Þjóðviljinn - 06.02.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 06.02.1973, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 6. febrúar 1973. MOÐVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans h’ramkvæmdastjóri: Eiöur fiergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Sva var Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. I!). Simi 17500 (5 linur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 15.00. Prentun: Blaöaprent h.f. ÓÞJÓÐLEG AFSTAÐA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Megineinkenni Sjálfstæðisflokksins hef- ur á seinni árum verið, hversu hann er óþjóðlegur i öllum málflutningi, blaða- skrifum og almennri afstöðu til stjórn- mála. Má i þvi sambandi nefna til mörg dæmi, en hér verða rif juð upp til áherzlu nokkur meginmál sem borið hafa á góma á siðustu misserum þar sem hefur helzt reynt á þjóðleg viðhorf, samheldni lands- manna og trú þeirra á eigin getu og gæði þessa lands. Fyrst má nefna afstöðu Sjálfstæðis- flokksins i atvinnumálum. Á viðreisnarár- unum kom þessi afstaða svo skýrt i ljós sem verða má. Þar skal að sinni bent á það hversu togaraflotinn drabbaðist niður i valdatið viðreisnarflokkanna og svo það hvernig islenzkur iðnaður var gjörsam- lega vanræktur á kostnað erlendrar at- vinnugreinar. Til dæmis stóðu skipasmiða stöðvar verkefnalausar timunum saman, verkalýðsfélög lánuðu jafnvel skipa- smiðastöðvunum — atvinnurekandanum! — peninga til þess að þær gætu borgað út vinnulaun. Iðnfyrirtæki lokuðu hvert af öðru um tima og atvinnuleysi var landlægt á Islandi. Þúsundir Islendinga flýðu land, sumir allt til Ástraliu.og islenzkir iðnaðar- menn og verkamenn voru þúsundum sam- an að störfum i grannlöndum okkar. Með- an þessu fór fram héldu stjórnarherrar viðreisnarinnar að sér höndum. Þeir grófu báðar hendur i vösum sinum og báðu krjúpandi um erlent einkaauðmagn til umsvifa hér á landi. Þeim varð að ósk sinni — þeir fengu erlenda fjárfestingu,en þjóðin refsaði þeim fyrir vanræksluna og felldi þá i alþingiskosningunum 1971. 1 þessu sambandi er og vert að minnast á landhelgismálið. Viðreisnarflokkarnir gerðu nauðungarsamning við Breta um veiðar við Island 1961. Þessi samning- ur fól i sér það hraklega ákvæði að við þyrftum að biðja Breta og Vestur-Þjóð- verja um leyfi ef færa ætti út landhelgis- mörkin. Og talsmenn viðreisnarflokkanna töldu það helzt nauðungarsamningnum til gildis að hann væri óuppsegjanlegur! 1 samræmi við þessa undanhaldsstefnu var ekkert aðhafzt i landhelgismálinu, og þegár núverandi stjórnarflokkar höfðu uppi kröfur um aðgerðir I landhelgismál- inu fyrir siðustu alþingiskosningar var af- staða þeirra talin siðlaus ævintýra- mennska af helztu forustumönnum stjórnarflokkanna þáverandi. Þeir tóku enda erlenda hagsmuni fram yfir inn- lenda: þeir vildu selja frumburðarréttinn fyrir baunadisk sem löngum fyrr. Það er hins vegar enn til marks um blygðunar- leysi forustukliku Sjálfstæðisflokksins — en á væntanlega ekki við stuðningsmenn þess flokks almennt — að enn heldur hún þvi fram að samningurinn frá 1961 hafi verið hinn ágætasti, hafi leyst mikinn vanda og beri enn að halda i heiðri. Þessi klika virðist hafa gleymt þvi, að hún hafði fyrir réttu tæpu ári vit til þess að beygja sig og standa einhuga að ályktun alþingis um útfærslu landhelginnar i 50 milur. Kemur að þvi máli, sem er miklu nýjast en það er afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðgerða vegna atburðanna i Heimaey. Átakanlegust er sú mynd sem Sjálfstæðis- flokkurinn sýnir af sér þegar hann harmar að Bandarikjaher skuli ekki hafa fengið að bjarga Vestmannaeyingum á land, eða þegar málgagn Sjálfstæðisflokksins blátt áfram berst gegn þvi að landsmenn reyni að rétta úr kútnum sjálfir og heimtar að íslendingar gangi fyrir hvers manns dyr og biðji um aðstoð. Hvar getur á byggðu bóli jafngersamlega þjóðlausa, jafnniður- lægjandi, jafnhundingjalega afstöðu? Vafalaust