Þjóðviljinn - 07.06.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1957, Blaðsíða 6
B) — JijÖÐVILJINN — Pöstudagur 7. júní 1&57 þlÓÐVIUINH Útgefanái: MmmetningarflokTmr alþffOu — Sósialistaflokkurtnn Bæjarstjórinn í Kópavogskaupstað A i Imeana athygli hefur ]>að vakið að kona er kjörin í Éj.Tsta sinni bæjarstjóri í is- teuzkum kaupstað, en það ^arð þegar frú Hulda Jakobs- dóttir var kjörin bæjarstjóri Kópavogskaupstaðar nú í ivikunni. Vart mun um það áeilt að þau hjónin Finnbogi IFL. Valdimarsson og Hulda iíona hans hafi verið í fremstu roð þess fólks sem hóf byggð fc Kópavogi fyrir nær tveimur iratugum og áttu flestum árýgri hlut að félagsmálum teyggðarinnar þar. Því fer ítjarri að hinn nýi bæjarstjóri fcemi ókunnugur að málum Kópavogskaupstaðar. í Btjóm þeirra eins og hrepps- ftélagsins áður hefur frú Huida staðið við hlið manns Eiins sem samstarfsmaður, og éunnið sér almennt traust og wmsældir. Oft kemur það fram að kon- um finnst sem seint gangi Bfá þróun, að konur eigi jafn- en aðgang að opinberum trún- aðarstörfum og stöðum á við fcarimenn. Hefur það orðið íComígismönnum kvenna von- Ibrigði, að ekki urðu á þessu ekjót umskipti eftir að kon- ssr fengu kosningarétt, eftir Ilanga og þrautseiga baráttu. Bú barátta var ekki háð af íron im einum, heldur og ekki feíðu r af hinum frjálslyndustu c>g róttækustu bræðra þeiri’a á stjórnmálasviðinu. Smám Bair.an tókst að breyta svo al- menningsálitinu að ekki varð lengur staðið gegn því að konur fengju kosningarétt, til sveitarstjórna og síðar til Alþingis. jlíeð auknum styrk og áhrif- um verkalýðshreyfingar- innar, bæði verkalýðsfélag- anna og stjómmálaflokka al- þýðuunar, hefur hvom tveggja þokað áleiðis, réttindamálum alþýðunnar almennt og rétt- indamálum kvenna. Þvi er ekki að leyna að íslenzkar konur hefðu getað og gætu stuðlað að því að sú þró-' un yrði örari, með þvi að gera sér ljóst hver þau þjóð-| félagsöfl eru sem tryggja! hugsjóninni um raunverulegt jafnrétti sigur og leggjast ^ eindregnar þar á sveif. Með því móti hefði kosningaréttur kvenna mun fyrr valdið þeim stefnuhvörfum sem forvígis- menn kvenfrelsisbaráttunnar hafa frá upphafi stefnt að. 17'yrir framgangi þessa máls, * jafnréttismálsins, verða alþýðusamtökin, jafnt verka- lýðsfélög og stjómmálaflokk- ar alþýðunnar, jafnan að beita sér, hér eftir sem hing- að til. Og víst er um það að kosning frú Huldu Jakobs- dóttur til bæjarstjóra í Kópa- vogskaupstað mun vekja á- nægju þeirra mörgu íslenzku kvenna sem sjá í þeim atburði nýjan áfanga á leið til jafn- réttis kvenna og karla á Is- landi, ekki í orði kveðnu held- ur í vemleika þjóðlífsins Nýtt áróSurstilbrigði fjegar ihaldið kyrjar sönginn * um yfirvofandi gengis- iækkun og Áki Jakobsson apaagólar undir, er það ör- ^rifaráð stjórnarandstöðu, eem séð hefur bregðast þær wonir að stjórnarsamstarfið E;pryngi á fyrsta árinu. Að ^ísu er von að íhaldinu sé Itamt að tönnlast á gengis- tekkun, því það er „úrræðið", ©ina úrræðið, sem íhaldið sér r< g vili framkvæma á nokk- aarra ára fresti. \7'Lsvitandi óheiðarleiki er < ’ eðli þessa gengislækkunar- göng3. Eins er með söguna Gm að fólk sé að rífa sparifé feitt úr bönkunum. Það er vís- vitandi tilraun til að veikja ftraust bankanna, tilraun að esa. menn til þeirra athafna &em íhaldið segir að þegar Ibafi gerzt. Hafa íhaldsmenn gengið svo langt að segja að ítekió hafi fyrir sparifjár- Rnyndun i landinu þegar nú- eerandi ríkisstjóm tók við. I í útvarpsræðu sinni frá Al- •* þingi á dögunum