Þjóðviljinn - 06.02.1973, Side 12

Þjóðviljinn - 06.02.1973, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 6. febrúar 1973. Upplýsingar frá Seðlabanka um lánsverzlun i Reykjavík Neytendalán þrefaldast á tæpum tveim árum í nýútkomnu hefti af Fjármálatiðindum er grein um lánsverzlun 1 Reykjavik 1967-1971, og geymir hún niðurstöður athugana sem Magni Guðmunds- son hagfræðingur hefur unnið að á vegum Seðla- bankans. Telur Magni að teljandi lánsverzlun sé i fjórum greinum verzlana: húsbúnaði, bygginga- vörum, bifreiðum og benzini. Sé lánsverzlunin orðin mikil i byggingavörum og bifreiðum og fari þar vaxandi. Fara hér á eftir nokkrar frekari upp- lýsingar úr grein hans Um lánsverzlun almennt segir Magni, aö hún teljist aö meginefni til svonefndra neytendalána, en þau eru i viöri Þjóöviljinn birtír hér iungann úr grein i Fjármóla- tföindum um iánsverzlun til neytenda í Reykjavfk. Hér koma fram fróölegar tölur um vaxandi lánsverziun á sama tima og kaupsýslumenn hafa kvartaö yfir of lágri álagningu og þvi aö þeim sé almennt skorinn of þröngur stakkur. Er ihugunarvert aö bera þetta tvennt saman. þvi aö varla hefur sú verzlun efni á aö lána til neytenda sem berst fjár- hagslega I bökkum. býr viö óhæfiieg lánsfjárhöft sjálf og má ekki leggja á vöruna fyrir kostnaöi (eins og stundum heyríst). Eöa hvaö? Varla er lánsverzlunin sjálf tæki til aö plokka neytendur? merkingu öll lán, sem veitt eru einstaklingum til kaupa á vöru eöa þjónustu i eigin þarfir, ekki til atvinnurekstrar. Þessi lán geta ýmist veriö i formi reiöu- fjár frá lánastofnunum eöa i formi greiöslufrests á vöru- úttekt I verzlunum. 1 siöar- nefnda dæminu, sem hér á viö, er aðallega um tvö afbrigöi aö ræöa: (1) Mánaöarreikninga þegar vörur eru „skrifaöar hjá” kaupanda, sem greiöir þá reikning sinn fyrsta dag næsta mán. á eftir úttekt eða innan 30 daga. (2) Afborgunarreikninga þegar kaupandi greiöir viö samning hluta vöruverðs, en mismun ásamt vöxtum og kostnaöi i jöfnum áföngum á lengri eöa skemmri tima. Oft er i staö vörukaupasamninga notazt viö vixla, er kaupandi samþykkir til greiöslu mánaöarlega eöa meö nokkurra mánaða millibili. Ef slikir vixlar eru seldir I banka eða sparisjóöi, teljast þeir ekki meö afborgunarlánum verzlunarinn- ar, enda koma þeir þá fram I lánastatistik bankanna. Tölur um lánsverzlun eru sem þessu nemur lægri en vera ætti. Afborgunarlán i heild hafa mikii áhrif á kaupmátt neytenda og þar meö á neyzlu- iönaöinn. Athyglisvert er, aö sem efnahagsþáttur fylgja þau þvi sem næst viðskipta- sveiflunni, en fara hvorki á undan né drolla á eftir, eins og titt er um aðra þætti. Notkun lánanna eykst, þegar hagbylgja er á leiö upp og markaðir lifgast, og kaupgetan eflist þá á tilsvarandi hátt. Notkunin minnkar hins vegar i lægð einnig vegna harönandi inn- heimtu og skipulagðrar inn- köllunar á lánunum, og dvinar kaupgetan af þeim sökum. Er V Iiankiiin er baklijarl [búnaðarbankinn SíNDIBILASTÖVIN Hf i . ' ' “ — — þetta mikilvæg vitneskja fyrir hagstjórn. Áhrifanna gætir einkum i iðnaði og verzlun varanlegra neyzluvara: hús- búnaöar, bifreiöa o.fl. Hag- skýrslur erlendis sýna, að sveiflur I neytendalánum geta náö sama umfangi og i rekstrar- og fasteignalánum. Má af þvi marka, hversu miklu máli neytendalánin skipta. Staðgreiðsla fyrir matvæli og fatnað Um einstaka flokka verzlana veröur stiklaö á stóru i þessari endursögn Þjóðviljans. Taka má fram