Þjóðviljinn - 06.02.1973, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.02.1973, Síða 16
MÚÐVIUINN Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara •Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Þriðjudagur 6. febrdar 1973. Helgar- kvöld- og nætur- þjónusta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 2.-8. febrúar er I Laugarnes- apóteki og Ingólfsapóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, næt.ur og helgjdaga- vakl a heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. | Samband isl. samvinnufélaga 1 INNFLUTNINGSDEILD Friðarverð- laun Nóbels BONN 5/2. 54 vestur-þýzkir þingmenn, flestir sósialdemó- kratar, hafa lagt það til við Nó- belsverðlaunanefnd Norska stór- þingsins, að friðarverðlaun Nó- bels verði veitt Helder Camara, erkibiskupi frá Brasiliu. 1 bréfi um mál þetta.segja þing- menn, er bent á mikið starf Cam- ara i þágu friðar og jafnréttis. Camara hefur verið erkibiskup i þeim héruðum Brasiliu þar sem fátækt og arðrán eru hvað mest. Umræðufundur Alþýðubandalagsins Næsti umræðufundur Alþýðubandalagsins verður á fimmtudaginn. Hefst fundurinn kl. 20.30 og er haldinn að Grettisgötu 3. Að þessu sinni mun Þorbjörn Broddason lektor fjalla um efnið „Stjórnmálahlutverk fjölmiðla”, og má heita að það sé beint framhald siðasta fundar, er Svavar Gestsson, ritstjóri, ræddi um Þjóðviljann sérstaklega. Þá spunnust liflegar umræður um blaðið og efni þess. Umræðufundir Alþýðubandalagsins eru öllum opnir sem áhuga hafa á umræðuefninu. Aðalfundur Alþýðubandalagsins I Hafnarfirði verður haidinn i Hamarskoti Skiphóli n.k. mið- vikudagskvöld klukkan 20.30 Dagskrá. 1. Venjulega aðaifundarstörf. 2. Magnús Kjartansson, ráðherra ræðirum stjórnarsamstarfið. Félagar, fjölmennið! Tíu féllu í Belfast helg um BELFAST 5/2 — Skothríð heyrðist af og til á götum Belfast í nótt eftir ein- hverja blóðugustu helgi í borginni síðan vopnavið- skipti hófust þar fyrir þrem árum. Á minna en sólarhring féllu tíu manns, allt óbreyttir borgarar, fyrir skotum brezkra hermanna eða óþekktra skotmanna. Aðfaranótt sunnudags kváðust brezkir hermenn hafa fellt sex leyniskyttur, sem hefðu hafið á þá skothrið. En ibúar i þvi kaþólska hverfi, þar sem átökin áttu sér staö, halda þvi fram, að hér hafi verið um saklausa vegfarendur að ræða. Skömmu eftir miönætti I nótt leið var ráðizt á brezka varðstöð, en ekki er þess getiö að neinn hafi sakað þar. Hinn „opinberi” armur Irska lýðveldishersins, IRA, lýsti þvi yfir i dag, að hann mundi styðja hvern þann aðila sem tæki sig á ma um að reisa gotuvígi um kaþólsku hverfin og vernda þau þannig fyr- ir morðárásum. Þessi armur IRA lýsti yfir vopnahléi viö Breta i mai I fyrra og kvaðst vilja beita sér fyrir sameiningu Irlands meö pólitiskum aðferðum. Blöð mótmælenda skrifa i dag, að máski væri bezt að herinn tæki að sér stjórn landsins. Norður-Vietnamskir liOsforingjar við byggingu hermálanefndar fjög- urra striðsaðila i Saigon. HELSINKI 5/2. Þrir menn særðust alvarlega þegar finnsk flugvél neyddist til að nauð- lenda á is á stöðuvatni einu i Norður-Finnalndi. Átján manns voru i vél- inni sem er i eigu finnska flugfélagsins Kar-Air. Saigonstjórnin sökuð um samningsrof Fundir um pólitíska framtíð S-Yíetnams SAIGON PARIS 5/2 Fulltrúar Saigonstjórn- ar og Þjóðfrelsishreyf- ingarinnar komu saman i Paris i dag á fyrsta fund sinn um pólitiska framtið Vietnams. Um leið héldu sveitir fjög- urra rikja frá Saigon til að byrja störf sin að eftirliti með vopnahléi þvi sem hófst fyrir rúmri viku. Lítið var barizt í Vietnam um helgina. Niðurskurður vigbúnaðar: Aðeins í Mið-Evrópu eða allri álfunni? VINARBORG 5/2.Vesturveidin vilja takmarka umræður um niðurskurð vigbúnaðar i Evrópu við Mið-Evrópu, en Sovétrlkin viija, að fjallað sé um Evrópu i heild — og þá