svaraði Lúðvík Jósepsson sjávarút- vegsmaiaráðherra þessum á- 2óðri;, ér hann taldi fluttan í toeim tilgangi að skapa ó- • kyrrð "í fjármálum og trufla Emmkvæmdir. Sparifjármynd- unin hefði verið nær hin sama 1956 og 1955. Bæði árin hefði sparnaðurinn að vénju verið minni síðari hluta ársins. Að undanfömu hefði spariféð vaxið nokkuð jafnt. Væru teknir fjórir fyrstu mánuðir j-firstandandi árs og bomir saman við fjóra fyrstu mán- uði ársins 1956 kæmi í ljós að spari- og hlaupareiknings- innlög í lánastofnunum uxu um 38 milljónir kr. árið 1956 en um 86 milljónir króna 1957, og mætti af þeim tölum marka haldleysi íhaldsáróð- ursins. CJíðan þetta kom fram hef- ^ ur eins og heldur slumað í íhaldinu áróðursþvælan um spariféð. Að vísu hefur Jó- hann Hafstein reynt að and- mæla þessu og tók þá upp nýjan þátt áróðursins, að Landsbankimi og Útvegsbank- inn væm að dragast aftur úr öðmm peningastofnunum með sparifjárinnlög, og nefndi í sama orði „aðför“ að þeim bönkum. Má um það áróðurs- tilbrigði segja, að með ýmsu móti reyna bankastjórar að auka traust almennings á stofnunum sem þeir stjóraa, en hér mun þó Jóhanni Haf- steini hafa hugkvæmzt spán- ný aðferð til að vekja slíkt traust. ,v.y ■:■:■:■: SEÁEIN Ritstjóri: FREYSTEINN Þ&RBERGSSON Adolf Andersen heimsmeistaji I tilefni af krýningu hins nýja heimsmeistara væri ekki úr vegi að minnast nokkuð fyrirrennara hans og skoða skákstíl þeirra. Verkin sýna merkin. Verður ekki miklu rúmi eytt í ævi- feril skákmeistaranna, en skákimar látnar tala. Við byrjum þá á Adolf Andersen í þessum þætti, tök- um síðan Paul Morphy við næsta tækifæri og höldum síð- an allt til Smisloffs. Adolf Andersen var Þjóð- verji og bjó lengst af í Bres- lau. Hann fæddist árið 181.8, varð prófessor í stærðfræði og heimsmeistari í skák frá 1851 —1858. Andersen lézt árið 1879. Andersen vann fyrstu verð- laun í ýmsum helztu skák- mótum sinnar tíðar, svo sem í „fyrsta skákmóti nútímans“ sem haldið var í London 1851. Hann sigraði einnig í London 1862 og í Baden 1870. Hann sigraði eimiig Harrwitz, Kol- isch, Löwenthal og Zukertort í einvígum og var því viður-, kenndur sem-bezti skákmaður heims, allt frá Londonmótinu og þar til hann beið ósigur fyrir Paul Morphy í einvígi 1858. Andersen var leikfléttuskák maður svo mikill, að honum verður í því tilliti skipað á bekk með Morphy og A1 jechin. Hins vegar var hann ekki jafn alhliða skákmaður sem þeir, enda hefur skáklistin þróazt mikið frá æskudögum hans. Árið 1851, þegar eftirfar- andi skák var tefld, hlaut hún nafnið „hin ódauðlega“, en slik viðumefni hafa aðeins ör- fá skáklistaverk hlotið. Skák- in er svo falleg, að jafnvel byrjendur sem gamalreyndir meistarar láta hrífast, enda er talið að hún hafi aukið mjög áhuga margra á skák- inni sem list. Sumir lesenda munu að vísu hafa séð hana áður, en sjald- an er góð vísa of oft kveðin. Til þess að skemma ekki áhrif listaverksins, vil ég ekki hluta það sundur með athuga- semdum. Vegna yngstu les- endanna læt ég þó fylgja nokkrar skýringar á eftir og vísa til þeirra með bókstöfum, a, b, c o. s. frv. Hvítt: Andersen í skák 1851—1858 17. Rd5 BxS>2 Svart: Kieseritzky B C D E F G XHA|iwai«Mi w. rnmm.i Hvitt: Andersen 18. Bd6! (i) Dxalf 19. Ke2 20. e5!