Þjóðviljinn - 06.02.1973, Page 9

Þjóðviljinn - 06.02.1973, Page 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlöjudagur 6. febrúar 1973. LEIKRIT(EDA SJÓNARSPIL) í 2 ÞÁTTUM ÁFRAM STREYMIR ENDALAUST Höfundur: Samtök frjálslyndra og vinstrimanna Persónur og leikendur: Fasteignasali: Lárus Valdemarsson —Ráö- herra 1: Hannibal Valdimarsson. — Prófessor: Bjarni Guðnason. — Ráðherra 2: Magnús Torfi Ólafsson. — Blaðafulltrúi: Garðar Vfborg. — Flokksritari: Halldór S. Magnússon. — Hugsjónamaður: Sverrir Itunólfsson. Raddir úr salnum: 1. rödd: Moggastrákur: Haraldur Blöndal. — 2. rödd: Gasprari: Jón Sigurðsson. — 3. rödd: GuösmaðunSIra Björn O. Björnsson. — 4. rödd: Hyllir: Gylfi Kristinsson. — 5. rödd: Kven- maöur: Eyborg Guömundsdóttir. Fasteignasalinn hafðinokkurs konar leikstjórn meðhöndum. Læknir var Alfreö Gíslason, en Ijósmóöir Steinunn Finnbogadóttir. Leikurinn geröist á vertshúsi i Reykjavik. Fimm fyrsttöldu leikendurnir sátu viö borð þvert á salinn. Aðrir viö borð i salnum sjálf- um. Auk leikenda og radda voru aðrir þátttakendur i sjónarspilinu, allir saman taldir um 80 manneskjur. Fyrri þáttur hófst á almennu skvaldri i 20 minútur. Efnisval: Gengisfelling, aöför, brottför og innri mál. (Fasteignasalinn stöðvaði skvaldrið og hóf fundarstjórn með 20 minútna ræðu, þar sem meðal annars var vegið að ráð- herra 1 og fjarstöddum verka- lýösforingja. Undir ræöu fasteignasalans upphófst skvaldur enn á ný, og rödd 4, gasprari, kastaði hnútum að fasteignasalanum. Salinn lauk ræðu sinni meö fundarstjórn) Fasteignasalinn: Hér hef ég 10 miða, með númerum frá 1-10. Frummælendurnir fjórir skulu draga úr bunkanum um i hvaöa röö þeir tali þær 15 minútur sem þeim eru ætlaöar. (Eftir drátt var ljóst að röðin yröi: 1. ráðherra 1,- 2. ráðherra 2,-3. blaðafulltrúi, — 4. prófessor.) (Ráðherra 1 stigur i pontuna) Ráðherra 1: Vegna þess að ég fékk i hraöbréfi boö um að vera einn af frummælendum fundarins, er bezt aö ég segi með hraði frá þvi aö ég hef veriö and- vigur gengisfellingum and- stæðinganna. Við lögðum til gengisfellingu, og sú tillaga var rædd innan rikisstjórnar án nokkurs ofsa. Niðurstaðan varð sú að samstarfsaöilarnir beygðu sig fyrir gengisfellingarleiö og sóru að þeir skyldu verja hana. Það er ósatt að ég og ráðherra 2 höfum sett þaö aö skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsam- starfi. (Gengisfellingartali lokið) Nýtt land hefur siðan á fiokks- ráðsfundi ekki verið ritað sem flokksmálgagn, en flokksmál- gagn á ekki að rita óhróðurs- greinar um foringja flokksins. Eða, hver getur viðurkennt slikt sem aðalmálgagn flokks? (Tali um aðför iokið) Prófessorinn hefur ekki lent i deilum við okkur hina um grund- vallarleiðir flokksins okkar. Ég veitekkium ástæðu prófessorsins til að fara úr þingflokknum, en ekki þó úr flokknum. Hvernig samrýmist þetta eiginlega? Ég skora á prófessorinn að koma aftur i þingflokkinn og lýsa það frumhiaup að vanhugsuðu ráði er hann yfirgaf þingflokkinn. Þá verður það gleymt sem gert var. (Brottfarartali og tali um innri mál lokið) (Ráðherra 1 gengur burt úr pontunni við nokkurt lófatak, en ráðherra 2 kemur i pontuna i hans stað) Ráðherra 2: Raunveruleg kaupmáttarskerðing er minni eftir