Þjóðviljinn - 06.02.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.02.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 6. febrúar 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 SAKAMALASAGA EFTIRSTEN WILDING hana, það ískraði i bremsunni á hjólinu og með stöngina i kröpp- um boga myndaði þanið nælon- girnið freyðandi rák i vatnsborð- ið. Með hjartað uppi i hálsi reis ég upp af þóftunni og veigraði mér næstum við að trúa þvi, að þetta væri að koma fyrir mig. Stærsti fiskurinn,sem ég hafði veitt til þessa, hafði verið átta punda geddam mikilúðleg niutiu- sentimetra skepna sem bauð upp á langa og harða baráttu áður en ég kom henni upp i bátinn. En þetta var eitthvað allt annað, og ég þorði ekki einu sinni að geta mér til um þyngd siöttólfsins sem bitiðhafði á agnið mitt. Sem ég er lifandi, hugsaði ég, sem ég er lif- andi. Það þarf lika veiðimann til að skilja geðshræringu mina. Ég reyndi að herða heimilinn ögn til að veita fiskinum einhverja mót- spyrnu að ráði, en linan var i veikasta lagi og þoldi ekki hvað sem var. Báturinn fór að hreyfast yfir vatnið, risageddan dró hann einfaldlega á eftir sér og ég gat ekkert gert i málinu. Hamingjan gæfi að hún færi ekki inn i sefið. En svo ákvað fiskurinn allt i einu að hvila sig ögn og ég gat náð inn nokkrum metrum. Svo kom nýtt æðiskast og ég tapaði aftur þeim metrum sem ég hafði áður náð. Jæja, ég skal svo sannarlega þreyta þig, hugsaði ég, ég hef allt kvöldið fyrir mér. Ég dró inn, gaf eftir, dró inn og nú Lausn r a krossgátu 1 = Þ 2 = J 3 = Ó 4 = Ð 5 = V 6 = 1, 7 = L 8 = N 9 = B 10 = Ö 11 = R 12 = K 13 = U 14 = 0 15 = F >6 = A 17 = M 18 = t 19 = E 20 = G , 21 = É 22 = S . -23 = Æ 24 = T 25 = X 26 = Ú 27 = H 28 = D 29 = P 30 = Ý 31 = A. Brúðkaup Þann 6/1 voru gefin saman i hjónaband i Háteigskirkju af sr. Grimi Grimssyni ungfrú Guðrún Gisladóttir og hr. Halldór Þórðar- son. Heimili þeirra verður að Sæ- viðarsundi 68 Reykjavík. Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852 var spurningin hvort ég var ekki ögn að vinna á. Ef ég gæti aðeins fengið að sjá hana...ég starði i ofvæni niður i dökkt vatnið. Og allt i einu geröist það, öldungis fyrirvaralaust hvarf öll fyrirstaða. Ég hafði misst stærstu gedduna mina. Mér skilst að til séu sportveiði- menn.sem eftir tapaða baráttu við stóran fisk, geta tekið ofan og þakkað með virðingu fyrir góða keppni. Ég efast um að slikir menn séu til, ég er að minnsta kosti ekki i þeirra flokki, og það sem ég lét mér um munn fara næstu minúturnar ætla ég ekki að hafa eftir. En smám saman dró ég inn linuna i dimmustu örvæntingu; agnið var óskemmt. Þá synti geddan að minnsta kosti ekki um með agnið i sér og það gat hugsazt að hún biti aftur á. Ég 5 reyndi að kasta hvað eftir annað, en ekkert gerðist. Jæja, það var vist rétt að hvlla sig smástund. Ég settist á þóftuna og þurrkaði svitann af enninu. Mig hitaði i allan likamann, þótt farið væri að verða svalara úti á tjörninni. Sólin var hnigin bakvið dökkan skógarvegginn sem bar við rósrauðan kvöldhimininn. Liklega var rétt að fara i skyrtuna. Um leið og ég dró skyrtuna yfir höfuðið lá við að ég ræki upp vein af sársauka. Bakið. Varlega renndi ég fingrum yfir axlirnar og neyddi sjálfan mig til að horfast i augu við það sem ég hafði gert: setið i steikjandi sól á sléttu vatnsborði allan daginn, án þess að hafa van- izt sól að heitið gæti fyrr um sumarið. Nú fann ég allt i einu hvernig bakið á mér glóði eins og eldur, og ég varð að bita saman tönnunum meðan ég klæddi mig i skyrtuna. Þetta var ekki gott — nei, gott var það ekki. Jæja, þetta varð ekki aftur tekið. Ég kveikti mér i sigarettu og horfði á dökkan vatnsflötinn 