Þjóðviljinn - 07.06.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.06.1957, Blaðsíða 10
i.0) — ÞJÓÐVILJINN ~ Föstudafíur 7. júuí 1957 Rœða Björns Jónssonar . Framhald af 7. síðu. þess að unnt verði að koma í gang fiskiðjuverum, hrað- frystihúsum og fiskvinnslu- s’töðvum öðrum, sem ýms bæj- ar og sveitarfélög og einstakt- ingar hafa verið að reyna að koma upp af litlum efnum og við algerlega ófullnægjandi að- stoð hins opinbera. Þessar tiltölulega stóru fjárveitingar til þessara mála. ásamt og samhliða annarri fyrirgreiðslu ríkisvaldsins mun vafalaust sjá verulegan stað þegar á þessu ári í meiri atvjnnu og betri af- komu fólks í mörgum útgerð- arbæjum landsins. * Hafnarframkvæmd- ir auknar. Fiskveiða- sjóður efldur Við hlið aukinnar útgerðar og byggingu fiskvinnslustöðva eru hafnarmálin mál málanna fyrir velflesta útgerðarbæi landsins og víða er ástandið í þeim málum þannig að stór- felldar úrbætur í þeim efnum eru algert skilyrði fyrir eðli- legri atvinnuþróun. f þessum efnum eru geysileg verkefni, sem kosta mikla fjármuni ó- leyst, m. a. vegna þess hve fjárveitingar á liðnum árum hafa verið við nögl skomar. Fjárveitingar til hafnarmála hafa á fjárlögum þessa árs verið auknar um milljónir króna frá því sem áður var, en auk þess hefur ríkisstjómin lýst því yfir að leitað verði af hennar hendi eftir erlendum lánum til hafnarframkvæmda og þær auknar stórlega þegar á þessu ári. Þá hefur Fiskveiðasjóður mjög verið efldur. Með sér- stakri löggjöf er honum nú tryggð tekjuaukning sem nem- Ur um 4% milljón kr. og auk þess hefur 10 millj. kr. Iáni sem sjóðurinn fékk af greiðslu- afgangi ársins 1954 verið breytt í óafturkræft framlag,’ sem að sjálfsögðu eykur eigið fé hans og rýmkar stai'fsmögu- leika hans í þágu uppbygging- ar útvegsins. ■* Loforðin um stór- | framkvæmdir efnd - Ég hef hér í stuttu máli rak- ið fá atriði úr starfssögu þessa þings, sem varða miklu at- vinnuuppbyggingu þá, sem okkur er nú meiri nauðsyn að framkvæma en nokkuð annað sem snertir efnahagsmál þjóð- arinnar. Stærsta framkvæmdin sem ríkisstjórnin er að hr’inda af stað og um leið mestu at- vinnuframkvæmd sem íslenzka þjóðin hefur nokkru sinni ráð- izt í, Sogsvirkjunin nýja, er þó ótalin svo og fjöldi annarra framkvæmda, sem þing og stjórn hafa ákveðið að styðja beint og óbeint og sem margar hverjar hafa úrslitaþýðingu í atvinnulífi einstakra byggðar- laga. Eg ætla þó að þau dæmi, sem ég hef nefnt séu næg sönn- un þess að alger straumhvörf hafa orðið í afstöðu Alþingis og ríkisstjórnar í atvinnumál- unum frá því sem áður var meðan flokkur Reykjavíkur- auðmanna hafði töglin og hagldirnar í þeim málum og að fyllilega hafa verið efnd fyrirheit stjórnarsáttmálans hvað þetta snertir, og fá svika- brigzl stjórnarandstöðunnar þar engu um þokað. * í áttina að varan- legri lausn Það er stundum talað um „varanlega lausn efnahagsmál- anna“ og stjórnarandstaðan hefur það uppi sem eitt helzta árásarefni á rikisstjómina að hún hafi ekki fundið þessa einu „varanlegu lausn“ Vitan- lega sjá allir og fulltrúar stjórnarandstöðunnar ekkert síður en aðrir, að hér er um bamalegan orðaleik að ræða ef skilja ber „varanlega lausn" á