Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 Fréttir Lítil svörun við auglýsingu félagsmálaráðuneytisins eftir fiskvinnslufólki: Langstærstur hluti vandans er óleystur segir Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva „Nokkur svörun hefur veriö viö auglýsingu félagsmálaráðuneytisins eftir vinnuafli til fiskvinnslu. Hún er ekki mikil en ákveðin viðbrögð þó. Þannig hefur tekist að leysa vanda fiskvinnslustöðvanna í Hrísey og á Dalvík en þar vantaði 11 manns í vinnu. Það tókst að ráða íslendinga í öll þau störf. Mest vantar hins veg- ar af fólki til Vestfjarða eða um eitt hundrað manns. Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir en ekki mikið um ráðningar þangað. Við erum að tala um að það vanti 150 til 200 manns í fiskvinnsluna nú um mánaðamótin, þannig að langstærstur hluti vand- ans er því enn óleystur," sagði Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, í samtali við DV um stöðuna í mannaráðningum í fiskvinnslunni og auglýsingu félags- málaráðuneytsins í sambandi við það. Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur sagt að áður en ráðuneytið gefi út ný atvinnuleyfi til útlendinga vilji hann að fullreynt veröi hvort hægt sé að fá atvinnulausa íslend- inga í þessi störf. í fiskvinnslu eru tahn vera rúmlega 6.300 störf. Að sögn Arnars Sigurmundssonar eru útlendingarnir í fiskvinnslunni á mihi 300 og 400. Um 5.000 íslendingar eru skráðir atvinnulausir og segist Arnar hafa fullan skilning á þvi að menn reyni til þrautar að fá Islend- inga í fiskvinnsluna. Atvinnuleysis- bætumar i ár nemi um 4 milljörðum króna og menn standi nú í erfiðri fjárlagagerð. „Eg skil félagsmálaráðherra því vel og hann hefur líka sagt að takist ekki að fá íslendinga í þessi störf muni hann sjá til þess að fyrirtækin stöðv- ist ekki vegna manneklu. Þess vegna þykir mér sjálfsagt að reyna þessa leið ráðherrans," sagði Arnar Sigur- mundsson. Fær vottun á lífrænni ræktun: Kjarnmeiri og bragðmeiri afurðir Jörðin Vallanes á Héraöi hefur ræktuðum vömm og öðrum, fólk fengið vottun á iífrænni iram- hringi mikið og þakki fyrir fram- leiðslu landbúnaðarafurða frá leiðsluna. Ástæðuna fyrir gæða- breska fyrirtækinu Soil Associati- muninum segir hann vera að líf- on. Þýðir þetta að afurðir jarðar- rænt ræktaðar plöntur vaxi hægar innar, sem bera vörumerkið Móðír og verði þvi kjarnmeiri og bragð- jörð, munu bera merki Soil Assoc- meiri. iation. Tryggir það neytandanum Eymundur framleiðir m,a. kart- aö varan sé lifræn framleiðsla. öflur, kál, nautakjöt og korn. Einn- Slíkar vömr eru jafnan dýrari en igeruþarnaframleiddarnuddolíur aðrar enda era miklar kröfur gerð- og annaö úr jurtum, t.d. blóma- ar, t.d. má ekki nota tilbúinn áburð dropar sem hjálpa fólki sem á við eða neins konar eiturefni til varnar sálarleg vandamál aö stríða. Er það plöntura. Einnig em geröar kröfur kona Eymundar, Kristbjörg Krist- um skiptiræktun, að jarðvegurinn mundsdóttir, sem hefur haft þá sé ekki ofnotaður. framleiðslu mest á sinni könnu. Segir Eymundur Magnússon, Segir Eymundur í þessu samhengi bóndi i Vahanesi, að i lífrænni að hægt sé að leíta svara i náttúr- ræktunfelístnáttúruvernd.Þáseg- unni við flestum vandamálum, ef ir hann að fólk fnmi mun á lífrænt ekki öllum. