Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 32
Tölvum stolið: Tveggja mán- aða vinna í súginn „Þjófarnir gengu mjög kunnáttu- samlega til verks. Þeir aftengdu gamlar tölvur og tóku einungis þaö nýjasta. Inni á tölvukerfmu sem var tekið var 2 mánaöa vinna, allt okkar framleiðslukerfi. Þaö er það sorgleg- asta. Nú þurfum viö að handteikna hverja einustu hurð og hvern einasta glugga með blýanti," segir Ferdinand Hansson, framleiðslustjóri BYKO í Njarðvík. Brotist var inn í verksmiðjuna að- faranótt laugardags og stolið þaðan nýrri tölvu og hugbúnaði. Fyrirtækið haíði nýverið fest kaup á búnaðinum fyrir um 2 milljónir. Hurð hafði verið brotin upp en aðrar skemmdir voru ekkiunnaráverksmiðjunni. -kaa Borgarráð: Helga Jóns- dóttir borgar- ritari? Kristín A. Árnadóttir, aðstoöar- kona borgarstjóra, býst við að lagður verði fram listi yfir umsækjendur um stöðu borgarritara á borgarráðs- fundi í dag og hugsanlega skýrist á fundinum hver verður ráðinn í stöð- una. Fimm umsóknir bárust þegar umsóknarfrestur rann út fyrir helgi. Samkvæmt heimildum DV er Helga Jónsdóttir, fyrrum skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu og fyrr- verandi aðstoðarkona Steingríms Hermannssonar, meðal umsækjenda og er hún talin líkleg til að hljóta hnossið. „Ég vil hvorki játa því né neita,“ sagði Kristín A. Ámadóttir um það hvort Helga væri í hópi umsækjenda. LOKI Áreksturinn minnirá að fall er fararheill -fyrir næsta stjórnarsamstarf! Verðum að Gisli Krjstjánsson, DV, Osló: fiskveiðimál nú i lok mánaðarins. __ Ráðstefnan stendur frá 27. mars til „Við verðum að viðhafa sömu 12. aprfl. aðferðir gegn íslendingum og þeir „Ef engin viðunandi niðurstaöa notuðu sjálflr gegn Bretum í verður af ráðstefnunni munum við þorskastríðunum. Norskir sjó- krefjast þess að norsk stjórnvöld menn geta ekki horft eitt árið enn loki Smugunni með hervaldi, ef aðgeröalausir á rányrkjuna í ekki vill betur til. Þetta er flski- Smugunni. Á endanum verðuin viö stofn sem við lögöum mikið á okk- að beita hervaldi,“ segir Oddmund ur við að byggja upp og getum ekki Bye, formaður Norges flskarlag, i látið aðra stela frá okkur,“ sagði samtali við DV. Oddmund. Oddmund sagði að norskir sjó- „Við sjómenn getum ekkert gert menn reiknuðu fastlega með að ís- sjálfir og ætlum ekki að grípa til lendingar sendu álíka stóra flota í ólöglegra aðgerða. Við munum Smuguna í sumar og síðasta sum- hins vegar krefjast aðgerða afhálfu ar. Hann sagði að samtök sin hygð- yfirvalda, Á síðasta ári tóku íslend- ust bíða þess sem gerðist á ráð- ingar álíka mikið af okkar físki og stefnu Sameinuðu þjóöanna um við höfum sjálfir veitt við Lofoten í vetur. Það sjá allír að þetta gengur ekki,“ sagði Oddmund. Samkvæmt upplýsingum Jon Espen Lien hjá norsku strandgæsl- unni er enn aðeins einn togari í Smugunni. Það er Santa Princessa, portúgalskur togari, skráður í Belize. Hann hafði í gær ekki enn hafið veiöar. „Við höfum eitt varöskip á svæð- inu og eftirlitsflugvél flýgur þar reglulega yfir. Það eína sem við getmn gert er að lita eftir hugsan- legum veiðum. Annars liggja ekki fyrir ákvarðanir mn meiri aðgerðir en á síðasta ári,“ sagði Lien. Hann sagði að ekki kæmi til álita nú að taka togara á alþjóðlegu haf- svæði. ur í árekstri „Þetta var í þröngum snjógöngum og vegurinn sleipur. Báðir bílarnir skemmdust og þurfti að draga þá af slysstað. Anna Jensdóttir fór á sjúkrahús og var sett í kraga en kom svo á fundinn til okkar,“ segir Gunn- laugur M. Sigmundsson, efsti maður hjá Framsókn á Vestfjörðum. Frambjóðendur Sjálfstæöisflokks- ins, Einar Kr. