Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Spumingin Er gott að búa á íslandi? Sigríður Björk Gylfadóttir bóndi: Já, það er allt gott við það að búa á ís- landi, yndisleg náttúra og hreint land. Reynir Ólafsson öryggisvörður: Já, mjög gott. Leifur Blöndal húsasmiðanemi: Já, það gerir veðráttan. Níels Daníelsson vélvirki: Já, þaö býr gott fólk á íslandi. Björgvin Hólm: Það er bara hvergi betra. Óskar Freyr Pétursson nemi: Já, hér er kalt og gott. Lesendur Lausn á kjaradeilu kennara við ríkisvaldið! Birgir Einarsson og Elmar Þórðar- son kennarar skrifa: Við viljum koma á framfæri góðri hugmynd sem gæti vegið þungt í samningaviðræðum kennara og rík- isvalds, og hugsanlega leitt til lausn- ar hennar. - Aðalhugtökin og lausn- aratriði í þessu sambandi eru „ferli- kennsla" og „tilvísun“. Engin ástæða er til að ríkisvaldið þurfi að hækka kaupið sem neinu nemur, frá því sem nú er. Þetta kynni að ráða úrshtum varðandi þann hnút sem hefur myndast í samningaumræðum. Hugmyndin með ferlikennslu í skólum landsins er að nemendur greiði aðeins eitt skráningargjald við komu að hausti beint til umsjónar- kennarans. Þetta skráningargjald er grunngjald ferhkennslunnar. Þessi greiðsla er síðan endurtekin við hver mánaðamót. Ákveðin greiðsla berist síðan á móti til kennaranna frá menntamálaráðuneyti. Þar sem nemandi þarf að vera hjá fleiri kenn- urum í skólanum þarf hann tilvísun frá umsjónarkennara og hefst þá ferlikennsla. Nemandinn greiðir fyr- ir hverja tilvísun sem gildir í eina önn, Dæmi um ferhkennslu er þegar nemandi fer í leikfimi eða sér- kennslu, þá greiðir hann íþrótta- kennara eða sérkennara sérstaka greiðslu sem kennarinn rukkar um leið og kennslu lýkur. Síðan rukka sér- og sérgreinakennarar mennta- málaráðuneytið um ákveðið gjald á móti. - Kjósi kennari að segja upp samningi við ráðuneytið borgar nemandinn heldur hærra ferU- kennslugjald, en á móti þarf hann þá ekki að greiða tilvísunargjaldið til umsjónarkennarans. í framhaldsskóla eða menntaskóla kvitta nemendur bara beint fyrir hveija kennslustund og síðan sæi skrifstofufólk skólans um aö inn- heimta gjaldið vð brottfór nemand- ans eftir hvem skóladag. - Stórar ríkisreknar stofnanir hér á landi hafa tekið upp svipað kerfi undanfar- in ár á íslandi. Reyndar hefur aðeins hluti starfsmanna þar notið greiðslna beint frá skjólstæðingum og því eðlilegt að annað starfsfóUc en kennarar í skólunum fengju aöeins mánaðarkaupið sitt. Kennarar fengju aftur á móti mánaðarkaupið, en auk þess greiðslurnar frá nem- endum sínum og menntamálaráðu- neytinu. Hér verður ekki lagt mat á hversu hátt gjald ætti að greiða fyrir tilvís- anir né ferlikennsluna, en við erum sannfærðir um að kennarar myndu sætta sig við samninga hUðstæða þeim sem nú eru í gildi. Haldgóðar tillögur kennaranna? - Nemendur og ráðuneyti borgi kennsluna? Hver vill svara fyrir? Baldur Grétarsson skrifar: Við hjónin urðum orðlaus og hrygg í huga er við lásum um hreinsunar- aðgerðir í Súðavík í miðvikudags- blaði DV 22. febrúar. Við eigum fjög- ur böm á aldrinum tveggja til tólf ára og fréttir af snjóflóðinu í Súðavík og afleiðingum þess höfðu djúpstæð áhrif á okkur. Síðan fylgdumst við með lands- söfnun sem gekk vonum framar. Alls staðar virtist mannúð og mann- gæska ríkja, og maður komst við yfir hinum mikla samhug meðal landa okkar. Það virkar því eins og löðrungur að lesa um það að eigum fólks, jafn- vel þótt óásjálegar þyki í augnabUk- inu, skuli ýft og ekið í hauga að því forspurðu. Einhverjir virðast hafa tekið að sér að ákveða fyrir fólkið hverju skuU farga og hverju ekki, fólk sem heyr harða lífsbaráttu við að ná andlegum styrk og líkamleg- um. - Er ekki búið að reyna nóg mótlæti í bih? Hvar er nú hugulsemin og bróður- þeliö? - Vom peningahagsmunir farnir aö ráöa ferð? Halda einhveijir að þótt söfnun hafi gengið vel þá geti peningar komið í stað muna sem tengjast fjölskyldulífi fólks og minn- ingu látinna ástvina? Ég tek það fram að ég geri mér ekki grein fyrir að- stæðum varðandi hreinsun í Súöavík en hrekk óneitanlega við þegar ég les um vitnisburð hlutaðeigandi fólks. Ég vona að einhverjar raunhæfar skýringar komi fram um þetta mál sem hægt er aö skilja, og þá fyrst og fremst fyrir hlutaðeigandi. - Vpn mín er sannarlega sú