Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 íþróttir ÍS vann ÍH, 105-71, í 1. deild karla í körfuknattleik i fyrra- kvöld. ÍS og Breiðablik eru með 30 stig í A-riðli en KFÍ 28 fyrir síðustu umferðina. Breiöablik er öruggt með sæti i úrslitunum en P'I og ÍS mætast tvívegis á ísafiröi um næstu helgi, á fóstu- dag og laugardag. ÍS dugar að vinna annan leikinn til að komast í úrslit en ísfirðingar verða að vinna báða. Konurnarbyrja úrslitin í kvöld Úrslitakeppnin um íslands- meistaratitil kvenna í handknatt- leik hefet t kvöld með rveimur leikjum í 8-liða úrslitunum. Stjarnan og Ármann leika í Garðabæ og KR og ÍBV í Laugar- dalshöll. Báðir leikírnir hefjast klukkan20. • '' Búast má við auðveldum sigr- um Stjömynnar gegn Ármanni en leikir KR og ÍBV verða eílaust nýög tvísýnir. Annaðkvöld leika siöan Fram og Haukar í Fram- húsinu og Vikingur og FH í Vík- inni. iframlengingu Ingíbjörg Hmxöodóttir skrífer: Tveir leikir fóru fram í toppbar- áttu 1. deildar kvenna i gær- kvöldi. í Hagaskóla sígraði Grindavík lið KR, 39-52. KR- stúlkur byrjuðu leikinn mun bet- ur, sennilega minnugar slakrar frammistöðu gegn Keflavík um síðustu helgi. Þær léku sterka pressuvörn sem Grindvnkingar náöu ekki að vinna á en undir lok hálfleiksins náðu Grindavíkur- stúlkur að jafna. í upphafi síðari hálfleiks komu þær ákveðnar til leiks og skoruöu KR-ingar ekki nema 2 stig fyrstu 9 mínútur síð- ari hálíleiks. Þá var munurinn orðinn 13 stig sem var einfaidlega of mikiö fyrir KR. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir og Helga Þorvaldsdóttir voru i sér- flokki, hvor í sínu liöi. Anna Dís skoraði 20 stíg fyrir Grindavik og Hclga skoraði 23 stig íyrir KR. Leikur Keflavíkur og Vals var æsispennandi, Valsstúlkur voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og leiddu með 13 sögum í hálfleik, 23-36. Keflavíkurstúlkur eru hins vegar öllu vanar og knúöu fram framlengingu, 55-55, þarsemþær voru sterkari og sigruðu meö fjórum stigum, 62-58. Anna María Sveinsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur meö 18 stig og Linda Stefánsdóttir skoraði 26 stig fyrir Val. Stórsigurigá Leverkuseit Úrslit á Evrópumótunum í knattspyrnu í gær urðu þannig; UEFA-keppnin Frankfurt Juvontus.....1-1 0-1 Marocchi (36.), 1-1 Furtok (73.). I^everkusen-Nantes ....5-1 1- 0 Lehnhoff (9.), 2-0 Kirsten (18.), 2- 1 Ouedee (64.), 3-1 Sergio (79 ), 4-1 Sergjo (84.), 5-1 Kirsten (89.). Lazio - Dortmund.......1-0 1-0 Freund sjáffsmark (69.). Evrópukeppni bikarhafa Club Briigge - Cbelxea..1-0 1-0 Verheyen (83.). Liverpoo! áfram Úrslit í ensku knattspymunni í gær urðu þannig; Bikarkeppnin, 5. umferð Wjmbledon - Liverpool .0-2 0-1 Baraes (10.), 0-2 Rush (38.). Úrvalsdeildin: Ipswicb - Ne wcastle....0-2 0-1 Fox (12.), 0-2 Kitson (38.). Sérsamböndunum innan iþróttasambands Islands fjölgaði i gærkvöldi þeg- ar stofnfundur Skautasambands íslands var haldinn í höfuðstöðvum ÍSÍ i Laugardal. Skautaiþróttinni hefur vaxið fiskur um hrygg á siðustu árum og lita menn þar á bæ björtum augum til framtíðarinnar. Á myndinni, sem tekln var á stofnfundinum í gærkvöldl, er Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, í ræðustól og honum á vinstri hönd er