Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995 Afmæli______________________pv Ásmundur Stefánsson Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, Njörvasundi 38, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Starfsferill Ásmundur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1965 og cand. polit-prófi í þjóöhag- fræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1972. Ásmundur var hagfræðilegur ráð- gjafi Hagvangs hf. 1972-1974, hag- fræðingur ASÍ1974-78, lektor í við- skiptadeild HÍ1978-79, fram- kvæmdastjóri ASÍ1979-1988, forseti ASÍ1980-92, hefur starfað hjá ís- landsbanka frá 1993 og er þar fram- kvæmdastjóri. Ásmundur var stimdakennari við MH1972-75 og við HÍ1975-78, sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins nokkur ár, var varaþingmaður þess í Reykjavík 1987-91 og hefur gegnt fjölda nefnd- arstarfafyrir ASI. Fjölskylda Ásmundur kvæntist 15.6.1965 Guðrúnu Guömundsdóttir, f. 13.2. 1945, viðskiptafræðingi og fram- kvæmdastjóra Þjóðleikhússins. Hún er dóttir Guðmundar Jónsson- ar, trésmiðs í Reykjavík, og k.h„ Þuríðar Ingibjargar Stefánsdóttir saumakonu. Börn Ásmundar og Guðrúnar eru Gyða, f. 1.11.1971, viðskiptafræði- nemi við HÍ,en dóttir hennar og Halldórs Más Sæmundssonar er Áróra Ósk, f. 3.6.1992; Stefán, f. 20.2. 1973, sagnfræðinemi við HÍ. Systkini Ásmundar eru Þór, f. 29.10.1949, kennari er nú starfar viö gerð fransk-íslenskrar orðabókar, búsettur í Keflavík; Ása, f. 15.1.1959, fóstra í Kaupmannahöfn. Foreldrar Ásmundar eru Stefán Oddur Magnússon, f. 20.3.1919, fyrrv. framkvæmdastjóri Hreyfils, og k.h., Áslaug Ásmundsdóttir, f. 8.10.1917, húsmóðir. aimæiio zi. mars 85 ára Sigurjón Gottskálksson, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Múlavegi 18, Seyðisfirði. Jóna tekur ó móti gestum að Háa- leitisbraut 39, II. hæð t.h., eftir kl. 18.00 íkvöld. 40 ára 75ára Sigurlaug Sveinsdóttir, Hrafnistu viö Skjólvang, Hafnar- firöi. Kristín Vigfúsdóttir, Vatnsendabletti 88, Kópavogi. 70 ára Valdimar Bæringsson, Hlaðhömrum3, Reykjavik. 60 ára Fríður Pétursdóttir, Laugargcrði, Biskupstungum. Herdis Hergeirsdóttir, Móaflöt 49, Garðabæ. Jóna Sæmundsdóttir, Þráinn Vilhjálms Gíslason, Höfðavegi 6, Homaijarðarbæ. Jón Einar Rafnsson, Einifelli, Borgarbyggð. Ingi Þór Björnsson, Flúðaseli 14, Reykjavík. Auður Sigurðardóttir, Þverbrekku 4, Kópavogi. Miklós Endre Balázs, Vesturgötu 51, Akranesi. Hanna Lára Gunnarsdóttir, Fífutjöm 10, Selfossi. Snorri Bergsson, Stekkjargerði 2, Akureyri. Magnús Ögmundsson, Ártúni 13, Selfossi, Jón Jónsson, Litlagerði 4A, Hvolsvelli. Helga Jónsdóttir, Ijamargötu 10B, Reykjavík. Anna Aðalsteinsdóttir, Vikurbraut9, Sandgerði. Soffia Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sæbólsbraut 20, Kópavogi. Andlát Ætt Stefán er sonur Guðjóns Magnús- ar, bílstjóra í Reykjavík, Jónssonar, b. að Arnarfelli í Þingvallasveit, Ólafssonar, b. í Lónakoti í Hraun- um, Sigurðssonar. Móðir Guðjóns var Agnes Gísladóttir, b. í Klaustur- hólakoti í Grímsnesi, Ólafssonar, b. í Traustholti í Flóa, Jónssonar. Móð- ir Stefáns var Þómnn Einarsdóttir í Óskoti í Mosfellssveit Einarssonar ogÞóruPálsdóttur. Áslaug er systir Jóns Óskars rit- höfundar. Áslaug er dóttir Ásmund- ar, rafvirkjameistara á Akranesi, Jónssonar, b. í Hákoti á Akranesi, Ásmundssonar, b. í Miðvogi á Akra- nesi, Jónssonar. Móðir Ásmundar í Miðvogi var Guðrún Ásmundsdótt- ir, b. í Elínarhöfða, Jörgenssonar, b. í Elínarhöföa, Hanssonar, ættfóð- ur