Þjóðviljinn - 06.02.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.02.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. febrúar 1973. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Steindór Árnason: Hrikalegar kollsteypur útgerðar þá viðreisn sat veldisstól togara- Nýjasti togarinn, Bjarni Benediktsson. Aður en fagnað var komu fyrsta nýsmiðaða skuttogarans af stærri gerðinni til heimahafnar, Reykjavikur, upphófu villugjarn- ir fjölmiðlar og barlómsmenn miklar vangaveltur um rekstrar- grundvöll nýju glæsilegu skip- anna. Kannski eðlileg viðbrögð hafi þeir gert ummæli Más i Mogganum 27/1 ’72 að sinni stór- togara-bibliu. Satt er það, viðreisn lék sjávar- útveg grátt, en stóru togarana verst. Með óheyrilega lágu fisk- verði, allt þar til hún var hrakin frá völdum, fiskimiðaránum ásamt fjölda brellibragða, tókst þeim að framkalla hrikalegar kollsteypur stærstu togaranna allan sinn valdaferil. Rekstrarvandamál togaraút- gerðar i tið fráfarandi stjórnar hafa ekki verið skráð né skýrð. Engin hvit bók hefur verið rituð um fyrirbærið, Ekkert er eðli- legra en átelja það harðlega. Rikisstjórnin getur ekki látið reka á reiðanum að hætti við- reisnar og látið sem þróun tog- araútgerðar siðasta áratug komi henni ekki við. Almenningur á heimtingu á að vita allan sann- leikann i hverju einstöku upp- gjafatilfelli. Sönn þekking er lær- dóma bezt. Ekki er nægjanlegt aö fylla hvitu bókina af klækjum og fantabrögðum, á hennar siður ætti einnig að færa alla fáanlega vitneskju frá togarafélögum er skrimtu viðreisnartimann. Telja verður, að togaraútgerðargaldur hafi engir betur á sinu valdi en þeir lukkunnar heiðursmenn. Fyrrum heíði þótt fréttnæmt að sækja i Eyjafjörð lærdóm togara- útgerðar. Útgerðarfélag Akureyringa getur án efa miðlaö miklum fróð- leik þeim er nú hefja stórútgerð án reynslu, einnig hinna sem nokkra æfingu hafa hlotið. Ég þykist vita, að Akureyringar hafi byrjað með litil efni. Erfiðleikar hafa trauðla sneitt þar hjá garði. Margþætta fyrirgreiðslu urðu þeir fyrst i stað að sækja til ann- arra landshluta með ærnum kostnaði. En allt hefur þetta baslazt, mörgum finnst með ólikindum. Þeir á Akureyri hafa unnið til sér- stakrar fyrirgreiðlu um endur- nýjun gömlu togaranna. Norður- landsáætlun er réttur aðili um það réttlætismál. Vonandi verða þeir ekki straffaðir fyrir að sigla ekki öllu á bólakaf, eins og of marga henti, þá viðreisn rikti i al- sælunni. öll þjóðin ber að þakka þeim er höfðu forustu um útgerð stórskipa norður þar. Bæjarfélög sem hafa mjög takmarkaðan áhuga á útgerð útileguskipa eiga að fá að vera i friði með smáfleyt- urnar og sitt árstiðabundna at- vinnuleysi, sem þeir sigrast á að hluta með gamla laginu, að fara á vertið. Mér finnst sjálfsagt að styðja vel við bak þeim er heimta ekki daglaun að kveldi, en sækja lengra og dýpra. Fjarvistin er kostnaðarsöm meðal gæðinga. En þá fyrst er góðs árangurs að vænta, þegar fólkið hefur áttað sig á þvi, að til þess að geta mannað skip með mikla sjó- sóknargetu, verður einhverju að fórna af smáfleytunum. Það er ekki einhlitt að hrinda af stað afkastamiklum atvinnu- tækjum vitt um land; sá er vand- inn meiri að sjá um að þau verði heimahöfn sú atvinnubót sem til var ætlazt. Hér verður rikis- stjórnin að standa betur i istaðinu en sú er fór. Kanna verður i upp- hafi alla aðstöðu þaðan sem skip- in verða gerð út, einnig hvort nokkur möguleiki muni vera til að manna fleyið. Það hlýtur að telj- ast bjarnargreiði að afhenda skip