gengisfellingarleið en öðrum leiðum sem um var að velja. (Siðan komu allmörg atriöi gengisfellingu til hróss; sjálfvöld atriði) Lokaorð ráðherra 2: 1 heimin- um hefur aldrei verið, og verður aldrei, til frambúðarlausn efna- hagsvanda. (Nokkurt lófatak, skipti á ræðumönnum i pontu, ráðherra 2 fer, blaðafulltrúi kemur.) Blaðafulltrúi: Hér rikir ekki fullkomiö rit- og tjáningarfrelsi. Forystumenn flokksins okkar hafa reynt, meö aðför að Nýju landi, að knésetja það. Blaðið hefur stefnt að þvi aö vinna stefnumiðum flokksins okkar gagn, en það er of frjálslynt og of vinstrisinnað fyrir forystu- mennina. Þeir (forystumennirn- ir) hafa ekki lagt fé til út- gáfunnar, né hlutafé til rekstar útgáfufélaginu; þó vilja þeir fá að ráða blaðinu, og hafa reynt aö kúga það til hlýðni. (Enn skipt um ræöumann i pontu, prófessorinn tekur við.) Prófessor: Gengisfelling er kreppuástand. 3 eða 4 menn tóku ákvörðun um hana fyrir hönd flokksins okkar. A þetta kannski að vera til sannindamerkis um þá endurnýjunarstefnu sem flokkurinn okkar ætlaði að berjast fyrir meö þvi aö draga úr einræði foringjavaldsins? Þaö er misskilningur hjá ráö- herra 1 að samstarfsaðilar hans i rikisstjórn hafi játað gengis- fellingu sem skástu efnahagsúr-. ræði; þeir voru knúðir til þess, vegna hræðslu við að ráöherrar 1 og 2 færu úr rikisstjórninni að öörum kosti. Það er ágreiningur innan flokksins okkar um gengis- fellingu, um sameiningarmál, um vinnubrögð flokksins okkar, hvað sem ráðherra 1 segir. (Prófessorinn gengur úr pontunni við sæmilegar undirtektir við ræðuna. Fasteignasalinn tekur við fundarstjórn.) Fasteignasali: Heyriöi i frum- mælendum þaðan sem þeir sitja? Iladdir: Nei, Já. Nei. Já. Fasteignasali: Nei og já. Það er gott. Ég ætla þá að stjórna fundinum héðan úr pontunni, taka við skriflegum fyrirspurnum og flytja frummælendum munnlega. Þeir svara svo þaðan sem þeir eru komnir. Raddir: Þú ert búinn að tala of lengi, fasteignasali. Þú ert aö missa alla út af fundinum, fasteignasali. (Þegar hér var komið hafði fasteignasali stjórnað úr pontu i 15 minútur, og talað fram ræöu frá eigin brjósti nokkuð af stjórnunartimanum.) Flokksritari (spigsporandi framan úr sal): Má ég bera fram dagskrártillögu? — Fasteignasali: Nei. Flokksritari: Ég geri þaö nú samt. Tillagan er sú, að fasteignasalinn segi af sér fundarstjórn. (Mikið klapp og húrrahróp radda) Fasteignasali: Ef flokksritari og raddir geta ekki hagað sér al- mennilega, verð ég að fá aöstoö húseigenda til að visa fólki af fundi. (Mikill hlátur radda. Muldur radda stóð nokkra stund, en undir þvi heldur fasteignasali áfram ræðu sinni sem erfitt var að henda reiður á hver væri. Tuldur og muldur radda hætti þegar spurningar raddanna i'óru að berast, ýmist munnlega eða skriflega. Fasteignasali varö að breyta stjórnunaraðferö þeirri sem hann hafði lagt fram að hann myndi stjórna samkvæmt. Fundarmenn, þ.e.a.s. raddir, komu i pontuna.) Rödd: Hver er munurinn á þessari gengisfellingu og við- reisnargengisfellingum? Var ekki ráðherra 1 I Alþýðubanda- laginu þegar hann bauö sig fram á I-lista? Hvaða kröfur á að gera til málgagns? Rödd 2: Gasprari: Er prófessorinn farinn að hugsa um klofningsframboð við næstu kosningar? Er