Klingenbergsættarinnar. Móðir Jörgens var Steinunn Ásmunds- dóttir, systir Sigurðar í Ásgarði, langfa Jóns forseta og Tómasar Fjölnismanns. Móðir Ásmundar rafvirkja var Halldóra Sigurðar- dóttir, b. á Karlsbrekku í Þverár- hlíð, Sigurðssonar, af Deildartungu- ætt. Móðir Sigurðar á Karlsbrekku var Guðriður Torfadóttir, b. á Hreðavatni, Jónssonar og Halldóru Jónsdóttur, umboðsmanns í Gvend- areyjum, Ketilssonar. Móðir Jóns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla landfógeta. Móðir Halldóru var Ástríður Elíasdóttir, b. á Há- reksstöðum, Magnússonar, og Þor- bjargar Þórðardóttur, prests í Hvammi í Norðurárdal, Þorsteins- sonar. Móðir Áslaugar var Sigurlaug Einarsdóttir, b. í Hhði á Akranesi, Gíslasonar. Móðir Einars var Guð- björg Oddsdóttir, b. í Engey, bróður Ólafar, langömmu Bjama Jónsson- ar vígslubiskups og Guðrúnar, móð- ur Bjama Benediktssonar forsætis- ráðherra. Oddur var sonur Snorra, b. í Engey, Sigurðssonar og Guðrún- ar Oddsdóttur. Móðir Guðbjargar Ásmundur Stefánsson. var Elín Gísladóttir, b. á Morastöð- um í Kjós, Þorsteinssonar, og Kolf- innu Snorradóttur, systur Odds. Guðrún, kona Ásmundar, varð fimmtug 13.2. sl. í tilefni afmælanna taka þau hjónin á móti gestum í Þjóðleikhúskjallaranum í dag kl. 17.00. Hrafnhildur Kristinsdóttir Hrafnhildur Kristinsdóttir, skrif- stofumaður og húsmóðir, Hvanna- lundi 8, Garðabæ, verður sextug á morgun. Starfsferill Hrafnhildur fæddist í Vestmanna- eyjum en ílutti með foreldrum sín- um í Borgarholt í Biskupstungum er hún var fimm ára. Þar átti hún heima í tiu ár er hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún bjó til 1978 þegar hún flutti í Garðabæinn. Hrafnhildur lauk gagnfræðaprófi og stundaði nám við menntaskóla en hætti vegna veikinda. Hún hefur síöan stundað fjölda námskeiða í ýmsum fræðigreinum. Auk húsmóðurstarfa hefur Hrafn- hildur lengst af stundað skrifstofu- störf og prófarkalestur. Síðustu sextán árin hefur hún verið skrif- stofumaður hjá ríkisstofnunum. Hrafnhildur gekk ung í Kvöld- vökufélagið Ljóð og saga, var for- maður ritnefndar þar í mörg ár, hefur gegnt flestum stjómarstörf- um þar og er formaöur þess frá 1993. Hún var einn af stofnendum Kvöld- vökukórsins 1981 og hefur súngið með honum síðan. Þá er hún einn af stofnendum Sinawikklúbbs Garðabæjar 1983, hefur gegnt flest- um trúnaöarstörfum hans og var formaður 1984-85. Hrafnhildur er mikilsvirkur hag- yrðingur og hafa víða birtst eftir hana ljóð, lausavísur, gamanvísur og söngtextar. Þá hefur hún samið sögur og leikþætti og forðað ýmsum fróðleik frá glötun með því að skrá frásagnir og viðtöl við aldraða. Fjölskylda Hrafnhildur giftist 31.12.1955 Sig- urði Axelssyni, f. 29.7.1932, forstjóra og núverandi svæðisstjóra Kiwanis- hreyfingarinnar á íslandi. Hann er sonur Axels V. Sigurðssonar, iðn- verkamanns í Reykjavík, og k.h., Kristínar Ketilsdóttur frá Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum, húsmóður. Börn þeirra eru Axel Sigurðsson, sjúkraliði með eigið fyrirtæki, bú- settur í Garðabæ og á hann þrjú böm en sambýliskona hans er Heiða Björg Scheving; Stefanía Kristín Sigurðardóttir, húsmóðir í Hafnar- firði, gift Reyni Þórðarsyni, for- stöðumanni markaðsdeildar ein- stakhngstrygginga hjá Sjóvá- Almennum og eiga þau tvo syni. Hrafnhildur á þrjár alsystur og sjö hálfsystkini samfeðra en þrjú þeirra eruálífi. Foreldrar Hrafnhildar voru hjón- in Kristinn Bjarnason, f. 19.5.1892, d. 12.7.1968, b. og skáld frá Ási í Vatnsdal, og Guðfinna Árnadóttir