20. desember s.l. voru gefin saman i hjónaband i Háskólakap- ellunni af séra Hannesi Guð- mundssyni ungfrú Sif Knudsen og Stefán Asgrimsson. Heimili þeirra verður að Grjótagötu 5, Reykjavik. og hugsaði um stórgedduna sem synti þarna niðri sæl og ánægð. Þú sleppur ekki, gamla min, hugsaði ég. Það var mjög þögult og kyrrt umhverfis mig, unz málmkennt, syngjandi hljóð kom utanúr fjarskanum. Þar var lest að koma eftir teinunum. Ég hlustaði á glamrið og hugsaði með mér hve furðulegt væri að i hundraö metra fjarlægð frá mér sæti fólk i þægi- legum sófum i upplýstum, vel hirtum vögnum, meðan ég sat al- einn hér úti i svalri auðnar- kyrrðinni. Svo rifjaði ég upp að það voru ekki nema tólf stundir siðan ég hafði verið fastur i óendanlegri umferðaþvögu við Litla-Bóm og fannst heil eilifð liöin siðan þá. Siðan dó lestarhljóðið út og ég var aftur einn i kyrrðinni. Ég leit upp i himininn. t austri höfðu skýin færzt ofar á himninn, en samt virtist ekki útlit fyrir rigningu á næstunni. Annars sýndist himinhvolfið tómt — þar til ég uppgötvaði dökkan dil sem hringsólaöi hátt uppi fyrir ofan tjörnina. Dillinn varð smám saman stærri, það var fugl sem lækkaði smám saman fiugið i áttina til min og stækkaði óðum. Hann virtist að lokum svo risavaxinn, að ég fór að velta fyrir mér hvort hér væru ernir — en ernir litu vist ekki svona út. Fuglinn virtist hafa áhuga á mér og tyllti sér loks á háan klett við ströndina. Hann var kolsvartur og mér varð allt i einu ljóst að þetta hlaut að vera hrafn, þetta var i fyrsta skipti sem ég sá hrafn. Þessi hrægammur norðursins sat öldungis grafkyrr og starði á mig og einhverra hluta vegna var mér ekki um það gefið. Ég fleygði sigarettunni i vatnið, nú ætti geddan að vera búin að jafna sig þarna niðri. Altekinn eftirvæntingu fór ég aftur að kasta — auðvitað árangurslaust. Smám saman varð mér þyngra i skapi, mig logsveið i bakið og ég fór að verða þungur i höfðinu. Ég gat átt von á votti af sólsting. Hrafninn sat kyrr i sömu stellingum og starði á mig og nú var orðið svo skuggsýnt að ég gat varla greint hann. Svo flaug hann skyndilega upp með hásu gargi sem bergmálaði um vatnsflötinn. Hafði hann orðið hræddur við eitt- hvað — og þá hvað? Heyrði ég marr i trjágrein inni i skóginum eða var það bara imyndun? Mér fannst allt i einu eins og verið væri að horfa á mig, ég sneri mér við og starði i allar áttir en sá ekkert. Og þögnin var næstum al- ger. Hátt fyrir ofan mig hring- sólaði hrafninn, hring eftir hring með þungum hægum vængjatök- um. Af hverju hagaöi hann sér svona? Það var eins og hann væri að biða eftir einhverju... Atti ég að gefast upp við gedduna? Það kæmi dagur eftir þennan dag. Það var orðið dimmt og ég ætti að halda heimleiðis, meðan ég sæi enn handaskil. Það var lika farið að kólna, útúr dimmum skóginum liðu léttar þokuslæður út yfir sléttan vatns- flötinn. Skógartjörn að kvöldi dags var eiginlega dálitið óhugnanleg. Og hrafninn þarna uppi var að byrja að fara i taugarnar á mér. Ég ákvað að kasta einu sinni enn og láta það gott heita. Ég hnykkti úlnliðnum til, suðið i hjólinu virtist heyrast margra kilómetra leið og agnið féll niður i vatnið með háu skvampi. Ég lét það sökkva almennilega og fór siðan að draga inn með hægð. Svo stöðvaðist allt. Fast i botni. Ég bældi niður ljótan munnsöfnuð og rykkti harkalega i linuna. Jæja, eitthvað lét undan, ef til vill sama greinin og áðan, þetta var á svipuðum stað. Ég halaði inn og það marraði i stönginni, unz ég gat greint eitthvað niðri i dökku vatninu. Nei, þetta var ekki grein, það var einna likast stórum, grá- leitum klæðisstranga. Hafði ein- hvér notað tjörnina sem sorp- haug? Ég reyndi að losa agnið, en árangurslaust. Hrúgaldið kom nær bátnum, ég laut fram og þreif iþað.svoþaðsnerist við. Þá sá ég hvað það var. Það var mannslik. Annar kafii Likiðhafði legið lengi i vatninu, eina tvo mánuði gizkaði ég á. Að það var af karlmanni sást af Þriðjudagur 6. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Hulda Run- ólfsdóttir heldur áfram að endursegja söguna af Nilla Hólmgeirssyni eftir Selmu Lagerlöf (14) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjó- innkl. 10.25: Halldór Gisla- son efnaverkfræðingur talar um hollustuhætti i fisk- iðnaðinum. Morgunpopp kl. 10.40: Ian Matthews syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plöturabb (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál I umsjón Arna Gunnarssonar. 14.30 Frá sérskólum i Reykja- vik: VII: Hótei- og veitinga- skóii tslands. Anna Snorra- dóttir talar við Friðrik Gislason skólastjóra. 15.00 Miðdegistónieikar. Hljóðfæraleikarar flytja Kvintett i f-moll fyrir pianó og strengjahljóðfæri eftir César Franck. (Hljóðritun frá finnsku tónlistarhátið- inni s.l. sumar). Roberto Szidon leikur á pianó Sónötu nr. 2 i gis-moll op. 19 og Fantasiu i h-moll op. 28 eftir Skrjabin. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. 17.10 Framburðarkennsla I þýzku, spænsku og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: ,,Yfir kaldan Kjöl” eftir Hauk Agústsson. Höfundur byrjar lestur áður óbirtrar sögu. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.20 Fréttaspegill 19.35 Umhverfismál. 19.50 Barnið og samfélagið. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi ræðir við Gunnar Árnason sálfræðing um hæfileika barna til að tjá sig. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 tþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Einsöngur. Janet Baker syngur lög eftir ensk tón- skáld. 21.30 „Tyrkjans ofrfki áfram fer”Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flytur þætti úr sögu Tyrkjaránsins 1627: — fyrsti hluti. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. Bænarorð. 22.35 Tækni og visindi: Hinn hviti riddari visindanna, Louis Pasteur. Dr. Vil- hjálmur G. Skúlason pró- fessor flytur annað erindi sitt. 22.50 Harmónikulög. The Accordion Masters leika valsa. 23.00 A hljóðbergi. Myrkviði. — The Heart of Darkness eftir Joseph Conrad. Anthony Quayle ies fyrri hluta sögunnar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 6. febrúar 1973 20.00 Fréttir. 20.25 Veöur og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 39. þáttur. Stundar- gaman. Efni 38. þáttar: Tony Briggs er kominn i kunningsskap við stúlku, sem heitir Barbara. Hann vill kvænast henni, en hún er treg til. Loks segir hún honum frá þvi, að hún hafi eignazt barn með kvæntum manni, og hafi enn ekki gef- ið upp alla von um aö geta gifzt honum siðar. Shefton tekur sér ferð á hendur að hitta son sinn og ræða við hann um framtið prent- smiðjunnar, en Tony neitar aö taka afstöðu i málinu fyrr en að striðinu loknu. 21.20 Setið fyrir svörum. Umræðuþáttur i sjónvarps- sal. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 22.00 Frá Listahátið ’72. Lif- verðirnir á Amager. Ballett eftir August Bournonville. Tónlist V.C. Holm. Dansar- ar frá Konunglega danska ballettinum dansa. Hljóm- sveitarstjóri Tamás Vetö. 22.30 Dagskráriok. Prentsmiðja Þjóðviljans tekur aö sér alls konar setningu og prentun, Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Skóla vörðustí g 19 Sími 17505 BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÚSASTILLINGAR HJOL ASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR LátiS stilla í tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.