m.a. aliar banda- riskar herstöðvar og svo sjötta flotann á Miðjarðarhafi. Er þetta haft eftir diplómötum i Vinarborg, en beinar viðræður um málið eru ekki hafnar þar ennþá. Sovétmenn eru sagðir hafa beöið Frakka um að taka þátt I viðræöunum, en Frakkar hafa verið því andvigir. Þá vilja Sovétmenn einnig að Rúmenia, Búlgaria og hlutlaus lönd séu með i viöræðunum en Natorlkin vilja, að þau lönd séu aðeins með I spil- inu sem herstyrk hafa I Mið- Evrópu. Samráðsfundum er haldið áfram, og má vera, að helztu praktisku vandamál væntanlegra viðræðna verði leyst eftir nokkra daga. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Hafnarfirði: Vopnahléssamningurinn sem undirritaður var 27. jan. I Parls gerir ráð fyrir beinum viðræðum milli striðandi aðila i Suður-VIet- nam og hafa fulltrúar Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar mjög unnið að þvi að koma þeim á. Fyrsti fund- urinn var haldinn I dag, sem fyrr segir, og urðu viðmælendur sam- mála um málsmeðferð. Lýstu fulltrúar þeirra þvi yfir, að næsti fundur yrði haldinn á miðviku- dag, og að siðar yrði fjallað um myndun þjóðarráðs þess sem á aö undirbúa kosningar i landinu. Það sama ráð fær einnig til með- ferðar skipti á föngum þeim sem Þjóðfrelsishreyfingin og Saigon- stjórnin hafa i haldi. Búast má við þvi að það mál verði erfitt viður- eignar, þvi stjórn Thieus hefur að undanförnu bæði verið sökuð um að lifláta pólitlska fanga I stórum stll eða „fækka” þeim með þvi að skrá þá glæpamenn. 1 viðtali I Moskvublaðinu Pravda i dag ásökuðu þau Xuan Thuy, fyrrum aðalsamingama ð- ur Norður-VIetnama I París og frú Nguyen Thi Binh, utanrikis- ráðherra Þjóðfrelsishreyfingar- innar, Saigonstjórnina um alvar- leg brot á Parísarsamningunum, sem miða að því að ná undir sig meira landi. Bæði kváðust þau vilja hafa samninginn stranglega i heiðri. Fulltrúar alþjóðlegu eftirlits- nefndarinnar héldu frá Saigon i dag til að koma á fót hél-aðsmið- stöðvum nefndarinnar á sjö stöð- um i Suður-VIetnam. Fyrsta kær- an sem þeir fjalla um lýtur að herbækistöð, sem Þjóðfrelsisher- inn náði á sitt vald rétt um það leyti sem vopnahléð gekk I gildi. Norður-VIetnam og Þjóðfrelsis- hreyfingin hafa ákveðið að fresta heimsendingu bandariskra stríðsfanga á þeirri forsendu, að bandariskir embættismenn hafi ekki lagt fram áætiun um heim- fiutning hermanna sinna frá Vlet- nam. Bandariski aðmirállinn Brian McCauley og 14 samstarfsmenn hans flugu I dag til Hanoi til að ræða um það, hvernig tundurdufl þau verði gerö óvirk, sem Banda- rlkjamenn vörpuðu I hafnir Norður-VIetnams. Zambía lokar SALISBURY 5/2 Ródesía hefur opnað aftur landamærin tii Zambiu, en forseti Zamblu, Kaunda. hefur lýst því yfir, að samgöngur milli landanna verði ekki teknar upp aftur. Minnihlutastjórn hvitra manna I Ródesiu lokaöi landa- mærunum þann 9. janúar og átti það að vera til að refsa Zambiumönnum fyrir að aðstoða afriska skæruliða i Ródesiu. Mikill hluti af kopar- útflutningi Zambiu hefur farið um Ródesíu, en Kaunda forseti sagði I dag, að aðrar leiðir mundu finnast til að leysa þau mál. Kinverjar hafa unnið að gerö járnbrautar yfir Tan- zaniu til Zambiu sem gerir hið koparauðuga riki óháð flutningum yfir Rðdesiu og prótúgölsku nýlenduna Mozambique. 1 dag bárust fregnir um að sjötugur Breti hafi látið Ufið i árás afriskra skæruliða á búgarð I norðausturhluta Ródesiu. Þar um slóðir er mikil tóbaksrækt og mestallt land I eigu hvitra manna. Diplómatar svindla LONDON Friðhelgi er- lendra sendimanna er þeim til margra hluta nytsamleg. Til dæmis hafa erlendir dipló- matar I London skotið sér undan þvl að greiða sem svarar 400 miljónum islenzkra króna i stöðumælasektir á sl. fimm árum. TÍGBIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjpf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.