Sigurður Magnússon, framkvæmda- stjóri ÍSÍ. DV-mynd S Besti leikui - sem knúöi fram oddaleik eftir stc Jón Kristján Sigurðsson skrifar: Það áttu víst fæstir von á því að Aftur- elding sækti gull í greipar FH-liðsins í Krikanum,eins og kom reyndar á dag- inn. FH-hðið hefur í gengum tíðina haft gott tak á Mosfellingum en í gærkvöldi uröu Hafnfirðingar að vinna eftir ósig- urinn í fyrsta leiknum uppi í Mos- fellsbæ. Nú standa leikar jafnir og þarf því oddaleik til að knýja fram úrslit um hvort liðið heldur áfram í undanúrslit- in. Mikið er í húfi og stefnir allt í hörku- leik og má því ætla að allt verði á suðu- punkti. Mosfellingar skoruðu fyrsta markið í leiknum en Adam var ekki lengi í Para- dís því næstu sex mörkin voru frá FH- ingum. Hafnfirðingar nánast khpptu Gunnar Andrésson út með þeim afleið- ingum að sóknarleikur Mosfellinga fór gjörsamlega úr skorðum. Ekki stóð steinn yfir steini í sókninni, FH-ingar gengu á lagið og skoruðu grimmt með ýmsum útgáfum og kætti þessi leikkafli heldur betur áhangendyr liðsins sem voru vel með á nótunum. Vamarleikur FH var einnig mjög sterkur og skoraði Afturelding ekki mark í 13 mínútur og voru þá FH-ingar búnir að ná sjö marka forystu. i síöari hálfleik hélst sami munur á liðunum, Mosfellingar náði aldrei að ógna FH- liðinu. Sóknin var mjög ráðleysisleg og í engu samræmi við fyrri leik liðanna í Mosfellsbæ. Haukar 1-0, 3-3, <L4, 9-7, 9-10, (11-10), 13-11, 15-15, , 19-17, 21-18, 22-19, 22-21. • Mörk Hauka: Gústaf Bjamason 6/2, Petr Baumruk, 4, Aron Krístjánsson 3, Sigurjón Sígurðsson 3, Þorkeli Magnússon 2, Páll Ólafsson 2, Jón F. Egils- Varin skot: Bjami Frostason 15. • Mörk Vals: Jón Kristjánsspn 7;3, Dagur Sigurðs- son 5, Geir Sveinsson 3, Davíð Ólafsson 2, Ingi R. Jóns- son l, Sigfús Sígurðsson 1, Ólafur Steíánsson 1. Varin skot: Guðm. Hrafnkelsson 10, Axel Stefánsson 2. Dómarar: Einar Sveinsson og Kristján Sveinsson, gerðu fuilt af mistökum. Ahorfendun 550. Maður leiksins: Bjarai Frostason, Haukum. „Sýndumhvað í liðinu býr“ „Við unnum þennan leik á mjög góöri vöm og liðsheildinni. Við vor- um miklu hvassari sóknarlega séð heldur en í leiknum að Hlíðarenda. Það var búið áð afskrifa okkur en við sýndum hvað í liðinubýr. Viðkvíðum ekki þriðja leiknum. Við höfum allt að vinna og eigum við ekki aö segja aö viö náum að brjóta hefðina hvað heimavöllinn snertir," sagöi Gústaf Bjamason, línumaöurinn snjalli í Haukaliðinu, eftír leikinn. NBA-deiIdin ínótt: II Óvænt úrslit urðu í NBA-deildinni í nótt. Dallas sigraði meistara Hous- ton á heimavelli sínum og LA Clip- pers vann fyrsta sigurinn í síðustu níu leikjum er liðið lagði Phoenix, án Charles Barkley, að velli. Stórleikurinn í nótt var viðureign Orlando og New York. Þar tókust þeir á „turnamir" Shaquille O’Neal og Patrick Ewing. Shaq átti betri leik og skoraði 41 stig en Ewing lék einn- ig mj ög vel. Úrshtin í nótt uröu þessi: Washington-76ers..........102-106 Howard 29, Skiles 19, Webber 17 - Weatherspoon 30, Baros 19, Wright 17. Orlando-NY Knicks.......118-106 O’Neal 41-, Scott 26 - Ewing 32, Starks 19. Milwaukee-Miami..........85-95 Rice 24, Owens 17 - Askins 16. Dallas-Houston.........102-101 Mashburn 22, Kidd 22. SA