Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 12
12 MANUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 Spurninqin Hvert langar þig mest að fara? Fjölnir Bjömsson ellilífeyrisþegi: Mig langar helst til Ítalíu. Steinunn Ásmundsdóttir, land- vöröur og rithöfundur: Argentínu, þaö stendur líka til. Haukur Erlingsson, atyinnulaus síðan á fimmtudag: Til Ítalíu. Hjalti Jóhannesson húsasmiöur: Kaupmannahafnar, það er góö borg fyrir ferðamenn. Guðmundur Haraldsson nemi: Til tunglsins. Hörður Traustason öryrki: Mig langar ekki að fara neitt. Lesendur Þeir freku flytja af landi brott Hetjusaga Ragnars Bjarnasonar Kjartan Guðmundsson skrifar: Þeir hópast til útlanda í leit að vinnu, hærri launum og betri kjör- um, segja fréttirnar. Það eru birt viðtöl við þá kjarkmiklu sem hverfa á brott með konu, börn og bíl eða búslóðina 1 heilu lagi í gámunum. Danmörk býður huggun og hæli öll- um landflótta frá íslandi. Ekki síst handverksmönnum eða þeim sem eru handfljótir við færiböndin í fisk- vinnsluhúsum þeirra í Hanstholm eða hvar það nú er sem landar okk- ar gerast farandverkafólk. í viðtölunum við þá brottfluttu eða þá sem eru að leggja í’ann kem- ur fram að miklu meira af fríðind- um er i boði ytra en hér. Þar er t.d. frí tannlæknaþjónusta, dagvistun barna er á hálfvirði og barnabætur hærri, svo og tryggingabætur og vaxtabætur, og bætur líka á þeim. Líkt og segir í vísunni frá Útvegs- bankanum sáiuga. Það er sem sé allt á uppleið hjá þeim sem flytja út. Sem betur fer. Ég er samt þeirrar skoðunar að þeir sem flytja af landi brott séu einmitt þeir frekustu til fjárins hér á landi. Þeir sem mest og stífast sækja í ríkisbæturnar og vilja halda Frá Hanstholm í Danmörku. Þar snýst lífið um fisk eins og víða hér á landi. þeim óskertum. Nú er að syrta í ál- inn hér að þessu leytj. Nú á að fara aö taka fyrir að menn sem geta feng- ið vinnu skrái sig atvinnulausa og þar fram eftir götunum. Þá er ekki um annað að ræða en að leita landa þar sem sósíaUinn er enn í háveg- um. Það má merkilegt heita ef mest af þessu fólki kemur ekki heim aft- ur þegar Danir kippa að sér hend- inni í ríkisforsjánni, líkt og Svíar hafa þegar gert. G.R.A. skrifar: Heimildarmyndin um hinn unga Ragnar Bjarnason, sem sýnd var í Sjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld, líður seint úr minni. Saga Ragnars kennir manni margt, eða ætti að gera það. Auðvitað er þetta mikil lífsreynslusaga og hryggileg. En þetta er líka hetjusaga drengs for- eldra hans og vinar. Hún fær fólk til að trúa þvi að lífið sé mikils virði, þótt mestur tíminn fari í það að bera eigin byrði annars vegar og hins vegar að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Auðvitað er Ragnar, þessi ungi maður, einbeitnin uppmáluð og kjarkinn vantar ekki né bjartsýn- ina. Og foreldrarnir í hlutverki hinna þrautseigu og ástríku sem taka hlutskipti sínu sem sannar manneskjur og bregðast ekki skyld- um sínum sem foreldrar. Einhverjir hefðu gefist upp, látið slag standa og þegið aðstoð utanaðkomandi. Það kom aldrei til greina, sagði móðir Ragnars. Þetta minnir mann ósjálfrátt á alla þá sem leita hjálpar hins opin- bera í félagslega kerfinu, t.d. frá tryggingarstofnunum og sjóðum, þegar færi gefst. Ég er ekki að tala um sannanlega veika einstaklinga eða örkumia. Ég á við þá sem eyða ómældum tíma í að feta sig eftir krókaleiðum félagslega kerfisins i leit að bótum við minnsta óhapp. Allt „hálskraga“fólkiö, allt „vott- orða“fólkið sem krefst ásjár hins op- inbera til að framvísa vottorði vegna nokkurra daga fjarveru frá störfum. - Ef það þá hefur þurft á veikindafríi yfirleitt. Ég hef oft nefnt þetta í viðræðum manna í milli og hef fengið hörð við- brögð. Eiga ekki allir rétt á bótum? er þá spurt. Jú, því miður, segi ég. En auðvitað eigum við að hugsa fyrst og fremst um þá sem búa við varanleg veikindi eða örorku. Sleppa hinum sem hafa fulla heilsu en notfæra sér illa hannaðar reglur og göt í kerfinu til fébóta. Saga Ragnars Bjamasonar er sönn lýsing á því sem því miður hendir marga og getur hent hvern sem er. Þetta eru hetjur í hörðum heimi sinna kringinnstæðna. Þeir eiga alla okk- ar samúð og aðstoð, félagslega og fjárhagslega. Óaðgengilegir viðskiptahættir ÁTVR Jón Jóhannsson skrifar: Ég er einn þeirra mörgu sem hafa margt og mikið að athuga við fyrir- komulag á sölu áfengis hér á landi. Auðvitað er það enn eitt axarskaft hins opinbera hvernig að þessum málum er staðið, og vísvitandi er veriö að hrinda ungu fólki og öðrum sem áfengi nota (hvort