Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Side 18
18 LAUGARDAGUR 27. MARS1993 Þorgils Óttar Mathiesen er forstööumaður rekstrardeildar íslandsbanka en aöalfundur bankans verður á mánudag og því hefur verið mikið aö gera. DV-mynd ÞÖK Dagur í lífl Þorgils Óttars Mathiesen: Fundasetur og hand- boltatal Þriðjudagur 23. mars. „Ég vaknaði klukkan átta eins og ég er vanur og fékk mér ristað brauð og kakó. Eins og ég hafði kannski búist við fór bíllinn ekki í gang. Ég á litinn Suzuki Swift og geymirinn hefur verið að stríða mér um tíma, sérstak- lega eftir kaldar nætur. Ég hafði lagt honum þannig kvöldið áð- ur að ég gæti ýtt honum í gang. Þegar það gekk ekki hringdi ég í kunningja minn í næsta húsi og bað hann um hjálp. Það gekk loks að koma honum í gang en ég kom aðeins of seint í vinnuna fyrir bragöið," segir Þorgils Ótt- ar Mathiesen, forstöðumaður rekstrardeildar íslandsbanka, sem segir frá degi í lífi sínu að þessu sinni. „Þegar í vinnuna kom tóku við þessi hefðbundnu störf. Fyrst hringdi reyndar Kristján Arason og hundskammaði mig fyrir að mæta ekki á æfmgu kvöldið áður. Ég var á fundi og komst ekki. Ég hef aðeins tekið mig til eftir áramótin og æft með strákunum fyrir úrslita- keppnina sem byrjar 16. apríl. Vegna þess að ég hafði verið frá alla vikuna á undan, var farstjóri handboltahðsins í Sví- þjóð, biðu mín margvísleg skilaboö sem ég þurfti að af- greiöa. Ég var því að hringja út og suður þar til klukkan ell- efu en þá var fundur með sam- starfsfólki mínu þar sem við fórum yfir margvísleg gögn og ræddum skipulagsbreytingar sem orðið hafa og eru væntan- legar. Undanfarið hafa tvö útibú verið lögð niður, á Grens- ásvegi og í Álfheimum. í apríl verður enn eitt útibú lagt niður sem hefur verið að Laugavegi 31. Þessar breytingar krefjast talsverðra skipulagsbreytinga og mín deild sér um þá hlið mála. Eftir hádegi var námskeið í mötuneytismálum hjá okkur en þau heyra einnig undir mína deild og voru næringarfræðing- ur og matreiðslumeistari að kenna matseljum bankanna að útbúa gott og næringarríkt heilsufæði í hádegi. Við fáum yfirleitt kalt borð í hádeginu, mikið af brauði og áleggi. Ég fékk mér snarl í hádeginu en sat ekki námskeiðið. Hins vegar fór ég að kaupa mér nýjan rafgeymi í bílinn hjá Valdimar Grímssyni í Pólum í Einholti en faðir hans rekur fyrirtækið. Við ræddum mikið um hand- bolta - nema hvað - og fórum yfir stöðuna. Eftir hádegi þurfti ég aftur að mæta á fund og nú með kolleg- um mínum úr Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Við ræddum ýmis mál en komumst ekki að neinni niðurstöðu. Ég hélt síðan í vinnuna aftur og þar var ýmislegt sem beið mín, svo sem að fylgjast með starfmu í deildinni. Við erum með póstmiðstöð, lager og einnig hluthafaskrá en aðalfundur ís- landsbanka verður á mánudag. Við þurftum að afhenda at- kvæðaseðlana fyrir fundinn en þar verður kosið nýtt bankaráð. Þetta verður fyrsti aðalfundur- inn eftir að eignarhaldsfélög bankanna voru lögð niður. Klukkan 16.45 brunaði ég suð- ur í Hafnarfjörð enda átti ég að vera mættur á bæjarstjómar- fund í Hafnarborg klukkan fimm. Það hefur nú oft verið rifist meira en á þessum fundi enda var nýbygging í miðbæn- um ekki á dagskrá. Þetta var rólegheitafundur. Rætt var meðal annars um lóöaúthlutan- ir og húsnæðismál bæjarins. Strax að loknum bæjarstjórn- arfundi klukkan hálfátta dreif ég mig á æfingu upp í Kapla- krika. Við æfum núna á hverju virku kvöldi. Það var hressandi að hlaupa svolítið fyrir svefn- inn. Eftir æfinguna settumst við niður félagarnir í Sjónarhóli, sem er félagsheimihð í Kapla- krika, og ræddum málin. Ég var kominn heim rétt fyrir tíu og fór fijótlega í háttinn. Ég fer yfirleitt snemma að sofa, ekki seinna en ellefu." -ELA Finnur þú fímm breytingar? 198 Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti 5.450 frá versluninni Tónveri, Garðastræti 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verö- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækurnar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 198 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað nítugustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Elísabet G. Þorsteins- dóttir Skólabrú 4, 780 Höfn. 2. Elsa Hjaltadóttir Heiöargarði 11,230 Keflavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.