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón A. Kristjánsson og Ólafur Hannibals- son, lentu í árekstri við bíl Gunn- laugs M. Sigmundssonar og Önnu milli Tálknafjarðar og Patreksfjarð- ar á sunnudag. - ■' V . s* & " 4 ^ J Davið Oddsson forsætisráðherra leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík i alþingiskosningunum 8. april og hefur því í mörgu að snúast þessa dagana. Davíð og félagar hans á framboðslistanum hafa heimsótt marga vinnu- staði að undanförnu til að kynna stefnu flokksins, þar á meðal saltfiskvinnslu Jóns Ásbjörnssonar. Á myndinni er Jón að lýsa vinnsluferlinu fyrir stjórnmálamönnunum meðan einn starfsmanna hans sker og snyrtir flökin. DV-mynd BG Veðriö á morgun: Kaldi eða stinnings- kaldi Á morgun veröur suðvestanátt víðast hvar, kaldi eða stinnings- kaldi, él eða slydduél sunnan- og vestanlands en úrkomulaust norðan- og austanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Seyðisfjörður: Rætt um að færa verk- smiðjuna Ljóst er að tugmilljóna króna tjón varð þegar snjóflóðið féll á mjöl- skemmu og hluta verksmiðjuhúss Vestdalsmjöls á Seyðisfirði. Ræða menn nú um hvort það svari kostn- aði að færa verksmiðjuna og finna henni nýjan stað á Seyðisfirði. í samtali við DV í gær sagöi Arnar Jónsson, verksmiðjustjóri Vestdals- mjöls, að um 1.700 tonn af gæða loðnumjöli hefðu verið í mjölskemm- unni sem fór á haf út í flóðinu. Geng- ið hefði verið frá 2.000 tonnum og framleiðsla hefði staðið yfir á sein- ustu 300 tonnunum. Að sögn kunn- ugra er ekki ólíklegt að verðið á mjöl- inu sé um 40 þúsund krónur tonnið og verðmæti mjölsins í skemmunni því allt að 70 milljóna virði. Arnar sagði ekki ljóst hvort allt mjölið hefði ruðst með skemmunni á haf út en hægt væri að endurvinna það ef eitthvað af því væri enn í grunninum. Arnar sagði að eigendur væru til- búnir að halda rekstrinum áfram en rætt hefði verið um að færa verk- smiðjuna um set. Þetta er í þriðja skiptið sem flóð fellur á hana. Aðspurður sagði Arnar að allar tryggingarhefðuveriðílagi. -pp Snjóflóðahættan: Áþriðja hundrað yfirgáfu heimilin Samtals 136 Patreksfirðingar þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Var 41 hús rýmt en endurmeta átti snjóflóða- hættu undir hádegi í dag. Að sögn lögreglu var ekki vitað um að fióð hefðu fallið í nótt eða í morgun. Þá voru 9 hús rýmd við Ólafstún á Flateyri í gær. Þurftu um 30 íbúar að yfirgefa heimili sín og einnig íbúar tveggja sveitabæja í nágrenni Flat- eyrar. Endurmeta átti ástandið eftir hádegi i dag. 29 íbúar á Seyðisfirði þurftu að yf- irgefa heimili sín og annar eins fjöldi í Olafsvík. Starfsemi liggur niðri í 11 fy rirtækj um á Sey ðisfirði. -pp Akureyri: Snjórhrundiábíla Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tvær bifreiðar eru talsvert skemmdar eftir að sixjóhengjur á þaki fjölbýlishúss í Glerárhverfi féllu á þær í gærkvöldi. Skemmdir eru talsverðar á þaki bifreiðanna og rúð- ur brotnuðu í þeim. 0Fenner Reimar og reimskífur SuAurlandsbraut 10. S. 68M99. LSTTi alltaf á Miðvikudögnm FRETTASKOTIÐ 562-2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 AFGREIÐSLU: 563 2777 KLS'S LAUGARDAGS‘06 manudag$morgma Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.