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæöakröfur PR0NT0 PREST0 Rakaheld án próteina • Níðsterk Hraðþornandi • Dælanleg Hentug undir dúka og til ílagna Smiðjuvegur 70,200 Kópavogur Símar. S64 1740,892 4170, Fax: SS41769 eykur orku og úthald Eitt hylki á dag og þú finnur muninn! Fæst í apótekinu w Atvinnuauglýsingarfélagsmálaráðimeytisins: Anægður með árangurinn - segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra „Það er góö hreyfing á þessu máh. Ég fékk skýrslu frá atvinnumiðlun í dag þar sem skýrt er frá því að nokk- ur fiskvinnslufyrirtæki hafi ráðið til sín íslendinga eftir að við auglýstum. Þar segir einnig að það sé miklu meiri hreyfing á málinu nú en fyrir hálfum mánuði. Þess vegna er ég mjög ánægður með hvernig til hefur tekist. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að það var aldrei í okkar huga að fara að stöðva fiskvinnsluna í landinu eins og sumir hafa haldið fram. Geti fiskvinnslufyrirtækin ekki fengið íslendinga í vinnu þá verður að sjálfsögðu heimilað að ráða erlent vinnuafl til þeirra," sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra, inntur eftir hvaða áhrif atvinnuaug- lýsing ráðuneytisins á dögunum hefði haft. Hann sagði að auövitað væri það besta sem hægt væri að gera fyrir fólk sem er atvinnulaust að útvega því vinnu. Þess vegna hefði veriö farið út í að auglýsa til að koma hreyfmgu á hlutina. Hann sagðist hafa átt fundi með starfsmönnum vinnumiðlana og atvinnurekendum og óskað eftir bættum boðskiptum. Þeirra væri nú von með nýju tölvu- kerfi sem verið er að taka í notkun og tengir saman vinnumiðlanimar. Varðandi það sem komið hefur fram að frystihúsin vilji ekki karl- menn til starfa á flæðilínunum sagöi Páll að hann teldi það vera bábilju að halda því fram að karlmenn gætu ekki unnið þar við hlið kvenna. Fólk væri misvandvirkt og skipti kyn þar engu máli. Hann sagðist hafa það eftir frystihúsamönnum að það væri rangt að útiloka karlmenn frá þess- um störfum. Loks benti Páll á að mikið af störf- um í landinu losnuðu nú um mán- aðamótin þegar skólarnir byrjuðu. Hann sagði að þess vegna hefði ráðu- neytið auglýst aftur til að vekja at- hygli fólks á þessu. „En varðandi fiskvinnsluna sjáum- viö til í einhverja daga. Fáist ekki fólk verða atvinnuleyfi veitt til út- lendinga," sagði Páll Pétursson. Davíð Oddsson i hópi skógræktarfólks i Hallormsstaðarskógi DV-mynd Sigrún Hæsta tré á íslandi er orðið 20 metrar: Trjávöxtur öruggari en hagvöxtur - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsst.: „Með alla þessa grósku fyrir aug- unum þykist ég sjá að á íslandi er tijávöxturinn öraggari en hagvöxt- urinn,“ sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra þar sem hann var við- staddur hæðarmælingu á lerkitrjám í Hallormsstaðarskógi síðastliðinn laugardag. Af því tilefni kom Davíð fyrir útskorinni plötu á trénu með svofelldri áletrun: „Hæsta tré á ís- landi. Fyrsta tré sem nær 20 metra hæð. Rússalerki gróðursett 1937, hæðin mæld 2.9. 1995, 20 metrar." Plötuna gerði hinn ágæti útskurð- armeistari Hlynur Halldórsson á Miðhúsum. Við þetta tækifæri af- henti forsætisráðherra skógræktinni 500 þúsund krónur frá forsætisráðu- neytinu til að þróa vörur úr viði. Jón Guðmundsson og Charles Ross fluttu trénu tónverk hins síðarnefnda. Fulltrúar á aðalfundi Skógræktar- félags íslands, sem haldinn var á Egilsstöðum um helgina, voru við- staddir þessa sögulegu stund. Skóg- ræktin bauð hópnum í skoöunarferð um skóginn og þurfti fjórar rútur undir mannskapinn. Fyrst var skoð- aður ungur lerkiskógur og síðan gengið um trjásafniö. Þá var sýnd vinnsla á kurli og borðviði. Eftir at- höfnina við trjárisann var síðan ekið í bændaskóginn á Víðivöllum þar sem veitingar voru bomar fram. #1» >. %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.