um matvöruflokkinn, aö þar reyndist lánsverzlun mjög litil, miöaö viö fjölda fyrirtækja og viöskiptaveltu þeirra. Og hún fór hlutfallslega minnkandi á timabilinu. Útistandandi skuldir verzlananna I lok ársfjóröungs voru 5,8-5,5% af heildarsölu i einum og sama mánuöi. Þarna var svo að segja eingöngu um mánaöarreikninga aö ræöa, nær engin afborgunarlán. Vöru- úttektin takmarkaðist aö mestu viö einn undirflokkanna, þ.e. kjöt- og nýlenduvöruverzlanir, hun var hverfandi i mjólkur- og brauöbúðum og alls engin i fisk- búöum. 1 þessum eina undir- flokki, sem lánaði, var þátttaka ekki almenn, heldur bundin viö fáar verzlanir, sem þá lánuðu allverulega. Mjög svipaö kom i ljós varðandi fatnaöar- og vefnaðar- vöruflokkinn. Sérhæföar klæða- verzlanir leyföu nokkra vöru- úttekt, almennar vefnaöar- og smávöruverzlanir litla og skó- búðir enga. Hlutfall af heildar- sölu i mánuöi reyndist enn minna en i matvöruflokknum, þ.e. 1,5-1,8%. Lánsverzlun i þessum tveim vöruflokkum er þvi óveruleg, ef gerður er samanburöur viö t.d. Bandarikin og Kanada, þar sem hún getur náö allt að 50% heildarviöskiptanna, einkum i hinum stóru fjölverzlunum. Ekki þykir ástæöa til aö til- greina hér tölur um lánsverzlun nema frá þeim fjórum flokkum verzlana, þar sem lánsverzlun hefur einhverja þýðingu fyrir heildarveltuna. En þaö eru: Húsgagna- og heimilistækja- verzlanir, byggingavöru- verzlanir, bifreiða- og vara- hlutaverzlanir og benzin- stöðvar. Samanlögö lán þeirra til viöskiptamanna, i þeim skilningi sem hér um ræöir, námu um 660 miljónum króna i Reykjavik i árslok 1971 og hafö rúmlega þrefaldazt frá þvi i marzlok 1970. (Á þessum sama tima hafði neyzluvöruverölag hækkaö um 15% og byggingar- kostnaöur um 27%). Er þvi auð- séö aö þarna fer lánsverzlunin vaxandi samhliða hækkandi hagsveiflu. 450 milj. á afborgunarkjörum I árslok 1971 voru þessi við- skiptamannalán húsgagna- og heimilistækjaverzlana um 280 miljónir, bifreiöa- og varahluta- verzlana 280 miljónir, byggingavöruverzlana rúmlega 90 miljónir og benzinstööva 12 miljónir króna. Nær öll lán byggingavöruverzlananna voru i mánaöarreikningum, um þriöjungur af lánum húsgagna- og heimilistækjaverzlana og fjórðungur af lánum bifreiöa- og varahlutaverzlana. Benzin- stöðvar lánuðu eingöngu I mánaöarreikninga. Megirhluti af lánum húsgagna- og heimilis- tækjaverzlananna og bifreiöa- og varahlutaverzlananna var þá meö afborgunarskilmálum. Alls voru um 450 miljónir króna úti- standandi i afborgunar- reikningum hjá þessum flokk- um verzlana i árslok 1971. Sé litiö lengra aftur i timann er aukningin einnig mjög mikil að frátalinni þeirri efnahags- legu lægð sem geröi i kjölfar aflabrests á sildveiðum og lækkandi verölags á út- flutningsafuröum. Frá þvi i árs- lok 1967 til ársloka 1969 jukust umrædd lánsviöskipti húsgagna og heimilistækjaverzlana um þriöjung en benzinstööva tvö- falt. 1 lok greinar sinnar f Fjár- málatiöindum segir Magni Guömundsson hagfræöingur: ,,0f snemmt er aö kveða á um árstiöasveiflur. Ef viö litum hins vegar á meöfylgjandi töflu (sem er sleppt hér i Þjóðviljan- um), er auðsær samdráttur lánsverzlunar eftir gengis- lækkun siöla árs 1967, sem fram kemur á fyrra árshelmingi 1968, svo og eftir aðra gengislækkun siöla árs 1968, er fram kemur á fyrra árshelmingi 1969. Einmitt á þessum timaskeiðum voru efnahagsöröugleikar okkar mestir”.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.