er Sjálfstæðisflokkurinn á ís- landi einn um slika hörmungarafstöðu, og þetta er enn einn steinninn i minnisvarða hins óþjóðlega ihaldsflokks á íslandi árið 1973. Eða hvar fyrirfinnst stjórnmála- flokkur annars staðar en á Islandi sem lætur sig hafa það að draga kjark og þrótt úr þjóð sinni þegar geigvænlegar náttúru- hamfarir dynja yfir? Hér hefur verið drepið á viðkvæm mál — en um viðkvæm mál verður einnig að segja sannleikann,þó hann sé ljótur — en hann er lærdómsrikur engu að siður. erlendum Yegna leyfa handa vísindamönnum til rannsókna á Heimaey Steingrimur Ilermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs rfkisins hefur beöiö Þjóövilj- ann að koma eftirfarandi upplýs- ingum á framfæri um leyfi til er- lendra visindamanna til rann- sókna á Ileimaey. Uppiýsingar frá Itannsóknaráöi rikisins um leyfi fyrir erlenda visindamenn til rannsókna á Heimaey. Vegna blaöaskrifa, sem oröiö hafa um ferð nokkurra erlendra visindamanna til Vestmanna- eyja, þykir mér rétt aö koma á framfæri eftirgreindum upplýs- ingum. A fundi meö Almannavarnaráöi miðvikudaginn 24. janúar var óskað eftir þvi, að Rannsóknaráö rikisins beitti sér fyrir þvi, aö is- lenzkir visindamenn skipulegðu og samræmdu starfsemi sina á Heimaey sem bezt, og ákveðiö, að erlendir visindamenn fengju ekki leyfi til Vestmannaeyjaferða án rannsóknaleyfis frá Rannsókna- ráði. Er það i samræmi við reglu- gerð, sem i gildi hefur veriö i fjöldamörg ár viö rannsóknir er- lendra visindamanna á tslandi. Lagði Almannavarnaráð sér- staka áherzlu á, að fjöldi visinda- manna á eyjunni hverju sinni yrði takmarkaður eins og frekast er unnt. Að morgni föstudagsins 26. janúar s.l. var að ósk minni hald- inn fundur i Raunvisindastofnun háskólans, þar sem mættir voru þeir innlendir jarövisindamenn, sem til náðist. A þeim fundi var farið yfir hin ýmsu svið visinda, sem talið var að sinna þyrfti i sambandi viö gosið á Heimaey, um það var rætt hvaða visinda- menn sinntu hverju sviði og drög lögð að verkaskiptingu. Varð ágætt samkomulag með islenzk- um visindamönnum um að skipu- leggja sem bezt sina starfsemi. Meðal annars var ákveðið að biðja Raunvlsindadeild háskólans að taka aö sér að skipuleggja ferðir til eyjarinnar og fylgjast með þvi hverjir væru þar hverju sinni. I framhaldi af þessum fundi voru siðar lögð drög að eins konar vaktaskiptingu. Loks var ákveðið, að Raunvis- indastofnun háskólans fylgdist með ferðum og störfum erlendra visindamanna, sem fengið hefðu rannsóknaleyfi. Var það gert, bæði með tilliti til þess að nauð- synlegt er að takmarka fjölda manna á eyjunni hverju sinni, og einnig var talið rétt og sjálfsagt aö bjóða erlendum visindamönn- um fyrirgreiðslu með þvi að skipuleggja ferðir þeirra til eyj- arinnar i tengslum við ferðir is- lenzkra visindamanna. Þennan sama föstudagsmorg- un barst Rannsóknaráði umsókn um rannsóknaleyfi undirritað af dr. Mohr frá Smithsonian Institu- tion. I raun var hér um að ræða umsókn fyrir fjóra hópa visinda- manna, dr. Mohr og tvo aðstoðar- menn hans, dr. Gibson og einn aö- stoðarmann, prófessor Eystein Tryggvason og þrjá aðstoðar- menn, og dr. Citron og aöstoðar- mann. Dr. Gibson kom á skrifstofu Rannsóknaráðs eftir hádegið þennan dag, ásamt Asgeiri Long, kvikmyndatökumanni. Ég tjáöi dr. Gibson, að við hefðum skoðað umsóknirnar og sæjum ekkert þvi til fyrirstöðu að veita rannsókna- leyfin, nema Eysteini Tryggva- syni, sem er islenzkur rikisborg- ari og þarf ekki rannsóknaleyfi. Þó kvaðst ég heldur vilja veita sérhverjum hópi rannsóknaleyfi sérstaklega, þar sem um ólik verkefni væri að ræða. A meöan dr. Gibson beiö á skrifstou minni var skrifað rannsóknaleyfi fyrir hann og sömuleiðis fyrir dr. Mohr, sem hann óskaði eftir að mega taka til hans. Dr. Citron sá- um við hins vegar aldrei. Til þess að upplýsa málið sem bezt læt ég fara hér á eftir þýð- ingu á rannsóknaleyfi þvi, sem dr. Gibson fékk. „Kæri dr. Gibson, Með tilvisun