Spurs-Cleveland......100-83 Robinson 18, Person 17. Denver-Minnesota.......114-101 Mutombo 26, Rose 18, Williams - Rider 20. LA Clippers-Phoenix.....110-99 Murray 18, Smith 17, Sealy 17 - Johnson 31. Haukamir náðu að knýja fran ■ ■ Klassavorn I - sló Valsmenn út af laginu og liðin mætast að E Guðmundur Hilmaisson skrifar: „Þetta var svipaður hasar og ég bióst viö. Ég vissi að Haukamir kæmu grimmir og myndu selja sig dýrt. Okkar sterkustu hhðar, vöm og markvarsla, brugðust og sóknin var ekki nógu beitt. Það er að duga eða drepast á fimmtudaginn og í okkar huga kemur ekkert annað en sigur til greina,“ sagði Jón Kristjánsson, besti leikmaður Vals í leiknum, eíitir leikinn. Heimavöllurinn sannaði enri’ einu sinni gildi í úrslitakeppni 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi þegar Hauk- ar lögðu íslandsmeistara Vals, 22-21, í æsispennandi viðureign sem fram fór í Hafnarfirði. Haukar jöfnuðu þar með metin og oddaleikur félaganna fer fram að Hlíðarenda annað kvöld. Það verður að segjast eins og er að úrslitin í Strandgötunni komu á óvart enda reiknuðu flestir meö að Valsmenn myndu klára Haukana í tveimur leikjum ef mið er tekið á leikjum hðanna á-leik- tímabilinu. Haukar komu hins vegar gífurlega ákveðnir til leiks og höfðu und- irtökin nær allan leiktímann. Þegar fjór- ar mínútur voru til leiksloka höföu Haukar þriggja marka forskot en með seiglu tókst Valsmönnum að minnka muninn í eitt mark og fengu færi á að jafna en dæmd voru skref á Ólaf Stefáns- son þegar 12 sekúndur vora eftir oj; Haukarnir héldu fengnum hlut. Frábær vamarleikur lagði grunninr að sigri Haukanna í þessum leik. 6:( vöm þeirra var geysiöflug og áttu skytt- ur Valsmanna í stökustu vandræðurr meö að finna glufur á henni. Fyrir aftar hana var Bjami Frostason í fínu formi og varöi mjög vel á þýðingarmikluni augnablikum. í sókninni léku Haukam- ir af mikilli skynsemi. Þeir léku langai sóknir og svæfðu varnarmenn Vals á köflum og reyndu vart markskot nema í færam. Þessi leikaðferð Haukanna gekk upp og nái þeir að halda sama dampi og stöðva línuspil Valsmanna i leiknum að Hlíöarenda annað kvöld gætu þeir strítt meisturunum veralega. Liðsheildin hjá Haukum var sterk. Áður hefur verið minnst á Bjarna í markinu en Gústaf Bjamason og Petr Baumruk FH-ingar þakka áhangendum sínum stuöninginn i leiknum gegn Páli Þórólfssyni og skorar eitt sex marka sinna í leiknum. FH - Afturelding (10-5) 27-19 0-1, 6-1, 9-2,10-3, (10-5). 13-5, 15-10, 19-13, 22-15, 24-18, 26-18, 27-19. • Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 6, Guöjón Árnason 6/1, Sigurður Sveins- son 5/1, Hans Guðmundsson 3, Knútur Sigurðsson 3, Hálfdán Þórðarson 2, Sverrir Sævarsson 1, Hans Motzfeld 1. Varin skot: Magnús Árnason 16/1, Jónas Stefánsson 1/1. • Mörk Aftureldingar: Þorkell Guöbrandsson 5, Róbert Siglivatsson 3, Jason Ólafsson 3, Gunnar Andr- ésson 3/3. lugiinundur Helgason 2;2. Alexji Trúfau 1. Páll Þórótfsson 1, Viktor Viktorsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 16/1. Dómarar. Rögnvald Eriingsson og Stefán Araaldsson, góðir og yftrvegaðir að venju. Ahorfendur: Um 700. Maður leiksins: Gunnar Beinteinsson, FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.