Þjóðviljinn - 21.12.1973, Side 1

Þjóðviljinn - 21.12.1973, Side 1
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru nú þrír Stöðvuðu tollalækkanir til iðnaðarins Kústir hænsnahúss Óskars Sveinssonar. Kins og mvndin ber með sér er húsið gjörónýtt. (Ljósmynd Július Júliusson) SNJÓFLÓÐ Á SIGLUFIRÐl: Enginn mannskaði Tvö hús eyðilögðust og 300 hœnur f 'órust Frumvarp ríkisstjórnar- innar um tollskrá o.fI. var tekiö út af dagskrá á al- þingi i gær, og þar með frestað fram yfir áramót. Efni frumvarps þessa var að lækka tolla fyrst og fremst á vélum og hráefni til islensks iðnaðar til sam- ræmis við tollalækkun á innfluttum iðnaðarvörum, sem á að koma til fram- kvæmda þann 1. janúar n.k. samkvæmt samning- um við EFTA og Efna- hagsbandalagið. Jafnframt gerir frumvarpið ráð fyrir 1% hækkun söluskatts til að vega upp tekjutap af tolla- lækkuninni, en frá þvi aðildin aö EFTA komst á dagskrá i tið við- reisnarstjórnarinnar hefur alltaf verið taliö ófrávikjanlegt að þetta tvennt fylgdist að. Ekki sist var það predikað af talsmönnum við- reisnarstjórnarinnar á sinum tima og reyndar framkvæmt við fyrstu tollalækkunina 1970, þegar söluskattur var hækkaður um 3 og hálft prósent. Nú lá það hins vegar fyrir ótvi- rætt, að stjórnarandstöðu- flokkarnir þrir, þ.e. Sjálfstæðis- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn myndu sameinast um að stöðva fram- gang frumvarpsins i neðri deild, þar sem þeir hafa stöövunarvald með 20 atkvæðum gegn 20 og tefla þar með allri samkeppnisaðstöðu islensks iðnaðar hér á heima- markaði i bráðan voða, — ein- göngu til að halda uppi fullum fjandskap við rikisstjórnina, enda þótt það kostaði algert brotthlaup frá öllum fyrri yfirlýsingum og eigin stefnumótun. Þingmaður Frjálslynda flokksins spurði forsætisráðþerra af miklum ákafa, hvort rikis- stjórnin myndi nú ekki segja af sér, en fékk þau svör, að einhver bið yrði á þvi enn að Frjálslyndi flokkurinn kæmi nýrri við- reisnarstjórn til valda. Þar sem þrif lokkarnir i stjórnarandstöðunni hafa nú hindrað tollalækkanir til iðnaðar á Islandi virðist liggja beinast við, að fresta framkvæmd ákvæða EF'I'A samningsins um tollalækkanir á innfluttum iðnaðarvörum, svo að islenskur iðnaður verði ekki knéstttur i valdabrölti þeirra Geirs, Gylfa og Bjarna Guðnasonar. Slika frestun getum við tilkynnt einhliða til EFTA og væri það ekkert einsdæmi i skiptum rikja við bandalagið. Um klukkan 22 i fyrra- kvöld féll snjóflóð á Siglu- firði. Féll það i syðsta hluta bæjarins og gereyði- legði tvö hús en engir mannskaðar urðu af völd- um þess. Snjóflóð hefur ekki fallið áður á þessum stað. Að sögn Gunnars Rafns Sigur- björnssonar bæjarfulltrúa á Siglufirði féll flóðið úr gili sunnan við gamla skiðastökkspalla syðst i kaupstaðnum. Lenti meginþungi þess á húsi sem nelnisl Leikskáí- ar. Þetta hús var i eigu Kvenfé- lagsins Vonar sem halði rekið þar barnaheimili á sumrum. Fór það alveg af grunninum og barst eina 400 metra niður i flæðarmál. Er ekki heil spýta i þvi. Einnig lenti flóðið á gömlu þriggja hæða húsi sem löngum var geymsla en var nýlcga breytt i hæsnahús. Voru i þvi um 550 hænur og bjargaðist um helming- ur þeirra. llúsið sem var i eigu Oskars Sveinssonar lagðisl á hlið- ina og er ónýtt. Var það ekkert tryggt umlram skyldutryggingu og er þetta þvi lilfinnanlegt tjón fyrir Oskar. Na?sta hús norðan við hæsna- húsið er ibúðarhús og munaði ekki nema svo sem hálfum metra Fjárlögin afgreidd — sjá 4. síðu Forsætisráðherra Spánar sprengdur í loft upp MADRID 20/12 — Aðmiráll Luis Carrero Blanco, for- sætisráðherra Spánar og hægri hönd Francos ein- ræöisherra, lét lífið i dag ásamt bilstjóra sínum og einum lifverði er bill hans sprakk i loft upp fyrir framan kirkju í Madrid miðri. Var sprengingin svo öflug að bill- inn þeyttist fimmtán metra i loft upp að sögn prests nokkurs, er varð áhorfandi að atburðinum, og fimm metra djúpur gigur myndaðist i götuna, þar sem bill- inn stóð. 1 tilkynningu frá spænska upp- lýsingamálaráðuneytinu segir að billinn hafi verið sprengdur i loft upp með fjarstýröri sprengju. Sprengingin varð aðeins fimmtán minútum eftir að hafist höfðu réttarhöld gegn tiu mönnum, sem ákærðir eru fyrir aö vera forustu- menn verkalýðssamtaka Spánar, Comisiones Obreras, sem eru bönnuð. Þykir óliklegt að hér sé um tilviljun eina að ræða. Skelf- ing mikil greip um sig meðal ráð- andi manna viö atburðinn, liig- regla stöðvaði fjölda manns á götum úti, krafði þá um persónu- skilriki og handtók marga. Carrero Blanco var sjötugur að aldri, illrædmur ihaldshólkur, einræðis- og konungssinni. Hann var hatrammur andstæðingur aukins frjálsræðis og talinn jafn- vel enn ihaldssamari en Franco, sem mun hafa hugsað sér hann sem eftirmann sinn . I.uis Carrero Klanco að llóðið lenti á þvi. I þvi bjó ljöl- skylda Gunnlaugs Einarssonar og flúði hún úr þvi um kvöldið af ótta við frekari flóð. Sama gerðu ibúar i þrem næstu húsum. Flóð helur ekki fallið á þessum stað áður. Fyrir nokkrum árum féll flóð nokkrum húsalengdum norðar og eyðilagði nýlegt ein- F'ramhald á 14. siðu Sáttafundum frestað til 3. janúar Akvcðið var i gær aö frcsta formlegum sáttafundum f kjara- dcilu atvinnurekenda og ASl til 3. janúar næstkomandi. Undir- nefndir munu starfa á meðan aö ýmsum sérverkefnum. SKILA - DAGUR DREGIÐ EFTIR 2 DAGA Þessa viku eru skiladagar i Happdrætti Þjóðviljans. Allir, sem fengið hafa miða, þurfa að gera skil sem fyrst. Afgreiðsla happdrættisins er á Grettisgötu 3, simi 18081, og á Skólavörðustig 19, simi 17500. OPIÐ TIL KL. 22,00. i Happdraetti Þjóðviljans 1973 ►

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.