þann veg að með henni sé allur vandi leystur um tíma og eilífð. Hitt er jafnvíst að vandi efnahagsmálanna verður ekki leystur svo að til nokk- urrar frambúðar dugi nema því fmmskilyrði sé fullnægt að atvinnulífið sé eflt. allt vtnnuafl fullnýtt ’til þarflegra starfa og framleiðslan aukin svo sem framast er unnt. Og til þeirrar áttar hafa nú á aðeins 10 mánaða starfstíma núverandi ríkisstjórnar verið stigin fyrstu skrefin, sem lofa miklu ef sömu stefnu verður framvegis fylgt og alþýða landsins til sjávar og sveita ber gæfu til að standa saman um að veita þessari stefnu brautargengí og atfylgi. * Baráttan við íhaldsarfinn Nú um langt skeið hefur hemámssinnað íhald unnið skipulega að því að gera þjóð- ina efnahagslega ósjálfbjarga af eigin atvinnu og framleiðslu, með því að beina verulegum hluta af vinnuafli landsmanna að þjónsstörfum hjá erlendum her, en vanrækja atvinnuveg- ina. Það er þessi stefna öðru fremur sem orðið hefur völd að því efnahagslega öngþveiti og gjaldþroti atvinnuveganna, sem núverandi ríkisstjórn tók við úr hendi íhaldsins á miðju s.l. ári og sem krefur nú hvem þegn þjóðfélagsins um gjöld fyrir óstjóm þess. Engum get- ur verið Ijósara en þeim, sem ábyrgðina bera á þessari stefnu og afleiðingum hennar að að skuldadögúnum var komið um síðustu áramót og þó heldur fyrr og að óhjá- kvæmilegt var að leggja nokkr- ar byrðar á þjóðina. Samt hafa þeir brjóstheilindi til að þykj- ast komnir af fjöllum og hvergi hafa komið nærri. Þeim er líka vel ljóst að þær álögur sem leggja varð á um síðustu áramót til greiðslu á synda- gjöldum stjómarstefnu þeirra er nú jafnað á þjóðfélagsþegn- ana af meira réttlæti en áður hefur tíðkazt og með fullu samráði við launastéttimar. Og það er þetta sem þeim er mestur þymir í augum. Þeir vita að það samstarf sem tek- izt hefur milli ríkisvaldsins og alþýðusamtakanna sviptir þá möguleikanum til að koma af- leiðingum misgerða sinna öll- um yfir á bök launastéttanna. Þess vegna leggja þeir nú alla áherzlu á að spilla sambúðinni milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar. En það er borin von að það takizt svo sem tilætlunin er. Tjl þess er svikamyllan of augljós. Til þess fer gervi verkalýðsvinátt- unnar foringjum Sjálfstæðis- flokksins of illa og til þess hræða sgor þeirra frá fyrri tímum of mikið. * Þjóðin fylkir sér um framfarastefn- una Það er vissulega engin til- viljun að í öllum þeim miklu umræðum sem farið hafa fram utan þings og innan um stjóm- málin frá myndum ríkisstjom- ar þeirrar sem nú situr hefur stjórnarandstaðan aldrei feng- izt til að orða það hvaða úr- ræði hún hefur upp á að bjóða í efnahagsmálunum. Engar á- skoranir hafa megnað að losa um tungutak hennar um þetta meginatriði. Og þess er heldur varla þörf því enginn gengur þess dulinn að hennar úrræði yrðu stórfelld gengisfelling og binding verkkaups sem hefði i för með sér meiri lífskjara- skerðingu og eignarán en sög- ur fara af í okkar þjóðfélagi og mundi leiða til nýrrar stöðnunar í öllu atvinnulífi landsmanna. Gegn þessari stefnu hefur mikill og áreiðanlega vaxandi meirihluti þjóðarinnar samein- azt að baki núverandi stjórn- arsamstarfi, sem reynast mun