Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Viðskipti Landsbréfa Verðbréfafyrirtækið Landsbréf, sem er í eigu Landsbankans, skil- aði á síðasta ári 30 miiljóna króna hagnaði eftir skarta. Þaö er nm 20% aukning hagnaðar frá árinu 1993. Ileildartekjur ársins námu 250 milljónum, eigið fé var 130 milljónir í árslok. Sjóðir Lándsbréfe jukust um 43% á árinu og voru orðnir 5,8 milljarðar að stærð. Ura 10% aukning varð á verðbréfaveltu fyrirtækisins sem varð 42 millj- arðar. Heildarviðskipti námu rúmum 60 milljörðum. Skilyrði fyrir góda ávöxtun peninga 1995 „Á árinu 1995 verður góður hagvöxtur í öllum helstu iðnríkj- um og framleiðsluauknmg meiri en nokkru sinni fyrr í sögunni. Allur horfur eru á því að ávöxtun á hlutabréfa- og skuldabréfa- markaöi verði góð, betri en á ár- inu 1994 en þó ekki eins góö og árið 1993,“ sagði Sigurður B. Stef- ánsson, framkvæmdastjóri VÍB, m.a. á ráðstefnu VÍB um ávöxtun eigna sem haldin var nýlega. Breyttskráning lOþúsund hlutafélaga Forráðamenn um 10 þúsund hlutafélaga, sem hafa verið skráð fyrir síðustu áramót, verða að taka ákvöröun um það sem fyrst eða i síðasta iagi fyrír næstu ára- mót hvort skrá skuli félögin sem hiutafélög samkværnt nýjum regium um hlutafelög. Þessar breytingar eru meðal annars til komnar vegna aðiidar íslands aö EES-samningnum. í auglýsingu í Lögbirtingablað- inu kemur fram að gert sé ráö fyrir að hlutafélög henti betur þar sem hluthafar séu margir, hluta- fé hátt og sóst eftir hlutafé frá almenningi. Einkahlutafélög henti betur fáum hluthöfum þar sem ekki sé leitað til almennings. w AuglýsingaherferðirSkandiaogVÍS: VÍS segist ekki vera í stríði - um 1300 manns með bónustryggingu Skandia Heilsíðuauglýsingar í dagblöðum frá Skandia og Vátryggingafélagi ís- lands, VÍS, hafa varla farið fram hjá mörgum undanfarna daga. Trygg- ingafélögin hafa átt í auglýsinga- stríði þar sem þau hafa augljóslega beint spjótum sínum hvort aö öðru. Tilefniö eru svokallaðar bónustrygg- ingar sem Skandia fór aö bjóöa á síð- asta ári þar sem bíleigendur m.a. missa engan bónus við fyrsta tjón. En skilyrði fyrir bónustryggingu er að viðkomandi sé með allar aðrar tryggingar hjá Skandia. Til marks um stríðið birti Skandia úrklippu úr auglýsingu VÍS í einni auglýsingu sinni með yfirskriftinni „Síbrotamaður eða fómarlamb?" og vísaði þar til setningar í VÍS-auglýs- ingu þar sem stóð „að aldrei eigi að verðlauna síbrotamenn i umferðinni". „Við höfum haldið okkar striki í öllum auglýsingaáætlunum. Viö gerðum reyndar eina undantekningu með því að svara auglýsingu frá VÍS en ég á ekki von á við gerum fleiri slíkar auglýsingar. Bónustrygging- arnar hafa vakið mikla athygli og skilað okkur verulega auknum viö- skiptum," sagði Friðrik Jóhannsson, forstjóri Skandia, við DV. Friðrik sagði að um 1.300 manns hefðu fengið sér bónustryggingu Skandia og iðjaldastofn félagsins hefði vaxið um 50 prósent sl. ár, talið í ársiðgjöldum. Forráðamenn VÍS hafa sakað Skandia um undirboð á bílaiðgjöld- um í skjóli Skandia í Svíþjóð. Friðrik sagði það ekki eiga við nein rök aö styðjast. „Forvarnir“ hjá VÍS Örn Gústafsson, framkvæmda- stjóri einstaklingstrygginga hjá VÍS, sagði viö DV að VÍS væri ekki í stríði við einn eöa neinn heldur væri hér um „forvarnir" að ræða. „Við höfum ekki minnst einu auka- teknu oröi á keppinautana í okkar auglýsingum. Við erum ekki að aug- lýsa vöru heldur að biðja fólk að aka varlega. Auðvitað er bullandi sam- keppm á milli tryggingafélaganna og hefur verið í mörg ár. Menn eru orðnir ágengari á markaðnum að selja sína vöru og nota til þess þau meðul sem þeim sýnast rétt. Við er- um öflugir í forvarnarstarfi. Ég hygg að allirhafi tekið eftir okkar auglýs- ingum þar sem við drögum fram af- leiðingar umferðarslysa. Það hlýtur eitthvað að vera að þegar hátt í 2.500 manns slasast í yfir 12 þúsund árekstrum á ári, þar af hljóta um 1 þúsund manns varanlega örorku. Ef við erum í stríði við einhvern þá er- um við í stríði við umferðarslysin," sagði Öm. Borgarplast fær gæðavottun Borgarplast hf. í Borgarnesi fékk á dögunum gæðavottun samkvæmt ISO 901 gæðastaðlinum. í Borgarnesi framleiðir Borgarplast frauðplasts- kassa til útflutnings á ferskum fiski auk einangrunarplasts og fleiri vöru- tegunda en fyrirtækið er einnig með starfsemi í Reykjavík. Gæðakerfi Borgarplasts var tekiö út af Vottun hf. og er ellefta fyrirtækið