til bréfs dr. P.A. Mohr frá 25. janúar, 1973, er yður hér með veitt rannsóknaleyfi i þvi skyni að gera tilraun til magn- ákvarðana á hraunrennslinu og mælingu á flæði hraunsins frá eldgjánni á Heimaey. Leyfi þetta nær einnig til eins aðstoðar- manns, sem er nauðsynlegur fyrir störf yðar. Vegna hins alvarlega og við- kvæma ástands, sem nú rikir i Vestmannaeyjum erum við til- neyddir að setja eftirgreindar takmarkanir: 1. Með tilvisun til meðfylgjandi reglugerðar um erlenda vis- indamenn á tslandi, biðjum við yður að ráðgast um störf yðar við prófessor Trausta Einars- son hjá Háskóla Islands. 2. Fjöldi manna, sem heimild hafa til þess að fara til eyjar- innar, er mjög takmarkaður og þetta leyfi nær aðeins tii yðar og yðar aðstoðarmanns. 3. Hr. Einari Pálssyni, skrifstofu- stjóra Raunvisindastofnunar háskólans, hefur verið faliö að samræma ferðir islenzkra og erlendra visindamanna til Heimaeyjar. Þér eigið að gefa yður fram við hann. Hann mun halda skrá yfir allar heimsókn- ir visindamanna til eyjarinnar og aðstoða yður við skipulag ferðarinnar. 4. Á Heimaey er engin aðstaða til þess að fá fæði eða húsnæði, sem þér getið treyst. Þér verðið þvi að sjá um yðar eigið fæði, svefnpoka og svefnaðstööu. Það er þó hugsanlegt, að við getum orðið að einhverju liöi i þessu sambandi, ef nauðsyn krefur. 5. Surtseyjarfélagið á litla rann- sóknastofu i Náttúrugripasafn- inu á Heimaey. Þessi stofa er opin fyrir visindamenn til geymslu á tækjum, o.fl. 6. Þetta leyfi gildir I 10 daga, en það má afturkalla, ef um brot á reglum eða kvartanir er að ræða. 7. Það er að sjálfsögðu ljóst, að þér berið sjálfur alla áhættu af þvi að fara inn á eldsvæðiö. Yð- ur ber að hlýða öllum skipun- um, sem Almannavarnaráð kann að gefa, en það stjórnar björgunarstarfinu á eyjunni. Með tilvisun til reglugerðarinn- ar leggjum við áherzlu á að fá til- skilinn fjölda af einstökum af öll- um skýrslum og annarri útgáfu, sem kann að leiða frá starfi yðar á Heimaey. Einnig biðjum við yð- ur að hafa samband við okkur áð- ur en þér farið og láta okkur fá stutt yfirlit yfir vinnu yðar. Við vonum, að þér hafið ánægju- lega dvöl i landi okkar og að yðar visindastarf leiði til aukinnar þekkingar á slikum náttúrufyrir- brigðum og hamförum”. Leyfi það, sem dr. Mohr fékk var sams konar, nema hvað vis- indasviðið var að sjálfsögðu ann- að og honum falið að hafa sam- band við próf. Þorbjörn Sigur- geirsson. Einnig var hann beðinn að ákveða fjölda aðstoðarmanna i samráði við próf. Þorbjörn. Var það ákveöið meö tilliti til þess, aö islenzkir visindamenn töldu úti- lokað að framkvæma við rikjandi aðstæður þær mælingar i Heima- ey, sem dr. Mohr hafði I huga eins og reyndar kom i ljós. Það er skemmst frá þvi að segja, að hinir erlendu visinda- menn höfðu hvorki samband við þá islenzka visindamenn, sem þeim bar að ráðgast við, né við Raunvisindastofnun háskólans. Starfsmenn Raunvisindastofnun- ar reyndu hins vegar þegar á föstudagskvöld að ná tali af þess- um mönnum i þvi skyni að bjóða þeim aðstoð viö skipulag ferðar þeirra út i eyju næsta dag. Þá uppgötvaðist, að þeir voru þegar farnir út af hótelinu. Staðreyndin er þannig þvi mið- ur sú, að þessir visindamenn og þeirra félagar brutu þær reglur, sem þeim höfðu af illri nauðsyn verið settar. Mér er ókunnugt um þær móttökur, sem þeir hafa fengið i Vestmannaeyjum. Hins vegar get ég upplýst, að aðrir er- lendir visindamenn hafa farið nákvæmlega eftir settum reglum og hafa ekki, að þvi er ég bezt veit, þurft að kvarta undan mót- töku á Heimaey. Þeir hafa sýnt fullan skilning á þvi ástandi, sem rikir og ekki kvartað undan þvi, þótt þeir hafi orðiö að biða i einn eða tvo daga eftir þvi að komast út i eyju. Þvert á móti hafa þeir lýst ánægju sinni með þetta fyrir- komulag og sérstaklega að fá tækifæri til þess að vinna með sin- um islenzku starfsbræðrum. 1 Alþýðublaðinu þriðjudaginn Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.