frá Grund í Vestmannaeyjum, f. 19.11.1903, d. 5.10.1990, húsmóðir. Ætt Hrafnhildur Krisfinsdóttir. sonar, oddvita á Sýruparti viö Akra- nes, og k.h., Sigríðar Hjálmarsdótt- ur Hjálmarssonar, skálds í Bólu, Jónssonar. Fósturforeldrar Kristins vom hjónin Guðmundur Ólafsson, alþm. í Ási í Vatnsdal, og Sigurlaug Guðmundsdóttir. Guðfinna var dóttir Árna Árna- sonar frá Vilborgarstööum og k.h., Jóhönnu Lárusdóttur frá Búastöð- um. Hrafnhildur tekur á móti vinum og venslafólki að Skipholti 70 á morgun kl. 18.00-20.00. Ómar Daníel Bergmann Kristinn var sonur Bjarna Jóns- Ólöf Guðfinna Jakobsdóttir, sauma- kona og húsmóðir, til heimilis að vistheimilinu Seljahlíð 1 Reykjavík, lést mánudaginn 13. sl. Hún var jarðsunginn frá Neskirkju í gær. Starfsferill Ólöf fæddist 28.7.1908 að Felli í Mýrdal en ólst upp í Vík. Hún flutti til Reykjavíkur og var þar lengst af húsmóðir og saumakona. Ólöf starfaði mikið við Kvenfélag Hallgrímskirkju, að byggingarmál- um Hallgrímskirkju, í félagsstarfi aldraðra og fyrir Skaftfellingafélag- ið. Fjölskylda Fyrri maður Ólafar var Ólafur Ingvason, f. 2.9.1906, sjómaður og bóndi. Þau shtu samvistum. Seinni maður Ólafar var Ólafur Lárusson, f. 16.9.1909, d. í ágúst 1973, málari. Dóttir Ólafar og Finnboga Eyjólfs- sonar, f. 22.7.1898, d. 1.5.1987, er Jakobína Finnbogadóttir, f. 6.12. 1928, húsmóðir í Reykjavík og ekkja eftir Þóri Kr. Þórðarson, f. 9.6.1924, d. 26.2.1995, prófessor í guðfræði við HÍ. Fyrri maður Jakobínu var Bjöm Sveinbjömsson, f. 30.12.1925, d. 23.7. 1985, verkfræðingur. Börn Jakobínu og Bjöms em Nanna, f. 16.11.1947, hstamaður í London og á hún þrjú böm; Ólöf, f. 29.4.1950, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Reykjavík, gift Vigfúsi Ámasyni og eiga þau þrjú böm; Sveinbjöm, f. 24.11.1951, forstjóri í Reykjavík, kvæntur Áse Gunn Bjöms hjúkrunarfræðingi og eiga þau þijú böm; Helga, f. 5.5.1953, garðyrkjufræðingur í Reykjavík, gift Tryggva Agnarssyni lögfræð- ingi og eiga þau saman þrjú börn auk þess sem hún á son frá því áð- ur; Guörún Þorbjörg, f. 26.11.1957, kennari í Hrana, gift séra Halldóri Reynissyni og eiga þau þrjú böm. Systkini Ólafar Guðfinnu: Bjöm, f. 1893, nú látinn; Eyjólfur Þórarinn, f. 1895, d. 1899; Sæmundur, f. 1896, drukknaði 1920; Pétur, f. 1897, nú látinn; Eyjólfur Þórarinn, f. 1899, nú látinn; Kári, f. 1901, d. 1920; Magnús Þorbergur, f. 1903, nú látinn; Hah- dóra, f. 1905, d. s.á; Jakobína Guöríð- ur, f. 8.8.1910. Foreldrar Ólafar Guðfinnu vora Jakob Bjömsson, f. 14.8.1864, d. 21.5. 1910, trésmiður í Vík í Mýrdal, og Ólöf Guðfinna Jakobsdóttir. k.h., Guðríður Pétursdóttir, f. 14.6. 1863, d. 12.11.1923, húsfreyja. Ómar Daníel Bergmann hljóm- hstarmaður, Þórsgötu 23, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ómar fæddist í Tacoma í Banda- ríkjunum en ólst upp í Kópavogi. Hann lagði stund á fiðluleik, gítar- leik og bassaleik, tónfræði, hljóm- fræði, tónheyrn og tónlistarsögu. Ómar lék með hljómsveit Tón- hstarskólans og síðar með Sinfó- níuhljómsveit Islands, með Sinfó- níuhljómsveitinni í Reykjavík og viðRíkisútvarpið. Ómar hefur gegnt trúnaðar- störfum fyrir FÍH og Dagsbrún. Fjölskyjda Dóttir Ómars er Regína, f. 6.1. 1970, starfsstúlka við Fæðingar- heimihð í Reykjavik. Bróðir Ómars er Börkur Vífill, f. 18.2.1952, arkitekt í Kanada. Foreldrar Ómars era Gunnar Bergmann, f. 6.3.1918, blaðamaður og kennari í Kópavogi, og Laufey Bergmann, f. 27.4.1916, húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.