Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 Fréttir Nýi vegurinn meö fram ströndinni. DV-mynd Ægir Már Reykjanesbær: Vegur frá Hef gu- vík í Njarðvík Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum; „Meö tilkomu nýja vegarins geta flutningabílar ekið frá Helguvík og alla leið í Njarðvík án þess að aka gegnum íjölfarnar götur í bæjarfé- laginu eins og núér gert. Þessi vegur mun einnig bæta útlit bakhliðar Keflavíkur, þá sem snýr að sjónum," sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við DV. Nýi vegurinn verður sjávarmegin við Hafnargötuna, aðalverslunargöt- una í Keflavík, og verður allt gert til að ljúka framkvæmdum við hann sem fyrst. Aka þarf 160 þúsund rúm- metrum af gijóti úr Helguvík í aðal- hafnargarðinn í Keflavík og þarf að ljúka við nýja veginn áður en þær framkvæmdir hefjast í september. Þá er hugmynd að gera skemmti- lega gönguleið frá smábátahöfninni með fram nýja veginum og strand- lengjunni. Einnig er gert ráð fyrir íbúöarhúsum neðan við veginn á ein- um stað og göngubrú sem þolir ágang sjávar. Skútustaðah Einkaskól reppur: li í vetur „Við fengum leyfi fyrir rekstri nei nendaflölda og kennslu. Viö einkaskóla á Skútustöðum frá re? 'num að reka skólann á hefð- menntamálaráðuneytinu í gær. bu ndinn hátt, svipað og viö rekstur Skólinn mun verða rekinn með ski )lasels hér í fyrravetur. Það er svipuðu sniði og eínkaskólarnir ok] þrír í Reykjavík, eftir lögum um sk< -cur nauðsynlegt að reka einka- )la hér vegna þess að það náðist grunnskóla og Iflíta sömu reglum ek) og eftirliti," sagði Krístján E. lag ú samkomulag um að sveitarfé- ið ræki skólasel hér áfram. Yngvason, einn aðstandenda Sv 3itarfélagiö ætlar að vera okkur „Fjármögnunin verður í formi ah eg fullnægjandi í þessa styrks sem reiknaður verður út frá ke mslu,“ sagöi Kristján. -ÍS Krýsuvikursamtökin fá stuðning erlendis frá: Hollensk hjón stofna „Vini Krýsuvíkur“ í nýjasta tölublaði Krýsuvíkur- frétta kemur fram að félagsskapur hefur verið stofnaður í Hollandi með það að markmiði að styðja við bakið á meðferðarstarfi Krýsuvíkursam- takanna. Félagsskapurinn var stofn- aður af hjónunum Marijke og Hans van Delft sem sáu greinar í hollensku blaði um starfsemina í Krýsuvík, komu til íslands að kynna sér hana og hrifust mjög af. Nú er álitlegur hópur í þessu félagi sem heitir Vri- enden van Krysuvik, eða Vinir Krýsuvíkur. Gefur félagið út blaðið Krysuvikurkrant eða Krýsuvíkur- blaðið og er stefnt að því að þaö komi út fjórum sinnum á ári. Samkvæmt því sem Snorri Weld- ing, framkvæmdastjóri Krýsuvíkur- samtakanna, segir hefur töluverður áhugi verið fyrir starfinu í Krýsuvík í Hollandi. Starfsfólk er sumt hol- lenskt og tengsl hafa vaxið smátt og smátt. Einnig hefur sambandið við Svía verið mikið og er sams konar félagsskapur að myndast þar. Hefur starfsemin vakið mikla athygli innan geirans. í Krýsuvík sjá menn leiðir til að taka á vímuefnavanda á árang- ursríkan máta og ódýran, að sögn Snorra. Sérstaklega skipti máh að þetta sé ódýrt þar sem víða leggi rík- isstjórnir áherslu á niðurskurð á þessu sviði sem öðrum. Reksturinn fær fjárframlög frá félögum í Krýsu- víkursamtökunum, ýmsum styrkt- araðilum og ríkinu sem veitti tólf milljónir til starfsins á síðasta ári. í Krýsuvíkursamtökunum eru um 7.000 félagsmenn. Staríið í Krýsuvík byggist á meðferð, námi og vinnu. Vistmenn læra að fóta sig innan lítils samfélags þar við ýmiss konar störf áður en þeir fara út í þjóðfélagið. -GJ Sorpa hækkar skilaverð Stjórn Sorpu hefur ákveðið að stór- hækka skilaverð fyrir pappír til end- urvinnslu. Þannig verða nú greiddar 2 þúsund krónur fyrir tonnið af bylgjupappa og blaðapappír enda sé hver sending af flokkuðu efni a.m.k. 250 kg. í eldri gjaldskrá var ekki greitt fyr- ir flokkaðan dagblaðapappír en 500 krónur fyrir bylgjupappann. Þá verður nú tekið við flokkuðum tölvu- pappír og fást 5 krónur fyrir hvert kfló miðað við sömu forsendur eða 5 þúsund krónur fyrir tonnið. -bj b síðustu dagar 31 i' I NÚ ER BARA AÐ HRÖKKVA, STÖKKVA, URRA OG GELTA ÞVÍ ÞEIM FER SENN AÐ LJÚKA Hundadögunum í JAPIS. Panasonic BÍLGEISLASPIL.ARAR FRÁ KR. 33.900,- Panasonic 14" sjónvörp KR. 27.900,- Panasonic PANASONIC ÖRBYLGJUOFNAR FRÁ KR. 19.900,- Panasonic FERÐATÆKI MEÐ CD FRÁ KR. 16.950,- Panasonic FERÐAGEISLASPILARI FRÁ KR. 9.995,- Panasonic MYNDBANDSUPPTÖKUVÉLAR FRÁ KR. 59.900,- allt að 50% atsl JAPIS * BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.