdi ég í kunningja minn í næsta húsi og bað hann um hjálp. Það gekk loks að koma honum í gang en ég kom aðeins of seint í vinnuna fyrir bragöið," segir Þorgils Ótt- ar Mathiesen, forstöðumaður rekstrardeildar íslandsbanka, sem segir frá degi í lífi sínu að þessu sinni. „Þegar í vinnuna kom tóku við þessi hefðbundnu störf. Fyrst hringdi reyndar Kristján Arason og hundskammaði mig fyrir að mæta ekki á æfmgu kvöldið áður. Ég var á fundi og komst ekki. Ég hef aðeins tekið mig til eftir áramótin og æft með strákunum fyrir úrslita- keppnina sem byrjar 16. apríl. Vegna þess að ég hafði verið frá alla vikuna á undan, var farstjóri handboltahðsins í Sví- þjóð, biðu mín margvísleg skilaboö sem ég þurfti að af- greiöa. Ég var því að hringja út og suður þar til klukkan ell- efu en þá var fundur með sam- starfsfólki mínu þar sem við fórum yfir margvísleg gögn og ræddum skipulagsbreytingar sem orðið hafa og eru væntan- legar. Undanfarið hafa tvö útibú verið lögð niður, á Grens- ásvegi og í Álfheimum. í apríl verður enn eitt útibú lagt niður sem hefur verið að Laugavegi 31. Þessar breytingar krefjast talsverðra skipulagsbreytinga og mín deild sér um þá hlið mála. Eftir hádegi var námskeið í mötuneytismálum hjá okkur en þau heyra einnig undir mína deild og voru næringarfræðing- ur og matreiðslumeistari að kenna matseljum bankanna að útbúa gott og næringarríkt heilsufæði í hádegi. Við fáum yfirleitt kalt borð í hádeginu, mikið af brauði og áleggi. Ég fékk mér snarl í hádeginu en sat ekki námskeiðið. Hins vegar fór ég að kaupa mér nýjan rafgeymi í bílinn hjá Valdimar Grímssyni í Pólum í Einholti en faðir hans rekur fyrirtækið. Við ræddum mikið um hand- bolta - nema hvað - og fórum yfir stöðuna. Eftir hádegi þurfti ég aftur að mæta á fund og nú með kolleg- um mínum úr Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Við ræddum ýmis mál en komumst ekki að neinni niðurstöðu. Ég hélt síðan í vinnuna aftur og þar var ýmislegt sem beið mín, svo sem að fylgjast með starfmu í deildinni. Við erum með póstmiðstöð, lager og einnig hluthafaskrá en aðalfundur ís- landsbanka verður á mánudag. Við þurftum að afhenda at- kvæðaseðlana fyrir fundinn en þar verður kosið nýtt bankaráð. Þetta verður fyrsti aðalfundur- inn eftir að eignarhaldsfélög bankanna voru lögð niður. Klukkan 16.45 brunaði ég suð- ur í Hafnarfjörð enda átti ég að vera mættur á bæjarstjómar- fund í Hafnarborg klukkan fimm. Það hefur nú oft verið rifist meira en á þessum fundi enda var nýbygging í miðbæn- um ekki á dagskrá. Þetta var rólegheitafundur. Rætt var meðal annars um lóöaúthlutan- ir og húsnæðismál bæjarins. Strax að loknum bæjarstjórn- arfundi klukkan hálfátta dreif ég mig á æfingu upp í Kapla- krika. Við æfum núna á hverju virku kvöldi. Það var hressandi að hlaupa svolítið fyrir svefn- inn. Eftir æfinguna settumst við niður félagarnir í Sjónarhóli, sem er félagsheimihð í Kapla- krika, og ræddum málin. Ég var kominn heim rétt fyrir tíu og fór fijótlega í háttinn. Ég fer yfirleitt snemma að sofa, ekki seinna en ellefu." -ELA Finnur þú fímm breytingar? 198 Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti 5.450 frá versluninni Tónveri, Garðastræti 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verö- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækurnar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 198 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað nítugustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Elísabet G. Þorsteins- dóttir Skólabrú 4, 780 Höfn. 2. Elsa Hjaltadóttir Heiöargarði 11,230 Keflavík. Vinningarnir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.