í landmu sem hlýtur gæðavottun og annaö í röðinni á landsbyggðinni. Á mynd- inni tekur Ómar Örn Ragnarsson (t.v), framkvæmdastjóri Borgar- plasts, við gæðavottumnm frá Kjart- ani Kárasyni frá Vottun hf. DV-mynd Olgeir Helgi, Borgarnesi Enn hækkar hlutabréfaverð Þingvísitala hlutabréfa heldur áfram að hækka ef mið er tekiö af viðskiptum sl. mánudags. Þá fór hún í 1067 stig og hefur aldrei verið hærri frá því hún tók gildi 1. janúar 1993. í nýliðnum febrúarmánuði eingöngu hækkaöi vísitalan um nær 7 prósent. Verð hlutabréfa hefur hækkað þrátt fyrir að viðskipti hafi ekki verið mik- il. Þróunin er emkum rakin til þeirra aðalfunda sem fram undan eru og búist er við góðum afkomutölum. Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku námu tæpum 35 milljónum króna. Mest var keypt af bréfum Hampiðj- unnar, eða fyrir 6,2 milljónir. Enda hækkaði verð Hampiðjubréfanna um 6,6% í tengslum við aðalfundinn í síðustu viku. Viðskipti voru einnig töluverð með hlutabréf Marels, Flug- leiða og Eimskips. Bréf þeirra tveggja síðasttöldu halda áfram að hækka í verði. Þanrng hafa Flugleiðabréfin hækkað í verði um 15% frá áramót- um og Eimskipsbréfin um 6%. Fiskverð hækkar ytra Fiskverð á erlendum mörkuðum er aö hækka ef marka má niðurstööu úr skipasölu og gámasölu á íslensk- um fiski í síðustu viku. í gámasölu í Englandi seldust 227 tonn fyrir 32 milljónir króna. Meöalverð fyrir gámaþorsk hækkaði um 5% milli vikna. Tveir togarar lönduðu afla sínum í Þýskalandi í síðustu viku og einn sl. mánudag. Bestu sölunm náði Ól- afur Jónsson GK sl. fimmtudag þegar 218 tonn seldust fyrir rúmar 34 millj- ónir. Daginn eftir seldi Ljósafell SU 133 tonn fyrir 19 milljónir. Á mánu- dag fékk Haukur GK tæpar 29 millj- ónir fyrir 205 tonna afla. Álverð hefur verið aö lækka og spá markaðssérfræðingar að innan tíðar verði staðgreiðsluverö á heimsmark- aði komið niður í 1750 dollara tonmð. í gærmorgun var það í 1817 dollur- um, nær 5% lægra en fyrir viku. Olíufélagið Skeljungur Þingvísit. hlutabr. Hampiðjantvö- faldarhagnað Aðalfundur Hampiðjunnar fyr- ir áriö 1994 var lialdinn sl. föstu- dag. Þar kom fram að síðasta ár var hið besta í sögu fyrirtækisins hvað afkomu snertir. Hagnaður af regiulegri starfsemi nam 107 milljónum og hreinn hagnaður eftir skatta um 90 milljónir. Þetta er tvöfalt meiri hagnaður en 1993. Þriöja árið í röð jók Hampiðjan tekjur sínar en þær jukust um 20% frá árinu 1993 og námu rúm- um 1 milljarði króna. Betri af- komu má þakka aukinni sölu á risaflottrollum, einkum á erlend- um mörkuðum. Hótelið á Ólafs- firði hættir Helgí Jónsson, DV, Ólafafirði: Starfsfólki Hótel Ólafsfjaröar hefur verið sagt upp og rekstri þess hætt. Það var Skeljungur sem keypti hótelið af Ólafsíjarð- arhæ fyrir fáum árum en rekstur þess hefur verið mjög erfiður. Skeljungur mun leyfa þeim sem reka bensínstöðina og söluskál- ami að hafa afnot af hótelbygg- ingunni þar til framtíð húsnæðis- ins verður ráðin. AðaKundirfyrir- tækjaaðbyrja Hvert fyrirtækið af öðru til- kynnir nú aöalfund fyrir árið 1994. Hér cftir verður reynt að halda úti lista yfir fundina og miðað við þau fyrirtæki sem eru skráð á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum: Sæplast: 9. mars. Eimskip: 9. mars. Tollvörugeymslan: 9. mars. Skeljungur: 14. mars. Flugleiðir: 16. mars. Olís: 16. mars. Ehf. Alþýðubankans: 23. mars. Marel: 23. mars. 1994 besta árið hjá Kaupþingi Verðbréfafyrirtækið Kaupþing skilaði ríílega 44 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er besta afkoma í sögu fyrirtækisins. Hagnaður jókst um 19% frá árinu 1993, tekjur um 7% og umfang viöskipta um 57% og nam 73 mllljörðum króna. Þaö jafngildir viöskiptum upp á 320 milljómr á dag. Eigið fé Kaupþings hefur aukist um tæp 19% og nam 175 milljón- um sl. áramót. Arður af eigín fé nam 17,4% en áætlanir gerðu ráð fyrir 15% aröi. ísienskútflytj- endaskrá Útflutningsráð íslands hefur í samráði viö Miðlun hf, gefiö út íslensku útflytjendaskrána 1994/1995. Bókinni er dreift án endurgjaids í 10 þúsund eintök- um. Að auki veröur hægt að nálg- ast upplýsingamar á Internetinu. Markmiðið með útgáfunni er að stuðla að auknum útflutningi með því að gera upplýsingar um útflytjendur aðgengilegar. A meðfylgjandi mynd virða framkvæmdastjórar Miðlunar og Útflutningsráðs íyrir sér nýju bókina. (PV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.