þvi traustara sem lengra líður og árangurinn af viðreisnar- starfi þess í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar verður meiri og augljósari staðreyndir í daglegu lífi hinnar vinnandi þjóðar. Shuhþattur Framhald af 6. síðu. f) Eftir 10. — cxb5 11. gxh5 hafði hvítur einnig j’fir- burðastöðu, m.a. sökum sókn- armöguleika á g-línunni. g) 111 nauðsyn. Það er sjaldan góðs viti er menn taka að raða upp aftur í miðri skák. h) Eftir 16. — Bb7 17. Rd5, Bxd5 18. exd5 fengi hvitur opna þjóðbraut að svarta kónginum. i) Leikur, sem allir vildu leikið hafa. Andersen hefur nú fyrir innri sjónum ýmsar mátstöður, þar á meðal þá sem kemur upp í lok skákar- innar. í) Broddur leikfléttunnar. Þegar g7 er ekki lengur vald- að af drottningunni, er svart- ur óverjandi mát. Þegar þrem- ur mönnum hefur verið fórn- að, eru rólegir peðsleikir sjald gæfir sem gull í jörðu og gleðja þvi augað á sama hátt og hinn fágæti málmnr. j) Eða 20. — f6 21. Rxg7f, Kf7 22. Rxf6, Kxg7 23. Re8f, Kh6 24. Df4f, mát. Það gildir einu hverju leikið er, úr þvi að Kieseritzky tók ekki þann kostinn að gefast upp. Senni- lega hefur hann enn ekki kom- ið auga á hið snotra og hreina mát, sem nú kemur fram, Hreint mát nefnist það er öllum mönnunum er fórnað, nema þeim sem að lolcum ná takmarkinu; stuðla að mátinu í sameiningu. Þykja slik mát flestra máta fegurst. Heildarskipulag Framhald af 12. síðu. skilja tillögu sína á nokkum hátt sem fjandskap við At- vinnudeildina og starfsemi hennar, heldur liti hann svo á að bæjarfulltrúum bæri fyrst og fremst skylda til að taka tillit til þarfa bæjarbúa og hagsmuna þeirra, en rikið ætti ýmsar jarðir sem vafalitið væru eins vel eða betur fallnar til jurtakynbótastarfsemi held- ur en Korpúlfsstaðaland. Guðbjartur Ólafsson tók mjög í sama streng og kvaðst telja að meirihlutinn þyrfti að endurskoða afstöðu sína í þessu máli. Einar Thoroddsen kvaðst greiða atkvæði með leigu lands- ins á sömu forsendu og í bæj- arráði, þeirri að leigutíminn yrði ekki nema 7 ár, Guðmund- ur H. Guðmundsson fullvissaði bæjarfulltrúa um það, að allar byggingaframkvæmdir At- vinnudeildarinnar á Korpúlfs- staðalandi yrðu tafarlaust f jarlægðar að 7 árum liðnum. Bæjarfulltrúar virðast ekki hafa mikinn áhuga fyrir heild- arskipulagningu bæjarlandsins, því tillögu Guðmundar Vigfús- sonar var vísað til bæjarráðs (og svefnsins langa) naeð 8 atkv. thaldsins gegn 3 atkv. en 3 sátu hjá. STATSANSTALTEN FOR UVSFORSlKRINCi ■ greiðir í þessum og næsta mánuði B B B B Bónus B B f a fyrir fimm ára tímabilið 1951—1955 Greiðslur fara fram hjá aðalumboðsmanni stofnunarinnar fyrir ísland B ð B B Gúsaf A. Sveinssyni hæstaréttarlögmanni, Þórshamri við Templarasund alla virka daga kl, 3—6 síðdegis, nema laugardaga. s f m = iMiBifinaaHiaHitiMiiiiiiaiaaiiMaHiiHiaMiiiiuKiiaMMaiiitaaKHanaaiiaigiintitiicaiaiiii 5 Gráar og svartar MARKAÐURINN HAFNARSTRÆTI 5. Dregið rerður á þriðjudag — Munið að endnrnýja fyrir hvitasunnu Happdrœtti Háskóla Islands ^••MBiigiumimnaiiBDiiuiiii: IBBBBBBBBBBBBBBa>B*BBBBBBBBBSBBBBBBBBBBBBBBBBBBBB8BBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBB*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.