prófessorinn til- búinn til að koma aftur i þing- flokkinn? Hugsjónamaður (úr pontunni): Ég las það i dag i stjörnuspánni minni, Bogmanninum, að ég reyni að koma þeim mönnum saman, sem vilja starfa saman. Þetta finnst mér að á betur við um ráðherra 1 en ég. Margir hér þekkja málefni valfrelsis, og ég þekki marga. Mér er sama um alla flokka, en mennirnir verða að fá að njóta sig. Hver er afstaða flokksins ykkar til þjóðarat- kvæðagreiðslu? Hver græðir mest á gengisfellingu? Bezt er til frambúðar að breyta dollarinum, nei altso krónunum i dollar. Hvers vegna var flokkurinn ykkar eiginlega stofnað? Ég er á móti öllum styrk, og þaö á að hætta öllum styrk á bak við tjöldin og lika á bak við þjóð- kirkjuna. (Fasteignasali kemur i pontuna og hyggst taka við fundarstjórn.) Fasteignasali: Hvernig vilja frummælendur hafa fyrirkomu- lagið á þvi að svara? Frummælendur: (Þögn.) Fasteignasali: Það er einmitt það. Það er nú komið kaffi á borð hér inn af. Kannski að frum- mælendur vilji svara meðan fólk fær sér kaffi? Við skulum þá hafa það þannig. Ef ráðherra 1 vildi þá byrja? (Meðan þessi stjórnsemi átti sér stað hafði fundarsalur tæmzt, raddirnar i samræðum sin á milli, og sótzt eftir kaffi og meðlæti.) Ráöherra 1: (Af myndugleik) Ég svara ekki spurningum meðan fólk er að drekka kaffi. Þakka samt gott boð. Fasteignasali: Nú, þá segjum við það. Við skulum hafa kaffihlé. Hvað vilja raddir fá langt kaffi- hlé? Raddir: 10 minútur, 15 minútur, 20 minútur, þegiðu fasteignasali. Fasteignasali: Þá segjum við það. 15minútnakaffihlé. (Hlé. Fyrri þætti lokið.) * Þriðjudagur 6. febrúar 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 (Siöari þáttur. Svið sama og i fyrri þætti. Ráðherra 1 gengur kerrtur I pontuna og tekur að svara spurningum.) Ráðherra 1: Ég var ennþá i Alþýöubandalaginu þegar ég bauð mig fram á I-lista, og það samrýmdist islenzkum lögum þá. En þegar að loknum kosningum beittu lýðræöisflokkarnir sér fyrir þvi að breyta kosningalög- gjöfinni á þann veg, að ekki er hægt lengur að bjóöa fram tvo lista fyrir sama flokk i sama kjör- dæmi. Innskot frá fasteignasala: Undir öruggri forystu lýðræðis- sinnans Magnúsar Kjartansson- ar. Ráðherra 1: Já. Þaöer rétt. Nú. Fokksmálgagnerblaösem túlkar stefnu flokksins og forystu hans, en niðir ekki af þeim skóinn. (Nú tók ráðherra 1 á öllu sinu og með miklum bravúr mælti hann svo, eftir að hafa rætt nokkuð um efnahagsmál.) Ef einhver hefur leiðir i efnahagsmálum sem ekki leiða af sér einhvers konar hækkanir, þá fram með þær. (Húrra radda, klapp og hlátur). Það þarf stundum að fylgja ráð- stöfunum sem fjöldinn er and- vígur og óvinsælar kunna að vera, en við gerum það ef þær eru réttar! (Enn klapp.) Hvernig höfum við, fjarrstaddi verkalýðsforinginn og ég, reynt að eyðileggja flokkinn okkar og félag okkar hér i Reykjavik? Það er trúleg saga eða hitt þó heldur um formann flokksins og varafor- mann! (Ræðu lokið. Nokkurt klapp og undrunarhlátur. Hæðnishlátur talsveröur.) (Ráðherra 2 gengur I pontuna) Ráðherra 2: (Eftir að hafa rætt efnahagsmál nokkuð. Lesendum eftirlátið að uppdigta ræöuna.) Undarlegasta fundarstjórn sem ég hef oröiö vitni að um ævina hefur átt sér stað hér I kvöld; fundarstjóri neitar