á þá staði þar sem allt er i ólestri og flest vantar sem með þarf tii þess að nokkur von sé um að út- gerðin geti staðið undir kostnaði miðað við meðalafla. Fjórðungsáætlun staðarins hef- ur mikiu skipulagshlutverki að gegna og sennilega erfiðu. Margt er hægt að lagfæra fljótlega, ann- að tekur lengri tima en er þó við- ráðanlegt. Þessum framkvæmd- um verður að hraða sem ástæður leyfa. Riki of mikil bjartsýni um útgerð að mati fjórungsáætlana, gæti reynzt hagkvæmara að fara landleiðina til atvinnusköpunar þar útgerð er talin vonlitil. Rekstrarf járskorturinn Þar útgerð er á byrjunarstigi, valda timabundnir erfiðleikar of tilfinnanlegum óvæntum útgjöld- um. Þeir geta verið af ýmsu tagi, smiðisgallar og bilanir. Ahöfn ekki nægilega hagvön. Stjórnin of flott i byrjun og bjartsýn i óhófi. Til þess aö forðast steypur sem orsakast vegna óhappa i byrjun, er sjálfsagt að hverju útgerðarfé- lagi sé tryggt nægilegt rekstrarfé fyrstu mánuðina, eða þar til ætla verður að allt fari að ganga með eðlilegum hætti. Ekki er ráðlegt að skera upphaflegt rekstrarfé við nögl. Sex miljónir á skip gæti reynzt nægjanlegt. Lánstimi langur, vextir hóflegir. Nokkurs konar rekstrarstofnlán i við- ráðanlegu formi. Það hefur viljað við brenna að skip hafa verið tekin af eigendum ótrúlega fljótt, kannski eina haf- færa skipið i plássinu, og afhent öðrum aðila til eignar, sem er þá stundina i eilifri náðinni. Kanna ber orsök vandlega, áður en eig- endaskipti verða, þau gætu verið pólitisk eða á annan hátt við- ráðanleg staðnum. Tvö bæjarfélög ættu helzt ekki að deila skipi. Aðstaða er mjög breytileg, en þeir eiga hennar að njóta sem hana hafa bezta, ekki mun af veita. óþægindi geta af sameign skapazt sem hverfa með séreign. Otgerðin á að eiga húsa- kost og reka alla fiskvinnsluna. Annar aðili hefur þar engu hlut- verki að gegna. Það hefur reynzt bezt segja þeir er reynt hafa, þar á meðal Jóhannes á Gauksstöð- um. Engin áhætta er leyfileg þegar fiskgæðin eru annars vegar. Vörugæðin er stórmál útgerðar- innar. Mjölvinnsluverð er ca. 1/10 af fyrsta flokks fiskverði. Það er betra að koma með 80 tonn eftir vikuna af ferskum fiski en 160 tonn eftir hálfan mánuð þegar fiskurinn er orðinn meira og minna skemmdur og rýr til vinnslu. Nefið eitt á að duga út- gerðarstjóra til gæðaákvörðunar aflans. Sé það i ólagi, þá verður hann einnig að beita sjón og flök- un við starfann. Samvinna skip- stjóra og útgerðarstjóra verður að vera mjög góð og raunsæ. Of langur túr, úldin lest, þýðir lest- arhreinsun og stórútgjöld. Munið, aldrei má slaka á klónni. Þá er að óska landsmönnum til hamingju með glæsileg fiskiskip og rikisstjórnum þakkaður stór- hugur. Nýrri rikisstjórn bera sér- stakar þakkir vegna fiskverðs- hækkana sem orðið hafa siðan hún tók við stjórn, en fiskverðið hafði lengi verið mikill dragbitur á útgerð stórskipa, eins og áður er fram tekið. Jafnframt skal á það minnzt, að ennþá vantar talsvert á að islenzkir sjó- og útgerðar- menn njóti sama fiskverðs og ná- grannar okkar búa nú við. Litil von er um góða rekstrarafkomu fyrr en sá munur hefur verið jafn- aður að fullu. Otileguskipin verða að fá fiskverðshækkun strax, eigi ekki vandræði af að hljótast. Steindór Árnason. - ÚTSALA - ☆ TEPPI OG TEPPABÚTAR ☆ GLU GG ATJ ALD AEFNI — í miklu og fjölbreyttu úrvali, Ensk, Þýzk, Dönsk og Frönsk Notið þetta einstæða tækifæri, því öll gluggatjöld eiga að seljast ☆ STÓRKOSTLEGUR AFSLÁTTUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.