sem okkur svo líkar það betur eða verr) i fang smyglara, landabruggara og jafnvel eiturefnasala. Væri sala á áfengi í öðrum og frjálsari farvegi þá myndi minna um þann ófögnuð sem hér skapast á víðavangi t.d. um helgar og er orðið frægt af endemum hjá erlendum gestum er hingað koma. Eitt er það sem ÁTVR-verslanir bjóða neytendum án þess að blikna, að loka fyrir áfengissölu tvo heila daga í viku og hafa aldrei opiö leng- ur en til kl. 18 aðra daga. Áfleiðing- in: bruggið og landinn blómstrar um helgar og ríkið verður af tekj- um. ÁTVR tekur hiklaust úr umferð þekktar og vinsælar tegundir vín- fanga, og lætur gott heita. Bendir viðskiptavinum gjaman á aðra vín- tegund sem „geti vel gengið í stað- inn“! Dæmi: Sætt Cinzano, sem ekki hefur fengist hér um árabil, og held- ur ekki búlgarska rauðvínið Trakia, sem var ágætt borðvín á góðu verði. Þá má minnast á hvemig ÁTVR merkir vínflöskur og innihald þeirra í hillum verslana sinna. Heil- ar flöskur svokallaðar eru merktar: Lokaðar ATVR-búðir en bruggið blómstrar, segir m.a. í bréfinu. 0,701. en þær minni: 1/2 fl. Þetta eru náttúrlega misvísandi upplýsingar þar sem minni flaskan inniheldur aðeins 0,35 1 og þannig ætti að merkja þær til samræmis við hinar sem merktar em 0,70 1. - Þetta er allt á sömu bókina lært hjá ÁTVR. Nú er lag fyrir ríkið að afnema ein- okun sína á áfengi og raunar tóbaki líka. Það eitt getur losað ríkið við ósmekklegar viðskiptaaðferðir og vanþróaðar. Verkafólkið væntir úrbóta Björn skrifar: Það er hálflúalegt að bera það upp á íslenskt verkafólk aö það vilji ekki vinna í fiski. Þetta er hluti þess fólks sem flýr burt með fjölskyldu sína til útlanda til að vinna í fiski! Málið er að fólk- ið vill fá greitt fyrir vinnu sína. Og það fær þaö erlendis. Æth fé- lagsmálaráðherra fyndist sann- gjarnt að fólk sem fer út á landi í fiskvinnu njóti sömu kjara og fríðinda og hann sjálfur nýtur sem vinnandi í Reykjavík, fjarri heimili sínu? Væri ekki ráð að félagsmálaráðherra og Fram- sóknarflokkurinn stæðu við lof- orðin frá því í vor og útveguðu þótt ekki væri nema hluta af þeim þúsundum starfa sem þá var lofað, fremur en að kenna út- lendingum um að illa sé komið í landi voru, líkt og tíðkaðist í Þriðja ríkinu á sínum tíma? Kína - Taívan - Kína Ásbjöm skrifar: Sneypuför íslenskra ráða- manna og kvenna til Kína á eftir að draga dUk á eftir sér. Nú mun Taívan bjóða forseta íslands í op- inbera heimsókn. Þá veröa Kín- verjar æfir og krefjast endur- komu forseta tU Kína tU að bæta fyrir Taívan-heimsóknina. Sama mun Taívan gera og svo koU af koUi. Getur því forseti átt von á að verða á þeytingi miUi Kína og Taívan. Það verður sendinefnd og fylgdarliði forseta tU ómældrar gleði. SannkaUaðrar ferðagleði. Hlægilegar fréttir um ávís- anafalsanir Magnús skrifar: Enn er veriö að flokka ávís- anafölsun undir stórfréttir. Sið- ast heyrði ég í morgunfréttum um tvær konur sem stunduðu falsanir í verslunum í Þorláks- höfn og síðar á Selfossi. En með- al annarra orða: Er kaupmönn- um ekki sjálfum að kenna? Þeir geta vel komist hjá þessu með því að krefja viðskiptavini um bankakort með mynd eins og tU- skUið er í ávísanaviðskiptum. Enginn vorkennir því kaup- mönnum þótt þeir sitji uppi með innstæðulausar ávísanir. Þjóðsönginn sunginn, takk Guðmundur hríngdi: Ég er einn þeirra mörgu sem sækja knattspymuveUina. Á þess- um mannamótum er venja að leika þjóðsönginn í upphafi leiks. AUt er gott um þann sið. Hins veg- ar finnst mér þar skorta á. Ég á við að ekki er nærri því sama stemning, hvað þá reisn, yfir þjóð- söng okkar þegar hann er leikinn og þegar hann er sunginn. Ég skora á forráðamenn knatt- spymusambandsins og fleiri aðUa í svipuðum kringumstæðum að láta þjóðsönginn okkar hljóma sunginn af margradda kór. Við áheyrendur gætum þá frekar tek- iö undir. Össur, Hátún og Hraunbúðir Hildar Pálsson hringdi: Mig langar tU að koma á fram- færi innUegu þakklæti til fyrir- tækisins Össurar hf. fyrir gervi- limssmíði þess fyrir mig, og það i annað sinn. Ekki síst Guðmundi Jakobssyni sem sá um mín mál. Einnig vU ég þakka fyrir dvöl mína hér í húsakynnum Sjálfs- bjargar við Hátún þar sem fólk utan af landi getur dvalið á með- an verið er aö sinna þörfum þess hér. Umönnun og þjónusta Sjálfs- bjargar er mjög til fyrirmyndar og met ég hana mikils. Ekki má ég svo gleyma mínu aðsetri í Vesta- mannaeyjum, Hraunbúðum, þar sem ég hef notiö frábærrar þjón- ustu og velvildar. Með kærri kveðju til þessara aðUa aUra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.