að bera upp dagskrártillögu, og talar lengur en nokkur frummælenda. (Uml i fasteignasala. Blaðafulltrúi kemur i pontuna.) Blaðafulltrúi: Ég tel að veita eigi öllum blööum styrk, sem ræða þjóðmál og hafa menningarlegt gildi. (Kurr radda.) Spurningu frá rödd 4 (Gasprara) tel ég ekki svara verða, en hann spyr hvort sjálf- stæð blöð eigi ekki að njóta styrkja, og tiltekur blaðið okkar, Vikutiöindi og Mánudagsblaðið. Lái mér hver sem vill. Einhver kona spyr að þvi hvort blaðið sé ekki opið fyrir skrif úr borgarstjórn Rvikur. (Rödd 5, kvenmaður gripur fram I) Kvenmaður: Ég er ekki bara einhver kona. Ég er rödd 5. Blaðafulltrúi: Já, þá rödd 5. Svarið er jú. (Mannaskipti I pontunni, prófessor kemur I stað blaðafulltrúa.) Prófessor: Það er alveg óvist hver klýfur og hvenær. Eru ekki forystumenn flokksins okkar að ráðgera að bjóöa fram með Alþýðuflokknum við næstu kosningar, en ekki fyrir flokkinn okkar? Ég ætla að standa og falla með flokkskrilinu sem við erum I. Ég lýsi þvi hér meö yfir að ég er ekki tilbúinn að koma aftur i þingflokkinn, þvi ég sagði mig úr honum vegna þess aö hann knúði fram gengisfellingu. Ég styö stjórnina vegna þess að ég hef ekki geð I mér til að fá yfir mig aðra viðreisn. Hugsjónamaöur (kallar fram D: Ég skora á vinn minn prófessorinn að koma aftur og sameinast flokknum. (Prófessor fer úr pontu. Fasteignasali gerir tilraun til að stjórna, en tekst ekki. Rödd 1, Moggastrákur, stendur upp I almenningnum og tekur til máls. Skríkir undir ræöu hans, llkastir geldfyglististi, likjast þó kannski meir venjuleg- um pikuskrækjum.) Rödd l;Moggastrákur: Ég var einn af meömælendum þessa flokks við þingkosningarnar siðast, vegna þess aö ég taldi að meö þvi ynni ég minum flokki, Sjálfstæöisflokknum, mest gagn. Honum verður ekki unnið meir né betur en með nógu mörgum framboöum vinstri aflanna I landinu. Ég vona, að þeim fjölgi enn, framboðunum frá vinstri. (Geldfylglististið heldur áfram nokkra stund. Einnig ber á ánægjukurri.) Rödd 4: Hyllir (Standandi úti i almenningnum): Má ég bera fram tillögu um traustsyfir- lýsingu á Ráðherra 1? Fasteignasali: Ekki veit ég það nú. En komdu með hana skrif- lega, og viö skulum ræöa hana. (Meðan Hyllir gengur fram til fasteignasala með tillöguna, leggur ótiltekin rödd til, að til- lagan verði samþykkt með lófa taki. Þrir byrja að klappa: sá fjórði bástist við. Kvartetts- klappið stendur mjög stutt.) Fasteignasali: Nú ætla ég að lesa upp traustsyfirlýsingartil- löguna. Hún er svona: Sjónarspil flokksins okkar samþykkir að lýsa stuðningi við úrræði ráö- herra 1 og 2, gengisfellingu, sem lausn á þeim efnahagvanda sem við var að glima. Ég get nú ekki séð að hægt sé að bera þessa tillögu undir atkvæöi. Frummælendur taka nú til máls og tala i öfugri röð við það sem þeir töluðu áðan. (Mikill kurr meðal radda. Ráð- herra 1 heyrist tuldra heldur glaðhlakkalega: Fundurinn getur tekið fyrir það sem hann vill og samþykkt það sem hann vill. Annars mjög erfitt að greina raddir hverja frá annarri. Fasteignasali hvessir röddina hvað eftir annað, og af og til má skilja eitt og eitt af þvi sem hann segir. Kurr stóð I nokkrar minútur, en eftir það mátti heyra i fasteignasala.) Fasteignasali: Ég ber ekki þessa