(í) 21. Rxg7f 22. Df6f 23. Be7f Bxgl Ra6(j) Kd8 Rxf6 Mát. Skýringar: a) Kóngsbragð, sem flestir frægir árásarskák- menn hafa notað, a.m.k. ein- hvern hluta af ferli sínum, og þá einkiun á þeim áram, er þeir vora aá safna »ér reynslu. Ungir skákmenn! Reynið kóngsbragð á saeð- an þið eruð ungir, þvi að þeg- ar aldurinn færist yfir ykkur, munuð þið sennilega kunna betur við rólegri byrjaak-. Slíkt er mannéðlið. b) Til þess að vinna twna fórnar svartur peði. Góð hug- mynd, sem naumast á þó við hér. Bezt virðist 4. — c6. c) Með þessum leik hótar svartur að vinna skiptaaaun með 8. — Rg3ý. Þar sem þessu er auðsvarað með sterk- um sóknarleik, er leikurinn slæmur, því hann eyðir mikil- vægum tíma. Það er táknrænn munur á dögum Andersens og okkar, að nú era slíkir leikir orðnir úreltir. d) Riddarinn svarar hótun- inni og stefnir um leið að reitnum f5, sem er drauma- land hvítra riddara í kóngs- peðsbyrjunum. e) Bæði 8. — Dgð og 8. — g6 virðist betra, þótt svartur standi höllum fæti í báðum tilfellum. Eftir textanum á svartur sér naumast viðreisn- ar von. Framhald á 10. siðu Ranghermi leiðrétt — Ekki sama prófverkefni hjá öllum aldursflokkum — Verklegar framkvæmdir í Hlíðunum Svart: Kieseritzky 1. e4 e5 2. f4(a) exf4 3. Bc4 Dh4f 4. Kfl b5(b) 5. Bxb5 Rf6 6. RfS Dh6 7. d3 Rh5(c) 8. Rh4(d) c6(e) 9. Rf5 Dg5 10. g4 Rf6(f) 11. Hgl cxb5 12. h4 Bg6 13. h5 Dg5 14. DfS Rg8(g) 15. Bxf4 Df6 16. Rc3 Bc5(h) ÞAÐ VAR ranghermi hjá mér, að sams konar verkefni væru lögð fyrir alla aldursflokka bamaskólanna hér í bænum á vorprófi. Það er aðeins í lestri og skrift (íslenzku), sem verk- efnin eru þau sömu, og af því leiðir, að yngri bömin fá yfir- leitt lágar einkunnir í lestri Hins vegar eru prófverkefni í reikningi og öðrum námsgrein- um en lestri og skrift, miðuð við það, sem bömin eiga að vera búin að lesa, og geta yngri bömin þá skiljanlega fengið mjög góðar einkunnir í þeim fögum, ef þau hafa ver- ið iðín og eftirtektarsöm við námið. Þetta nær til allra bamaskólanna hér í Reykja- vík, að ég held, einkasköla og skóla ísliks Jónssonar líka. Hefur þetta fyrirkomulag ver- ið um nokkurra ára skeið, og mun svo til ætlazt, að þetta geti orðið til að ýta undir og örva yngri börnin við námið. Er það tvímælalaust vel hugs- að, og ef þetta fyrirkomulag á prófunum nær þeim tiigangi sínum að ýta undir heilbrigð- an metnað og kapp bamanna við námið, þá er vel. En eins og ég hélt fram um daginn, þá álít ég mjög háar einkunnir hjá yngstu bömunum dálítið varhugaverðar og tvíeggjaðar; eins og lélégar einkunnir geta komið inn vanmáttarkennd hjá baminu gagnvart skólanáminu, geta háar elnkunnir stigið því til höfuðs, svo fram úr hófi. það ófmetnist KANNSKI muna einhverjir eft- ir því, að fyrir nokkru var í Mogganum mynd af framkvæmdum í Hlíðunum. Sást á myndinni fallhamar, sem látinn var þjappa niður sandi, sem verið var að keyra í Lönguhlíðina; en þar er búið að grafa upp götuna og kvað eiga að malbika hana. En nokkrum dögum eftir að mynd þessi birtist í Mogganiim var farið að grafa upp aítur, það sem búið var að láta fallham- arinn þjappa niður. Mér þótti þetta kynlog vinnubrögð og gekk til mannanna, sem þarna1 unnu og spurði hverju þetta sætti. Eg fékk þau svör að það hefði gleymzt í bili að hita- veitustokkurinn átti einnig að koma þarna, og nú þurfti að grafa upp aftur fyrir honum. Það má vel vera, að á þess- ari tækni- og vélaöíd, þyki það smámanalegt að fjasa um það, þótt nokkrum tugum og hundruðum dagsverka sé var- ið þannig, og nokkrum tugum og hundruðum þúsunda af al- mannafé sé fleygt í verkleysu sem þessa. En ég sþyr: Hef- ur það verið reiknað út, um hve mörg prósent mistök af þessu tagi hækka kostnaðinn við ýmsar ’ framkvæmdir hér?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.