að góðvUd á íslandi risti dýpra en flatbotna fley og endist betur en kjölfar sUkra fara. Eftirmálln í Súðavik: Offari í hreinsunarstarf i Berglind G. Magnúsdóttir, Kópavogi, skrifar: Nú í vetur hefur fólk í Súðavík þurft að líða ólýsanlegar þjáningar vegna miskunnarleysis náttúmafl- anna. Fólk eins og ég, sem ekki þekk- ir slíkt svartnætti af eigin raun, skU- ur ekki til fuUs þann nístandi sárs- auka sem fólkið upplifir. Mér var þó ljóst aö þeir persónu- legu munir, sem fyndust í rústunum, myndu skipta marga miklu úr því sem komið væri. Að skynja t.d. tengslin við horfin, heittelskuð börn sín, með þessa hluti í höndunum, hlaut að verða viðkomandi óendan- lega dýrmætt. Það hvarflaði ekki að mér annað en að tilUtssemi og sam- ráð við þá sem misst höfðu heföi for- gang þegar hreinsunarstarf hæfist. Nú, þegar fréttir berast af ótrúlegu offari í hreinsunarstarfi í Súðavík, þar sem menn virðast jafn hugsunar- lausir og stjórnlausir og náttúruöfl- in, er ég bæði undrandi, hneyksluð og reið. Hvaðan koma þeir eiginlega sem standa fyrir og taka þátt í þess- um harkalegu aðgerðum? - Það eina sem mér dettur í hug er að þarna séu vélmenni á ferð. Framferði þeirra er óskUjanlegt. Ég votta öllum sem missu ástvini sína á vofveiflegan hátt í vetur mína dýpstu samúö og bið þess að Guð gefi þeim styrk, frið og huggun. I.J. skrifar: Mér finnst ömurlegt að Stöð 2 skuli senda tvo menn til Bandaríkj- anna tii að lýsa úrslitaleik í NBA- körfu, en eyðileggja hann í leið- inni. Ætla þeir aldrei að gera sér grein fyrir því að Einar Bollason á ekki að koma nálægt því aö lýsa loik - maðurinn er sérfræðíngur sem á að halda erindi um körfu- boltamenn en allt sem hann sagði þarna úti hefði hann rétt eins getaö sagt hér á íslandi. - Valtýr Björn reyndi að „bijótast í gegn" en tókst illa þvi að Einar yfirtók fljótlega linuna urn allt sem hann veit - En maður þarf nú ekki alltaf að segja aiit sem maður veit! Þegar verið er að lýsa leik vill maður heyra hvað er að gerast á þessu eða hinu augnablikinu - hver skorar, hver fær víti, hver braut á hverjum, o.sinc Fornar frægðarsögur eiga heima annars staðar og því á Einar ekki að koma nálægt lýsingum, og er „ofnotaður" á þeim vettvangi en „ónotaöur" þar sem hann er sér- fræðingur. f von um að skynsam- legri nýting finnist fyrír menn iþróttadeildar Stöðvar 2. Lögreglanverði vopnuð Þórhallur hringdi: Eftir það sem á undan er gengið hér á höfuðborgarsvæðinu með ránum og ofbeldi er augljóst að þessum glæpamönnum, sem hér gera sig líklega til að ráðast á fólk og stunda innbrot, stendm- ekki minnsta ógn af lögreglunni. Lög- reglan er líka óvopnuð, gagnstætt því sem gerist meðal annarra þjóða. Þessum glæponum má al- veg sýna í tvo heimana, og þvi er nauðsynlegt að halda þeim í skeQum með vopnaðri lögreglu. kennarar? Pétur Þorsteinsson hringdi: Mér fmnst þeir gerast helst til drjúgir með sig, kennararnir. Þeir segjast sakna þess að al- menningur skuli ekki láta heyra meira frá sér varðandi verkfallið. Satt að segja þykist ég vita aö al- menningi sé rétt sama hversu lengi kennarar veröa í verkfalli úr því sem komið er. Aðalatriðiö er að ríkisvaldið guggni ekki og fari að bjóða kennurum meira en samið hefur verið um við aðra. Jón Baldviner bestur Jón Halldórsson skrifar: Ég hlýddi á eldhúsdagsumræð- ur á Alþingi. - Þar töluðu margir sem talist geta vel máli farnir, enda atvinnumenn í ræðuflutn- ingi úr ræðustóli. Höfuð og herð- ar yfir aðra ræöumenn bar þó Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra. Fór þar saman frá- bær flutningur ræðunnar og snjallt orðaval sem bar vitní skýrri og rökfastri hugsun. - Þessu vU ég leyfa mér að koma á framfæri, þótt ég sé ekki flokks- bróöir Jóns Baldvins. En sann- gimi hlýtur þó að ráða þegar til kastanna kemur. við Leffsstöð Sigríður hringdi: Mig langar til að koma á fram- færi besta þakklæti til Bifreiða- geymslunnar við Leifsstöð en þar skildi ég bil minn eftir er ég fór utan nýlega. Er ég kom heim á konudaginn var mér afhentur bíll- inn ásamt fallcgri rós. BíIIinn var eins og nýr eftii* að hafa verið lek- inn og þveginn og bónaðui* sem ég greiddiað sjálfsögðufyrir. En alúð- in sem fylgir móttöku og afhend- ingu bifreiðanna er frábær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.