tillögu undir atkvæði. Þetta er pólitiskt mjög óheppileg til- laga. Ég ber hana bara alls ekki upp. Flokksritari (Spigsporandi framan úr sal): Ætlar fasteigna- sali aö skipta um skoðun aftur, einu sinni enn, ha? Fasteignasali: Ég óska flokks- ritara til hamingju með að vera staddur i landinu en ekki i Japan i einkaþágu að kaupa togara eða stunda önnur vafasöm viðskipti! (Raddir orðnar háværar, hróp og köll. Greina má fátt það sem sagt er. Þó er greinilegt, að fasteignasali nýtur nokkurrar virðingar fyrir þetta siðasta framlag sitt til fundarins. Loks heyrist i fasteignasala yfir aðrar raddir) Fasteignasali: Frummælendur taka ekki aftur til máls. Ég slit sjónarspili. (Siðari þætti lokið. Tjaldið fellur, sé verkið sýnt I leikhúsi; annars ryðjist hver um annan þveran út af vertshúsi. Hlutverk raddar 3: Guðsmanns, hefur fallið niður i prentunjmá setja inn ef þarf.) Leikdómur. Fyrir þá sem ekki eru vanir þvi verki að skrifa um leikhúsverk er nokkuö erfitt um framangreint sjónarspil að dæma. Það skal þvi ekki gert I löngu máli. Svofelld umsögn verður látin nægja: Frummælendur allir komust skammlaust frá sinu, sumir hverjir meö nokkurri reisn. Tvi- mælalaust má halda þvi fram, að þar sem upphaflega var til stofnað annars en sjónarspils, hefði heldur ekki orðið úr sjónar- spil, ef ekki hafði notið viö fasteignasalans, en framkoma hans öll var i þá veru aö magna upp það andrúmsloft sem rikja þarf til þess að sjónarspil verði. Fasteignasali var þvi tvimæla- laust maöur kvöldsins og i raun og veru höfundur leiksins. Þá má heldur ekki gleyma þeim undirtektum sem tilburðir fasteignasala fengu. Þar sem margt er um geldfygli hugans saman komið á einu vertshúsi, er ætið grundvöllur fyrir sjónarspil, jafnvel þótt ekki njóti við svo frá- bærrar leiösagnar sem fundur þessi, eða sjónarspil, naut af hendi fasteignasala. Læknir og ljósmóðir komust einnig vel frá leiknum. Úlfar Þormóösson. Yfir ÍOO Eyjafjölskyldur komnar í húsnæði Yfir hundraö fjölskyldum úr Eyjum hefur nú veriö kotnið I húsnæði i Keflavik, Sandgeröi, Höfnum og Njarðvik. Auk þessa fjölda er mikið um aö Eyjamenn dvelji hjá ættingj- um og vinum, og að minnsta kosti liggur annað eins fyrir af um- sóknum um húsnæði á þessu svæði og þegar er búið að ut- vega. Að sögn Birgis Guðnasonar, sem i gær var i fyrirsvari á miöl- unarskrifstofunni i Keflavik, átti að vera fundur i herstöðinni i Miðnesheiði i gær, með fulltrúum sveitarfélaganna þar syðra, full- trúa varnarmáladeildar og hers- ins um húsnæöismál. Birgir sagði, aöýtarleg könnun hefði farið fram á vegum hersins á högum þess fólks sem barnlaust er og býr á Suðurnesjasvæðinu og dvelst hérlendis á vegum herliðs- ins. Hernaöaryfirvöldin eru öll af vilja gerð að koma þessu fólki úr húsnæði, en það er tiltölulega auðleyst fyrir þau. Aftur á móti er erfiðara við að eiga fjölskyldu- fólk, vegna þess hve fyrirvarinn er stuttur. —úþ Þetta kort sýnir þykkt ösku og gjalls I sentimetrum á hádegi 30. janúar. Þetta kort sýnir hvernig unnið hefur veriö að þvi að byrgja glugga i Vestmannaeyjum aö undanförnu. 2. febrúar, þegar kortið var sent út, var unnið við að byrgja glugga utan brotnu linunnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.